
1 minute read
Þrjú skref að grænna draumahúsi
Ég huga að grænum lífsstíl og vistvænum lausnum í hönnun draumahússins míns. Ég geri það til þess að takast á við loftlagsbreytingar og leggja mitt á vogaskálarnar fyrir umhverfið og komandi kynslóðir. Grænn lífsstíll hjálpar mér að bera ábyrgð á þeim áhrifum sem ég hef á umhvefið. Mörg græn skref eru hagkvæmari fyrir mig bæði heilsulega og peningalega séð. Til að kynna mér grænan lífsstíl og vistvænar lausnir nota Google leitarvélina og vef Umhverfisstofnunar, https://ust.is.
Ég vel mér að minnsta kosti þrjár leiðir til að tileinka mér grænan lífsstíl og vistvænar lausnir í hönnun. Ég get t.d. valið efnivið hússins eftir því hvað er vistvænast. Ég get passað upp á að hönnun hússins styðji við þann græna lífsstíl sem ég vil lifa með því til dæmis að huga að orkunotkun tækjanna og vatnsnotkun. Þessum skrefum skila ég svo inn á tölvutæku formi (t.d. Word, Canva, Ppt) í skilahólf á Mentor. Áður en ég skila fer ég yfir stafsetningu með Skramba (https://skrambi.arnastofnun.is/).
Advertisement
Viðmið um árangur
o A) Nemandi skrifar niður að minnsta kosti þrjár leiðir til grænni lífsstíls og vistvænni lausna. o B) Nemandi setur fram að minnsta kostir þrjú rök (útskýrir) fyrir því hvernig þær lausnir og leiðir styðja við grænan lífsstíl og vistvænar lausnir. o C) Nemandi skrifar að minnsta kosti 3 málsgreinar í hverjum rökum. o D) Nemandi notar að minnsta kosti 2 myndir við framsetningu. o E) Nemandi vinnur verkefnið einn og í tölvu. o F) Nemandi merkir skjalið sitt með nafni. o G) Nemandi skilaði verkefninu með færri en 10 stafsetningarvillum. o H) Nemandi skilar verkefninu í Mentor skilahólf. o I) Nemandi skilar á réttum tíma.
Skiladagur: 11. nóvember 2022
Um sein skil: Þau sem skila seint hafa ekki möguleika á einkunninni framúrskarandi. Veikindi eða önnur útskýrð fjarvera er að sjálfsögðu tekin til greina. Nemendur geta alltaf samið við kennara um annan skiladag með góðum rökum.