FÍB Blaðið 3. tbl. 2022

Page 1

eðli sínu eru tryggingar eitthvað fallegt” Viðtal við Friðrik Þór Snorrason framkvæmdarstjóra Verna 3.tbl. 2022 SAGA FÍB Í MÁLI OG MYNDUM VETRARDEKKJAKÖNNUN 2022 „Ánægjuleg þróun hjá FÍB sem helst vonandi um ókomin ár” Viðtal við Árna Sigfússon fyrrverandi formann FÍB
„Í

Háaleitisbraut

Hafnarfjarðarhöfn

Akureyri - Glerártorgi Akureyri - Baldursnesi hjá BYKO* Borgarnesi

Hafnarfirði - Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfirði - Kaplakrika* Hveragerði

Kópavogi - Búðakór Kjalarnesi

Kópavogi - Kópavogsbraut Mosfellsbæ Kópavogi - Byko Breiddinni

Reykjanesbæ - Stapabraut

Reykjanesbæ - Hólagata Reykjavík - Bíldshöfða

Reykjavík - Háaleitisbraut Reykjavík - Kirkjustétt Reykjavík - Knarrarvogi

Reykjavík - Skeifunni Reykjavík - Skúlagötu Reykjavík - Sprengisandi*

Reykjavík - Öskjuhlíð Reykjavík - Starengi

Selfossi Stykkishólmi Egilsstöðum

*afsláttarlaus stöð – okkar langlægsta verð.

ATLANTSOLÍA FÍB

FÍB félagar eru í uppáhaldi hjá okkur og fá sérlega góð kjör með dælulyklinum, eða allt að 18 krónu afslátt.

Sæktu um lykil á www.fib.is og byrjaðu að spara.

Kaplakrika Kópavogsbraut Búðakór BYKO Breidd Bíldshöfða Mosfellsbæ Kirkjustétt Starengi
Mosfellsbæ Hveragerði Akureyri
Egilsstöðum Fagradalsbraut 15 Borgarnesi Stykkishólmi Reykjanesbæ Selfossi Reykjavík
Öskjuhlíð Skeifunni Skúlagötu Sprengisandi
(Glerártorgi og Baldursnesi)
Kjalarnesi
Knarrarvogi
ME I RA F YR I R H JÁ ATLA N TS O LÍU F Í B FÉ LAGA 1 8 K R E F DÆLT er 150+ Ltr. á mánuði aFSLátTUR 1 6 Kr

ÚTGEFANDI: FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

Ritstjóri Jón Kristján Sigurðsson

Ábyrgðarmaður Runólfur Ólafsson

Höfundar efnis: Björn Kristjánsson Jón Kristján Sigurðsson Runólfur Ólafsson

Prófarkalestur Snorri G. Bergsson

Forsíðumynd Þjóðleikhúsið 1932, ljósmynd Poll, Willem van de Umbrot Björn Kristjánsson

Auglýsingar Gunnar Bender Prentun Ísafoldarprentsmiðja UPPLAG 18.500

FÍB-blaðið kemur út þrisvar á ári og er innifalið í árgjaldinu. Árgjald FÍB er kr. 9.180.-

Heimilt er að vitna í FÍB-blaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimilda getið.

FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA

Skúlagötu 19 101 Reykjavík Sími: 414-9999 Netfang: fib@fib.is Veffang: www.fib.is

Endurtekin barátta í 90 ár

Félag íslenskra bifreiðaeigenda var stofnað 6. maí 1932 og hefur ávallt leitast við að vera nútímalegur og eftirsóknarverður bakhjarl fólksins í bílnum og vegfarenda. Í þessu FÍB-blaði er meðal annars farið yfir nokkra sögupunkta í 90 ára sögu félagsins.

Sumir átakaþættir í baráttunni koma síendurtekið upp. Þetta á m.a. við um iðgjöld bílatrygginga, eldsneytisverð og skattheimtu af bílum og umferð. Vissulega hafa áfangasigrar náðst en eftir stendur að útgjöld íslenskra neytenda eru óeðlilega há vegna skaðlegrar fákeppni á trygginga- og olíumarkaði.

Mikill skortur var á bílatengdri þjónustu á fyrstu árum FÍB og eldsneyti víða ekki aðgengilegt. Baráttan í árdaga um aðgang að eldsneyti um land allt er um þessar mundir krafan um stóraukið framboð rafhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Við erum á tímamótum orkuskipta í samgöngum á landi og þeim þarf að mæta með stóraukinni þjónustu við rafbílanotendur.

Bíllinn hefur í gegnum tíðina verið auðvelt skotmark opinberra álagna og skatta. FÍB hefur leitt baráttuna gegn ofursköttum á umferðina og fyrir því að skattar af bílum renni til samgöngubóta. Helsta baráttan um þessar mundir er gegn áformum stjórnvalda um vegtolla.

Þegar FÍB var stofnað voru bílar ekki almenningseign og lítið um akfæra vegi. Allt hefur þetta færst til betri vegar þó að langt sé í land að Ísland standist samanburð við nágrannaþjóðir varðandi samgöngumannvirki og samgönguvalkosti.

Árið 1932 voru skráðir bílar á landinu 1.561 eða einn bíll á hverja 80 íbúa. Í dag eru um 270 þúsund bílar skráðir í umferð og íbúar landsins um 385 þúsund eða innan við 1,5 íbúar á hvern bíl. Á þessum 90 árum hefur vegakerfið vaxið úr torfærum 2.500 kílómetrum í tæplega 13.000 kílómetra af vel akfærum vegum sem eru á forræði Vegagerðarinnar og um 12.800 kílómetra á forræði sveitarfélaga og einkaaðila.

FÍB gætir hagsmuna notenda vegakerfisins og tekur afstöðu til forgangsröðunar framkvæmda út frá öryggi og hagsmunum allra landsmanna. Reynslan sýnir að fyrir hverja krónu sem varið er til að bæta vegaöryggi hagnast þjóðfélagið að jafnaði um tvær til fjórar í fækkun slysa. EuroRAP öryggisúttekt FÍB á íslenska vegakerfinu hefur skilað þekkingu og mikilvægum upplýsingum til veghaldara og aukið öryggi vegfarenda.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri

4 FÍB-blaðið
FÍB

Þjónustutorgið snýst um þig

Þjónustuleiðir okkar sameinast nú undir heitinu Þjónustutorg þar sem boðið er upp á fjölbreytta möguleika svo viðskiptavinir geti sinnt viðhaldi bílsins á þann hátt sem hentar þeim best. Hægt er að panta verkstæðistíma á hekla.is, koma með og ná í bílinn utan opnunartíma og greiða reikninginn rafrænt. Nýttu þér Þjónustutorg Heklu hvenær sem er sólarhrings!

www hekla is

Efnisyfirlit:

Landsmenn á móti gjaldtöku ....... 8

Merkasta varðan í sögu félagsins10

Kílómetragjald sanngjarnast ..... 12

Ráðstefna Vegagerðarinnar....... 14 171 milljón í endurkröfur ........... 16 Rafbílar innan ESB ...................... 16 40 þúsund hraðabrot ................. 20 Nýr umferðarvefur...................... 21 Skattlagning á öryggi................. 22 Viðtal við frkvstj. Verna .............. 24 Minni eftirspurn eftir bílum ....... 26 Svart svínarí olíufélaganna ........ 28 Saga FÍB í 90 ár ............................ 30 Vetrardekkjakönnun 2022 ......... 48

Sala á rafbílum mun halda

áfram að aukast

Bílasala á Íslandi hefur gengið vonum framar á árinu sem senn rennur sitt skeið á enda. Blikur voru á lofti í ársbyrjun því að heimsfaraldurinn hafði sett bílaframleiðslu í uppnám og ljóst var að það tæki tíma á rétta úr kútnum á nýjan leik. Stríðið í Úkraínu hefur enn fremur sett strik í reikninginn þar sem hægt hefur verulega á bílaframleiðslu. Skortur á íhlutum og biðtími eftir bílum hefur lengst. Allt hefur þetta haft áhrif.

Reynt hefur verið af fremsta megni að annast eftirspurninni

Dæmi eru um að kaupendur hafi þurft að bíða í marga mánuði eftir nýjum bílum. Bílasala í Evrópu hefur verið misjöfn, sums staðar dregist saman en annars staðar hefur hún aukist. Það hefur einnig gerst hér á landi. Með sama áframhaldi lítur út fyrir að 35% aukning verði í nýskráningum fólksbifreiða sem eru orðnar yfir 15 þúsund. Allt árið í fyrra voru þær 11.204. Þegar öllu er á botninn hvolft verður það að teljast gott miðað við allt sem á undan er gengið og þær hremmingar sem bílaframleiðendur hafa þurft að þola. Reynt hefur verið af fremsta megni að anna eftirspurninni og mæta óskum nýrra kaupenda. Fullyrða má að það hafi takist ótrúlega vel.

Mikil óvissa hefur ríkt um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld á bifreiðar. Á dögunum lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp um breytingu á skattaívilnunum á rafmagns- og vetnisbifreiðar. Þar kemur fram að í ákvæði til bráðabirgða í lögum um virðisaukaskatt er kveðið á um sérstaka virðisaukaskattsívilnun vegna innflutnings og skattskyldra sölu á m.a. rafmagns- og vetnisbifreiðum. Ívilnunin gildir út árið 2023 eða þar til 20.000 bifreiða mörkunum er náð. Búist er við með sama áframhaldi að það náist í júlí eða ágúst. Jákvætt að lagt sé upp með að ívilnanirnar verði út árið 2023

Það er mjög jákvætt að lagt sé upp með að ívilnanirnar verði út árið 2023. Þetta muni gera það að verkum að sala á rafbílum haldi áfram að aukast. Þess má geta að skattaívilnanir vegna kaupa á hreinorkubílum hafa verið til staðar frá árinu 2012. Í marsmánuði kom fram í tilkynningu frá stjórnvöldum að frá þeim tíma væri búið að veita alls 12,4 milljarða króna í skattaafslætti vegna kaupa á hreinorkubílum, rafmagns- eða vetnisbifreiðum. Þar af námu ívilnanirnar 5,2 milljörðum árið 2021. Hlutdeild nýorkubíla á þessu ári verður um 70% og það að ívilnanirnar verði út árið 2023 mun gera það að verkum að sala á rafbílum mun aukast jafnt og þétt.

6 FÍB-blaðið
Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri

Honda CR-V Hybrid með Arctic Edition breytingu. Honda CR-V Hybrid Arctic Edition er sérbreyttur fyrir íslenskar aðstæður. Breyttur fyrir 31” dekk og veghæð fer úr 20 cm í 24 cm. Arctic Edition útgáfan tryggir aukna veghæð sem auðveldar lífið fyrir þá sem hyggja á ferðalög og ævintýri. Hann getur því óhikað mætt nýjum og spennandi áskorunum, hvort sem er á sléttum vegum eða grófari slóðum. Þú ferð lengra á CR-V.

Komdu í heimsókn í sýningarsal Honda á Krókhálsi 13. Við hlökkum til að sjá þig.

Askja · Krókhálsi 11-13, 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Honda á Íslandi.

* Nánari upplýsingar um 5 ára ábyrgð Honda er á honda.is/5-ara-abyrgd
Með Arctic Edition breytingu 7.639.000 kr. Verð með Arctic Edition breytingu frá: Innifalið er Arctic Edition breyting með dekkjum að verðmæti 349.000 kr.
Fylgdu
á Facebook facebook.com/hondaisland
okkur
Fylgdu okkur á Instagram instagram.com/hondaisland

Meirihluti landsmanna á móti gjaldtöku

í öllum jarðgöngum á Íslandi

Meirihluti landsmanna er á móti fyrirhugaðri gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi samkvæmt könnun Maskínu. Samkvæmt könnuninni eru 55 prósent landsmanna andvíg gjaldtöku en ríflega 20 prósent hlynnt henni. Svipað margir segjast í meðallagi hlynntir eða andvígir. Könnunin fór fram dagana 20. til 25. júlí og voru svarendur 1.069 talsins.

Um 72 prósent þeirra sem búa á Austurlandi eru andvíg

Fyrr í sumar boðaði innviðaráðherra frumvarp um gjaldtökuna til að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng og önnur göng í framtíðinni. Samkvæmt könnun Maskínu er andstaðan mest á Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 75 prósent. Um 72 prósent þeirra sem búa á Austurlandi eru andvíg henni en um sextíu prósent íbúa á Norðurlandi. Um helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Reykjanesi eru á móti gjaldtöku.

Talsverðan breytileika er að sjá á viðhorfi fólks eftir stjórnmálaskoðunum þess. Kjósendur Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins eru andvígari gjaldtökunni en kjósendur annarra flokka. Best mælist gjaldtakan fyrir meðal kjósenda Viðreisnar þar sem hátt í 40% segjast hlynnt, auk kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar en meðal þeirra eru 32% hlynnt.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.069 en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega.

FÍB er alfarið á móti því að vegamannvirki verði fjármögnuð með vegtollum

FÍB ítrekar fyrri ábendingar um vegtolla, mikilvægi öruggra vega og ríflegar tekjur ríkissjóðs af bílum og umferð. FÍB er alfarið á móti því að vegamannvirki verði fjármögnuð með vegtollum. Vegtollar eru mjög dýr leið til að hafa tekjur af umferðinni. Raunsætt er að áætla 15% fari í kostnað við innheimtu vegtolla þar sem umferð er mikil og 60–80% þar sem umferð er lítil.

Vegtollar eru mun kostnaðarsamari en aðrar innheimtuaðferðir stjórnvalda af bílum og umferð. Kostnaður við vegtolla felst m.a. í dýrum tækjabúnaði, hugbúnaði, tengingum, innheimtukostnaði, viðhaldi, endurnýjun og almennum rekstri.

Skyndileg áform um vegtolla fela í sér lýðræðishalla. Kjósendur hafa ekki fengið tækifæri til að taka afstöðu til slíkra hugmynda í kosningum.

8
Ekki gleyma að sýna skírteinið! FÍB afslættir um allt land. Nánar á FÍB.is Afsláttarnetið á fib.is

Appið er lykillinn að hleðslu á ferðalaginu

Rafmagnið í umferð

FÍB tryggingar eru ein merkasta varðan í sögu félagsins

Sumarið 1995 kynnti FÍB samanburð á iðgjaldi bílatrygginga í nokkrum löndum

Stofnun FÍB-tryggingar með baktryggingu hjá Lloyd´s í Bretlandi er ein merkasta varðan í níutíu ára sögu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í september 1996 stóð félagsmönnum til boða allt að 35% ódýrari bifreiðatryggingar en hjá öðrum tryggingarfélögum á íslenska markaðnum. Þrjátíu árum áður hafði, fyrir atbeina FÍB, verið tekið upp bónuskerfi bifreiðatrygginga með stofnun Hagtryggingar. Þegar Skandia kom inn á íslenska tryggingamarkaðinn 1992 gerði FÍB afsláttarsamning við félagið sem leiddi til þess að önnur vátryggingafélög lækkuðu iðgjöldin og tryggingamarkaðurinn nálgaðist kröfu FÍB um að bifreiðaeigendur greiddu iðgjöld í samræmi við áhættu.

Sumarið 1995 kynnti FÍB samanburð á iðgjaldi bílatrygginga í nokkrum löndum. Hann sýndi að Íslendingar greiddu 50–150% hærri iðgjöld en bíleigendur í nágrannalöndunum. Í kjölfar könnunarinnar og viðbragða íslensku tryggingafélaganna ákvað stjórn FÍB, undir formennsku Árna Sigfússonar, að bjóða út ökutækjatryggingar félagana. Fyrir milligöngu Alþjóðlegrar miðlunar (löggiltrar vátryggingamiðlunar) kom tilboð frá breska vátryggjandanum IBEX hjá Lloyd's.

Tilkoma FÍB-tryggingar hjá Lloyd's var árangur baráttu FÍB með þúsundir félagsmanna að baki fyrir lækkun bílatrygginga. Gömlu tryggingafélögin gripu óðar til

bifreiðaeigenda vegna lægri iðgjalda væri tæplega 1,1 milljarður króna árið 1997. Þá mat stofnunin minni hækkun vísitölu neysluverðs vegna þess að iðgjöld bifreiðatrygginga lækkuðu í stað þess að hækka, til skuldalækkunar heimilanna um rúmlega 1,2 milljarð. Hagnaður landsmanna nam því samtals 2,3 milljarða króna á einu ári vegna aðgerða FÍB.

Tryggingaútboð FÍB var vopn í baráttu neytenda gegn fákeppni á íslenska tryggingamarkaðnum. Aðferðarfræði tryggingafélaganna, að lækka öll sem eitt iðgjöld ökutækjatrygginga um leið og samkeppnin hófst, leiddi til þess að ekki náðist að byggja upp stofn í samræmi við áætlanir bresku vátryggjendanna. FÍB-trygging náði aðeins ríflega 5% markaðshlutdeild á íslenska bílatryggingamarkaðnum

þess ráðs að lækka ofuriðgjöldin með því að krafsa aðeins í milljarðasjóðina – bótasjóðina. Fáeinum mánuðum áður höfðu talsmenn tryggingarfélaganna hins vegar fullyrt í fjölmiðlum að 30% hækkun á iðgjöldum bílatrygginga væri á döfinni vegna breytinga á skaðabótalögum sem komu til framkvæmda á miðju ári 1996.

Samkeppnin sem hófst með FÍBtryggingu var mikil kjarabót Samkeppnin sem hófst með FÍBtryggingu var mikil kjarabót fyrir alla neytendur á Íslandi. Haustið 1997 skilaði Hagfræðistofnun Háskóla Íslands áliti um áhrif aukinnar samkeppni í sölu bifreiðatrygginga með innkomu FÍB-tryggingar á íslenska vátryggingarmarkaðinn. Hún áætlaði að beinn sparnaður

þrátt fyrir að vera eitt í samkeppninni við tryggingarfélögin þrjú, Sjóvá Almennar, TM og VÍS. Þegar spurðist að samstarfsaðilar FÍB hjá Lloyd´s væru ekki tilbúnir að endurnýja samninga fengu neytendur að kynnast afleiðingunum í formi stórhækkaðra tryggingariðgjalda. Því miður tókst ekki að endurnýja samninga um vátryggingar fyrir FÍB-félaga haustið 2000 og var þeim því sjálfhætt haustið 2001.

FÍB og fleiri aðilar kvörtuðu ítrekað til Samkeppnisstofnunar

Fákeppni á tryggingamarkaði er viðvarandi vandamál. Baráttan um samkeppnishæf iðgjöld ökutækjatrygginga hafði ýmsar skuggahliðar. FÍB og fleiri aðilar kvörtuðu ítrekað til Samkeppnisstofnunar vegna

Árni Sigfússon, fyrrverandi formaður FÍB

ólögmætra viðskiptahátta tryggingafélaganna. Í ágúst 2003 kom loks út frumskýrsla um meint samráð þeirra í bifreiðatryggingum. Niðurstaðan var að tryggingafélögin hefðu, með beinum og óbeinum hætti, haft með sér víðtækt samráð um iðgjöld ökutækjatrygginga. Þau hefðu, hafi með samstilltum aðgerðum, brugðist við samkeppni frá FÍB-tryggingu og haft samráð um hækkun bifreiðatrygginga í febrúar 1994 og í júní 1999, í kjölfar setningar endurnýjaðra skaðabótalaga frá Alþingi. Tryggingafélögin fóru í samstilltar aðgerðir gegn FÍB-tryggingu og kröfu FÍB um lækkun iðgjalda. Markmið tryggingafélaganna var að draga með öllum tiltækum ráðum úr samkeppni á vátryggingarmarkaði með tilheyrandi skaða fyrir neytendur.

Alvöru samkeppni var það eina sem tryggingafélögin skildu

Árni Sigfússon var formaður FÍB á þessum tíma segir að munnlegar mótbárur FÍB dugðu skammt gegn íslensku tryggingarisunum.

“Það var lengi búið að benda á að bílatryggingar hér á landi voru allt að tvöfalt hærri en í nágrannalöndunum. Það dugði lítið að benda á það og vildu fáir stjórnmálamenn kynna sér til hlítar þessa staðreynd og hvað þá að bregðast við henni. Svonefndir bótasjóðir og tryggingaskuld voru langt um fram þörf og höfðu safnast upp. Þetta var fé sem var tekið frá til að mæta mögulegum greiðslum vegna hugsanlega tjóna síðar. Auðvitað er erfitt að segja til um hversu mikill kostnaður varð af slysi og þá var ekki óeðlilegt að fjármagn væri tekið frá. Þegar hins vegar fór að safnast upp milljarðasjóðir tryggingafélaganna eftir að tjón væru uppgerð þótti ljóst að tryggingamál, sem löngu væru uppgreidd, sætu félögin með milljarða í sjóðum. Þessa peninga nýttu svo félögin í áhættufjárfestingar í stað þess að skila skuldinni til bifreiðaeigenda og lækka gjöldin á þá. Við töldum þetta helstu skýringu á mun hærri iðgjöldum sem voru allt að tvöfalt hærri en á meginlandinu. Á þessum

tíma tók langan tíma að skipta um tryggingafélag og fáir nenntu að standa í því, enda svipað verð hjá þeim öllum. Hvað varð þá til ráða? Hin virka samkeppni sem var besta aðhaldið. Það var alvöru samkeppni, það eina sem félögin skildu.”

“Ég lenti í mörgum rökræðum við forsvarsmenn gömlu tryggingafélaganna á þessum tíma þar sem menn ætluðu að rífast fram og til baka. Mitt svar var eiginlega þannig að í ljós kæmi hver hefði rétt fyrir sér með virkri samkeppni,“ sagði Árni Sigfússon í spjalli við FÍB-blaðið.

Þegar þú lítur yfir farinn veg. Hver var ávinningurinn að stofnun FÍBtryggingar á sínum tíma?

„Þessi verulegi ávinningur náðist með því að koma inn á markaðinn og knýja þessi gjöldum niður sem skilaði um leið heimilunum og bifreiðaeigendum milljörðum. Í raun og veru strandaði þetta á því að tryggingafélögin svöruðu, snarlækkuðu gjöldin, og þar með var lítill fótur fyrir þennan erlenda aðila að haldast á markaðnum. Hann var ekki með neina sérstöðu og almenningur var tregur að skipta um tryggingafélög enda á sama tíma að tryggja aðrar tryggingar af þeim félögum. Ég vil þó segja að á þessu fimm ára tímabili hafði þetta gríðarleg áhrif á markaðinn.

Mér sýnist áhrifin hafa varað til þessa dags, það er mun auðveldara að skipta um tryggingafélag en var á þessum tíma. Enn fremur

eru upplýsingar um samanburð trygginga mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast þær. Samkeppnin er virkari, enn þá er samt munur, en við getum verið sátt við að hafa ýtt við risum á þeim tíma, og svo hefur upplýsingasamfélagið hjálpað okkur. Það sýnir bara líka að alvöru aðhald gerir samkeppni mun virkari,“ segir Árni.

Aðspurður hvernig honum lítist svona almennt á tryggingamarkaðinn í dag segir Árni hann fjölbreyttari. Menn bregðast skjótar við þegar viðskiptavinur gerir athugasemdir eða vill leita hagstæðari kjara. Auðveldara er að flytja sig á milli þannig að markaðurinn er liprari en áður. Tímarnir þínir á FÍB og hvernig finnst þér félagið vera í dag?

„Þegar ég rifja þetta upp hugsa ég til samherja míns Runólfs Ólafssonar sem var gríðarleg stoð og stytta í öllu þessu verkefni. Hann hefur haldið sjó alla tíð síðan og ég er alltaf stoltur af FÍB. Á tíma mínum hjá félaginu tókum við FÍB-aðstoðina upp á annað stig og ég er alltaf að heyra af fólki sem FÍB kemur til bjargar þegar það þarf á henni að halda. Aðhaldið í eldsneytiskostnaði og upplýsingar sem lúta að kostnaði bifreiðarinnar er alltaf haldið á lofti innan félagsins. Það hefur átt sér stað ánægjuleg þróun hjá FÍB sem ég ætla að vona að haldist um ókomin ár,“ segir Árni Sigfússon, fyrrverandi formaður FÍB.

Sumarið 1995 kynnti FÍB samanburð á iðgjaldi bílatrygginga í nokkrum löndum. Hann sýndi að Íslendingar greiddu 50–150% hærri iðgjöld en bíleigendur í nágrannalöndunum. Í kjölfar könnunarinnar og viðbragða íslensku tryggingafélaganna ákvað stjórn FÍB, undir formennsku Árna Sigfússonar, að bjóða út ökutækjatryggingar félaganna. Tilkoma FÍB-tryggingar hjá Lloyd's var árangur baráttu FÍB með þúsundir félagsmanna að baki fyrir lækkun bílatrygginga.

11 FÍB-blaðið

FÍB telur að kílómetragjald sé skynsamlegasta

og sanngjarnasta gjaldtökuleiðin

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir kílómetragjald sanngjörnustu og skynsamlegustu leiðina til að innheimta gjald af bílum og umferð til lengdar. Hann bendir á að nú fjölgi þeim eigendum farartækja sem ekki greiða fyrir notkun vegakerfisins með sama hætti og á við um bensín- og dísilbíla. Þetta má lesa í innsendri grein Runólfs Ólafssonar í Fréttablaðið á haustmánuðum en hún er birt í heild sinni hér fyrir neðan.

„Þeim ökutækjum fjölgar sem greiða ekki fyrir notkun vegakerfisins með sama hætti og bensín- og dísilbílar. Stefnan er að fjölga hreinorkubílum vegna jákvæðra áhrifa á umhverfið. Kaupendur rafbíla njóta skattaívilnana. En ljóst er að hluti notenda getur ekki til lengdar staðið undir uppbyggingu og viðhaldi vega meðan aðrir sleppa. FÍB telur að kílómetragjald sé skynsamlegasta og sanngjarnasta gjaldtökuleiðin af bílum og umferð til framtíðar. Umræða um þessa gjaldtökuaðferð getur fljótt orðið flókin og skapað misskilning sem heftir frekari úrvinnslu. Því þarf að hefja undirbúning strax með fjölbreyttu samráði við bíleigendur og hagsmunaaðila. Æskilegt væri að setja áformaða gjaldtöku upp í reiknivél þannig að hver og einn bíleigandi geti áttað sig á kostnaðinum. Almenningur þarf að geta mátað mismunandi akstursnotkun og ökutæki við framkomnar tillögur.

Álestur kílómetrastöðu getur farið fram með fjölbreyttum hætti:

– Við árlega skoðun hjá skoðunarstöð.

– Hjá viðurkenndum verkstæðum og þjónustuaðilum.

– Við eigendaskipti.

– Með skyndiskoðunum.

– Með eigin álestri og jafnvel beint frá bílnum með upplýstu samþykki.

– Til lengri tíma væri hægt að fella aðra skatta af bílum og umferð undir kílómetragjaldið.

Gjaldtakan á að vera hvetjandi til kaupa og notkunar á bílum sem hafa minni umhverfisáhrif

Kílómetragjaldið á að vera breytilegt eftir orkugjafa, þyngd ökutækis og notkun þess. Það þarf að vera gegnsætt að um sé að ræða skynsamlega, sanngjarna og hagkvæma leið til standa undir kostnaði við vegakerfið. Gjaldtakan á að vera hvetjandi til kaupa og notkunar á bílum sem hafa minni umhverfisáhrif. Veitufyrirtæki nota sams konar innheimtuaðferð, það er að mæla notkun. Akstursnotkunina, kílómetragjaldið, er hægt að áætla í upphafi út frá meðalakstri ökutækja og síðan endurskoða með tilliti til raunverulegrar akstursnotkunar. Þetta þekkja neytendur í tengslum við kaup á raforku og heitu vatni.

Til lengri tíma væri hægt að fella aðra skatta af bílum og umferð undir kílómetragjaldið, svo sem bifreiðagjaldið og vörugjöld við innflutning.

Rafmagn

Ef bíllinn er straumlaus þá mætum við á staðinn og gefum rafmagn.

Bensín

Verði bíllinn eldsneytislaus komum við með 5 lítra af eldsneyti. Greiða þarf fyrir eldsneytið.

Dekk

Ef dekk springur og eða dekkjaskipti eru vandamál, t.d ef vantar tjakk eða felgulykil kemur aðstoðin til hjálpar við að skipta.

Dráttarbíll

Stoppi bíll vegna bilunar þá flytjum við bílinn á næsta verkstæði félagsmanni að kostnaðarlausu.

Hleðsluflutningur

Orkulaus rafbíll er ekkert vandamál þar sem félagsmenn fá frían flutning heim eða á næstu hleðslustöð.

12 FÍB-blaðið
FÍB FÉLAGSMENN HAFA AÐGANG AÐ FÍB AÐSTOÐ ALLAN SÓLARHRINGINN 365 DAGA ÁRSINS Í SÍMA 5 112 112

Með Heimahleðslu ON í áskrift greiðir þú lága upphæð mánaðarlega og hleður rafbílinn þinn áhyggjulaus. Kynntu þér Heimahleðslu ON og leyfðu okkur að leysa úr flækjunni.

Nánari upplýsingar á on.is/heimahledsla

13 FÍB-blaðið

Hafa frumkvæði að rannsókna- og þróunarstarfi

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2022 var haldin föstudaginn 28. október.

Fjölbreytt og spennandi dagskrá var í boði og endurspeglaði hún það margháttaða rannsókna- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkir. Sextán rannsóknaverkefni voru til umfjöllunar og samhliða var veggspjaldasýning með um tólf verkefnum. Ráðstefnan hefur alla jafna verið fjölsótt af starfsfólki Vegagerðarinnar, starfsfólki ráðgjafaog verkfræðistofa, verktaka og almenns áhugafólks um samgöngur og rannsóknir.

Styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði

Á ráðstefnunni í ár var að mestu fjallað um rannsóknir sem fengu fjárveitingar úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar árið 2021. Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar liggur í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki er endilega einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Rannsóknaráðstefnan endurspeglar hið mikla starf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar vinnur en sjóðurinn gegnir mikilvægum þætti í starfsemi stofnunarinnar. Markmið hans er að hafa frumkvæði að rannsókna- og þróunarstarfi sem stuðlar að því að Vegagerðin geti uppfyllt sett markmið á hverjum tíma, að afla nýrrar þekkingar á sviði vega- og samgöngumála og að stuðla að því að niðurstöður varðandi aðferðir, efnisnotkun og hagkvæmara vinnulag skili sér í stöðlum og breyttu verklagi.

Mikil ásókn er í sjóðinn en árið 2022 bárust 134 umsóknir upp á samtals 403 milljónir króna. Af þessum 134 umsóknum fengu 69 verkefni styrk fyrir samtals 150 milljónir króna en þá fjárhæð hefur sjóðurinn til umráða samkvæmt samgönguáætlun.

Sex prósent verkefnanna falla undir annað og eru það oft verkefni sem Vegagerðin óskaði sérstaklega eftir að yrðu unnin.

Umsóknir í sjóðinn koma víða að og fram kom að hlutur háskólanna hefur aldrei verið meiri. Hann hefur

Vonast er til þess að framlag til rannsóknasjóðsins verði hækkað

Fjárframlag til sjóðsins hefur raunar ekki hækkað frá árinu 2019. Ljóst er að kostnaður við rannsóknir fer síhækkandi og mun það að óbreyttu leiða til þess að sjóðurinn getur styrkt sífellt færri rannsóknir. Í setningarræðu sinni á ráðstefnunni sagðist Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, vonast til þess að framlag til rannsóknasjóðsins yrði hækkað með tilliti til hækkandi verðlags.

Verkefnin sem fengu úthlutað úr sjóðnum í ár voru af fjölbreyttum toga en flest féllu þau þó undir flokkinn mannvirki eða 52%. Sautján prósent verkefna voru í flokkunum umhverfi og umferð en verkefni tengd samfélagi voru 7%.

reyndar hækkað síðustu ár en árið 2022 var fjórðungur verkefna sem fékk úthlutað úr rannsóknasjóði á vegum þeirra. Stærstur hluti styrkja er veittur verkefnum sem koma frá verkfræðistofum og öðrum opinberum stofnunum eða 38%. Vegagerðin sjálf stendur einnig fyrir fjölda rannsóknaverkefna og í ár voru þau 33% styrkta verkefna.

Á ráðstefnunni sást glöggt aukin áhersla á verkefni sem tengjast áskorunum nútímans á borð við loftslagsbreytingar, sjálfbærni, betri nýtingu og vistvænni fararmáta. Tónninn var settur strax í upphafi en lykilfyrirlestur ráðstefnunnar var fluttur af Þóru Margréti Þorgeirsdóttur, verkefnastjóra Byggjum grænni framtíð, og fjallaði um vistvænni mannvirkjagerð.

Endurkröfur á tjónvalda

Endurkröfur á tjónvalda í umferðinni námu samtals 171 milljón króna í fyrra að því er fram kemur fram í tilkynningu frá endurkröfunefnd sem úrskurðar um endurkröfur.

Tryggingafélög gera slíkar endurkröfur þegar þau hafa þegar bætt upp fyrir það tjón sem valdið var. Aðeins er fallist á endurkröfugerð þegar tjóni var valdið með ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.

Hæsta endurkrafan nam 6,5 milljónum króna

Fram kemur að hæsta endurkrafan á síðasta ári hafi numið 6,5 milljónum króna, sú næsthæsta tæpum 5,9 milljónum og þá 5,6 milljónum króna. Alls námu 80 endurkröfur á síðasta ári 500 þúsund krónum eða meira.

171 milljón í umferðinni á síðasta ári

Eins og undanfarin ár er ölvun tjónvalda í umferðinni helsta ástæða endurkrafna en endurkröfum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna fer hlutfallslega fjölgandi. Í 56% tilfella var ölvun tjónvalds við akstur til þess að endurkrafa tryggingafélags var samþykkt. Alls komu 93 mál til meðferðar Endurkröfunefndar í fyrra sem höfðu með ölvun við akstur að gera.

Lyfjaáhrif var næstalgengasta orsök endurkröfugerðar, um 34% tilfella. Í tólf málum voru ökumenn endurkrafðir vegna ökuréttindaleysis og fimm vegna ofsaaksturs. Tekið skal fram að fleiri en ein ástæða getur verið að baki endurkröfu.

Ökumenn 25 ára og yngri áttu hlut að um 23% mála endurkröfunefndar árið 2021.

Leiðtogar Evrópusambandsins komust að samkomulagi á dögunum um bann á sölu og skráningu á nýjum bensín- og dísilknúnum bifreiðum innan landa sambandsins eigi síðar en árið 2035. Viðræður fulltrúa leiðtogaráðs og framkvæmdastjórnar við fulltrúa Evrópuþingsins um markmið og leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hófust formlega í gær. Formaður umhverfisnefndar Evrópuþingsins tilkynnti að viðræðum um losunarstaðla fyrir bíla væri þegar lokið með sögulegri ákvörðun „sem staðfestir markmiðið um 100 prósent núlllosunar bifreiðar árið 2035.“

Samkomulagið er nánast samhljóða tillögu framkvæmdastjórnar

Samkvæmt fréttastofum kemur fram að um 15 prósent allrar koldíoxíðlosunar í ESB stafi frá bílaumferð, en um 25 prósent frá samgöngugeiranum öllum. Samkomulagið er nánast samhljóða tillögu framkvæmdastjórnar

sambandsins frá því í fyrra og í samræmi við samþykkt Evrópuþingsins frá því í sumar. Það þýðir í raun að bannað verði að selja nýja bensín-, dísil- og tvinnbíla frá og með ársbyrjun 2035, og líka önnur ökutæki sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti að hluta eða öllu leyti. Gert er ráð fyrir töluverðum takmörkunum á nýskráningu slíkra ökutækja í tveimur áföngum fram að því.

Undanþága er þó gerð fyrir framleiðendur sem framleiða færri en 10.000 ökutæki á ári. Sú undanþága hefur verið kölluð „Ferrariundanþágan“ þar sem hún gagnast einkum framleiðendum á rándýrum og öflugum eðalvögnum og sportkerrum. Þeir sleppa þó aðeins við milliáfangana og fá ekki frekar en aðrir að selja neina nýja bensínsvelgi frá og með 1. janúar 2036.

Eingöngu verður leyft að selja rafbíla innan ESB eftir 2035

Vottuð verkstæði

Verkstæði BL eru vottuð af framleiðendum og við notum aðeins viðurkennda varahluti, efni og aðferðir. Þannig heldur bíllinn þinn verðgildi sínu betur að lokinni þjónustu eða reglubundnu viðhaldi.

Láttu

okkur þjónusta bílinn, við þekkjum hann

Við erum sérfræðingar í okkar bílum, hvort sem þig vantar þjónustuskoðun, reglubundið viðhald eða viðgerðir vegna tjóns þá skaltu heyra í okkur. Verkstæðin okkar eru vottuð af framleiðendum og við notum aðeins viðurkenndar aðferðir, varahluti og efni. Þú getur haft samband í gegnum Facebook-síðu BL, tölvupóst eða síma.

Bifvélavirkjar BL hafa lokið vottunarprófi í þjónustu og viðhaldi á einstökum einingum í bílarafhlöðum og er verkstæði okkar með sérstakt afmarkað rými sem er útbúið öllum nauðsynlegum og sérhæfðum viðgerðar- og greiningarbúnaði sem þarf til þess að annast viðhald á rafhlöðum.

Ef þú lendir í óhappi erum við til staðar fyrir þig. Réttingaverkstæðið okkar er eina vottaða verkstæði landsins fyrir viðgerðir á BMW, MINI, Jaguar og Land Rover og er unnið eftir ströngum stöðlum framleiðenda til að bifreiðin haldi sömu upprunalegu öryggisatriðum, gæðum og eiginleikum og hann var framleiddur fyrir. Viðgerðir okkar fyrir önnur vörumerki BL eru unnin eftir sömu verkferlum til að fullkomna verkið. Við þekkjum bílinn þinn.

17 FÍB-blaðið
Eitt fullkomnasta réttinga- og málningarverkstæði landsins
Fyrsta flokks þjónusta við eigendur rafbíla
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is ENNEMM SÍA NM010394 BL þjónusta 200x277 F B Söludeild nýrra bíla: Mán. 10-18, þri.–fim. 9-18, fös. 9-17, lau. 12-16
Verkstæði: Mán.–fim. 7:45-18, fös. 7:45-17 Varahlutir:
8-18, fös. 8-17
OPNUNARTÍMI
Mán.–fim.

Bókaðu tíma í N1 appinu

Nýja N1 appið er komið í umferð

Nýja N1 appið fæst í allar gerðir snjallsíma og auðveldar þér að nýta þér þjónustu N1. Þar getur þú t.d. bókað tíma í smurþjónustu og dekkjaskipti auk spennandi möguleika fyrir rafbílaeigendur.

Svo geturðu auðvitað líka skoðað stöðuna á N1 punktunum þínum. Náðu í N1 appið og taktu það með þér – alla leið!

Náðu þér í N1 appið í hvaða snjallsíma sem er!

ENNEMM / SÍA ALLA LEIÐ
440 1000 n1.is

ÞREFÖLD ÞJÓNUSTA EFTIR

TJÓN

Til viðbótar við hefðbundnar tryggingar léttir Toyota þér lí ð með lausnamiðaðri þjónustu. Eftirfarandi er innifalið í kaskótryggðu tjóni hjá Toyota tryggingum:

AFNOT AF BÍLALEIGUBÍL

TOYOTA BÍLALEIGUBÍLL

- Við viljum að þú komist ferða þinna á meðan við gerum við bílinn þinn. Sama hversu langan tíma það tekur.

TOYOTA VARAHLUTIR

VIÐURKENNDIR TOYOTA VARAHLUTIR

- Við notum eingöngu varahluti frá Toyota sem passa í bílinn þinn.

TOYOTA BÍLAÞVOTTUR

BÍLAÞVOTTUR

- Við skilum þér bílnum þínum skínandi hreinum eftir viðgerð.

ÞAÐ ER EINFALT AÐ TRYGGJA Á TOYOTATRYGGINGAR.IS

Kynntu þér málið á toyotatryggingar.is. Þetta er eins einfalt og það getur orðið. Það er Toyota tjónustu þjónusta.

Yfir 40 þúsund hraðabrot skráð með sjálfvirku hraðaeftirliti

Hæsti hraði sem mældist með sjálfvirku hraðaeftirliti árið 2021 var 166 km/klst. Yfir fjörutíu þúsund hraðabrot voru skráð það ár og þar af um 19 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Átta nýjar meðalhraðamyndavélar voru teknar í notkun árið 2021. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu 2021 um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar. Ársskýrslan greinir frá sértækum aðgerðum umferðaröryggisáætlunar en meðal verkefna er framkvæmd sjálfvirks hraðaeftirlits. Í skýrslunni eru teknar saman helstu tölur varðandi slíkt eftirlit fyrir árið 2021.

Flest brotin voru skráð á vélarnar á höfuðborgarsvæðinu

Fram kemur í skýrslunni að flest brotin voru skráð á vélarnar á höfuðborgarsvæðinu eða 19.001 og næstflest voru tekin upp á vélar á Suðurlandsvegi, eða yfir 5.000 brot. Flest brot voru skráð á seinni hluta árs eða frá ágúst til nóvember en fæst í janúar. Sá ökumaður sem ók hraðast samkvæmt skráningu hraðamyndavéla var á 166 km/klst á Suðurlandsvegi.

Myndavélar á höfuðborgarsvæðinu mældu flest hraðakstursbrot á svæðum þar sem hámarkshraði var 60 km/klst eða 10.694. Þar af voru flest brot á Sæbraut og næstflest á Hringbraut og Breiðholtsbraut. Alls 3.981 brot voru þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, flest á Vesturlandsvegi í póstnúmeri 110. Þar sem hámarkshraði er 30 km/klst áttu flest brot sér stað í Skeiðarvogi.

Á landsvísu, þar sem hámarkshraðinn var 70 km/klst, óku flestir brotlegir á milli 81–90 km/klst eða 52% allra. Flest þeirra brota, þar sem mældur hraði var yfir 111 km/klst, áttu sér stað í Fáskrúðsfjarðargöngum.

Þar sem hámarkshraðinn var 90 km/klst óku flestir brotlegir á milli 101–110 km/klst eða 53%. Þegar litið er til hópsins, sem keyrði yfir 121 km/klst, voru langflest brot skráð á Suðurlandsvegi eða 76%.

Smíðum bíllykla

20 FÍB-blaðið
Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla Tímapantanir óþarfar 510-8888 – Skemmuvegur 4 - 200 Kópavogi

er stjarna í bílrúðuNNi?

Við leysum vandaNN þér að kostnaðarlausu

Bílrúður - Bílalakk Stórhöfða 37 bilrudur.is

Nýr umferðarvefur tekinn í notkun

Vegagerðin opnaði fyrir skömmu nýjan umferðarvef, umferdin.is, og mun hann sinna því hlutverki sem núverandi færðarkort Vegagerðarinnar hefur sinnt um árabil og flestir vegfarendur þekkja vel. Nýi vefurinn verður mun aðgengilegri, sérstaklega í snjalltækjum, og mun gefa mun meiri möguleika til framþróunar. Færðarkortið nú þysjanlegt

Vefurinn umferdin.is birtir færðar- og veðurupplýsingar Vegagerðarinnar sem nú má sjá á færðarkorti á vefnum vegagerdin. is. Búið er að færa færðarkortið og þær upplýsingar sem því fylgja til nútímalegra horfs. Til dæmis er færðarkortið nú þysjanlegt og mun auðveldara að nálgast allar upplýsingar.

Nýr vefur mun einnig auðvelda Vegagerðinni að bæta og auka alla upplýsingagjöf og þróa til framtíðar. Í vetur verða bæði nýr og eldri vefur aðgengilegir og uppfærðir meðan reynsla fæst af hinum nýja vef.

FÍB ekki hlynnt skattlagningu á öryggi ökutækja

Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði og lúta breytingar að því að lagt verði til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. Gangi áætlanir eftir þarf að gera breytingu á umferðarlögum. Hlutfall negldra dekkja var talið í Reykjavík miðvikudaginn 9. mars 2022 og skiptist það þannig að 40% ökutækja var á negldum dekkjum og 60% á annars konar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að félagið sé ekki hlynnt skattlagningu á öryggi ökutækja. Hann segir sérstakan skatt á nagladekk vera aðför að öryggi.

Upplýsingamynd frá

Stavanger í Noregi þar sem gjald fyrir nagladekk er tilgreint.

FÍB hefur markvisst ekki verið hlynnt skattlagningu á öryggi ökutækja

„Félagið hefur markvisst ekki verið hlynnt skattlagningu á öryggi ökutækja. Á sama tíma höfum við í sjálfu sér hvatt fólk til þess að gera sína eigin þarfagreiningu en æski-legt er að sem flestir séu án nagla sem þurfa ekki að vera á nöglum. Það að setja sérstakan skatt á naglanotkun er eitthvað sem við teljum geta verið aðför að öryggi,“ segir Runólfur.

Tilgangurinn með gjaldtökunni er að draga úr notkun nagladekkja í þéttbýli, einkum til að bæta loftgæði. Runólfur telur æskilegra að upplýsa fólk um umhverfisleg áhrif af notkun nagladekkja frekar en að skattleggja notkun þeirra. Öryggislega séð slær ekkert negldum vetrardekkjum við, í vissum aðstæðum „Aukin meðvitund er um að notkun nagladekkja hafi neikvæð áhrif á slit gatna og umhverfið. Samdráttur hefur verið í notkun nagladekkja en fyrir nokkrum árum var mikill meirihluti á slíkum dekkjum. Þetta hefur breyst og ónegld dekk eru alltaf að verða betri og betri og orðinn ákjósanlegur kostur að taka ónegld vetrardekk. Öryggislega séð slær ekkert negldum vetrardekkjum við, við vissar aðstæður, en þær aðstæður eru mjög hverfandi í til dæmis þéttbýlinu á suðvesturhorninu,“ segir Runólfur Ólafsson..

Nagladekkjagjald hefur verið við lýði um nokkurt skeið í Noregi og nemur 20 þúsund krónum fyrir veturinn, miðað við fjögur nagladekk. Þess má geta að fyrir nokkrum árum var hávær umræða í Svíþjóð um slík dekk. Sett var á laggirnar nefnd sem átti að finna leiðir til að bæta loftgæði í nokkrum borgum í Svíþjóð. Hún lagði að lokum til að mæla ekki með skatti á nagladekk. Sömu sögu er að segja frá Finnlandi. Annars staðar í Evrópu er nagladekkjanotkun afar lítil og víðast hvar bönnuð með öllu.

22 FÍB-blaðið
Vefverslun FÍB.is opin allan sólarhringinn Létt samanbrjótanleg skófla aðeins 6.040 kr. fyrir FÍB félaga Fullt verð 7.500 kr. FÍB sjúkrataska aðeins 2.100 kr. fyrir FÍB félaga Fullt verð 3.500 kr.
23 FÍB-blaðið
Reykjavík Akureyri Seyðisfjörður í gegnum Vaðlaheiðargöng veggjald@veggjald.is Akureyri Víkurskarð 28 km Vaðlaheiðargöng 8 km Eyjafjörður 607 734
Öruggari leið

Í eðli sínu eru tryggingar eitthvað fallegt

Verna er nýtt tryggingatæknifélag hér á landi og býður það nýjungar í bílatryggingum. Félagið stefnir að því að vera breytingarafl á tryggingamarkaði með þróun snjalltrygginga sem draga úr áhættu í umferðinni og einfalda fólki lífið. Með smáforriti tryggingafyrirtækisins stýra viðskiptavinir verðinu og keyra það niður með bættum akstri. Verna selur ekki einungis viðskiptavinum vernd heldur hjálpar þeim að nota bílinn með virðisaukandi þjónustu fyrir milligöngu smáforritis („apps“) fyrirtækisins.

Fram kemur hjá Verna að viðskiptavinir, sem leita ekki reglulega tilboða í tryggingar, borga að jafnaði 10–15% hærra verð en nýir viðskiptavinir. Hjá Verna sjá viðskiptavinir alltaf besta verðið í smáforriti fyrirtækisins. Þar er gegnsæið algert og viðskiptavinir stýra verðinu með því að aka vel. Binditíminn er engin, viðskiptavinir greiða mánaðarlegt gjald og engan kostnað við greiðsludreifinguna.

Með Verna-smáforritinu stýrir viðskiptavinurinn verðinu. Forritið býr til ökuskor sem leiðbeinir hvernig hægt er að bæta aksturinn og þannig lækkað verðið í hverjum mánuði. Bestu ökumennirnir geta lækkað verð sitt um allt að 40% miðað við markaðsverð en að jafnaði geta viðskiptavinir Verna keyrt verðið niður um 23% með ökuskori um 75.

Verna er sprotafyrirtæki sem er að taka fyrstu skref sín og leggur áhersla á að þau séu tekin rétt. Um leið og fyrirtækið skilar hagnaði fer 10% af honum óskert til góðgerðamála. Þangað til mun Verna einbeita sér að stuðningi við græn góðgerðarmál.

Býður allt að 40% lægra verð á ökutækjatryggingum

Verna hóf starfsemi sína á vormánuðum og býður félagið allt að 40% lægra verð á ökutækjatryggingum en gengur og gerist á íslenskum tryggingamarkaði. Öll þjónusta fer fram um smáforritið og viðskiptavinir geti sjálfir stýrt verðlagningu á tryggingum. Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna, segir í samtali við blaðið að hægt sé að áætla að 70–80% bifreiðaeigenda hér á landi séu að greiða of há iðgjöld. Verna stefnir að því að breyta þessu til betri vegar, bifreiðaeigendum til hagsbóta.

Friðrik Þór segir að tryggingar hafi hækkað mikið á síðustu árum, en á sama tíma hefur öryggi bíla farið vaxandi og slysum fer hlutfallslega fækkandi sem að óbreyttu ætti að skila sér í lægra verði á ökutækjatryggingum en gerir ekki. Þótt að ekki sé hægt að rekja allar ástæður þessi til tryggingafélaganna að þá er ljóst að breyta þurfi virkni á íslenska tryggingamarkaðnum í stórum dráttum.

Við settumst niður með Friðriki Snorra og spurðum hann hvað hefði valdið því að farið hefði verið af stað með þessar tryggingar.

Þarna væri tækifæri til að gera eitthvað

gott

„Upprunalegi tilgangurinn var að finna leiðir til að umbreyta því hvernig tryggingar virka. Ég sjálfur settist niður fyrir fjórum árum síðan og velti því fyrir hvað ég ætti að fara að gera eftir að ég hætti hjá Reiknistofu bankanna. Það leit þannig út fyrir mér að tryggingamarkaðurinn þyrfti að fara í gegnum ansi miklar breytingar. Hann væri ekki búinn að þróast jafn mikið og bankamarkaðurinn, hvað þá greiðslumarkaðurinn. Þarna væri tækifæri til að gera eitthvað gott en í grunninn þjóna tryggingar góðhjörtuðum tilgangi. Uppruninn er sá að fólk kemur saman og tekur höndum saman og er að reyna að verja hvort annað fyrir verstu áföllum í lífinu. Staðan hér á Íslandi og víða erlendis er sú að fólk upplifir þetta ekki lengur. Það upplifir að það að sé að borga eitthvað sem það hefur ekki lengur stjórn á og iðgjöldin hækka ár eftir ár. Þegar ég var að skoða þetta á þessum tíma höfðu iðgjöldin hækkað um 47% á nokkrum árum. Mig minnir að það hafa verið á yfir fimm ára tímabil. Ég gat ekki með nokkru móti fundið réttlætingu fyrir þessum hækkunum. Fólksfjölgunin hafði verið um 10%, samanlegð verðbólga var um 11% og launavísitalan vissulega eitthvað hærri. Mér fannst þetta einfaldlega vera markaður sem þyrfti að fara í gegnum breytingar og það hlyti að vera til tækifæri til að nota tæknina til að hjálpa okkur til að gera hlutina með öðrum hætti. Þetta var hugmyndin upphaflega að stofnun Verna,“ sagði Friðrik Þór.

24 FÍB-blaðið

Hægt að sækja tilboð á þrjátíu sekúndum

Aðspurður hvernig Verna hefur verið tekið á markaðnum segir Friðrik Þór að þeim hafi verið tekið með ágætum. Um er að ræða nýja hugmyndafræði og að félagið hafi þurft að læra af ýmsu sem ekki var gert rétt í upphafi. Það að vera búinn að vinna tæknilausnina, sem við teljum vera góða, er þó alltaf svolítil hindrun fyrir fólk að taka skrefið. Verna er nýtt á markaðnum og óþekkt stærð. Fólk vill fá tilboð áður en það nær í lausn félags. „Við vorum ekki með tilboð í fyrstu á netinu. Núna í dag er hægt að fá slíkt á þrjátíu sekúndum. Hindrun númer tvö sem við lentum í var að fólk vill getað prófað okkur í ákveðinn tíma til að sjá hversu góðir ökumenn þeir eru og hversu mikill afslátturinn verður raunverulega. Nú er hægt að prófa okkur í 30 daga. Þegar þessum tveimur hindrunum var rutt úr vegi fór okkur að ganga talsvert betur.“ Viðskiptavinum fjölgaði á hverjum degi og til dæmi var 30% vöxtur í septembermánuði einum. Viðskiptavinir skipta orðið þúsundum í dag.

Ertu bjartsýnn þegar þú lítur heildstætt á þennan rekstur?

„Eins og viðtökurnar hafa verið á síðustu mánuðum þá er ég mjög bjartsýnn á framhaldið. Við gerðum könnun á meðal viðskiptavina hvað þeir hefðu verið að spara raunverulega hjá okkur því við gáfum okkur ákveðnar forsendur. Það kom okkur á óvart að sparnaðurinn er umtalsvert meiri. Að jafnaði var viðskiptavinurinn að spara um 58 þúsund á ári eða um fimm þúsund krónur á mánuði. Viðskiptavinurinn borgar mánaðariðgjöld en ekki árgjöld. Ánægjan hjá viðskiptavinunum var með því hæsta sem fæst úr svona könnunum. Við vorum mjög sátt með það en við eru ekki fullkomin. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að læra og bæta en við erum komin á ágætan stað,“ sagði Friðrik Þór.

Hugsa þurfi tryggingar upp á nýtt og gera þær skiljanlegri

Var þörf að koma inn á markaðinn með þessa nýjung?

,,Það eru nokkur dæmi um svona fyrirtæki erlendis, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sem er óvenjulegt hjá okkur er að viðskiptavinurinn er að fá akstursskor í gegnum appið sem nemur hvernig þú ert að aka. Þú borgar á mánaðarlegum grunni á grunni þess akstursskors og þú byrjar alltaf með hreint borð í hverjum mánuði. Hjá okkur getur þú alltaf byrjað upp á nýtt og bætt þig frá mánuði til mánaðar. Þetta skapar aukinn hvata til að aka betur og draga þannig úr árekstra- og slysatíðni. Við erum að sjá svona í byrjun vísbendingar um að þetta sé að skila sér í góðum tjónatölum sem skiptir máli, en vissulega er ekki hægt lesa of mikið í það svona á fyrstu mánuðunum í starfssemi Verna. Markmiði var að hugsa tryggingar upp á nýtt, gera þær skiljanlegri og gefa fólki kost á því að hafa áhrif á hvaða iðgjöld þau eru að greiða. Ekki bara með því að velja ábyrgð eða kaskó, heldur líka að fólk borgi sanngjarnt iðgjald miðað við þá áhættu sem fólk er að taka í umferðinni. Áður en við fórum í loftið gerðum við könnun og bjuggumst við að yngra fólkið væri meira móttækilegt heldur en það eldra. Raunin var hins vegar sú að þetta var í raun u-kúrfa. Yngra fólkið sem greiðir stundum tvöfalt til þrefalt hærra en foreldarnir, voru vissulega móttækilegir, en eftir fertugt var aftur veruleg aukning á þeim sem höfðu áhuga á að nota slíkar lausnir. Báðir þessir hópar voru mjög til í það að sjá einhverja lausn sem gerði þeim kleift að stýra áhættunni og fá iðgjöld í samræmi við það,“ sagði Friðrik Þór.

Sérðu fyrir þér, ef þetta gengur vel hjá ykkur, að færa enn frekar út kvíarnar og bjóða upp á meiri tryggingar?

„Ef við finnum leiðir til þess að bjóða upp á einhverjar tæknilausnir til að breyta áhættunni, fá fólk til að skilja hana betur og fá umbun fyrir að taka minni áhættu, þá munum við gera það. Það eru ýmsar leiðir til þess eins og t.d. í heilsutryggingum.“

Nú eru þið búnir að vera nokkra mánuði á markaðnum. Hvernig eru íslenskir ökumenn að standa sig?

„Þeir eru betri en við bjuggumst við. Hver ökumaður fær skor frá einum upp í hundrað og samkvæmt ráðleggingum þá var búist við að meðalskorið yrði um 72 frá samstarfsaðila okkar erlendis. Meðalskorið á Íslandi er um 75 þannig að það er betri áhætta en við töldum að yrði til staðar. Fólk er því að spara heldur meira heldur en við gengum út frá upphaflega.“

Hvernig sjáið þið framhaldið. Eruð þið komnir til að vera?

„Að sjálfsögðu. Við erum líka að skoða enn frekara samstarf við erlenda aðila. Ætlunin er ekki bara að búa til þessar lausnir fyrir íslenskan markað heldur taka þær út fyrir landsteinana. Ég er ágætlega bjartsýnn og lít björtum augum til framtíðarinnar,“ sagði Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna, í viðtali við FÍB-Blaðið.

Ökuskorið mælt út frá eftirfarandi fimm þáttum

Verna hefur þróað eigin stafrænar lausnir sem eru notaðar til að mæla akstur viðskiptavina fyrir milligöngu smáforrits. Skorið er mælt út frá eftirfarandi fimm þáttum og því betri sem aksturinn er því lægri eru bifreiðatryggingarnar:

Hraða - Forritið nemur hvort þú keyrir hraðar eða hægar en aðrir í kringum þig.

Mýkt - Það nemur hversu mjúklega þú líður um göturnar. Stöðugur hraði er áhættuminnstur.

Einbeitingu - Símanotkun á ekki heima undir stýri, betri einbeiting gefur hærra skor.

Tíma dags - Næturakstur er um 10 sinnum áhættusamari en akstur á daginn.

Þreytu - Það er hættulegt að keyra tímunum saman án þess að stoppa.

25 FÍB-blaðið

Bílaframleiðendur merkja minni eftirspurn í Evrópu og Norður-Ameríku

Bílaframleiðendur eru farnir að merkja minni eftirspurn í Evrópu og Norður-Ameríku. Sérfræðingar segja vaxandi vísbendingu um að neytendur hiki við kaup vegna hækkandi verðs og aukinnar verðbólgu.

Framleiðendurnir segja að þeir hafi byrjað að taka eftir minni eftirspurn í mars á þessu ári. Svo hefði stríðið í Úkraínu ekki bætt ástandið. Bíðtími eftir nýjum bílum er farinn að styttast vegna minni eftirspurnar.

Sjá þróunina ekki breytast á næstunni

Verðbólga í Evrópu og Bandaríkjunum hefur aukist mikið undanfarna mánuði og hafa landsbundnir seðlabankar gefið út að þeir sjái þá þróun ekki breytast á næstunni. Nýleg könnun þýsku Ifo-stofnunarinnar í München sýndi að pöntunarstaða þýskra bílaframleiðenda dróst saman og verðvæntingar voru á niðurleið vegna hættu á gasskorti og áframhaldandi veikleika í kínverska hagkerfinu.

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur íhugað að lækka verð á bílum sínum og koma af stað ívilnunum sem voru felldar niður á síðasta ári.

Bílasala tók kipp í Þýskalandi í október

Bílasala í Þýskalandi tók töluverðan kipp í október eftir nokkra lægð framan af árinu. Nýskráningum í landinu fjölgaði um 17 prósent í mánuðinum og var mesta salan í bílamerkinu Polestar. Mikill

skortur hefur verið á íhlutum til bílaframleiðslu um langt skeið og má rekja hann til heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu.

Íhlutaskortur minnkaði nokkuð í október og gátu þá bílaframleiðendur Þýskalands aukið framleiðslu sína. Alls voru 208.642 nýir bílar skráðir á landinu í mánuðinum sem er aukning um 17 prósent. Sala rafbíla jókst um um rúm 18% og nálgast nú 20 prósenta markaðshlutdeild.

FRÍTT KAFFI MEÐ ORKULYKLINUM

Sæktu um lykil hér

Svart svínarí olíufélaganna

Lítri af bensíni er nú 50 krónum dýrari en í byrjun ársins, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé í þessari viku á svipuðu róli og þá. Heimsmarkaðsverðið er uppreiknað með gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Í janúar var fullt útsöluverð hjá N1 um 280 krónur en nú er það 333 krónur. Íslensku olíufélögin hækkuðu reglulega útsöluverð á bensíni og dísilolíu þegar heimsmarkaðsverð hækkaði eftir innrás Rússa í Úkraínu. Í sumar fór heimsmarkaðsverð hratt lækkandi, en lítraverð hér á landi fylgdi rólega eftir og hefur nánast staðið í stað frá því í byrjun september. Síðan í sumar hefur lítraverð á bensíni hjá Q8 í Danmörku aftur á móti lækkað um 60 krónur, úr 330 krónum í 270 og þannig fylgt lækkun heimsmarkaðsverðs í einu og öllu. Skattar á bensín í Danmörku eru heldur hærri í krónum á lítra en hér á landi.

Ekki er hægt að kalla þessa verðlagningu olíufélaganna annað en hreinræktað okur. Ljóst er að á milli þeirra ríkir þegjandi samráð um að hafa álagningu sem hæsta. Heimsmarkaðsverði er fylgt hratt upp en löturhægt niður. Að teknu tilliti til gengis dollara, þá er heimsmarkaðsverð á hvern bensínlítra svipað síðustu daga og það var i janúar og febrúar, eða um 95 krónur. Þá gat N1 selt bensínlítrann á 280 krónur, en heimtar nú 333 krónur. Uppskrúfuð álagningin nær einnig til afsláttarstöðvanna. Miðað við álagningu olíufélaganna í janúar síðastliðnum ætti lítraverðið á afsláttarstöðvunum að vera í kringum

Þróun bensínverðs í Danmörku og á Íslandi og þróun Brent hráolíuverðs frá 1. maí til 30. nóvember 2022

Myndin sýnir þróun bensínverðs á Íslandi og í Danmörku og þróun Brent hráolíuverðs frá 1. maí til 24. nóvember 2022. Vinstri ás sýnir verð í Banaríkjadölum (USD) á hvert tonn af hráolíu og byrjar í 80 USD. Hægri ás sýnir verð á hvern lítra af bensíni í íslenskum krónum (ISK) og byrjar í 265 krónum.

260 krónur. En þar kostar bensínlítrinn 306 krónur. Meira að segja Costco hefur stokkið á vagninn og hækkað álagningu. Bensínverð þar er aðeins 2,5% lægra en hjá keppinautum. Ef Costco héldi sig við álagningarstefnu fyrirtækisins í öðrum löndum gæti bensínið kostað tugum króna minna hjá Costco Urriðaholti en hinum félögunum.

Eldsneyti á ökutæki vegur mjög þungt í vísitölu neysluverðs og óeðlileg álagning kyndir verðbólgubálið. Hvað eru stjórnvöld að gera til að sporna við þessari ofurálagningu? Varla eru ábyrgðarmenn ríkissjóðs bara ánægðir með stórauknar virðisaukaskattstekjur af eldsneytisnotkun landsmanna og horfa fram hjá neikvæðum verðlagsáhrifum.

Okurálagning olíufélaganna skýtur skökku við á sama tíma og önnur fyrirtæki keppast við að bjóða neytendum lækkað verð, tilboð og afslætti í undirbúningi jólanna. Hið svarta svínarí olíufélaganna hefur öfug formerki við svartan föstudag.

1932–1945 Stofnun FÍB og starfsemin fyrstu árin

1932

Félag íslenskra bifreiðaeigenda stofnað 6. maí.

Stofnfundinn sóttu 36 bifreiðaeigendur og áhugamenn um akstur. Einar Pétursson stórkaupmaður kjörinn fyrsti formaður félagsins.

Félagsgjaldið var 15 krónur á hvern félagsmann með eina bifreið. Fyrir hverja viðbótarbifreið bættust 2 krónur. 15 krónur voru nærri tvenn daglaun verkamanns. 100 félagsmenn skráðu sig í FÍB á fyrsta árinu með um 170 bifreiðar.

Bíllinn veitir frelsi til hvers konar athafna: vinnu, ferðalaga og skemmtunar. 1561 bíll á skrá í landinu eða einn bíll á hverja 70 íbúa. Íslenska vegakerfið var aðeins um 2500 kílómetrar af torfærum vegum.

Hagsmunagæsla og þjónusta við félagsmenn hornsteinn í starfsemi félagsins.

Stefna mótuð um að efla umferðaröryggi og umferðarmenningu. Krafa um akfæra vegi og vegasamband á milli helstu byggða. Stefnt að bifreiðaþjónustu og aðgangi að eldsneyti um land allt. Markmið að tryggja frjáls ferðarlög með einkabíla á milli landa.

Tækniráðunautur og lögfræðingur veittu FÍB félögum ráðgjöf.

Samið við olíufélög um afslátt af bensíni fyrir félagsmenn.

Umbúðarkassar með sjúkragögnum útbúnir og komið fyrir í fjölda bíla.

Sótt um aðild að Alliance Internationale de Tourisme (AIT).

Félagið hefur útgáfu á alþjóðlegum ökuskírteinum.

Samstarf við félög bifreiðaeigenda í Bretlandi, Noregi, Hollandi og Belgíu.

Látnir í umferðarslysum 4.

1933

FÍB fær aðild að AIT, Alþjóðasamtökum bifreiðaeigenda og ferðaklúbba.

AIT opnaði á útgáfu ferðaskírteina CdP vegna einkabílaferða yfir landamæri.

Dr. Helgi Tómasson læknir tekur við formennsku.

FÍB styrkir ríkið með fjárframlögum til vegagerðar og vegabóta m.a. frá Gullfossi að Bláfellshálsi og um Digranesháls í Kópavogi.

FÍB hefur forgöngu um uppsetningu umferðarskilta á hættulegum vegum.

FÍB stendur straum af 25% af kostnaði við uppsetninguna.

Lög félagsins endanlega samþykkt.

Kreppan mikla með tilheyrandi fjárskorti, innflutningshöftum og sköttum.

Ríkið var með einkasölu á bílum og sala á þeim stóð í stað fram að stríði. Félagsstarfið í lægð í kreppuástandinu. 1938

Látnir í umferðarslysum 8. 1942

Látnir í umferðarslysum 21. 1939–1945

Lítil eða engin starfsemi hjá FÍB yfir stríðsárin.

Einar Pétursson stórkaupmaður var kjörinn fyrsti formaður FÍB þann 6. maí 1932. Fundurinn var haldinn í kaupþingssal Eimskipafélagshússins við Tryggvagötu í Reykjavík.

Helgi Tómasson læknir tók við formennsku í FÍB 1933 en hann átti frumkvæðið að stofnun félagsins.

AIT opnaði á útgáfu ferðaskírteina CdP vegna einkabílaferða yfir landamæri.

32 FÍB-blaðið

1940–1949 Endurreisn félagsins

1946

Erlendur Einarsson múrarameistari kjörinn formaður FÍB.

Samkvæmt nýju verðlagi var árgjaldið ákveðið 50 krónur og að auki 50 króna nýskráningargjald fyrir nýja félaga.

Mikil aukning í útgáfu ferðaskírteina til félaga sem fóru með bíla sína til útlanda. Samið við skipafélög um afslátt af farmgjöldum bifreiða á milli landa.

Erlendur Einarsson múrarameistari var kjörinn formaður FÍB 1946. Starfsemi félagsins hafði verið sáralítil á stríðsárunum.

Krafa um bættar vegamerkingar og endurbætur á lífshættulegum vegum. Nýjar og auknar skattaálögur á bensín og bifreiðainnflutning. Skömmtun á bensíni vegna gjaldeyrisskorts. Bifreiðafjöldi landsmanna tvöfaldaðist á árunum 1945–1948. Bílar stækka og aka hraðar, ástand vega og umferðarmál í ólestri. 1947 Látnir í umferðarslysum 14. 1948

Austurstræti um 1930

Aron Guðbrandsson forstjóri var kjörinn formaður FÍB 1948. Hann var mikill eldhugi í formannstíð sinni en þá hófst m.a. útgáfa félagsblaðsins Ökuþórs. FÍB eignaðist þar málgagn og málsvara í fyrsta sinn.

Aron Guðbrandsson forstjóri kjörinn formaður FÍB. Rannsókn á bílatryggingum og árangursrík barátta fyrir lækkun iðgjalda. Mótmæli vegna afnotagjalda af útvarpstækjum í einkabílum. FÍB hvetur til notkunar umferðarvita (umferðarljósa) á fjölförnum vegamótum. Stjórnvöld takmarka verulega innflutning á bifreiðum. 1949

Innflutningur bifreiða bannaður. Mótmæli og barátta gegn aðflutningshöftum og ofurálögum ríkisins á bíla. Fyrstu umferðarljósin á Íslandi á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis.

Umferðarljós á gatnarmótum Austurstrætis og Pósthússtrætis sem komu í framhaldi af fyrstu umferðarljósunum á horni Lækjargötu og Austurstrætis

33 FÍB-blaðið
Morgunblaðið - 18.05.1946
Horft til Esju 1942

1950–1960 Skin og skúrir á tímum hafta

1950

Skemmtiferðir FÍB með eldri borgara á einkabílum hefjast. Látnir í umferðarslysum 14.

1951

1. tbl. og 1. árg. Öku-Þórs, tímarits FÍB, kemur út.

Stefnuljós verða skyldubúnaður á bílum að tilstuðlan FÍB.

Barátta fyrir afnámi 20% söluskatts af sölu notaðra bíla. Afnumið vorið 1951.

1952

Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur kjörinn formaður FÍB.

Fjöldi skráðra FÍB félaga um 400.

Nýtt félagsmerki FÍB tekið í notkun.

FÍB beitir sér fyrir breytingu á lögum um umferðarhraða og gerð bílastæða.

Hvatt til hægrihandaraksturs á Íslandi í samræmi við reglugerð frá 1940.

FÍB mótmælir banni við byggingu bílskúra í Reykjavík.

FÍB verður landsfélag og félagsdeildir taka til starfa á Akureyri og í Hafnarfirði.

1953

Vegaþjónusta FÍB víða á vegum úti yfir verslunarmannhelgina.

Upphaf vegaþjónustu FÍB sem nú fellur undir FÍB-aðstoð.

Fyrsta útsending RÚV á umferðarútvarpi um verslunarmannahelgi. Útsendingin var samstarfsverkefni RÚV, FÍB og Slysavarnarfélagsins.

Félagsgjaldið í FÍB 50 krónur fyrir árið.

1954

Fallið frá banni gegn bílskúrsbyggingum.

FÍB hvetur bæjarráð Reykjavíkur eindregið til að hætta að salta götur. FÍB hvetur olíufélögin til að gefa upp efnainnihald og gæðastaðla bensíns.

1955

Farið í ökuferð með eldri borgara á 46 bílum félagsmanna. Vegaþjónustu haldið úti yfir 10 helgar um sumarið. Alþjóðleg tjaldbúðavegabréf og ferðaaðstoð FÍB vegna ferðalaga utanlands.

FÍB gefur út alþjóðlega skuldaviðurkenningu vegna ferða á eigin bíl utanlands.

1956

Fjöldi félaga um 1.100. Látnir í umferðarslysum 17.

1956

Sören Sörenson verslunarmaður og þýðandi kjörinn formaður FÍB.

FÍB styrkir Slysavarnarfélag Íslands um 10.000 krónur.

FÍB skorar á yfirvöld að leggja veg um Lyngdalsheiði.

1957

FÍB tekur þátt í umferðarviku í Reykjavík.

Barist fyrir glitmerkjum á vörubílum til að auka umferðaröryggi.

34 FÍB-blaðið
Sveinn Torfi Sveinsson var formaður FÍB árin 1952 til 1956. Sveinn Torfi starfaði með FÍB í yfir hálfa öld, hugsaði stórt og fór ekki alltaf hefðbundnar leiðir að settu marki. Hann var heiðursfélagi í FÍB og var einnig sæmdur gullmerki félagsins fyrir áratugalangt óeigingjarnt starf í þágu þess. Sören Sörensson verslunarmaður var kjörinn formaður FÍB 1956 Nýtt félagsmerki FÍB tekið í notkun. Stjórn FÍB 1952-1959

1958

Vestur-íslenskum brautryðjendum í innflutningi nothæfra bíla, Sveini Oddssyni og Páli Bjarnasyni, boðið til landsins á vegum FÍB og fleiri aðila.

1959

Látnir í umferðarslysum 14 1960

Arinbjörn Kolbeinsson læknir kjörinn formaður FÍB. Félagið vill koma sér upp athafnasvæði. Félagsmenn innan við 1.000 í upphafi árs en 1.262 í árslok. FÍB félagsgjaldið hækkar í 100 krónur, hafði verið 50 krónur frá 1953. Þjóðvegir í landinu yfir 10 þúsund kílómetrar, 17 íbúar á hvern km. Bætt vegakerfi brýnt neytendamál að mati FÍB. Barátta FÍB fyrir hægrihandarakstri er viðhaldið fram að upptöku 1968. FÍB setur á laggirnar nefnd um bifreiðatryggingar.

35 FÍB-blaðið
Arinbjörn Kolbeinsson læknir var kjörinn formaður FÍB 1960. Í formannstíð hans var vegaþjónusta FÍB efld til muna. Nesti Kópavogi opnað 1957Mannfreð Vilhjálmsson arkitekt Akureyri um 1960. Horft frá kirkjutröppunum að Hafnarstræti og Oddeyrinni. 1951, 1. tbl. og 1. árg. Öku-Þórs, tímarits FÍB, kemur út.

1961-1970 Félagið eflist

1961

Vegaþjónusta FÍB stórefld yfir helstu umferðarhelgarnar.

Dráttarbílar og léttir bílar með talstöðvar notaðir í vegaþjónustuna.

FÍB vekur athygli á kostum olíumalar sem yfirborðsslitlags á vegi.

FÍB kaupir danska hálkuaksturskvikmynd og sýnir víða með íslenskum texta.

Bílaskattar 250 til 300 milljón kr. en aðeins um 110 milljónum varið í vegagerð.

Innflutningur á bifreiðum gefinn frjáls um haustið eftir langa baráttu FÍB o.fl.

1962

Samningar við verkstæði og bílaþjónustur um aðstoð við félagsmenn. Fjöldi félaga um 1.780. / Félagsgjaldið hækkað í 200 krónur.

1963

Bílaskattar um 470 milljón krónur en aðeins 150 m.kr. varið til vega. Magnús H. Valdimarsson ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri FÍB.

Þjónusta við félagsmenn eykst.

Blár og hvítur Land Rover jeppi keyptur fyrir vegaþjónustu FÍB. Ríkisútvarpið upplýsir hlustendur um staðsetningu vegaþjónustubíla FÍB.

Mótmæli gegn ranglátum þungaskatti á léttari dísilbíla.

Mótmæli gegn 25% hækkun aðflutningsgjalda á fólksbifreiðar.

Félagsmerki til álímingar innan á rúðu dreift til FÍB félaga.

1964

Um það bil ein bifreið á hverja sex íbúa á Íslandi.

Um 11.000 km af akfærum vegum þar af 15 km malbikaðir og 14 km steyptir.

Meira en 2/3 af verði bíls tollar og skattar.

Bílaskattar um 570 m.kr. um 240 m.kr. varið til vega.

Tjaldsvæði FÍB, Landleiða og Skógræktar ríkisins komið upp í Þjórsárdal.

Stjórn FÍB telur að verja þurfi a.m.k. 350 til 400 m.kr. til vegaframkvæmda.

Stjórn FÍB vill sjá lægri iðgjöld bílatrygginga fyrir góða og örugga ökumenn. Hvatt til átaks í umferðarfræðslu í skólum.

Fjöldi félaga í FÍB 4.115. / Látnir í umferðarslysum 20 1965

FÍB setur á laggirnar ljósastillingar- og skoðunarstöð í Reykjavík. Mótmæli og hörð barátta gegn mikilli hækkun ökutækjatrygginga.

Tryggingafélögin daufheyrast við óskum og kröfum FÍB.

FÍB stofnar Hagtryggingu hf 15. apríl og hefur félagið starfsemi 1. maí. Hagtrygging innleiðir bónuskerfi sem umbunar öruggari ökumönnum. Mikið umrót á tryggingamarkaðnum sem neytendur njóta góðs af. Fjölmennur mótmælafundur FÍB í Keflavík gegn vegatolli á Reykjanesbraut. Samstarfsnefnd FÍB, BFÖ og Slysavarnarfélagsins um umferðaröryggi.

FÍB heldur vegaþjónustunámskeið sem sótt var af 25 mönnum.

Félagaskrá FÍB sett á gataspjöld IBM-kerfisins.

Fjöldi félaga í árslok 1965 var 8.820.

1966

FÍB býður ljósastillingu um land allt með færanlegu ljóastillingartæki.

Varúð á vegum, samstarfsvettvangur til varnar umferðarslysum, stofnað.

Lengd þjóðvega alls 9.381 km þar af akfærir 8.788 km.

Magnús

fyrsti framkvæmdastjóri FÍB 1963. Frá blaðamannafundi við opnun sjálfsþjónustu fyrir bifreiðaeigendur 1967

36 FÍB-blaðið
H. Valdimarsson var FÍB stofnaði tryggingafélagið Hagtryggingu árið 1965. Skrifstofur FÍB og Hagtryggingar voru um tíma á Eiríksgötu. Valdimar J. Magnússon var fyrsti formaður Hagtryggingar

Vegaþjónusta FÍB eignaðist sérstaklega útbúna vegaþjónustu- og viðgerðabíla. Þjónustunni var m.a. sinnt um mestu ferðahelgar ársins.

FÍB krefur stjórnvöld um aukið fé til vegamála.

FÍB leggur til að vegaframkvæmdir fari í almenn útboð.

Barist fyrir innflutningi á bensíni með hærri oktantölu. 5530 nýir fólksbílar og jeppar seldir yfir árið.

FÍB-vegaþjónustan á og rekur 4 Land Rover- og 2 kranabíla.

Fjöldi félagsmanna í árslök 11.840. / Látnir í umferðarslysum 19.

1967

FÍB setur á laggirnar kranabílaþjónustu og bifreiðageymslu.

FÍB á og rekur 3 kranabíla og 4 jeppa.

Mótmæli gegn hárri álagningu olíufélaganna á bensín. Þriðji hver bifreiðaeigandi á landinu félagi í FÍB. Um 70 umboðsmenn starfa fyrir félagið. Látnir í umferðarslysum 20.

1968

Hægri umferð tekin upp á Íslandi 26. maí 1968, hún er gamalt baráttumál FÍB. FÍB kynnir olíumöl sem vænlegan valkost í stað malarvega. Pöntunarþjónusta á varahlutum tekin upp fyrir félagsmenn á landsbyggðinni. Félagsmenn um 12.800 eða tæplega 40% bifreiðaeigenda á Íslandi. Látnir í umferðarslysum 6 (hægri breyting). 1969

Rekstur þjónustustöðvar FÍB seldur.

Sala á nýjum fólksbílum fer niður í um 1100 bíla vegna efnahagsþrenginga. FÍB mótmælir 40% tollum á hjólbörðum, aðför að öryggi. Krafist lækkunar flutningsgjalda á bílum Vestmannaeyinga með Herjólfi. Látnir í umferðarslysum 12.

1970

Konráð Adolphsson viðskiptafræðingur og stofnandi Dale Carnegie á Íslandi var kjörinn formaður FÍB 1970.

Að morgni 26. maí 1968 sem skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Að baki lá mikill undirbúningur og þrotlaus vinna margra aðila. 1662 skiltum um allt land var skipt út aðfararnótt 26. maí og höfðu þá alls 5727 skilti verið færð til. Eina slysið vegna breytinganna þann dag var að drengur á hjóli fótbrotnaði.

FÍB safnar rúmlega 2000 undirskriftum gegn útvarpsafnotagjaldinu Sérstakt afnotagjald á útvarpstæki í bifreiðum afnumið í áföngum. Ísland gerist aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA).

FÍB hvetur til þess að vegaframkvæmdir séu boðnar út til verktaka. Konráð Adolphsson viðskiptafræðingur kjörinn formaður. Látnir í umferðarslysum 26.

FÍB hleypti af stokkunum sjálfsþjónustu í nóvember 1967. Þar gafst félagsmönnum tækifæri að komast í aðstöðu með bílana sína í þrif og annað viðhald.

37 FÍB-blaðið

1971-1980 Umbreytingar og vegamál

1971

FÍB berst áfram fyrir því að fella útvarpsgjaldið alveg niður.

Bíleigendur hvattir til að segja upp útvarpinu og láta innsigla tækin.

Bíll fékk ekki skoðun ef útvarpsgjaldið var í skuld.

Barátta gegn ofurskattlagningu á ökutæki og umferð

Um 67% af útsöluverði bensínlítra skattur í ríkissjóð.

Vakin athygli á þjóðhagslegum sparnaði góðra og öruggra vegasamgangna.

Afsláttar- og þjónustunet félagsins stækkar.

Kjartan J. Jóhannsson læknir og alþingismaður kjörinn formaður. Látnir í umferðarslysum 21.

1972

Suðurlandsvegur frá Reykjavík til Selfoss lagður bundnu slitlagi. Látnir í umferðarslysum 23.

1973

Olíukreppa sem tengdist átökum í Miðausturlöndum (OPEC).

Látnir í umferðarslysum 25.

1974

Eggert Steinsen verkfræðingur kjörinn formaður.

Hringveginum lokið með smíði Skeiðarárbrúar.

Látnir í umferðarslysum 20.

1975

FÍB gerist aðili að FIA, alþjóðlegu bifreiða- og bifreiðaíþróttasamtökunum. Fyrsta rallíkeppni á Íslandi haldið 24. maí á vegum FÍB. Keppt var í fólksbíla- og jeppaflokki og eknir 154 km.

Skilyrt að bílarnir væru með þriggja eða fjögurra punkta öryggisbelti, slökkvitæki og sjúkrakassa.

Sigurvegarar Halldór Jónsson og Halldór Úlfar Hauksson á Fiat 128 Rally.

Látnir í umferðarslysum 33.

1976

Látnir í umferðarslysum 20.

1977

Tómas H. Sveinsson viðskiptafræðingur kjörinn formaður.

Athygli vakin á reksturskostnaði bifreiða með kostnaðarlíkönum. Ástandsskoðun notaðra bíla í samvinnu við Topp bílaverkstæði.

Sáttaþjónusta FÍB í samvinnu við BGS tekur til starfa.

Aukið framboð af vegakortum og ferðabókum á félagsverði.

Látnir í umferðarslysum 37.

1978

Tekjur ríkissjóðs af bílum um 30,7 milljarðar króna.

Framlög til vegagerðar 9,3 milljarðar króna.

Ökufærir vegir samtals 11.932 km.

Ökutæki 84.652.

Landssamband íslenskra akstursfélaga, LÍA, stofnað í september.

Látnir í umferðarslysum 27.

38 FÍB-blaðið
Kjartan J. Jóhannsson, læknir og alþingismaður, var kjörinn formaður FÍB 1971. Eggert Steinsen rafmagnsverkfræðingur var kjörinn formaður FÍB 1974 Tómas H. Sveinsson viðskiptafræðingur var kjörinn formaður FÍB 1977 Frá malbikunarframkvæmdum á landsbyggðinni 1977 Frá slysstað í Reykjavík á áttunda áratugnum.

1979

Tæplega 8 þúsund skráðir félagar í FÍB.

Tímarit FÍB, Ökuþór kemur út að nýju. Önnur olíukreppan sem tengdist byltingunni í Íran.

Bensínverð á Íslandi hækkaði um 95% yfir árið.

Hvatt til aukinna skyndiskoðanna á vegum úti.

Allir eiga að vera spenntir í öryggisbelti í fram- og aftursætum.

Börn skulu alltaf vera í aftursæti eða í afturliggjandi barnabílstól í framsæti. FÍB krefst þess að meiri hluti bílaskatta renni til vega. Hvatt til þess að koma upp bílaflutningskipi til strandsiglinga á Íslandi. Arðsemi þjóðvegagerðar meiri en í öðrum verklegum framkvæmdum. Ný lög FÍB samþykkt á landsþingi. Látnir í umferðarslysum 27.

1980

Arinbjörn Kolbeinsson læknir tekur aftur við formennsku í FÍB. Samningur FÍB við Hafskip og Flugleiði um ferðalög á eigin bíl erlendis. 7.945 fólksbílar fluttir til landsins. 140 km af vegum landsins lagðir bundnu slitlagi á árinu. Látnir í umferðarslysum 24.

Rally-keppni FÍB

Árið 1975 var fyrsta rallkeppnin haldin af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Fór hún fram samkvæmt alþjóðlegum reglum hins alþjóðlega bílaíþróttasambands, FIA. Keppnin vakti mikla athygli og greindu fjölmiðlar mjög ítarlega frá henni og flestu sem henni tengdist. Sjálf framkvæmdin var algjört frumkvöðlastarf, bæði verulega flókið og vinnuaflsfrekt. Mikill fjöldi fólks vann við undirbúning og framkvæmd keppninnar í sjálfboðastarfi og verulegur fjöldi FÍBmanna kom að því verki.

39 FÍB-blaðið
FÍB stóð árlega fyrir skemmtiferðum með vistfólk af elliheimilinu Grund. Farið var á einkabílum félagsmanna. Ferðirnar nutu vinsælda og voru vel sóttar. Arinbjörn Kolbeinsson læknir tekur aftur við formennsku í FÍB. Tímarit FÍB, Ökuþór kemur út að nýju 1979. Sigurbíllinn var Fiat 128 Rally sem jafnframt var eini bíllinn í keppninni sem var sérstaklega styrktur til rallaksturs. Ökumaður Halldór Jónsson og Úlfar Hauksson var í sæti aðstoðarökumanns.

1981-1990 Aukin ferðaþjónusta

1981

Notkun bílbelta í framsætum lögleidd en án refsiábyrgðar.

Skattlagningu á bensín harðlega mótmælt.

Bensín dýrara á Íslandi en í nokkru öðru landi.

Bifreið er ekki munaður heldur nauðsyn.

9.805 skráðir félagar um 70% greiða félagsgjaldið.

Ferðaskrifstofa FÍB hefur starfsemi.

Látnir í umferðarslysum 24.

1982

50 ára afmælishátíð FÍB – hátíðarsamkoma í Þjóðleikhúsinu.

Umferðarslysin kosta samfélagið 440,7 milljónir króna — samantekt Davíðs Á

Gunnarssonar varaformanns FÍB.

Alþingi hvatt til að endurskoða umferðarlög.

FÍB þjónustuferð um landið - lögfræði-, tækniráðgjöf og framkvæmdastjóri.

Látnir í umferðarslysum 24.

1983

Félagsgjaldið 550 krónur.

FÍB og Ferðaskrifstofa FÍB flytja í Borgartún 33, Reykjavík.

Samnorrænt átak um aukna ábyrgð framleiðenda vegna ryðskemmda í bílum. BGS, FÍB og fl. kynna könnun um ástand hjólbarða – þriðji hver bíll ólöglegur.

FÍB mótmælir hugmyndum um „krónu-kílóskatt“ á bifreiðaeigendur.

FÍB hvetur til þess að aðflutningsgjöld af bílasímum verði aflögð. Ný lög FÍB samþykkt á landsþingi.

Látnir í umferðarslysum 18. 1984

Félagsgjaldið 800 krónur 755 km af þjóðvegum lagðir bundnu slitlagi. Bílasýningin Auto ’84 – FÍB kynnir starfsemi sína á sýningunni. Botnsskáli í Hvalfirði býður bensín á heildsöluverði. Ríkistjórnin samþykkti niðurfellingu aðflutningsgjalda af bílasímum. 13 FÍB þjónustubifreiðar í fullu úthaldi um Verslunarmannahelgina

FÍB leggur til óháð gæðaeftirlit með bifreiðabensíni. Aflétt verði einokun á bensín- og olíuverslun á Íslandi.

FÍB hvetur til innflutnings á blýlausu bensíni.

Fjöldi félaga um 10.600. / Látnir í umferðarslysum 27.

1985

FÍB mótmælir hækkun iðgjalda ökutækjatrygginga.

Kvartað yfir samkeppnisskorti á bílatryggingamarkaði. Samningur við olíufélögin um gæðaeftirlit FÍB með bifreiðabensíni.

Látnir í umferðarslysum 24.

1986

Reksturskostnaður bíls sem ekið er mest á malarvegum 50% hærri samanborið við akstur á bundnu slitlagi.

Fúsk er ekki til fyrirmyndar – láttu fagmann vinna verkið – átaksverkefni. Skattar á bíla, hjólbarða og bensín lækkaðir í tengslum við nýja kjarasamninga.

Lækkun á aðflutningsgjöldum bíla var mikilvægur árangur í baráttu FÍB. Vegakerfið 11.600 km þar af stofnbrautir 3.500 km.

Bifreiðaskoðun tók við eftirliti bíla 1989 af Bifreiðaeftirliti ríkisins. Með þessum breytingum urðu miklar framfarir í skoðunum á ökutækjum. Forsetabíllinn var fyrstur færður til skoðunar.

40 FÍB-blaðið
Bílasýningin Auto ’84 – FÍB kynnir starfsemi sína á sýningunni.

FÍB-aðstoð er sett á laggirnar 1997. Félagið var með þrjá sérmerkta, gula bíla til að sinna þessari nýju vegaþjónustu fyrir félagsmenn FÍB á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan var veitt allan sólarhringinn og að auki voru þrír dráttarbílar til taks hverju sinni á vegum FÍB-aðstoðar. FÍB gerði á þessum tíma samning við Póst og síma um sérkjör á GSM- og NMT-símum fyrir félagsmenn FÍB.

Forgangsverkefni að hafa bundið slitlag á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Öryggistæki bíla og aðrar rekstrarvörur eru óhóflega skattlagðar. Tillaga um að nota litaða olíu á dísilbíla sem bera ekki þungaskatt. Greidd árgjöld 4.639. / Látnir í umferðarslysum 24.

1987

Um 1,9 menn um hverja bifreið í landinu. Heildarlengd bundins slitlags um 1.700 km. Nýtt félagsskírteini FÍB, handbók og félagsveski Námskeið í akstri erlendis. Aðflutningsgjald af bílum hækkuð – 7 flokkar frá 5–55%. Þjóðarátak í umferðaröryggi.

Landsþing leggur til upptöku ökuferilsskrá með punktakerfi. FÍB krefst þess að í skráningarskírteini ökutækja komi fram upplýsingar um framleiðslumánuð og ár, auk fyrsta skráningardags. Nýr skattur, bifreiðagjald, lagt á bíleigendur. Mótmæli vegna innflutnings á flóðabílum frá Drammen. 51% hlutur í Ferðaskrifstofu FÍB (FFÍB) seldur til Samvinnuferða Landsýn (SL)

Látnir í umferðarslysum 24. 1988

Fyrsti farmur af blýlausu bensíni kemur til Íslands. Áætlað að um 70% bíla geti notað blýlaust bensín. Ný umferðarlög taka gildi 1. mars. Ökuljós allan sólarhringinn og skyldunotkun öryggisbelta í framsætum. Ný lögboðin bifreiðatrygging, slysatrygging ökumanna og eigenda (SÖE). Notkun tjónatilkynninga í ökutækjum hefst. Hækkun bílatrygginga mótmælt. Vátryggingaiðgjöld bíla hækka um 59,7%. Barist fyrir niðurfellingu söluskatts af bifreiðatryggingum. Fastnúmerakerfi ökutækja tekið upp. Fólksbifreiðar á skrá um 130.000. Látnir í umferðarslysum 29. 1989

Bifreiðaskoðun Íslands tekur við skoðunum af Bifreiðaeftirliti ríkisins. Mótmæli vegna hækkunar bensínskatta. Mótmæli gegn skerðingu vegafjár.

Athygli vakin á mikilvægi góðs aksturslags og sparaksturs. FÍB hvetur til aukinnar ábyrgðar búfjárhaldara til að draga úr slysum. 5.907 félagsmenn greiddu árgjald, 2.200 krónur. 1990

Samvinnuferðir Landsýn eignast FFÍB að fullu. FÍB krefst lækkunar bensínskatta vegna heimsmarkaðsverðshækkunar. Stjórnvöld komu til móts við kröfu FÍB og lækkuðu bensíngjöld tímabundið.

Lögfest skylda til að nota bílbelti í fram- og aftursætum fólksbíla. Látnir í umferðarslysum 24. / 5.275 félagar greiddu árgjald 2.800 krónur.

41 FÍB-blaðið
1982. Þjónustubíll FÍB fyrir utan höfuðstöðvar félagsins sem þá voru í Nóatúni.

1991-2000 Neytendabarátta

1991

Árgjald FÍB 2.800 krónur.

Innflutningur á bensíni gefinn frjáls.

Frjáls verðlagning á 95 og 98 oktan bensíni en 92 oktan verðlagsbundið.

Sala hefst á 95 oktan blýlausu bensíni í febrúar.

Iðgjöld slysatryggingar ökumanns og eigenda (SÖE) hækka um 80%.

FÍB hvetur til aukinnar umræðu um mengunarvarnir og umhverfismál.

Samningur við Ingvar Helgason um að kaupendur nýrra bíla fái aðild að FÍB.

FÍB sendi erindi á bifreiðatryggingafélögin með ósk um betri kjör fyrir félaga.

Nýtt félag á markaði, Skandia hf, bauð FÍB félögum 10% afslátt af iðgjöldum.

Látnir í umferðarslysum 27. / Greidd árgjöld í FÍB 4.740.

1992

FÍB hvetur til setningar laga um sölu notaðra bifreiða.

Ný lög um mengunarvarnarbúnað í bílum.

Krafa FÍB um 5 ára ábyrgð eða 80 þúsund km. ábyrgð á hvarfakútum.

FÍB og Krókur gera með sér samstarfssamning um Hjálparþjónustu FÍB.

Látnir í umferðarslysum 21. / Greidd árgjöld í FÍB 4.550.

1993

Mótmæli fyrir framan Alþingi gegn óhóflegum bílasköttum. Límmiðar, „Égg mótmæli auknum bílasköttum“, fara í dreifingu. 7.000 undirskriftum safnað gegn bifreiðagjaldinu og færðar fjármálaráðherra.

Ráðherra sagðist stefna að því að breyta skattinum og sníða af agnúa. Björn Pétursson tekur við formennsku í FÍB.

Samstarfssamningur FÍB og ARC Europe um vegaþjónustu.

FÍB kvartar yfir samráði um eldsneytisverð til Samkeppnisstofnunar.

Látnir í umferðarslysum 17. / Greidd árgjöld í FÍB 4.657.

1994

Samstarfssamningur um markaðsmál og félagsskírteini við ESSO.

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) tekur gildi á Íslandi. Opinn fundur FÍB með fjármálaráðherra um bílaskatta. Lög um sölu notaðra ökutækja í samræma við tillögur FÍB.

FÍB hvetur til þess að settar verði reglur um meðferð tjónabifreiða. FÍB með 12 þjónustubíla á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní. Verðkönnun Samkeppnisstofnunar og FÍB á varahlutum í bíla. Látnir í umferðarslysum 12. / Greidd árgjöld í FÍB 4.566.

1995

Bílaskattar, hver er stefna stjórnmálaflokkanna? Opinn fundur FÍB. Árni Sigfússon tekur við formennsku í FÍB.

FÍB kynnir samanburð á bílatryggingum í nokkrum löndum.

Íslendingar borga 50–150% hærri iðgjöld en bíleigendur á Norðurlöndunum. Yfir 7.000 undirrita viljayfirlýsingu frá FÍB um að fá tilboð í tryggingar. FÍB fer í útboð á tryggingum félaga hér heima og í Evrópu.

Látnir í umferðarslysum 23. / Greidd árgjöld í FÍB 4.538.

1996

Tryggingatilboð opnuð og íslensku félögin bjóða hefðbundin iðjöld.

Tilboð frá IBEX á Lloyd‘s markaðnum í London fyrir milligöngu Alþjóðlegrar miðlunar.

Gengið frá samningum um FÍB Tryggingu og undirbúningur fer í gang.

Björn Pétursson, kennari og ættfræðingur, var kjörinn formaður FÍB 1993.

Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri, var kjörinn formaður FÍB 1995.

42 FÍB-blaðið

Innkoma FÍB-Tryggingar hafði mikil áhrif á tryggingamarkaðinn. Barátta FÍB með stuðningi þúsunda félagsmanna lækkaði iðgjöld bílatrygginga umtalsvert. Samráð tryggingafélaganna um viðbrögð gegn nýjum keppinaut drap samkeppnina á aðeins fjórum árum.

Vörugjaldsflokkum fólksbíla fækkað í þrjá – áfangasigur í baráttu FÍB. Tryggingafélögin boða að ný skaðabótalög geti hækkað tryggingar um 30%. FÍB Trygging byrjar að selja bílatryggingar til félagsmanna í september.

Félagsmönnum bjóðast bílatryggingar sem eru 30–35% ódýrari. Íslensku tryggingfélögin lækka iðgjöld bílatrygginga en hóta að hækka annað. FÍB heldur opna fundi víða um land um bílatryggingar FÍB dagurinn í Reykjavík, sértilboð og uppákomur á skrifstofu félagsins.

Látnir í umferðarslysum 10. / Greidd árgjöld í FÍB 13.005. 1997

FÍB opnar eigin heimasíðu www.fib.is. Breyting á lögum um viðskipti með notaðra bíla í anda tillagna FÍB. Álit Hagfræðistofnunar HÍ um áhrif aukinnar samkeppni í bílatryggingum. Neytendur spara 1,1 milljarð króna í iðgjöld á fyrsta ári FÍB Tryggingar. Samkeppnin skilaði einnig 1,2 milljarða króna til neytenda vegna vísitöluáhrifa. FÍB Aðstoð hefur starfsemi í október, sími 5-112-112, 365/24. Aðstoð vegna rafmagnsleysis, dekkjaskipta, eldsneytisleysis og dráttaraðstoð. FÍB gagnrýnir skort á samkeppni á olíumarkaði. Vildarkjör á farsímum til félagsmanna, mikil þátttaka. Tilboðsferðir til félagsmanna með Flugleiðum. Látnir í umferðarslysum 15. / Greidd árgjöld í FÍB 13.560 1998

FÍB fær heimild til að gefa út alþjóðleg ökuskírteini. Könnun FÍB á þjónustu 14 bílasala, margt má bæta. FÍB heldur fund um umferðarslys og lausagöngu búfjár. Landbúnaðarráðherra skipar í kjölfarið nefnd um búfé á vegsvæðum. Hvalfjarðargöng opna 1. júlí.

FÍB gerir athugasemdir við hátt gangnagjald undir Hvalfjörð fyrir fólksbíla. FÍB gagnrýnir harðlega niðurfellingu laga um upptöku olíugjalds. FÍB Trygging byrjar sölu á ódýrari heimilistengdum tryggingum. Skráningu tjónabíla breytt að frumkvæði FÍB. Námskeið til vottunar viðurkenndra réttingaverkstæða. Látnir í umferðarslysum 27. / Greidd árgjöld í FÍB 14.140.

1999

97% bensíngjalds breytt í fastan krónutöluskatt. Látnir í umferðarslysum 21. / Greidd árgjöld í FÍB 14.480.

2000

Félagsgjald FÍB 3.490 krónur. Tímabundin lækkun vörugjalda af tvíorkubílum. Vörugjaldsflokkum bifreiða fækkað niður í tvo. Kynningarátak með Landvernd á kostum hreyfilhitara. Ráðstefna FÍB og Landverndar um samgöngur og loftslagsbreytingar.

FÍB tengist ARC Europe Show Your Card afsláttarklúbbnum. Sparaksturskeppni FÍB – 17 bílar tóku þátt.

FÍB Trygging hættir að taka við nýjum tryggingaumsóknum. Lloyd‘s hættir að vera á íslenskum neytendamarkaði. Endurnýjunum trygginga hjá FÍB Tryggingu beint til TM. Opinn fundur FÍB á Grand hótel um olíugjald. 150 þúsund skráðir fólksbílar á Íslandi.

Látnir í umferðarslysum 32. / Greidd árgjöld í FÍB 15.200.

FÍB, ásamt samtökum atvinnubílstjóra, mótmælir óhóflegum bifreiðaskatti fyrir framan Alþingishúsið. FÍB og Krókur gera með sér samstarfssamning um Hjálparþjónustu FÍB. Mynd tekin 1997

2001-2010 Aukið umferðaröryggi

2001

Varahlutaverðkönnun FÍB á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Íslenskir bíleigendur borga 78% hærra verð en þýskir.

Ferðakortabók FÍB gefin út í samvinnu við Landmælingar Íslands.

Bensínverðstríð – FÍB heldur úti virkri verðvakt.

Húsrannsókn Samkeppnisstofnunar hjá olíufélögunum þremur 18. desember. Ný þrívíddar útgáfa af FÍB merkinu

Látnir í umferðarslysum 24. Greidd árgjöld í FÍB 13.360, samdráttur vegna lokunar FÍB Tryggingar.

2002

LÍA tekur yfir FIA aðildina frá FÍB.

Ferðakortabók FÍB, 2. útgáfa, kom út í byrjun sumars. FÍB 70 ára, afmælishátíð, bílasýning og fjölskylduratleikur í Perlunni. FÍB gerir samning við Íslandstryggingu um hagstæðari iðgjöld til félaga.

Látnir í umferðarslysum 29. / Greidd árgjöld í FÍB 11.540.

2003

Lög um úrvinnslugjald, gjaldtakan tvísköttun að mati FÍB. Fyrsta vetnisstöðin opnuð á Íslandi. Víðtækt samráð í bílatryggingum, frumskýrsla Samkeppnisráðs. Afskipti SÍT ekki eðlileg hagsmunagæsla samtaka fyrirtækja. Samstilltar aðgerðir gegn FÍB og IBEX. Úttekt FÍB, BGS og FMB á gæðum viðgerða á tjónabílum. Látnir í umferðarslysum 23. / Greidd árgjöld í FÍB 11.727.

2004

Rannsókn á samráði olíufélaganna lokið með úrskurði um háar sektir. Skaði samfélagsins af samráðssamsærinu minnst 40 milljarðar króna. Endanlegur úrskurður Samkeppnisráðs í samráðsmáli þriggja tryggingafélaga.

Rannsóknin tók sjö ár, engin viðurlög eða sektir m.a. vegna fyrningar. Íslensk endurtrygging, í eigu helstu tryggingafélaganna, hættir starfsemi. Samband íslenskra tryggingafélaga braut samkeppnislög. EuroRAP og FÍB hefja samstarf. Verkefnið fjármagnað af FÍB í samstarfi við stjórnvöld og 6 fyrirtæki.

2004 lá endanlegur úrskurður Samkeppnisráðs í samráðsmáli þriggja tryggingafélaga. Rannsóknin tók sjö ár, engin viðurlög eða sektir m.a. vegna fyrningar.

Vegrýni á Íslandi undir merkjum EuroRAP (European Road Assessment Program) hófst formlega 13. mars 2006. Til EuroRAP verkefnisins er stofnað af FIA, heimssamtökum bifreiðaeigendafélaga og er það unnið í hverju landi fyrir sig af bifreiðaeigendafélögunum og starfsmönnum þeirra. Hér á landi eins og annarsstaðar er verkefnið því á vegum FÍB en styrkt af fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Starfsmenn FÍB hafa sótt námskeið í tækni og aðferðafræði EuroRAP að undanförnu og bifreið sú sem nokkur íslensk fyrirtæki hafa lagt fram til þessa mikilvæga starfs hefur verið búin þeim tækjum og tæknibúnaði sem nauðsynlegur er.

Það sem felst í EuroRAP vegrýni er fyrst og fremst það að vegir eru skoðaðir og öryggi þeirra fyrir vegfarendur metið út frá staðalbundnum forsendum. Þetta er gert með því að aka um vegina og skoða bæði sjónrænt og með rafeindatæknibúnaði. Í EuroRAP bílnum eru hreyfi- og kyrrmyndavélar, GPS staðsetningarbúnaður, nákvæmir vegalengdar- og hraðamælar og tölvubúnaður sem hleður inn í sig upplýsingum bæði sjálfvirkt og handvirkt. Úr þessum upplýsingum er svo unnið sérstakt EuroRAP áhættumat sem síðan verður aðgengilegt öllum hér á FÍB vefnum.

44 FÍB-blaðið
Ný þrívíddar útgáfa af FÍB merkinu

Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi fær faglega þjálfun hjá EuroRAP.

Sérhæfð EuroRAP vegrýnis- og mælibifreið tekin í notkun.

Endanlega samþykkt að AIT sameinaðist FIA. Max Mosley forseti FIA aðalfyrirlesari á Umferðarþingi.

Samningur við Vöku um FÍB-Aðstoð Saga bílsins á Íslandi 1904 til 2004 gefin út.

Látnir í umferðarslysum 23. / Greidd árgjöld í FÍB 11.730.

2005

Félagsgjald í FÍB 4.140 krónur.

FIA – sameinuð heimssamtök bifreiðafélaga taka formlega til starfa.

Olíugjald í stað þungaskatts frá og með 1. júlí – árangur eftir áratuga baráttu. FÍB og AM stefna samkeppnisyfirvöldum vegna tryggingasamráðsmálsins.

Félögin vilja fá viðurkennda aðild að málinu til að kanna frumgögn. Aðildin var ekki viðurkennd í héraðsdómi.

Ólögmætt verðsamráð tryggingafélaganna í samræmdu tjónakerfi. Vefverslun FÍB sett í loftið.

Áskorun um lækkun eldsneytisskatta, 15.000 skrifa undir á heimasíðu FÍB. Greidd árgjöld í FÍB 11.896. / Látnir í umferðarslysum 19.

2006

Samningur við Atlantsolíu um afsláttarkjör fyrir FÍB félaga. SÍT lagt niður og sameinað Samtökum fjármálafyrirtækja, SFF. FÍB og Atlantsolía hefja samstarf um sparaksturskeppni. Látnir í umferðarslysum 31. / Greidd árgjöld í FÍB 12.314.

2007

Nýr og endurbættur EuroRAP bíll tekinn í notkun. 75 ára afmælisráðstefna FÍB haldin í Eldborg við Bláa lónið. Steinþór Jónsson tekur við formennsku í FÍB. Látnir í umferðarslysum 15. / Greidd árgjöld í FÍB 12.893.

2008

Samningur við Sjóvá um að FÍB Aðstoð annist vegaaðstoð Sjóvár. Tvöfölduð Reykjanesbraut formlega opnuð. Áfangasýrsla EuroRAP á Íslandi, 2.450 km vega rýndir. Látnir í umferðarslysum 12. / Greidd árgjöld í FÍB 12.915

2009

Alheimsátak um að fækka látnum í umferðinni.

Núllsýn FÍB – stefnan að útrýma banaslysum í umferðinni. Látnir í umferðarslysum 17. / Greidd árgjöld í FÍB 12.828.

2010

Árgjald í FÍB 5.670 krónur.

Lokaskýrsla 1. áfanga EuroRAP á Íslandi, 3.600 km yfirferð. Markmiðið að allir vegir verði minnst þriggja stjörnu. Erlendu bílalánin dæmd ólögleg í Hæstarétti.

FÍB mótmælir harðlega áformum um vegtolla á vegum að höfuðborginni. Hvalfjarðargöngin í fallsæti í öryggisúttekt EuroTAP á veggöngum í Evrópu.

Úttektin unnin að frumkvæði FÍB í samvinnu við verkfræðinga ADAC.

FÍB hlýtur Umferðarljósið fyrir störf félagsins í þágu umferðaröryggis.

Látnir í umferðarslysum 8. / Greidd árgjöld í FÍB 12.993.

45 FÍB-blaðið
Steinþór Jónsson hótelstjóri var kjörinn formaður FÍB 2007. Samningur við Sjóvá um að FÍB Aðstoð annist vegaaðstoð Sjóvár. Samningur við Vöku um FÍB-Aðstoð Samningur við Atlantsolíu um afsláttarkjör fyrir FÍB félaga.

2011-2022 Hagsmunagæsla og neytendamál

2011

„Vegtollar, nei takk!“, undirskriftasöfnun FÍB gegn áformum um vegtolla.

FÍB telur áætlanir um kostnað og rekstur Vaðlaheiðarganga óraunhæfar.

FÍB sakað um rógsherferð með því að benda á augljósa galla í áætlunum.

Jean Todt, forseti FIA, hjá FÍB og fundar með forseta og innanríkisráðherra.

Áratugi aðgerða gegn umferðarslysum ýtt úr vör á Íslandi.

EuroRAP heiðrar FÍB fyrir framúrskarandi starf við vegrýni.

Látnir í umferðarslysum 12. / Greidd árgjöld í FÍB 13.776.

2012

FÍB mótmælir hugmyndum um íblöndun metanóls í bensín.

FÍB varar við niðurskrúfun kílómetrateljara, risavaxið vandamál i Evrópu.

Látnir í umferðarslysum 9. / Greidd árgjöld í FÍB 13.980.

2013

FÍB tekur þátt í sýningunni „Allt á hjólum“ í Fífunni Kópavogi.

Umferðarátak FÍB, „Gangbraut – já takk!“

Látnir í umferðarslysum 15. / Greidd árgjöld í FÍB 14.521.

2014

Árgjald í FÍB 6.960 krónur.

Ný og endurbætt vefverslun FÍB.

FÍB rannsakar og gagnrýnir bótasjóðaleik tryggingafélaganna.

FÍB sakar FME um að gæta hagsmuna tryggingafélaganna en ekki neytenda. Gangbrautin 2014, FÍB verðlaunar Hólabrekkuskóla fyrir öruggar gönguleiðir.

Úttekt FÍB á afleitu ástandi vega og gatna á Íslandi. Látnir í umferðarslysum 4. / Greidd árgjöld í FÍB 14.706.

2015

Landsþing FÍB hvetur til rannsóknar á iðgjöldum bílatrygginga.

FÍB vill þjóðarátak gegn vanrækslu í vegamálum.

„Hjól í huga“, umferðaröryggisátak FÍB til að efla vitund ökumanna. FÍB gagnrýnir hæga uppbyggingu innviða og hleðslustöðva fyrir rafbíla.

FÍB tekur saman nytsamar upplýsingar um rafbíla fyrir neytendur.

Evrópuráðstefna og aðalfundur EuroRAP haldinn á Íslandi.

VW dísilsvindlið, vítaverð aðför að neytendum.

Hörð gagnrýni frá FÍB, bíll með niðurrifslás endurskráður í bifreiðaskrá.

Látnir í umferðarslysum 16. / Greidd árgjöld í FÍB 14.601.

2016

FÍB gagnrýnir fyrirhugaðar arðgreiðslur tryggingafélaganna.

Bótasjóðir „eign“ tjónþola, óháð breytingum á reikningsskilaaðferðum.

Hörð gagnrýni á FME fyrir afskiptaleysi varðandi misnotkun bótasjóða. Mikil reiði í samfélaginu, rætt um gagnrýni FÍB á Alþingi.

VÍS og Sjóvá draga tillögur um arðgreiðslur til baka.

Látnir í umferðarslysum 18. / Greidd árgjöld í FÍB 15.114.

2017

Krafa FÍB um að neytendaeftirlit á tryggingamarkaði fari frá FME.

Vegtollar aftur á dagskrá hjá nýjum samgönguráðherra.

Vegtollur er nýr skattur og slæm nýting á fjármunum almennings.

Ámælisvert að nýr ráðherra hunsi vegáætlun og beri við fjárskorti.

Boðuðum skattahækkunum á bílanotkun mótmælt.

FÍB tekur þátt í umferðaröryggisátaki FIA, 3.500 mannslíf.

EuroRAP verkefnið skoðar mismunandi vinkla vegakerfisins.

Setbergsskóli í Hafnarfirði verðlaunaður fyrir góðar og öruggar gönguleiðir. Látnir í umferðarslysum 16. / Greidd árgjöld í FÍB 16.988.

„Vegtollar, nei takk!“, undirskriftasöfnun FÍB gegn áformum um vegtolla. Alls mótmæltu 41.000 18 ára og eldri eða 18% kosningabærra manna. Undirskriftum safnað á aðeins rúmri viku án auglýsinga.

Umferðarátak FÍB, „Gangbraut – já takk!“ Börn eiga heimtingu á öruggum gönguleiðum til skóla.

„Hjól í huga“, umferðaröryggisátak FÍB til að efla vitund ökumanna. FÍB framleiðir myndband sem sýnir nakinn og óvarinn hjólreiðamann. Myndbandið nær mikilli athygli á netinu og á RÚV.

46 FÍB-blaðið

Félagsskírteini

FÍB útgefið á stafrænu formi fyrir snjallsíma.

Vegbót,

FÍB

2018

EuroRAP gagnagrunnur íslenska vegakerfisins aðgengilegur á netinu.

FÍB hefur metið 4.200 km af þjóðvegum og skráð í gagnagrunn EuroRAP. Mörgu ábótarvant í íslensku vegakerfi. Mengunarmælikvarði ökutækja WLTP tekur við af NEDC staðlinum.

FÍB gagnrýnir að FME dragi úr upplýsingagjöf og neytendahlutverki.

Stjórnvöld líta fram hjá ólöglegum vélabreytingum á kostnað umhverfisins. Eignahald Hvalfjarðarganga færist til ríkisins og hætt að rukka vegtoll. Látnir í umferðarslysum 18. / Greidd árgjöld í FÍB 16.943.

2019

Árgjald í FÍB 8.220 krónur. Procar-bílaleigan ber að því að eiga við akstursmæla fyrir endursölu. Procar-svindlið sýnir vanmátt stjórnvalda varðandi neytendavernd. FÍB heldur fund með hagsmunaaðilum og hvetur til aðgerða. FÍB heldur áfram baráttunni gegn pólitískum hugmyndum um vegtolla. Rafbílum fjölgar hratt en tryggja þarf markvissa uppbyggingu innviða. Kvartmilljarður króna af hraðasektum ferðamanna afskrifaður á ári. Látnir í umferðarslysum 6. / Greidd árgjöld í FÍB 16.800.

2020

Ný umferðarlög taka gildi, mörg veigamikil nýmæli frá fyrri lögum. FÍB mótmælir afnámi reglna um sölu notaðra ökutækja. Kórónaveiran skekur umheiminn og íslenskt samfélag. FÍB gagnrýnir að vísitala bílatrygginga hækki langt umfram verðlagsvísitölu.

FÍB ítrekar öryggi þess að skrá og hafa eftirlit með eftirvögnum bifreiða. Stafræn ökuskírteini í snjallsíma tekin í gagnið. Fundur á vegum FÍB um annmarka við öryggisinnkallanir bíla á Íslandi. Vegbót, tilkynningavefgátt FÍB um holur og frávik í vegkerfinu, fer í loftið. Norðurlandasamanburður FÍB á iðgjöldum bílatrygginga. Bílatryggingar á Íslandi frá 50 til 100% dýrari en annars staðar á Norðurlöndunum.

Látnir í umferðarslysum 8. / Greidd árgjöld í FÍB 17.674.

2021

Varað við bílakaupum frá útlöndum fyrir milligöngu þriðja aðila. Nýjar evrópskar merkingar á dekkjum, veggnýr, eyðsla og grip í bleytu. Félagsskírteini FÍB útgefið á stafrænu formi fyrir snjallsíma. Ofuriðgjöld og fákeppni á bílatryggingamarkaði, eilíf endurtekning. 78,7% höfuðborgarbúa ferðast til og frá vinnu í einkabíl. Jean Todt, forseti FIA, í heimsókn á Íslandi.

FÍB sendir kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna hagsmunagæslu SFF. FÍB kvartar til Neytendastofu vegna „stafræns mánudags“, afsláttartilboðs TMþ Raf- og tengiltvinnbílum fjölgaði um 5 þúsund árið 2021. Látnir í umferðarslysum 9. / Greidd árgjöld í FÍB 18.149. 2022

Árgjald í FÍB 9.180 krónur. FÍB aðili að stóru vetrararbílarannsókn NAF, systurfélags FÍB í Noregi. Samkeppniseftirlitið sektar SFF um 20 milljónir króna vegna kvörtunar FÍB. FÍB 90 ára, nútímalegur og eftirsóknarverður valkostur fyrir neytendur. Stórfelldir vegtollar boðaðir þvert á þjóðarvilja og fyrri loforð

47 FÍB-blaðið
FÍB tekur þátt í umferðaröryggisátaki FIA, 3.500 mannslíf. Stafræn ökuskírteini í snjallsíma tekin í gagnið. Mynd af landsþingi FÍB 2022 þar sem Steinþór Jónsson var endurkjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum. Með honum á myndinni er Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB. tilkynningavefgátt um holur og frávik í vegkerfinu.

NORRÆNA VETRARDEKKJAKÖNNUNIN

Sjónum beint að jepplingadekkjum sem gefa besta vetrargripið Eins og undanfarin ár birtir FÍB vetrardekkjakönnun sem unnin er af NAF systurfélagi FÍB í Noregi. Könnunin er unnin af sérfræðingum með mismunandi sérþekkingu varðandi dekk og bíltækni. Rannsakaðir voru margvíslegir eiginleikar dekkjanna í mismunandi vetraraðstæðum á norðlægum slóðum. Prófuð voru 16 mismunandi dekk frá 11 framleiðendum. Átta nagladekk og átta ónegld vetrardekk. Bestu dekkin voru framúrskarandi en sum fengu falleinkunn.

2022

Nagladekk - Fjórar tegundir dekkja fyrir jepplinga skera sig úr

Ein tegundin hreinlega felld út. En hvaða dekk er það sem hentar þér, hlýtur engu að síður að ráðast fyrst og fremst af þínum þörfum og aðstæðum.

Ella Fitzgerald söng árið 1939 smellinn „It ain‘t what you do, it‘s the way you do it“. Ella var líklega ekki með hugann við vetrardekk í þessu erindi en það á vel við nýju nagladekkjakönnunina. Það er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þú gerir það sem skiptir máli.

Í fyrst skiptið eru jepplinga- eða SUV-dekk könnuð í vetrarakstri. Við úttektina var notast við Volvo XC40. Dekkjastærðin var 235/55 R18 sem gengur undir marga bíla á markaðnum. Nýir rafbílar eru margir með stærri og breiðari dekk. Þessi dekkjastærð fellur t.d. undir rafbílana Mercedes Benz EQA og EQB, BMW i4 og Maxus Euniq6. Dekkin passa einni undir Audi Q3, Nissan Qashqai, Peugeot 3008, Toyota RAV4, VW Tiguan og marga fleiri.

Þekkt vörumerki

Í könnuninni eru þekktir framleiðendur eins og Nokian, Continental, Goodyear, Michelin og Pirelli. Bridgestone var ekki með í nagladekkjakönnuninni að þessu sinni en inn kom Falken frá Japan sem nýlega setti á markað nýtt nagladekk. Maxxis frá Tævan varð óvænt efst í síðustu sumardekkjakönnun og og skipaði sér með því á bekk meðal þeirra bestu á Evrópumarkaði. Sumardekk er eitt en hvernig stendur Maxxis nagladekkið sig?

Áður en rannsóknarteymið hafði byrjað að prófa dekkin í akstri mátti greina augljósan mun eftir framleiðendum. Dýrari dekkin, gæðaframleiðendur, voru sýnilega með vandaðri framleiðslu en ódýrari áskorendurnir. Það var jafnvægi í

dreifingu og lengd nagla á vandaðri dekkjunum en það sama átti ekki við um sum hinna dekkjanna. Í Falken dekkinu sátu margir naglar skakkir í bananum en það var verst hjá Maxxis þar sem vantaði 3 nagla í dekk við afhendingu frá verksmiðju. Áður en formleg rannsókn á eiginleikum hófst voru öll nagladekkin tilkeyrð alls 500 kílómetra á vegi. Eftir tilkeyrsluna höfðu Maxxis naglarnir færst mest úr lagi og skögun þeirra aukist um 0,2 mm og hélt áfram að aukast eftir því sem prófuninni vatt fram. Falken dekkið missti nokkra nagla eftir tilkeyrsluna en það átti bara eftir að versna. Þegar öllum prófunarþáttum var lokið voru aðeins 49 naglar eftir í einu Falken framdekkinu og 64 naglar í hinu. Svona brottfall nagla hefur ekki sést í dekkjakönnun árum saman.

Hvað ef bíllinn þinn er ekki

jepplingur?

Prófunarniðurstöðurnar gilda einvörðungu um þennan flokk fjórhjóladrifinna jepplinga. En jafnframt má draga ályktanir um að eiginleikar einstakra tegunda nái líka til annarra dekkjastærða af sömu tegund og gerð.

49 FÍB-blaðið
Myndir: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM

Svona eiga dekk að vera

Akstursprófanirnar hófust á lokuðum tilraunabrautum fyrir utan Älvsbyn í Norðurbotni nyrst í Svíþjóð. Ekið var á hlykkjóttum akstursbrautum bæði í snjó og á hálum ís. Markmiðið var að þrautreyna beygjugripið og finna aksturseiginleika dekkjanna í vetrarfæri og hvar skrikmörk þeirra eru og hvernig þau hegða þér eftir að þeim er náð.

Öruggt og gott vetrardekk á að missa veggripið stig af stigi en ekki skyndilega. Það á að gera ökumanni viðvart þegar það byrjar að missa gripið og vera stjórnhæft og viðráðanlegt í akstrinum þótt gripið hafi minnkað

Hröðunargrip og hemlunarvegalengdir á snjó og is var hvortveggja prófað í háþróaðri innanhúsbraut í Piteå sem er einnig í Norðurbotni. Þar eru aðstæður stöðugarog ekki háðar duttlungum veðráttunnar (minnir á Ísland). Þetta stóð yfir í þrjá daga með endurteknum prófunum við fullkomnar aðstæður.

Síðustu prófanirnar voru í maí í ár á malbikuðum brautum fyrir utan Tampere í Finnlandi. Auk þess að mæla þar hemlunarvegalengdir á votu og þurru malbiki og meta aksturseiginleika voru einnig kannaðir eiginleikar eins og veggnýr dekkjanna, mótstaða í akstri (orkueyðsla) og flotun í mikilli bleytu (vatnsplönun).

Fylgjum ráði Ellu

Samandregnar lokaniðurstöður allra 14 prófunarþáttanna á ferns-konar vegyfirborði urðu mjög áþekkar hjá fjórum dekkjanna.

Efst og með nákvæmlega sömu samnlögðu stigatölu urðu Michelin X-ICE NORTH 4 SUV og Nokian HAKKAPELITTA 10 SUV. Goodyear ULTRA – GRIP ICE ARTIC 2 og Pirelli SCORPION ICE ZERO 2 komu í humátt á eftir.

Falken dekkið var fellt út úr könnuninni vegna naglatapsins en hefði annars endað í fimmta sæti. Tævanski framleiðandinn Maxxis kom á óvart í sumardekkjaprófununum en Maxxis vetrardekkin komu illa út í rannsókninni í ár.

En þótt dekk séu með áþekkar stigatölur getur verið mikill munur á sérkennum hvers og eins og upplifunin misjöfn.

Hvað það er sem þú ættir að fá þér? Það ræðst fyrst og fremst af því hvað þig vantar miðað við þínar aðstæður og þarfir. Lestu því könnunina vel og öll smáatriðin í textunum og töflunum í könnuninni áður en þú ákveður þig.

Það er nákvæmlega það sem Ella Fitzgerald ráðlagði: „It ain´t what you do, it´s the way you do it,” og síðan í viðlaginu; - „And that´s what gets results.” Með því náum við ásættanlegri niðurstöðu og aukum öryggi í umferðinni.

SVONA REIKNAST STIGIN

Í öllum prófunarþáttum eru gefin 1 til 5 stig.

5=Ágætt - 4=Gott - 3=Sæmilegt 2=Slakt 1=Lélegt.

Einkunnagjöfin er gefin út frá fráviki einstakra dekkja frá meðalgildi allra dekkjanna í sérhverjum prófunarþáttanna og hæstu einkunn í hverjum þeirra. Í mati á aksturseiginleikum og veggný dekkjanna er bæði stuðst við mælingar en einnig við persónulegt mat tilraunaökumannanna.

Sumir prófunarþættir teljast mikilvægari en aðrir út frá öryggissjónarmiðum. Því vega einkunnirnar tvöfalt eða þrefalt þyngra í þeim, t.d. fyrir akstur í snjó og á ís. Þar er hæsta mögulega einkunn 15 stig.

Með þessu móti fæst raunsannari samanburður milli dekkjanna á því hve misörugg þau geta verið í vetraraðstæðum og miklu misjafnari en í akstri á auðum vegum.

Við mælum sérstaklega með því að fólk einblíni ekki bara á heildareinkunnina heldur gaumgæfi hvernig þau koma út í þeim aðstæðum sem algengastar eru í helsta akstursumhverfi hvers og eins að vetrarlagi. Sá sem að mestu ekur um heiðar og fjöll á norðanverðu landinu þarfnast vetrarhjólbarða með talsvert aðra eiginleika en sá sem nánast eingöngu er á ferðinni um höfuðborgarsvæðið, svo dæmi sé tekið.

50

Aksturseiginleikar

Aksturseiginleikar og veggrip í akstri er metið með tímatökum á þar til gerðum brautum sem eru ýmist ísilagðar, snæviþaktar, eða auðar og þá bæði þurrar og votar. Í prófununum eru bílunum ekið til skiptis og markmiðið að ná sem stystum brautartíma þannig að ökulagið er hranalegt og samsett úr hröðun, hemlun og hröðum akstri í beygjum. Út frá meðaltali brautartíma allra ökumanna eru lokaeinkunnir reiknaðar.

Hröðun

Grip dekkjanna á ís og í snjó er mælt með því að ná upp mestri mögulegri hröðun bílsins. Tími hröðunarinnar á tilteknu hraðabili er síðan mældur. Á ís er hraðabilið 5-20 km/klst. Í snjó er það 5-35 km/klst. Þetta er margendurtekið yfir nokkurra daga tímabil, bæði utan- og innanhúss.

Hemlun

Hemlunarvegalengdir eru mældar í snjó, votu og þurru malbiki. Hvert hemlunarpróf er margendurtekið, 15-20 sinnum, við mismunandi hitastig yfir nokkurra daga tímabil. Á ís er hemlað frá 20 km niður í 5 km. Í snjó er hemlað frá 35 km hraða niður í 5 km. Á voru og þurru malmbiki er hemlað af 80 km hraða niður í 5 km. Hemlunarprófanir á snjó og ís fara fram bæði utan- og innanhús við mismunandi hita- og rakastig sem þar má stjórna og þannig lágmarka áhrif veðurs á niðustöðu.

Veggnýr

Ökumenn mæla og meta veggný hjólbarðanna eftir akstur á grófu vegyfirborði. Þeir meta veggnýinn, bæði sem ökumenn og farþegar í aftursæti. Niðurstaðan er meðaltal mælinga og einkunna bílstjóranna. Þetta er blindpróf.

Rásfestan

Rásfestan er metin með akstri í snjó eða á ísilögðu vegyfirborði með skröpuðum rásum. Þrír ökumenn meta hver í sínu lagi rásfestuna í þessum aðstæðum og einkunnin meðaltal af mati þeirra. Þetta er blindpróf. Ökumenn sem annast prófunina vita ekki hvaða dekkjategund er undir hverju sinni.

Aksturstilfinning

Ökumenn gefa hverri dekkjategund persónulega einkunn fyrir það hversu stöðugt og öruggt þeim finnst það í akstri. Það skiptir máli hvernig þeim fannst dekkið hegða sér í mismunandi akstursaðstæðum. Þetta er blindpróf sem þýðir að prófunarökumennirnir vita aldrei hvaða tegund er undir bílnum á hverjum tíma.

51 FÍB-blaðið
Mynd: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM

1-2

1-2

MICHELIN X-ICE NORTH 4 SUV

Fjöldi nagla: 280

Hörkustig (Slitflötur): 56

Hraða- og burðarþol: 104T

Framleiðsludags: Vika 40 2021

Framleiðsluland: Pólland

Söluaðili: N1 / Costco

Verð per. dekk: 54.990 / 50.099 kr.

XiN4 hefur ávallt skipað sér í flokk með bestu dekkjum og er raunin sú sama í flokki jepplingadekkja þar sem dekkið deilir fyrsta sæti með Nokian. Dekkið hefur fjölda smárra nagla sem veita gott grip í vetrarfærð og þá sérstaklega við hliðarskrið. Tilhneiging til undirstýringar getur orðið leiðigjörn, sérstaklega á bílum með lítið dobblað stýri og á þetta jafnt við í snjó- og malbiksakstri. Þegar kemur að akstri á blautu malbiki dregur úr gripi og fer það á flot full snemma. Michelin XiN4 er einstaklega gott dekk fyrir akstur í snjó og ís, um leið og það skilar þægilegum akstri. Dekkið er það lágværasta í flokki nagladekkja þrátt fyrir að hafa flesta nagla af þeim dekkjum sem voru prófuð. Einnig býður dekkið upp á mikinn stöðugleika í beinum akstri og sýnir gott viðbragð upp í stýri. Lægst viðnám í prófunum gerir þetta dekk sérstaklega áhugaverðan kost fyrir rafbílaeigendur.

Kostir: Grip í ís og snjó, viðbragð á þurru yfirborði, lágur veggnýr og viðnám.

Ókostir: Grip á blautu yfirborði, flot, hliðargrip í kröppum beygjum.

Fjöldi nagla: 214

Hörkustig (Slitflötur): 54

Hraða- og burðarþol: 104T

Framleiðsludags: Vika 48 2021

Framleiðsluland: Rússland

Söluaðili: MAX1

Verð per. dekk: 61.990 kr.

Í ár deilir Nokian fyrsta sætinu með Michelin. Venju samkvæmt skorar Nokian best við akstur á ís og snjó og fær það bestu einkun könnunarinnar þegar kemur að kröppum beygjum. Dekkið gefur góða tilfinningu og bregst hratt við í snjóakstri en hefur tilhneigingu til yfirstýringar þegar álagið fer að aukast. Í svigakstri á malbiki stendur dekkið sig með prýði, með góða svörun í stýri. Á hinn bóginn skilar dekkið takmarkaðri tilfinningu fyrir akstri og umtalsverðum veggný. Einnig er flothraði ekki sá besti. Hakkapeliitta 10 er góður kostur fyrir þá sem leita eftir góðu dekki til vetraraksturs ásamt stöðugleika í beygjum.

Kostir: Gott grip við vetraraðstæður, gott grip í beygjum við allar aðstæður.

Ókostir: Flot, hemlun á blautum vegi, veggnýr.

Fjöldi nagla: 2220

Hörkustig (Slitflötur): 61

Hraða- og burðarþol: 104T

Framleiðsludags: Vika 43 2021

Framleiðsluland: Pólland

Söluaðili: Klettur

Verð per. dekk: 59.990 kr.

Önnur kynslóð af Ice Arctic frá ameríska framleiðandanum Goodyear sýnir enn fram á sama góða vetrargripið sem tryggði dekkinu fyrsta sæti í fyrra. Dekkið heldur fyrsta sæti í ár þegar kemur að hemlun og upptaki í snjó og á ís. Hins vegar er dekkið ekki að ná bestu niðurstöðum þegar kemur að beygjum hvorki í snjó, ís eða blautu og þurru malbiki. Grip í hliðarskriði er ekki á pari við bestu dekkin og þá getur verið erfitt að fá tilfinningu fyrir dekkinu og staðsetja það á vegi en þó ekki svo mikið að það valdi ökumanni óþægindum. Viðnám er það mesta af öllum prufudekkjunum. Þetta er gott dekk fyrir þá sem leita að styðstu bremsuvegalengd í snjó án þess að gera alltof miklar kröfur til grips í beygjum.

Kostir: Stutt bremsuvegalengd og gott grip í snjó og ís akstri.

Ókostir: Ónákvæmni í svig akstri og hátt viðnám.

Fjöldi nagla: 196

Hörkustig (Slitflötur): 58

Hraða- og burðarþol: 104 H

Framleiðsludags: Vika 48 2021

Framleiðsluland: Rússland

Söluaðili: Nesdekk

Verð per. dekk: 53.992 kr.

Scorpion-línan frá Pirelli stendur fyrir jepplingadekk og að venju skorar Ice Zero 2 allra dekkja best á malbiki. Þetta dekk kemst allra næst því að bjóða upp á sömu aksturtilfinningu og hægt er að fá úr sumardekkjum. Um leið er dekkið með hæsta uppgefna hámarkshraða og einnig með mesta veggný allra dekkja í könnuninni. Pirelli gefur mikla aksturánægju með náttúrulegu og kviku viðbragði í stýri. Frábært grip er í beygjum undir álagi og stutt bremsuvegalengd er jafnt á blautu sem þurru malbiki. Í snjó og ís akstri dregst dekkið aðeins aftur úr þeim bestu en jafnvel í þessum aðstæðum aðgreinir það sig frá öðrum hvað varðar akstursánægju, auðvelt er að stýra því og er viðbragð gott. IZ2 er því frábært dekk fyrir þá sem vilja hafa ánægju af akstrinum og eru tilbúnir að draga úr kröfum varðandi grip í snjó og ís.

Kostir: Grip á malbiki, stöðugleiki og góð tilfinning við allar aðstæður.

Ókostir: Miðlungs grip í snjó, tilhneiging til að fljóta.

52 FÍB-blaðið Nagladekk
NOKIAN HAKKAPELIITTA 10 SUV GOODYEAR ULTRAGRIP ICE ARCTIC 2
3
PIRELLI SCORPION ICE ZERO 2
4
82 STIG 80 STIG 79 STIG
82 STIG

Fjöldi nagla: 200

Hörkustig (Slitflötur): 60

Hraða- og burðarþol: 104 H

Framleiðsludags: Vika 4 2021

Framleiðsluland: Rússland

Söluaðili: BJB

Verð per. dekk: 54.905 kr.

Continental hittir ekki alveg í mark með Icecontact 3 vetrardekkinu þar sem grip er í meðallagi í samanburði við bestu dekkin en er þó á svipuðum stað í verði. Verst kemur dekkið út við akstur á ís sem er einn af mikilvægustu eiginleikum nagladekkja. Hins vegar er ökumaður vel meðvitaður um hvenær grip dekkjanna er komið að þolmörkum, sem gerir dekkið fyrirsjáanlegt og öruggt í akstri sérstaklega í beygjum með smávægilegri undirstýringu.

Jákvæðu eiginleikarnir liggja sérstaklega í hæfni til að takast á við vatnsakstur og hefur dekkið hátt flotþol. Þá er eru dekkin hljóðlát miðað við nagladekk. Naglarnir eru steyptir í dekkið og héldust þeir vel á sínum stað allar prófanirnar. Allt í allt skila niðurstöðurnar dekkinu aðeins sjötta sætinu að þessu sinni.

Kostir: Flot, veggnýr og auðkeyrt undir álagi. Ókostir: Grip á ís, ívið löng hemlun á ís.

NORDMAN 8 SUV

Fjöldi nagla: 178

Hörkustig (Slitflötur): 60

Hraða- og burðarþol: 104 H

Framleiðsludags: Vika 46 2021

Framleiðsluland: Rússland

Söluaðili: MAX1

Verð per. dekk: 41.690 kr.

54

Nordman er ódýrara undirmerki Nokian. Að öllu jöfnu byggir Nordman á eldri hönnun Nokian dekkjanna og er því byggt upp að miklu leyti á Nokian Hakkapeliitta 8 sem kom út fyrir tveimur árum. Meginmunurinn á milli dekkjanna er að Nordman hefur aðra og stífari gúmmíblöndu.

Gripið í þessum dekkjum er allt annað en það sem Hakkapeliitta bauð upp á fyrir tveimur árum og fær dekkið frekar slaka einkunn í nær öllum þáttum. Verst stendur það sig á þurrum vegi og einnig er veggnýr of mikill. Þá er dekkið ekki nógu stöðugt og viðnám það hæsta af öllum dekkjunum.

Kostir: Fyrirsjáanlegt, jafnt tap á veggripi. Ókostir: Grip í snjó og ís. Meðal og slakur árangur við allar aðstæður.

Fjöldi nagla: 125

Hörkustig (Slitflötur): 63 Hraða- og burðarþol: 104 H

Framleiðsludags: Vika 21 2021

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: VIP Dekk

Verð per. dekk: 36.991 kr.

48 STIG

Taívanska dekkið Maxxis hefur skapað sér gott orð þegar kemur að sumardekkjum. Nagladekk félagsins, Premitra, sýnir hins vegar að enn vantar þó nokkuð upp á til að komast í flokk bestu vetrardekkjanna. Eftir að búið var að keyra dekkin til fyrir prófanirnar höfðu naglarnir í Premitra sköguðu lengst fram en þrátt fyrir það var dekkið töluvert slakara en efstu dekkin við akstur á ís. Þá var gripið í snjó óvenju lélegt. Á hinn bóginn voru niðurstöðurnar jákvæðari við akstur á malbiki með stutta bremsuvegalengd, stöðugleika og bestu einkunn þegar kom að floti. Að því sögðu lendir dekkið í neðsta sæti með ágæta eiginleika á auðum vegi og þokkalegt grip í vetraraðstæðum.

Kostir: Hemlun í þurru, hæðsta flot hraða. Ókostir: Slakt grip á ís og í snjó, veggnýr.

Fjöldi nagla: 200

Hörkustig (Slitflötur): 51

Hraða- og burðarþol: 104 T

Framleiðsludags: Vika 51 2021

Framleiðsluland: Tyrkland

Söluaðili: Verð per. dekk:

Nýliði ársins í nagladekkjum er Winterpeak F-Ice 1 frá Falken. Dekkið hefur mýkstu gúmmíblönduna af öllum dekkjunum sem voru prófuð en það leiðir til að dekkið er auðkeyrt, fyrirsjáanlegt undir álagi og stöðugt við akstur á ís og í snjó.

Því miður er gripið á ís ekki það besta en bætir upp fyrir það þegar kemur að akstri á blautu yfirborði þar sem það stendur sig best. Dekkið fær góða niðurstöðu í flotprófunum og hemlunarvegalengdin er með þeim styðstu, jafnt á blautu sem þurru. Við malbiksakstur undir álagi lætur dekkið undan og erfitt getur verið að staðsetja bílinn. Í rólegri akstri er tilfinning upp í stýri góð.

Með tillit til einkunnar hafnar dekkið í fimmta sæti en það hefur aldrei áður gerst að dekk hafi á svo skömmum tíma tapað svo mörgum nöglum. Með það til hliðsjónar var dekkið dæmt úr leik.

Kostir: Stutt hemlun á malbiki, hár flothraði. Ókostir: Slakt grip á ís, veggnýr, lausir naglar.

53 FÍB-blaðið CONTINENTAL ICECONTACT
5
3
66 STIG
6
STIG
7
MAXXIS PREMITRA ICE NORD 5 SUV FALKEN WINTERPEAK F-ICE 1
8
Nagladekk 71 STIG
54 FÍB-blaðið Stig alls Michelin Nokian Goodyear Pirelli Falken Continental Nordman Maxxis Hröðun á ís 5 5 5 5 4 2 2 4 1 Hemlað á ís 15 12 15 15 9 6 6 12 3 Akstur á ís 15 15 15 12 12 12 8 6 6 Stig á ís 35 32 35 32 25 20 17 22 10 Hröðun í snjó 5 5 4 5 4 5 4 4 1 Hemlun í snjó 10 10 10 10 8 8 8 6 2 Akstur í snjó 10 10 10 6 8 6 8 4 2 Stig í snjó 25 25 24 21 20 19 20 14 5 Hemlað í vætu 10 2 4 8 10 10 8 4 10 Ekið í vætu 5 2 4 3 5 4 4 2 5 Uppflot 5 24 2 3 3 5 4 3 5 Stig í bleytu 20 6 10 14 18 19 16 9 20 Hemlað á þurru 5 4 4 4 5 4 3 3 5 Akstur á þurru 5 5 3 3 5 4 3 2 4 Stig á þurru 10 9 7 7 10 8 6 5 9 Orkueyðsla / viðnám 5 5 4 3 3 3 3 3 3 Veggnýr 5 5 2 3 3 2 4 1 1 Stig alls 100 82 82 80 79 71 66 54 48 Sæti 1-2 1-2 3 4 5 6 7 8 Nagladekk Mynd: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM

HRÖÐUN Á ÍS

Hröðun frá 5 - 15 km/h mælt í sekúndum

HEMLUN Á ÍS

ABS hemlun úr 25 - 5 km/h mælt í metrum

AKSTUR Á ÍS

Brautarakstur mælt í sekúndum

2,34 Goodeyar 11,14 Nokian 42,49 Nokian 2,36 Nokian 11,62 Michelin 43,01

Goodyear

Michelin 2,39 Michelin 12,68 Goodyear 44,39 Nordman 2,47 Nordman 12,74 Falken 44,82 Pirelli 2,56 Pirelli 13,94 Pirelli 45,05 Continental 2,79 Falken 14,23 Continental 45,53 Falken 2,89 Continental 14,40 Nordamn 46,31 Maxxis 3,05 Maxxis 16,51 Maxxis 46,93

Hröðun frá 5 til 15 km/klst. Meðaltal úr tveimur aksturslotum og 12 hröðunum á hvert dekk. Best er gripið hjá þríeykinu Goodyear, Nokian og Michelin. Hins vegar áttu Continental og Falken í vandræðum með að ná gripi og sérstaklega Maxxis dekkið þrátt fyrir að hafa grófustu naglana.

ABS hemlun frá 25 til 5 km/klst. Meðaltal 24 hemlana í tveimur lotum. Goodyear sýnir aftur fram á sérstöðu hvað varðar stutta bremsuvegalengd. Nokian kemur einnig sterkt inn á meðan Continental eru vonbrigði. Maxxis fær falleinkun með tæplega 50% lengri hemlun en Goodyear.

Eknir eru þrír hringir í tveimur umferðum. Nokian hefur besta hliðargripið og heldur stöðugleika í gegnum beygjur. Gripið á Michelin dekkinu er einnig mjög gott en veldur undirstýringu og veldur kröppum beygjum ekki jafn vel. Falken dekkið er auðvelt í akstri og stöðugum afturenda á meðan Pirelli er kvikt með hint af yfirstýringu. Nordman hefur óvenju lélegt grip í beygjum.

HRÖÐUN Í SNJÓ

HEMLUN Í SNJÓ

AKSTUR Í SNJÓ

Michelin 5,41 Michelin 11,09 Nokian 76,59 Falken 5,47 Nokian 11,15 Michelin 80,43 Goodyear 5,50 Goodyear 11,31 Continental 80,51 Pirelli 5,58 Falken 11,44 Pirelli 80,56 Continental 5,62 Continental 11,73 Goodyear 81,01 Nokian 5,63 Pirelli 11,73 Falken 81,58 Nordaman 5,69 Nordman 11,99 Nordman 83,07 Maxxis 6,31 Maxxis 12,90 Maxxis 84,15

Hröðun 5-25 km/klst. Meðaltal 12 tilrauna í þremur lotum. Hröðunin er mjög svipuð á öllum dekkjunum að Maxxis undanskildu sem átti erfitt með að ná gripi og komast af stað.

ABS hemlun frá 35 til 5 km/klst. Meðaltal 12 tilrauna. Michelin stendur sig best og Nokian og Goodyear standa sig einnig vel. Þá sjáum við aftur Maxxis dekkið erfiða og tekur það auka meter til að stoppa úr 35 kílómetra hraða.

Meðaltími sex umferða um akstursbraut í tveimur lotum. Eins og í ís akstri þá standa Nokian og Michelin sig best hvað varðar grip í beygjum. Nokian er líklegast til að taka stjórnina af ökumanni. Continental og Nordman dekkin eru auðkeyrð með góða tilfinningu upp í stýri. En Nordman á erfitt með halda gripi í beygjum.

HEMLUN Í BLEYTU

Hemlun úr 80 - 5 km/h mælt í metrum

HEMLUN Í ÞURRU FLOT

Hemlun úr 80 - 5 km/h mælt í metrum Mældur km. hraði við flot

Falken 36,41 Maxxis 33,98 Maxxis 59,5 Pirelli 36,44 Pirelli 34,44 Falken 59,2 Maxxis 36,59 Falken 35,42 Continental 58,7 Continental 37,32 Nokian 35,98 Goodyear 55,7 Goodyear 37,99 Michelin 36,08 Nordman 55,5 Nokian 39,22 Goodyear 36,36 Pirelli 55,1 Nordman 39,51 Continental 36,71 Nokian 54,6 Michelin 40,66 Nordman 36,87 Michelin 53,9

Hemlað frá 80-5 km/klst. Þrjú dekk skara framúr hvað varðar hemlun og situr Falken þar á toppnum. Michelin átti í mestu vandræðum með að stoppa og fór rúmlega meter lengra en dekkið sem var í næstsíðasta sæti. Þá var Nokian dekkið heldur ekki að ná góðum niðurstöðum í þriðja neðsta sæti.

Hemlað frá 80-5 km/klst. Það er heldur jafnari niðurstöður á þurru en í blautu. Eins og á blautu malbiki þá standa Maxxis og Pirelli sig mjög vel. Nokian og Michelin gengur betur en á blauta yfirborðinu. Í neðsta sæti er Nordman sem var hvað lengst að stöðva bílinn.

Hér er sýndur hraðinn þegar dekk flýtur upp (planar) í 11 mm djúpu vatni. Þetta er gert við hröðun og kannað er á hvaða hraða það er þegar það missir veggripið og byrjar að spóla og snúast 15 prósent hraðar en það ætti að gera miðað við hraða bílsins. Maxxis og Falken standa sig best og Continental kemur þar stutt á eftir. Verst stóðu Nokian og Michelin dekkin sig.

55 FÍB-blaðið
ABS hemlun úr 35 - 5 km/h mælt sekúndum
Brautarakstur mælt í sekúndum Hröðun frá 5 - 25 km/h mælt í sekúndum
56 FÍB-blaðið Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Verslaðu dekkin í nýrri vefverslun á BJB.is WinterContact CrossContact LX Sport IceContact 3 VanContact Ice VanContact Viking VikingContact 7 Sigurvegari FÍB könnunarinnar 2018, 2019, 2020, 2021 Altimax AS365 Grabber APT Grabber AT3 Grabber ATX Grabber X3 Snow Grabber Plus Nordfrost Van 2 SoftFrost 200 Nordfrost 200 Alnac 4G Allseason Alnac 4G Winter Aspire XP Winter Quatrac Pro Wintrac Ice NÚ ER TÍMINN FYRIR GÆÐADEKK FÓLSKBÍLADEKK, JEPPADEKK, SENDIBÍLADEKK, FJÓRHJÓLADEKK, LYFTARADEKK Vefverslun
57 FÍB-blaðið FINNDU DEKKIN ÞÍN Á MAX1.IS KEYRÐU Á VETRARÖRYGGI! - KAUPTU NOKIAN GÆÐADEKK Hakkapeliitta R5 og R5 SUV Harðkornadekk fyrir fólksbíla og jeppa. Hakkapeliitta LT3 Negld eða ónegld jeppadekk. Cargo Hakkapeliitta CR4 Vetrardekk fyrir sendibíla. Sendum um allt land 1.500 kr. fyrir fólksbíla 2.500 kr. fyrir stór jeppadekk 30"+ (verð per dekk) Hakkapeliitta 10 Nagladekk fyrir fólksbíla. MAX1.IS Opnunartími: Virka daga kl. 8-17 og laugardaga sjá MAX1.IS Bíldshöfða 5a 110 Reykjavík | Jafnaseli 6 109 Reykjavík | Dalshrauni 5 220 Hafnarfirði | S. 515 7190 10% afsláttur af dekkjum fyrir FÍB félaga

VETRARDEKKJAKÖNNUN - ÓNEGLD DEKK

Ónegld nýjung nær toppsæti

Það er nýtt vetrardekk sem varð efst að stigum af átta ónegldum vetrardekkjum. Dekkin sem prófuð voru eru af stærðinni 235/55 R18 og ætluð fyrir meðalstóra jepplinga. Að vissu leyti voru tvær dekkategundir sigurvegarar könnuninni en með mjög ólíka eiginleika.

Að prófa vetrardekk sómasamlega þannig að mark sé takandi á niðurstöðunum er bæði flókið og dýrt, en mjög mikilvægt. Árlegar dekkjaprófanir norska bifreiðaeigendafélagsins NAF, sem birtast í FÍB blaðinu, sem og sömu kannanir annarra bifreiðaeigendafélaga eru meðal mikilvægustu neytendakannana sem gerðar eru. Með niðurstöður þeirra handbærar geta neytendur kannað hvað er í boði á heimamarkaðinum og valið þá hjólbarða sem best henta þeirra eigin aðstæðum.

Hvort er betra dekk; Falken eða Kumho? Hversu mikill munur er á Nokian og Mazzini? Er Michelin skemmtilegra í akstri en Goodyear?

Spurningum af þessu tagi er ómögulegt að fá svör að einhverju viti við nema að rýna í vandaða gæðakönnun.

Að þessu sinni er áherslan á þau dekk sem hæfa þeim bílum sem flestir aka, en það eru jepplingar og flestir meðalstórir og stærri rafbílar. Sú stærð dekkja sem hér er til rannsóknar passar undir langflesta þessara bíla og þeim fer hlutfallslega ört fjölgandi. Hér er um að ræða dekkjastærðina 235/55 R18 og dekkin voru prófuð undir Volvo XC40.

Falskt öryggi

Þau dekk sem ætluð eru undir hábyggða og þunga bíla verða að vera þannig gerð að þau ráði við verkefnið, Ekki bara þarf burðarnetið inni í hliðum og bana dekkjanna að vera sterkara en í dekkjum fyrir minni og léttari bíla sem algengastir voru fyrrum, heldur þarf gúmmíblandan sjálf að vera harðari.

Undirbúningur þessarar vetrardekkjakönnunar hófst strax í nóvember í fyrra. Síðan er byrjað á að tilkeyra öll þau dekk sem prófa átti.

Ónegldu dekkin voru tilkeyrð alls 300 kílómetra.

Prófanirnar hófust um miðjan vetur. Aksturs-, hemla- og hröðunarprófin fóru fram á afgirtum akstursbrautum í Vistheden nærri Ålvsbyen í Norður Svíþjóð. Prófað var í eina viku í miklum vetrarkulda. Í könnun liðins árs kom fram hve ónegldu dekkin höfðu gott grip þá. Í ár var það síðra og ísakstur á þeim ónegldu var heldur vandasamari en þá. Ónegld dekk skrika meir og eru lengur að endurheimta ísgripið og dekkin nú reyndust skrikgjarnari en í fyrra, enda uppbyggð til að þola meiri þyngd, sem fyrr segir. Þetta kom ekki síst í ljós í beygjum í akstri á ís á jepplingunum sem sjálfir eru stórir og þungir auk þess sem dekkin eru umtalsvert stinnari. Þegar þungir bílarnir misstu veggripið og skrensuðu reyndist það erfiðara að endurheimta valdið yfir bílunum en áður. Þetta er mikilvægt að ökumenn við stýrið á stórum, „öruggum” fjórhjóladrifnum jepplingi eða jeppa hafi í huga. Sú „öryggistilfinning” sem margir finna undir stýri á stóra jeppanum sínum er kannski ekki alltaf raunsönn.

Allt í rusli

Við völdum fjórhjóladrifna bíla til prófunarinnar ekki síst til að sýna fram á að nýjustu aldrifskerfi geti náð sneggstu upphafshröðun í hálku jafnvel á ódýrustu dekkjunum. En ekki er allt alveg eins og sýnist og hvað ef elgur eða hreindýr stekkur inn á veginn og nauðhemlun er óhjákvæmileg?

Gagnstætt því sem talið var fyrir fram þá reyndist hröðunin alls ekki svo snögg á gripminnstu dekkjunum. Það var eins og fjórhjóladrifskerfi bílanna og spólvörnin þvert á móti afhjúpaði hversu grip sumra dekkjanna reyndist veikt. Þau gripbestu þeystu af stað meðan spólvörnin virtist ekki vita hvernig hún ætti að bregðast við dekkjunum með slakasta gripið.

Því miður verður því að skrifa mjög ólíkar og ónákvæmar mælinganiðurstöður og stór frávik á reikning hinnar sjálfvirku og sjálfmetandi tölvustýrðu spólvarnar bílanna. Niðurstöðurnar eru varla marktækar nema að litlu leyti og fátt annað að gera en kasta þessu í ruslið.

Allt slétt og fellt

En sem betur fer fengust nokkrir dagar í Arctic Falls sem er stór innanhússaðstaða til hálku- og hemlunarprófana skammt frá Piteå í Svíþjóð, mánuði seinna. Þar er 400 metra löng braut með snjó, ís og hálku allt árið um kring.

Rannsakendur leigðu þar tvo XC40 framhjóladrifna Volvo bíla og endurtóku svo allar hröðunar- og hemlunarprófanir í tilbúinni hálku og vetrarfæri. Hvert próf var marg endurtekið og niðurstöður því meðaltal allra prófananna.

Út úr þessu prófunum í inniaðstöðunni þar sem stjórna mátti hverju smáatriði, fengust loks þær góðu og raunsönnu niðurstöður sem sóst var eftir. Í maíbyrjun var verkefnið klárað með aksturs- og hemlunarprófunum á þurrum og blautum malbikuðum brautum við Tampere í Finnlandi. Þá var einungis eftir að taka saman og uppreikna niðurstöður úr öllum 14 prófunarþáttunum og búa svo niðurstöðurnar til prentunar og útgáfu.

Engin allsherjarlausn

Það finnst engin allsherjarlausn í því að búa til dekk undir bíla og rétt að minna á að hið fullkomna bíldekk er ekki til og verður það tæpast nokkurn tíma.

Hjá Nokian, Falken og Michelin er við hönnun lögð aðaláherslan á gott grip í vetrarfæri meðan Goodyear og Kumho leggja mest upp úr góðum eiginleikum á auðum vegum, þurrum sem blautum. Continental fetar meðalveginn og vill vera jafnhæft á „hvítum” og „svörtum” vegum án þess vera best á báðum.

Það er óþarfi að einblína á heildareinkunnagjöfina eina og sér. Skoða þarf einstaka prófunarþætti og finna frekar út hvert dekkjanna hæfir best þínum þörfum og þínum aðstæðum. Hvaða væntingar þarf dekkið að uppfylla? Á hverskonar vegyfirborði ekur þú mest og hvaða dekk gæti reynst þér best þar?

Þetta er ekki síst mikilvægt að gera ef bíllinn er stór, þungur og hábyggður, ekki ósvipaður prófunarbílunum í þessari könnun.

Svona er prófað

Akstur í snjó og ís fór fram á fjórhjóladrifnum Volvo XC40 í Älvsbyn í Norður Svíþjóð í öndverðum febrúarmánuði sl. Bæði ABS hemlar og spólvörn voru virk og bæði spólvörn og skrikvörn voru á sportstillingu í því skyni að heimila lítils háttar spól og skrens til að kalla betur fram eiginleika dekkjanna og að gera aksturinn meira ,,fljótandi.”

Hemlunar- og hröðunarprófin voru gerð á framhjóladrifnum Volvo XC40 bílum innandyra í Arctic Falls rannsóknastöðinni við Piteå í Svíþjóð. Mælingar hófust við 5 km hraða og enduðu sömuleiðis á 5 km hraða í stað þess að byrja og enda í kyrrstöðu. Þetta var gert til að forðast villumælingar af völdum tölvustýringa bílsins sjálfs (ABS/ skrensvörn).

Mælingar á þurru og votu malbiki fóru fram í Tampere í Finnlandi í maíbyrjun á VolvoXC40 sem prófunarbíl. Orkunotkunin var mæld á hringleið á jöfnum hraða; 80 km/klst. á VW Tiugan 2,0 TDI.

Niðurstöður allra mælinga eru bornar saman við viðmiðunardekk sem ekki er með í sjálfri prófuninni en er notað til að meta hvort og hvernig grip dekkjanna breytist í notkun.

59 FÍB-blaðið

1NOKIAN HAKKAPELIITTA R5 SUV

Hraða- og burðarþol: 104 T

Hörkustig (Slitflötur): 55

Framleiðsludags: Vika 2, 2021

Framleiðsluland: Finnland

Söluaðili: MAX1

Verð á eitt dekk: 60.007 kr.

Stærstu breytingar ársins í flokki ónegldra dekkja er nýja Hakkapeliitta R5 dekkið frá Nokian sem leysir eldri týpuna R3 af hólmi. Dekkið setur ný viðmið þegar kemur að vetrargripi slíkra dekkja. Nokian skorar hæstu stig jafnt í snjó og ís. Mesta athygli vekur hversu gott grip dekkið hefur í beygjum og stendur ekkert naglalaust dekk sig jafn vel á því sviði, þrátt fyrir að vera komið út fyrir þolmörk lætur dekkið enn vel að stjórn. Búið er að bæta eiginleika á þurrum vegi og þá sérstaklega þegar kemur að veggný sem gat verið þreytandi á eldri útgáfunni. Stýring er orðin kvikari og í svigakstri lætur dekkið sérstaklega vel að stjórn. Einnig er viðnámið með því lægsta í samanburði við hin vetrardekkin. Neikvæðu hliðarnar koma fram við hemlun á blautu malbiki og lágur flothraði. Allt í allt hlýtur Hakkapellitta R5 flest stig og hafnar í fyrsta sæti. Kostir: Gott grip á ís, aksturstilfinning við allar aðstæður, lágt viðnám. Ókostir: Hemlun á blautu yfirborði, lágur flothraði.

2

Hraða- og burðarþol: 104 T

Hörkustig (Slitflötur): 58

Framleiðsludags: Vika 41, 2021

Framleiðsluland: Pólland

Söluaðili: Klettur

Verð á eitt dekk: 56.990 kr.

Ultragrip Ice 2 er einna hentugast fyrir þá sem aka mest á auðum vegi. Yfirburða eiginleikar við akstur á blautu malbiki þar sem naglalausudekkin eiga erfitt uppdráttar. Dekkið stendur sig einnig vel í vatni með háan flothraða, gott grip í beygjum og stystu bremsuvegalengd á blautum vegi. Að auki gefur dekkið einna besta tilfinningu upp í stýri og stöðugleika á þurrum vegi. Hljóðvistin er líka sú besta í prófununnum.

Þrátt fyrir að ná svo góðum árangri í malbiksakstri gefur Ultragrip ekkert eftir við vetraraðstæður og er á pari við bestu dekkin. Veikleikarnir koma helst fram í beygjum í snjó og ís og skortur verður á gripi án mikils fyrirvara.

Kostir: Besta naglalausadekkið á malbiki, lágur veggnýr.

Ókostir: Slakt grip í beygjum á ís og í snjó.

4

Hraða- og burðarþol: 104 T Hörkustig (Slitflötur): 60

Framleiðsludags: Vika 46, 2021

Framleiðsluland: Slóvakía

Söluaðili: BJB

Verð á eitt dekk: 54.905

VikingContact hefur almennt fengið góðar einkunnir í öðrum prófunum sem hafa verið gerðar á minni dekkjum frá þessu fyrirtæki. Að þessu sinni þarf dekkið að sætta sig við þriðja sæti. Til þess að bæta upp fyrir stærra og hærra dekk í jepplingaflokki hefur Continental sett stífari gúmmíblöndu í dekkin. Þetta leiðir til slakara grips í snjó og ís og minna hliðargrip miðað við fólksbíladekkin frá fyrirtækinu. Enn er þó til staðar mjög gott grip og ræður dekkið nú betur við flot sem mætti þakka auknu ummáli sem opnar upp mynstrið og losar síðan vatn betur undan dekkinu. Stöðugleikinn er einnig góður á malbiki og lætur það vel að stjórn undir álagi í beygjum.

Dekkið nær aldrei að taka forystuna en hangir í toppunum sama við hvaða aðstæður og á þriðja sætið fyllilega skilið.

Kostir: Gott grip og aksturstilfinning á öllu yfirborði. Ókostir: Fremur hár veggnýr í samanburði við bestu dekkin.

Hraða- og burðarþol: 104 T

Hörkustig (Slitflötur): 59

Framleiðsludags: Vika 22, 2021

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: N1 / Costco

Verð á eitt dekk: 51.990 / -- kr.

Michelin dekkið er eitt af þeim sem koma einna best út þegar það stækkar upp í jepplingaflokk. Í fyrri prófunum þótti dekkið full stíft með fremur slaka frammistöðu við vetraraðstæður en góða aksturseiginleika á auðu undirlagi. Nú skorar dekkið einna best á ís og ögn grófara mynstur gefur því einnig mjög gott grip í snjó. Aukin áhersla er lögð á langsumgrip sem gagnast vel við hemlun og upptak en tapar um leið einhverju af hliðargripi í vetraraðstæðum.

X-Ice stendur sig mjög vel í svigakstri á malbiki þar sem styrkur dekkjanna liggur í stífum hliðum og lætur þar af leiðandi betur að stjórn. Einn stærsti ókosturinn kemur fram á blautu malbiki þar sem dekkið stendur sig verst. Því endar það í fjórða sæti.

Kostir: Hemlun í snjó og á ís, stöðugleiki og tilfinning við akstur á malbiki.

Ókostir: Grip og hemlun á blautu yfirborði.

60 FÍB-blaðið ÓNegld dekk
ULTRAGRIP ICE 2
CONTINENTAL VIKINGCONTACT 7 3
GOODYEAR
MICHELIN X-ICE SNOW SUV
81 STIG 79 STIG 78 STIG
87 STIG

Hraða- og burðarþol: 104 T

Hörkustig (Slitflötur): 49

Framleiðsludags: Vika 50, 2021

Framleiðsluland: Tyrkland

Söluaðili: Verð á eitt dekk:

Nýtt dekk á lista er Winterpeak F-Snow 1 frá Falken. Eins og neglda systurdekkið er gúmmíblandan einstaklega mjúk og skilar það góðu gripi jafnt í snjó og ís. Mýktin skilar einnig stöðugleika án þess að losa afturdekk þrátt fyrir krappar beygjur auk góðrar hemlunar á þurru malbiki. Neikvæðu hliðarnar eru tilhneiging til að fara í yfirstýringu þegar álag er einna mest í beygjum og erfitt er að staðsetja dekkið á þurru malbiki. Allt í allt er Falken góður valkostur fyrir þá sem vilja einkum gott grip við vetraraðstæður.

Kostir: Grip og öryggistilfinning í snjó og á ís, lágur veggnýr.

Ókostir: Stöðugleiki og tilfinning í stýri, hátt viðnám.

Hraða- og burðarþol: 104 T

Hörkustig (Slitflötur): 54

Framleiðsludags: Vika 22, 2021

Framleiðsluland: Rússland

Söluaðili: Betra Grip

Verð á eitt dekk:

DM-V3 er jepplingaútgáfan af Blizzak, einu þekktasta naglalausadekki Bridgestones. Niðurstöðurnar úr prófununum skilur dekkið eftir á óráðnum stað. Þannig er dekkið að fá ágætis einkunn í einstökum prófunum en nær ekki alveg að fylgja þeim eftir á öðrum sviðum. Helstu styrkleikar felast í þægindum, stuttri hemlun í þurru og sýnir dekkið af sér stöðugleika ásamt góðu gripi í beygjum á snjó.

Því miður erfiðar dekkið með að halda gripi á ís og nær ekki á sama stað og dýrari dekkin í prófununum. Þrátt fyrir fjórar veglegar vatnsraufar náði dekkið ekki góðum árangri í að losa vatn undan sér sem byrjaði að fljóta í fyrra fallinu. Slök niðurstaða í veigamiklum prófunum skilar fáum stigum og endar Bridgestone því í sjötta sæti.

Kostir: Hemlun á þurrum vegum, grip í beygju á snjó, lágur veggnýr.

Ókostir: Grip í svigakstri á blautum vegi, hátt viðnám.

Hraða- og burðarþol: 104 T Hörkustig (Slitflötur): 64

Framleiðsludags: Vika 15, 2020

Framleiðsluland: Kína Söluaðili: Verð á eitt dekk:

WS51 er nýjasta naglalausa jepplingadekkið frá Kumho. Þetta er eitt stífasta dekkið í prófununum og mikil áhersla er lögð á akstureiginleka á auðum vegi. Á ís er frammistaðan mun slakari en hjá hinum dekkjunum, það lætur illa að stjórn í snjó og á ís og grip getur horfið skyndilega án viðvörunnar.

Það stendur sig einna best í vatni með háan flothraða og hemlun í bleytu er einnig sérstaklega góð og gefur dekkið góða tilfinningu upp í stýri.

Dekkið hefur leiðinlega tilhneigingu til að losa grip fyrst að aftan jafnt á blautu og þurru malbiki. Í svigakstri skortir það einnig grip við blautar aðstæður. Veggnýr er fremur hár og erfitt að stýra því undir álagi. Slakt grip við vetraraðstæður gefa fá stig og endar því dekkið í sjöunda sæti.

Kostir: Hemlun á blautum vegi, hár flothraði, tilfinning í stýri.

Ókostir: Grip á ís, missir grip án fyrirvara og erfitt að stýra við nær allar aðstæður.

Hraða- og burðarþol: 104 T

Hörkustig (Slitflötur): 64

Framleiðsludags: Vika 18, 2021

Framleiðsluland: Kína

Söluaðili: Verð á eitt dekk:

Kínverksa dekkið Mazzini er eitt það ódýrasta á markaðnum. Dekkið er með óvenjulegt mynstur sem gefur háan flothraða og gott grip í snjó, jafnt í upptaki og hemlun. Hliðargrip er mun slakara en önnur dekk í prófununum en mýktin gefur ökumanni ágætan fyrirvara áður en grip tapast. Á ís er gripið lítið sem ekkert og hemlunarvegalengd löng.

Á þurru yfirborði lætur dekkið betur að stjórn en þegar á reynir nær dekkið einungis að halda ágætis gripi í fyrstu beygju en þegar rétta á bílinn af gefur mynstrið eftir, gripið tapast og bíllinn leitar í undirstýringu. Með auknum hraða vex veggnýr og stýrið verður laust í sér sem staðfestir að dekkið á skilið seinasta sætið.

Kostir: Gott grip í snjó, hemlun á blautum vegi, hátt flotþol.

Ókostir: Grip á ís, stöðugleiki á þurrum vegi, hár veggnýr.

61 FÍB-blaðið
FALKEN WINTERPEAK F-SNOW 1
5
75 STIG
6
BRIDGESTONE BLIZZAK DM-V3
66 STIG
WS51 7
KUMHO WINTERCRAFT
55 STIG
MAZZINI SNOWLEOPARD LX
8
53 STIG
ÓNegld dekk
62 FÍB-blaðið Stig alls Nokian Goodyear Continental Michelin Falken Bridgestone Kuhmo Mazzini
á ís 5 5 4 4 4 4 2 2 1
ís 15 15 12 12 15 12 9 6 3
15 15 9 12 12 12 9 6 6
35 35 25 28 31 28 20 14 10
5 5 4 5 5 5 4 2 4
10 10 8 8 8 8 8 8 8
10 10 6 8 8 8 8 4
í
25 25 18 20 21 21 20 14 16
10 6 10 8 4 8 8 8 10
5 4 5 4 4 3 2
5
5 4 2 2
20 11 20 16 10 13 12
5 4 4 4 4
5
10
5
5 3 5 3 4 4
100 87 81 79 78 75
1 2 3 4 5
ÓNegld dekk Mynd: FREDRIK DIITS WIKSTRÖM
Hröðun
Hemlað á
Akstur á ís
Stig á ís
Hröðun í snjó
Hemlun í snjó
Aksur í snjó
4 Stig
snjó
Hemlað í vætu
Ekið í vætu
2 3 Uppflotun
1
2 5 5 Stig í bleytu
15 18 Hemlað á þurru
5 5 3 4 Akstur á þurru
4 5 4 4 2 3 4 1 Stig á þurru
8 9 8 8 7 8 7 5 Orkueyðsla
5 4 4 4 2 2 3 3 Veggnýr
4 2 1 Stig alls
66 55 53 Sæti
6 7 8

HRÖÐUN Á ÍS

Hröðun frá 5-15 km/h mælt í sekúndum

HEMLUN Á ÍS

ABS hemlun úr 25 - 5 km/h mælt metrum

AKSTUR Á ÍS

Brautarakstur mælt í sekúndum

Nokian 2,94 Nokian 12,89 Nokian 39,97 Michelin 3,05 Michelin 13,37 Continental 40,85 Falken 3,11 Goodyear 13,66 Falken 40,89 Continental 3,15 Continental 13,63 Michelin 40,95 Goodyear 3,16 Falken 13,79 Goodyear 41,68 Kuhmo 3,35 Bridgestone 14,55 Bridgestone 41,83 Bridgestone 3,37 Kuhmo 15,61 Kumho 42,77 Mazzini 3,73 Mazzini 16,72 Mazzini 43,14

Hröðun frá 5 til 15 km/klst. Meðaltal úr fjórum aksturslotum og 12 hröðunum á hvert dekk. Nokian tekur vinninginn á ísnum og Michelin í öðru sæti. Þá koma Continental, Goodyear og Falken inn á svipuðum tíma. Með slökustu niðurstöðu er Mazzini.

ABS hemlun frá 25 til 5 km/h klst. Meðaltal 48 hemlana í fjórum lotum. Stysta hemlunar-vegalengdin er hjá Nokian og Michelin. Mazzini á í erfiðleikum með að stöðva á ís og rennur nær bíllengd lengra en bestu dekkin og það aðeins þegar hemlar er úr 25 km/h.

Ekið á íslilagðri braut. Brautartímar eru meðaltal þriggja tilrauna. Hér hefur Nokian einnig vinninginn með einstaklega gott grip sérstaklega í beygjum. Það er það einstaklega auðstýrt þrátt fyrir að vera komið að þolmörkum. Skammt á eftir á eftir koma Continental og Falken, bæði gefa þau góða tilfinningu í stýri og góð undir pressu. Kumho kemur ökumanni að óvörum og missir grip skyndilega. Lestina rekur síðan Mazzini.

HRÖÐUN Í SNJÓ

Hröðun frá 5-25 km/h mælt í sekúndum

HEMLUN Í SNJÓ

ABS hemlun úr 35 - 5 km/h mælt í sekúndum

AKSTUR Í SNJÓ

Brautarakstur mælt í sekúndum

Michelin 2,74 Nokian 10,94 Nokian 72,84 Falken 2,77 Mazzini 11,16 Falken 73,26 Nokian 2,77 Michelin 11,25 Bridgestone 73,41 Goodyear 2,82 Falken 11,35 Goodyear 73,45 Mazzini 2,83 Bridgestone 11,40 Michelin 74,01 Continental 2,85 Goodyear 11,50 Continental 74,02 Bridgestone 2,88 Kuhmo 11,56 Kumho 76,80 Kuhmo 3,03 Continental 11,60 Mazzini 77,29

Hröðun 5-25 km/h. Meðaltal 12 tilrauna í tvemur lotum. Eins og oft áður þá er lítill munur á milli dekkja þegar hröðun í snjó er mæld. Það munar ekki miklu á milli ónegldra og nelgdra dekkja. Michelin er á toppnum og stutt á eftir koma Falken og Nokian. Kuhmo erfiðar mest og lendir í neðsta sæti.

HEMLUN Í BLEYTU

Hemlun úr 80 - 5 km/h

ABS hemlun frá 35 til 5 km/klst. Meðaltal 12 nauðhemlana í tveimur lotum. Jafnvel við hemlun í snjó er lítið sem aðskilur dekkin. Nokian er á toppnum og Mazzini lendir í öðru sæti og sýnir fram á mynstrið er mun betra í snjó en á ís.

Meðaltími sex umferða um akstursbraut í tveimur lotum. Eins og á ísnum þá stendur Nokian sig best með bestu aksturseiginleikana á snæviþökktum vegi. Falken stendur sig áberandi vel og lætur vel að stjórn undir álagi. Goodyear hoppar á milli yfir- og undirstýringar. Kumho er lætur verst að stjórn og glatar gripi án viðvörunar.

HEMLUN Í ÞURRU

Hemlun úr 80 - 5 km/h

FLOT

Mældur hraði við flot

Goodyear 36,42 Bridgestone 33,29 Kumho 70,6 Mazzini 37,30 Falken 33,59 Goodyear 70,2 Kumho 38,29 Goodyear 33,85 Mazzini 69,0 Falken 38,39 Continental 34,20 Continental 68,0

Bridgestone 38,86 Michelin 34,46 Falken 62,1 Continental 38,98 Mazzini 34,46 Bridgestone 61,9 Nokian 39,51 Nokian 34,77 Michelin 61,9 Michelin 40,76 Kuhmo 35,12 Nokian 60,3

Hemlað frá 80-5 km/klst. Oft er það svo að grip á og síðan blautu skila andstæðum árangri. Það kemur því ekki á óvart að sjá Nokian og Michelin á botni listanns og Mazzini í öðru sæti. Goodyear heldur áfram að sýna fram á góða eiginleika sérstaklega við akstur í blautum vetraraðstæðum.

Hemlað frá 80-5 km/klst. Á þurru malbiki standa mýkstu dekkin sig mjög vel. Í samanburði við mælingar á blautu yfirborði þá er munurinn á milli þess besta og versta ekki jafn mikill. Bridgestone og Falken sýna fram styðstu hemlunina. En Kumho er í neðsta sæti og þurfti heila tvo metra til viðbótar í sambanburði við bestu dekkin.

Hér er sýndur hraðinn þegar dekk flýtur upp (planar) í 7 mm djúpu vatni. Þetta er gert við hröðun og kannað er á hvaða hraða það er þegar það missir veggripið og byrjar að spóla og snúast 15% hraðar en það ætti að gera miðað við hraða bílsins. Hér standa Kumho, Goodyear og Mazzini sig best og stutt á eftir kemur Continental. Önnur dekk eiga erfiðar uppdráttar.

63 FÍB-blaðið
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Bílasala Reykjaness Reykjanesbæ www.bilasalareykjaness.is 419 1881 *Skilyrði fyrir ábyrgð eru að eigandi tryggi og kosti reglulegt þjónustueftirlit hjá viðurkenndum aðilum. Nánari upplýsingar á www.mgmotor.eu/is-IS/ **Uppgefnar tölur um drægni taka mið af nýjum WLTP prófunum. Aksturslag, hitastig og ástand vega hafa afgerandi áhrif á drægni rafbíla. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Bílasala Reykjaness Reykjanesbæ www.bilasalareykjaness.is 419 1881 *Skilyrði fyrir ábyrgð eru að eigandi tryggi og kosti reglulegt þjónustueftirlit hjá viðurkenndum aðilum. Nánari upplýsingar á www.mgmotor.eu/is-IS/ MG4 Electric SÆTTU ÞIG VIÐ MEIRA Rafbíllinn sem gerir engar málamiðlanir mgmotor.is MG 4: 100% rafdrifinn, drægni 435 km**, 7 ára ábyrgð* Láttu ekki lágmarkið duga. Og ekki sætta þig við milliveginn. Ekki sætta þig við A-B. Sestu undir stýri á MG4 Electric **Uppgefnar tölur um drægni taka mið af nýjum WLTP prófunum. Aksturslag, hitastig og ástand vega hafa afgerandi áhrif á drægni rafbíla.
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.