Draumahúsið mitt - Verkefnabók

Page 12

Staðsetning draumahússins Ég ákveð hvar húsið mitt stendur og met samfélagsgerðina og veðurfarið. Ég fræðist um árstíðarbreytingar og hvað stjórnar veðurfari á jörðinni. Ég ákveð hvort húsið mitt sé í borg, sveit, þorpi o.s.frv. Í hvaða heimshluta er húsið mitt ? Er það jafnvel á annarri plánetu? Hvernig er samfélagið og hvaða tungumál er talað? Veðurfar getur haft mikil áhrif á lífshætti okkar og hvernig við byggjum hús og híbýli. Ég veit að stráhús hentar til dæmis ekki vel á norðurpólnum. Til þess að nálgast upplýsingar um veðurfar staðarins nota ég leitarvél Google og til dæmis síðuna https://weather-and-climate.com/. Ég skrái meðalhita hvers mánaðar (t.d. í töflu) og merki inn í hvaða mánuði er hæsta hitastig og í hvaða mánuði er lægsta hitastig. Ég vil vita hversu mikil úrkoma er svo ég skoðað meðal úrkomu. Ég finn út í hvaða mánuði er mest úrkoma og hvaða mánuði minnst. Ég skila verkefninu á tölvutækuformi inn á Mentor en ég ræð í hvaða forriti ég vinn (t.d. word, excel, canva, ppt). Áður en ég skila fer ég yfir stafsetningu með hjálp Skramba vinar míns (https://skrambi.arnastofnun.is/). Viðmið um árangur

o o o o o o o o o o

A) Nemandi segir frá hvar húsið er staðsett. B) Nemandi tilgreinir að minnsta kosti plánetu, heimsálfu og land.

o

K) Nemandi svarar spurningunni „Hvers vegna verða árstíðaskipti?“ með að minnsta kosti 3 málsgreinum.

o o o o

L) Nemandi notar að minnsta kosti 3 myndir við framsetningu.

C) Nemandi tilgreinir hvaða tungumál er talað þar. D) Nemandi setur fram samfélagsgerð og helstu einkenni samfélagsins. E) Nemandi tekur fram að minnsta kosti 3 flíkur sem eru í fatatísku líðandi stundar. F) Nemandi tekur fram að minnsta kosti 3 vinsælustu rétti samfélagsins. G) Nemandi setur fram meðalhita að minnsta kosti 8 mánaða ársins. H) Nemandi merkir sérstaklega heitasta og kaldasta mánuð ársins. I) Nemandi merkir í hvaða mánuði er mest úrkoma og í hvaða mánuði minnst. J) Nemandi svarar spurningunni „Hvaða þættir stjórna veðurfari?“ með að minnsta kosti 3 málsgreinum.

M) Nemandi vinnur verkefnið einn og í tölvu. N) Nemandi skilar verkefninu með færri en 10 stafsetningarvillum. O) Nemandi skilar verkefni á réttum tíma.

Skiladagur: 9. nóvember 2022 Um sein skil: Þau sem skila seint hafa ekki möguleika á einkunninni framúrskarandi. Veikindi eða önnur útskýrð fjarvera er að sjálfsögðu tekin til greina. Nemendur geta alltaf samið við kennara um annan skiladag með góðum rökum.

12


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Draumahúsið mitt - Verkefnabók by gudmundurkari - Issuu