Litla hraðlestin 2023

Page 1

LITLA HRAÐLESTIN

„ÁNÆGJULEGAST AÐ FÁ AÐ KYNNAST

OG FYLGJAST MEÐ ÞESSUM FRÁBÆRU IÐKENDUM VAXA ÚR GRASI“

Óhætt er að segja að við í Barna- og unglingaráði höfum verið glöð að sjá starf deildarinnar færast í eðlilegt horf aftur eftir tvö tímabil með takmörkunum og jafnvel lokunum í styttri eða lengri tíma. Þrátt fyrir takmarkanir fyrri tímabila hefur deildin náð að bæta í gæði starfsins með ráðningu yfirþjálfara, auknum styrktaræfingum, afreksæfingum og auknum fjölda þjálfara á hvern iðkanda. Þá hefur iðkendum fjölgað síðustu ár þrátt fyrir tvö tímabil með ýmsum áskorunum.

Að reka yngri flokka deild eins og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur krefst mikils tíma, þolinmæði og einbeitningar. Markmið iðkenda í sinni körfuboltaiðkun eru mismunandi eins og þau eru mörg. Það er stórt verkefni fyrir unglingaráð að finnan þann gullna meðalveg sem þarf til þess að sem flestir fái það út úr íþróttinni sem þeir vilja. Helst ber að nefna gott félagslegt umhverfi en einnig að iðkendur sem stefna lengra í íþróttinni nái sínum markmiðum. Báðir þættir eru mikilvægt samfélagslegt verkefni og er stefna deildarinnar að halda áfram í byggja upp þessa tvo þætti ásamt fleiri þáttum með það að leiðarljósi að iðkandinn fá tækifæri til að takast á við hinar ýmsu áskoranir íþróttaiðkunar sem þroski hann áfram út í samfélag fullorðinna.

Þátttaka keppnisliða

Keflavík sendi lið í öllum aldursflokkum á Íslandsmót að undanskildum 12. flokki kvenna.

Í bikarkeppninni sendum við lið til keppni í öllum flokkum 9. til 12. flokks, ekki var keppt í bikar í ungmennaflokkum.

Iðkendur í 1.-4. bekk keppa ekki á Íslandsmóti en þau voru dugleg að sækja fjölliðamót þennan veturinn en þar er að sjálfsögðu Nettómótið mót mótanna.

Nettómótið er mikilvægur þáttur í rekstri deildarinnar. Mótið er haldið í sameiningu með nágrönnum okkar úr Njarðvík og þökkum við öllum þeim sjálfboðaliðum sem standa vaktina á þessu glæsilega móti ár eftir ár.

Fimm lið frá Keflavík fengu boð um þáttöku á Scania Cup í Svíþjóð. Scania Cup er óobinbert Norðurlandamót félagsliða fyrir 7. bekk og eldri, einungis 2-3 efstu lið hvers lands fá boð um þátttöku. Tekin var ákvörðun um að senda þrjú keppnislið frá Keflavík og var árangur okkar iðkenda stórkostlegur.

Unglingalandsliðsfólk deildarinnar

Fjölmargir iðkendur deildarinnar voru valin í æfingahópa yngri landsliða þetta tímabilið. Ánægjulegt er að segja að við eigum 12 fulltrúa í landsliðum sumarsins, níu stúlkur og þrjá drengi. Við óskum þessum iðkendum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur, allir iðkendur sem valdir eru í æfingahóp eða landsliðið sjálft eru vel að þessu komnir og hafa unnið hart að því að ná þessum áfanga með mikilli elju síðustu ár. Uppbygging leikmanns gerist ekki á einni nóttu heldur tekur hún yfirleitt nokkur ár undir handleiðslu metnaðarfullra þjálfara og foreldra sem hvetja þau áfram í gegnum súrt og sætt.

Mótahald og aðrir viðburðir í Blue-höllinni Æfingatafla körfunnar er þétt setin og fara fram á einni viku í Bluehöllinni um það bil 50 æfingar og er sú tala fyrir utan morgunæfingar, styrktaræfingar og aðrar aukaæfingar. Við þetta bætist fjöldi stakra leikja, mót og önnur verkefni og eru þau mun fleiri en þau sem verða upptalin hér.

Keflavík sá um minniboltamót 11 ára stúlkna, þó nokkrar törneringar í 7.-8. flokki, fjölmarga staka leiki, Nettómótið og síðast en ekki síst fyrri hluta úrslitahelgar yngri flokka. Ekki væri hægt að halda alla þessa viðburði nema með aðstoð frá iðkendum, leikmönnum og sjálfboðaliðum ásamt metnaði þjálfara sem starfa innan deildarinnar. Deildin hefur fengið lof fyrir flotta umgjörð og utanumhald fyrir þau mót sem hún hefur haldið og megum við vera stolt af því.

Körfuboltafjölskyldan Keflavík er stór og getum við Keflvíkingar verið ánægð með þá miklu þekkingu á körfubolta sem myndast hefur í okkar bæjarfélagi frá stofnun deildarinnar. Fyrrum leikmenn, þjálfarar og sjálfboðaliðar eru iðulega deildinni innan handar þegar leitað er til þeirra, það er mikill auður fyrir núverandi stjórn og þjálfara að geta leitað í þennan þekkingarbrunn.

Sem dæmi héldu Sigurður Ingimundarson og Guðjón Skúlason í annað sinn skotnámskeið fyrir yngri flokka, fengu þeir með sér í lið Önnu Maríu Sveinsdóttur og Björgu Hafsteinsdóttur ásamt fleiri sjálfboðaliðum. Svona framlag til körfuboltans í Keflavík er frábær viðbót við starf deildarinnar og eykur án efa skemmtun og gæði starfsins.

Viljum við þakka öllum þeim sem hafa lagt okkur lið með einum eða öðrum hætti þetta tímabilið fyrir ómetanlegt starf í þágu okkar iðkenda.

Barna- og unglingaráð er skipað sjálfboðaliðum sem reka deildina ásamt hópi reyndra og metnaðarfullra þjálfara. Verkefnin eru af ýmsum toga en þó má segja að það ánægjulegasta við starf Barna- og unglingaráðs sé að fá að kynnast þessum frábæru iðkendum og fylgjast með þeim vaxa úr grasi í flotta unga einstaklinga innan vallar sem utan. Við erum virkilega stolt af þeim glæsilega hópi sem eru iðkendur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Eins og sjá má er mikið af verkefnum yfir veturinn hjá framtíðinni okkar og viljum við vera duglegri við að deila þessum árangri með bæjarbúum. Með þetta að leiðarljósi var ákveðið að fara í þessa blaðaútgáfu. Með henni við viljum deila með ykkur því flotta starfi og þeim góða árangri sem iðkendur ná á hverju tímabili. Einnig viljum við með þessu varðveita sögu deildarinnar í máli og myndum. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir styrkja útgáfu þessa blaðs og viljum við þakka þeim kærlega fyrir. Að endingu vonumst við til þess að iðkendur, aðstandendur og aðrir bæjarbúar hafi gaman af efninu í þessu blaði.

Framtíðin er björt, Áfram Keflavík!

Fh. Barna- og unglingaráðs Sylvía Þóra Færseth

3 LITLA HRAÐLESTIN

NETTÓMÓTIÐ 2023

Öllum til mikillar gleði gátu Keflavík og Njarðvík haldið Nettómótið í byrjun mars í sinni eðlilegu mynd í fyrsta sinn í þrjú ár. Mótið er stærsta körfuboltamót landsins, yfir 1000 keppendur mættu og átti Keflavík flesta þátttakendur, hvorki meira né minna en 130 krakkar sem skipuðu 25 lið. Á Nettómótinu spilar hvert lið 4-5 leiki og svo er allskonar afþreying í boði s.s. hoppukastalar í Nettóhöll, bíóferð, kvöldvaka, sund, pizzaveisla og lokahóf. Leikmennirnir okkar voru félaginu til sóma innan vallar sem utan og ekki annað hægt að segja en að framtíðin sé björt í Keflavíkur körfuboltanum. Unglingaráð vill nota tækifærið og færa félagsmönnum bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag á Nettómótinu nú sem fyrr. Án ykkar gæti félagið ekki staðið í slíkri stórframkvæmd.

LEIKSKÓLAHÓPUR

Þær Katla Rún og Ásdís Elva sáu um leikskólaæfingarnar í vetur við góðan orðstýr.

Í vetur voru tvö 8 vikna námskeið hjá leikskólahóp, eitt fyrir jól og annað eftir jól. Æfingarnar voru á laugardögum í Heiðarskóla, námskeiðin voru vel sótt og gleðin var við völd. Dripplið var æft, sendingar og skot með því að fara í allskonar leiki. Krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel og mátti sjá mikla bætingu á milli námskeiða. Framtíðin er björt og þær stöllur stefna á frekara fjör í haust og hlakka til á móti krúttsprengjum.

JÓHANNA KRISTÍN OG MARÍA RUT ERU HRESSAR KÖRFUBOLTASYSTUR SEM MÆTTU SPRÆKAR Á NETTÓMÓTIÐ. ÞEIM FINNST SKEMMTILEGT AÐ SPILA SÓKN OG ERU ÁNÆGÐAR MEÐ HVATNINGUNA SEM ÞÆR FÁ FRÁ ÞJÁLFURUM SÍNUM, ÞEIM ÖNNU OG ÓLÖFU.

Nafn: Jóhanna Kristín Norð fjörð.

Aldur: 10 ára.

Skóli: Heiðarskóli. Hversu lengi hefur þú æft körfu?

Ég hef æft körfu í 4 ár. Hvaða liði var skemmtilegast að mæta á Nettómótinu?

Örugglega Njarðvík.

Hvað er það besta við Nettómótið? Bíóferðin er alltaf skemmtileg. Svo margt samt. Hittist liðið fyrir mót (ef já, hvað var gert)? Já við hittumst fyrir mótið í fléttupartý. Hvort er skemmtilegra að spila vörn eða sókn? Sókn. Hvernig á að hvetja liðið

áfram í keppni? T.d. að minna liðsfélagana á að gef ast ekki upp og halda áfram þó það gangi eitthvað illa. Hvað er það besta við þjálfarann þinn? Þjálfararnir eru tilbúnir að hjálpa okkur ef við þurfum, sama hvað það er. Hver er fyndnastur í liðinu? 100% Erla. Hún er svooo fyndin.

Nafn: María Rut Norðfjörð. Aldur: 8 ára.

Skóli: Heiðarskóli.

Hversu lengi hefur þú æft körfu? Ég hef æft körfu í 3 ár.

Hvaða liði var skemmtileg ast að mæta á Nettómótinu? Njarðvík.

Hvað er það besta við Nettómótið? Að vera með liðinu.

Hittist liðið fyrir mót (ef já, hvað var gert)? Já við hittumst heima hjá einni í liðinu og plönuðum að við ætluðum að vera ákveðnar og spila vel saman.

Hvort er skemmtilegra að spila vörn eða sókn? Sókn.

Hvernig á að hvetja liðið

áfram í keppni? Með því að vera jákvæð og peppa

Hvað er það besta við þjálfarann þinn? Þær styðja mig og hvetja mig áfram.

Hver er fyndnastur í liðinu?

Steina og Helga Kristín 100% Hver er uppáhalds leikmaður

Hver er uppáhalds leikmaður þinn í mfl. Keflavíkur? Dani er minn uppáhalds.

þinn í mfl. Keflavíkur?

Anna Ingunn og Ólöf eru langbestar.

4 LITLA HRAÐLESTIN
JÓHANNA KRISTÍN MARÍA RUT

Netfang: humarsalan@humarsalan.is | Sími: 867 6677

Fjölskyldurekið gistiheimili

Við hjá Blue Viking Guesthouse erum þitt heimili á ferðalaginu. Hvort sem þú ert að fara eða koma þá hefur þú heimili hjá okkur, þar sem heitur kaffibolli / te eða heitt súkkulaði og þægilegt rúm bíða þín í stuttri göngufjarlægð frá hinum heillandi miðbæ Keflavíkur með veitingastöðum, verslunum og fallegri gönguleið við sjóinn.

Við hlökkum til að hafa þig hjá okkur.

421 5555

5 LITLA HRAÐLESTIN VESTURBRAUT
REYKJANESBÆR ICELAND INFO@BLUEVIKING.IS
10A // 230
SÉRFRÆÐINGAR Í SJÁVARFANGI

MINNIBOLTAFJÖR

Guðbrandur, Anna Ingunn, Ólöf Rún, Kolli og Steini ásamt að stoðarþjálfurum hafa verið dugleg að mæta með okkar yngstu iðk endur á opin mót félaga í vetur auk Nettómótsins okkar. Tilþrifin hafa verið eftirtektarverð, leikgleðin verið við völd en einnig góður liðsandi Keflavíkurkrakka. Án aðkomu foreldra væri þó ekki hægt að mæta á slík mót og þökkum við foreldrum kærlega fyrir að hafa

STRANDGATA 10, SUÐURNESJABÆR // ICELAND +354 899 0274 // INFO@PREMIUMOFICELAND.IS

ÞETTA ER ÞVÍLÍK

LÍFSREYNSLA

BIRNA VALGERÐUR LEIKMAÐUR MEISTARFLOKKS KVENNA Í KEFLA

VÍK HEFUR ÁTT FRÁBÆRT TÍMABIL Í VETUR EFTIR AÐ HAFA VERIÐ 3 ÁR Í BANDARÍKJUNUM, 1 ÁR Í ARIZONA OG 2 ÁR Í NEW YORK.

Hvernig kemst maður inn í háskólaboltann?

Það eru í raun fleiri en ein leið en þetta datt svolítið upp í hendurnar á mér bara. Þjálfarinn í Arizona hafði séð mig spila með landsliðinu og fór þannig að spyrja út í mig. Endaði á því að hún náði í mig og bauð mér að koma í University of Arizona.

Í hvaða námi varstu samhliða?

Til að byrja með var eg svokallað undecided en þá tekur maður bara svona grunnáfanga sem allir þurfa að klára hvort eð er. Fór svo út i Human development sem er sam blanda af sálfræði og félagsfræði.

Fékkstu styrk eða þurftir þú að greiða allt sjálf? Ég fékk 100% styrk, i því felst námið, húsnæði og svo fær maður smá auka pening til að kaupa mat og lifa af.

Varstu á heimavist?

Nei eg var aldrei á heimavist. Var að leigja með liðsfélögum bæði i Arizona og New York.

Hafði þetta lengi verið draumur þinn?

Mig hafði langað síðan Sara Hin riks fór út, þá fannst mér allt i einu raunhæft að fara því Sara var svona að spila með Keflavik og algjör fyr irmynd.

Hvað var erfiðast við að flytja þangað?

Að flytja i burtu frá öllu heima, fjöl skyldunni og vinunum. Margt annað sem var erfitt en þetta stendur upp úr.

Hvað var skemmtilegast?

Ótrúlega erfitt að velja bara eitthvað eitt en verð að segja fólkið sem eg kynntist á þessum tíma var það besta við þessa reynslu.

SCANIA CUP 2023

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur lagði á dögunum land undir fót og hélt til Svíþjóðar til keppni á Scania Cup.

Scania Cup hefur oft verið nefnt óopinbert Norðurlandamót félagsliða og er þetta boðsmót sem haldið er af Södertälje basket í samstarfi við Scania.

Í ár fékk Keflavík boð um að senda 5 lið á mótið en þau lið sem skara fram úr í sínu landi á Norðurlöndunum fá boð á mótið. Körfuknattleiksdeildin þáði boð um að fara með 3 lið, 7. flokk karla og kvenna sem og 10. flokk kvenna.

Lagt var af stað þann 5. apríl með 4 þjálfara, 6 fararstjóra og 46 leikmenn.

Flogið var til Stokkhólms og á flugvellinum beið eftir okkur rúta sem fór með okkur til Södertälje. Þar hreiðraði hópurinn um sig fyrst á hóteli áður en farið í Rosenborgskolan þar sem hópurinn gisti á meðan mótið fór fram. Vorum við svo heppin að fá kennslustofu til að gista í á þriðju hæð þannig að bæði þjálfarar og fararstjórar voru við það að detta í ofþjálfun að þvælast upp og niður stigana í skólanum.

Mótið hófst þann 7. apríl og var spilað stíft, 2 leikir á dag í 3 daga. Liðin okkar spiluðu sinn besta körfubolta og voru langbesta útgáfan af sjálfum sér allt mótið bæði innan sem utan vallar. Á þriðja degi mótsins voru línur farnar að skýrast og var niðurstaðan sú að 10. flokkur kvenna átti leik um 5. sætið við Horsholm Basket frá Danmörku, sá leikur endaði með sigri Keflavíkur stúlkna og 5. sætið staðreynd. 10. flokkurinn endaði á að spila 6 leiki á mótinu, vinna 4 og tapa 2. Flottur árangur þar og framtíðin björt hjá þessum stelpum.

Þá var komið að sögu 7. flokks kvenna sem hafði ekki tapað leik á mótinu þegar sunnudagurinn var allur og því komnar í úrslitaleikinn á mótinu gegn Norrköping frá Svíþjóð. Á sama tíma voru drengirnir í 7. flokki ósigraðir í fyrstu fimm leikjum mótsins og á leiðinni í úrslitaleikinn gegn Horsholm 79ers.

Mánudagurinn rann upp bjartur og fagur og mannskapurinn hélt í morgunmat og síðan morgungöngu. 7. flokkur kvenna átti að spila við Norrköping 11:25, eftirvæntingin var mikil og var mikill fjöldi foreldra og forráðamanna mættur á leikinn. Stemningin var mikil og voru stelpurnar hvattar áfram af miklum eldmóð. Leikurinn var hreint út sagt frábær og okkar stúlkur sigruðu 60-43 og urðu Scania Cup meistarar 2023. Ekki nóg með það, heldur var Björk Karlsdóttir valin Scania drottning mótsins. Frábær árangur og framtíðin svo sannarlega björt hjá þessum frábæru stelpum.

Við sem vorum á hliðarlínunni vorum rétt að klára að fagna þegar strákarnir í 7. flokki karla voru mættir á gólfið til að spila úrslitaleikinn við Horsholm 79ers. Þegar maður hélt að stemningin og lætin gætu ekki orðið meiri þá gerðist einmitt það! Strákarnir spiluðu frábærlega og gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn, 59-49. Og ekki nóg með það, heldur eignuðumst Scania kóng 7. flokks karla, sem var Sigurður Karl Guðnason. Stórkostlegur árangur og þarna er framtíðin heldur betur björt.

Niðurstaða mótsins hjá liðunum okkar: 18 leikir, 16 sigrar og 2 töp. Ekki gafst mikill tími til að fagna, því eftir hópnum beið rúta sem flutti okkur á hótel í Stokkhólmi þar sem fagnaðarlætin voru tekin út og haldið var svaka partý um kvöldið. Eftir þessa ferð þá hefur maður ekki áhyggjur af framtíð krakkana okkar, ÞVÍLÍKUR HÓPUR, prúð í framkomu, frábær í körfu og kurteis með eindæmum. Áfram Keflavík!

10 LITLA HRAÐLESTIN
Iðavellir 3 - Reykjanesbær - geisliehf@simnet.is

ÁFRAM KEFLAVÍK

TANNLÆKNASTOFA KRISTÍNAR

HEFUR GEFIÐ OKKUR AUKIÐ SJÁLFSTRAUST

Á AÐ TAKAST Á VIÐ ALLSKONAR AÐSTÆÐUR

Í byrjun hausts árið 2022 héldu tvær ungar Keflavíkurstúlkur þær Ragnheiður Steindórsdóttir og Fjóla Dís F. Guðjónsdóttir, af stað á vit ævintýranna. Viðkomustaðurinn var Lýðheilsuskóli í Danmörku þar sem þær áttu eftir að stunda nám og æfa körfubolta. Lýðheilsuskóli eða Efterskole eins og það heitir í Danmörku er val hjá ungmennum á aldrinum 14-18 ára, flestir skólar bjóða þó einungis uppá nám í eitt ár eftir að grunnskólagöngu lýkur. Tilgangur skólanna er að bjóða upp á kennslu og félagslega samveru þar sem áhersla er lögð á lífsleikni, almenningsfræðslu og lýðheilsu. Námið er sett upp með það í huga að þroska einstaklinginn í sínum fyrstu skrefum út í lífið. Það má segja að þetta sé eins konar millibil frá því að fara úr foreldrahúsum og að fara sjálf út í lífið. Nemendur búa á heimavist þar sem þau sjá sjálf um margar af sínum dagsdaglegu athöfnum en þó undir vökulum augum kennara við skólann sem fylgjast með því að þau fari eftir settum reglum.

Ragnheiður og Fjóla segjast hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa heyrt frá fyrrum nemendum við skólann hversu skemmtilegt þetta væri og að þetta væri eitthvað sem þær ættu aldrei eftir að sjá eftir.

Með hugrekki í hjarta ákváðu þær að prufa eitthvað nýtt og flytja á ókunnar slóðir í Nyborg í Danmörku.

Hvað heitir skólinn sem þið eruð í og afhverju völduð þið hann ?

Skólinn heitir EVN eða Efterskolen ved Nyborg. Við höfum æft körfubolta í Keflavík frá því að við vorum litlar og vildum prufa eitthvað nýtt í körfunni og þessi skóli er með körfuboltalínu þar sem lagt er áhersla á körfuboltann sem fag.

Hvað finnst ykkur vera helsti munurinn á körfuboltanum í Keflavík og í EVN?

Það er í sjálfu sér ekki mikill munur á körfuboltanum hér og heima. Eins og heima á Íslandi þá keppum við í deildum og bikarkeppni við önnur dönsk lið ekki bara aðra Efterskola. Við ferðumst mikið á aðra staði í Danmörku bæði á Jótland og Sjáland þegar við keppum, en skólinn okkar er staðsettur á Fjóni.

Kannski finnum við mestan mun á hraðanum inni á vellinum, það er mun meiri hraði í boltanum heima.

Hvernig er lífið á heimavistinni?

Þetta er auðvitað klikkað gaman, mikið af mismunandi persónum sem maður kynnist og umgengst, þannig að maður lærir alveg helling. Lífið er líka aðeins afslappaðra hér í Danmörku og veðrið miklu betra. Getum tanað aðeins oftar.

Starfsfólkið er líka frábært og alltaf tilbúið að aðstoða okkur ef við þurfum á því að halda. Síðan eru helgar sem kallast hjemmeweekend og þá höfum við farið með nýju dönsku vinkonum okkar og gist hjá þeim. Þær búa flestar í Köben.

Þurfið þið að elda sjálfar ?

Nei það er alltaf eldað fyrir okkur en við þurfum að taka eldhúsvakt í heilan dag á ca tveggja mánaða fresti. Þá hjálpum við til við eldamennskuna og göngum frá og vöskum upp eftir matinn.

Hver sér um að þvo þvottinn og vekja ykkur á morgnanna?

Við sjáum alveg sjálfar um þvottinn okkar. Það eru þvottavélar fyrir

12 LITLA HRAÐLESTIN

allar brautir í skólanum sem eru þrjár, ss. Körfuboltabraut, fótboltabraut og alþjóðabraut.

Við þurfum að vakna sjálf á morgnanna og koma okkur í morgunmat, líka láta vita sjálf ef við erum veik og þess háttar.

Skólinn fer í ferðalög með ykkur, getið þið sagt okkur frá þeim?

Við fórum í fimm daga skíðaferð til Ítalíu sem var mjög skemmtileg ferð. Við ákváðum báðar að læra á bretti í þeirri ferð og það var skemmtileg upplifun. Við vorum á hóteli sem var rétt hjá fjallinu og það var skíðað frá morgni til 16:00 á daginn og eftir það var frjáls tími hjá okkur.

Við fórum líka að heimsækja aðra Eftirskóla í Danmörku en svo er skólinn líka með allskonar valmöguleika af hlutum sem við getum skráð okkur í ef við viljum.

Stóra ferðin hjá okkur var síðan ferðin til Vancoover í Kanada, sem er tveggja vikna ferð í körfuboltabúðir. Við gistum hjá fjölskyldum á svæðinu sem var mjög gaman og kynntumst fullt af nýju fólki.

Hvað hefur þessi reynsla gert fyrir ykkur körfuboltalega og mynduð þið mæla með þessu fyrir aðra krakka sem langar að víkka sjóndeildarhringinn?

Já við mælum svo sannarlega með þessu. Það var svo rosalega gott að komast í nýtt umhverfi og kynnast nýrri menningu, læra á nýjar aðstæður, læra nýtt tungumál og margt fleira. Þessi ferð mun klárlega hjálpa okkur áfram inn í lífið bæði almennt og í körfubolta. Þetta skólaár á heimavistinni hefur gefið okkur aukið sjálfstraust á að takast á við allskonar aðstæður innan sem utan vallar.

Þetta er eitt það skemmtilegasta sem við höfum upplifað og eigum eftir að sakna skólans og krakkanna mjög mikið.

Ekki hugsa ykkur tvisvar um ef ykkur gefst tækifæri á að fara í svona skóla. Þetta er það sem körfuboltinn getur gefið ykkur – ógleymanlegur vetur með fullt af skemmtilegu fólki og viðfangsefnum.

SUMARNÁMSKEIÐ

KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KEFLAVÍKUR

Sumarnámskeið fyrir 6-11 ára í Blue höllinni

Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson ásamt fríðu föruneyti mun stýra stórskemmtilegu sumarnámskeiði fyrir iðkendur fædda 20122017. Boltafærni og skottækni í bland við spil og skemmtilega leiki munu einkenna námskeiðið sem Kolli hefur stýrt af mikilli festu undanfarin sumur við mikla kátínu.

Um er að ræða 4 vikna námskeið frá 12. júní til 6. júlí. Æft verður þrjá daga vikunnar og er námskeiðinu skipt í tvo aldurshópa.

Árgangar 2015-2017 munu æfa frá 12:30 - 13:30 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.

Árgangar 2012-2014 munu æfa frá 13:30 - 14:45 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.

Verð fyrir árganga 2015, 2016 og 2017 er 8.500 kr. Verð fyrir árganga 2012, 2013 og 2014 er 10.000 kr.

Sumarnámskeið fyrir 12-19 ára í Blue höllinni

Sigurður Friðrik Gunnarsson mun stýra sumarnámskeiði fyrir iðkendur fædda 2004 - 2011. Æft verður á þrisvar sinnum í viku: mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá 17:00 - 19:00 í Blue höllinni.

Um er að ræða styrktarþjálfun í bland við körfuboltaiðkun þar sem líkamlegur styrkur, snerpa, sprengikraftur, liðleiki og hreyfifærni verða í forgrunni í styrktarþjálfuninni og verður svo boðið uppá opin sal þar sem iðkendur geta aukið færni sína og haldið sér við í spili yfir sumarið.

Iðkendum verður boðið að notfæra sér æfingakerfi sem þeir geta stutt sig við til að bæta knattrak, skot og sendingar en hafa sveigjanleika og frelsi til að haga sinni æfingu eins og þeir kjósa sér.

Námskeiðinu verður skipt í tvær lotur þar sem fyrri lotan verður á tímabilinu 1. júní til 21. júní og sú seinni frá 10. júlí til 26. júlí.

Verð fyrir þetta 6 vikna námskeið er 20.000 kr.

Skráning fer fram í Sportabler

13
LITLA HRAÐLESTIN

ÆFINGAFERÐ 9. OG 10. FLOKKS

DRENGJA Í KÖRFU TIL VALENCIA 2022

Þann 14. júní héldu 14 drengir, 1 þjálfari og 3 fararstjórar af stað í æfingaferð til Spánar. Ferðinni var heitið til Valencia þar sem við áttum eftir að vera næstu 7 daga við æfingar og spila æfingaleiki við hin ýmsu lið á svæðinu. Hópurinn mætti galvaskur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar kl.12:30 og eftir smá hikst í innritun voru allir komnir upp og í gegn. Flogið var beint til Alicante og þegar þangað var komið beið rúta eftir okkur sem fór með okkur til Valencia, sem er í um 2 klst fjarlægð frá Alicante. Þreyttur hópur var svo kominn á áfangastað rétt fyrir miðnætti. Aðstaðan þar sem hópurinn gisti var til fyrirmyndar. Ftlott æfingasvæði og sundlaug til að kæla sig niður og ekki veitti af því þar sem hitinn var nánast alla daga yfir 30 gráður. Næsti dagur byrjaði ferðalagið rólega enda var hópurinn þreyttur eftir ferðalagið. Eftir morgunmat skelltu strákarnir sér í sólbað og slökuðu á, milli þess sem þeir kældu sig í sundlauginni. Eftir hádegismat var tekin létt æfing á staðnum þar sem við gistum. Æfingaaðstaðan var öðruvísi heldur en við eigum að venjast, æft var á steyptu gólfi í skýli.

16. júní var farið í sundlaugina eftir morgunmat enda hitinn vel yfir 30 stig. Þegar hádegismatur var svo búinn fóru strákarnir í slökun enda leikur um kvöldið. Hópurinn var svo sóttur og farið var með okkur á æfingaaðstöðu Paterna, sem er klúbbur í úthverfi Valencia. Þar spiluðu strákarnir æfingaleik og þökk sé tækninni þá gátu foreldrar fylgst með þar sem leiknum var streymt beint á Youtube.

17. júní var sannkölluð þjóðhátíðarveisla fyrir körfuboltastrákana. Eftir morgunmat var hópurinn sóttur og ferðinni haldið á æfingasvæði Valencia körfuboltaliðsins. Með Valencia liðinu spilar einn af betri körfuboltamönnum Íslands, Martin Hermannsson. Það var mikil upplifun að koma á æfingasvæðið hjá Valencia en svæðið samanstendur af 12 körfuboltavöllum á einum stað, sannkallaður draumur fyrir körfuboltamenn. Martin kíkti á hópinn og spjallaði við þá. Svo um kvöldið spilaði liðið við eitt af ungmennaliðum Valencia. Mikið var að gera á æfingasvæðinu þegar við vorum þar, fjöldinn allur af ungmennum að æfa ásamt því að úrtökuæfing var í gangi fyrir aðallið

Valencia. Þar gefst leikmönnum færi á að spila fyrir framan þjálfara Valencia og aðra útsendara.

18. júní var farið í dýragarðinn Bioparc í Valencia. Dýragarðurinn þekur 100.000m2 svæði og inniheldur fjöldann allan af dýrum frá Afríku. Heimsóknin var mjög skemmtileg og gaman að sjá dýr sem við erum ekki vön að sjá.

Þann 19. júní var spilaður æfingaleikur um morguninn á æfingasvæðinu þar sem við gistum. Eftir hádegi var svo haldið á ströndina í Valencia þar farið var í sólbað og buslað í sjónum til að kæla sig niður. Hitinn var yfir 30 gráður þennan dag og því gott að komast í smá kælingu.

20. júní var slakað á eftir morgunmat við sundlaugina. Eftir hádegi var farið á æfingasvæði Paterna. Þar tókum við æfingu með strákum sem æfa með Paterna. Skipt var í 3ja manna lið, blandað leikmönnum frá báðum klúbbum og spilað 3 á móti 3 þar til eitt lið stóð uppi sem sigurvegari.

21. júní var tekin styrktaræfing úti á svæðinu sem við gistum. Strákarnir tóku vel á því og einnig var teygt vel á vöðvunum því búið að vera mikið álag síðustu daga. Síðdegis var hópurinn sóttur og ferðinni heitið á æfingasvæði Paterna þar sem spilaður var æfingaleikur við ungmennalið Paterna.

22. júní hélt svo hópurinn til á gistisvæðinu. Tekin var styrktaræfing síðdegis og teygt vel á þreyttum vöðvum. Sundlaugin var að sjálfsögðu nýtt til að ná sér í smá lit áður en haldið var heim til Íslands.

23. júní, heimferð þennan dag eftir frábæra dvöl á Spáni. Við vorum sóttir og fórum með rútu á Alicante flugvöll. Allt gekk vel fyrir sig og lentum við svo aðfaranótt föstudags í Keflavík.

Drengirnir vilja þakka öllum þeim sem styrktu þá til þessar ferðar, því án þeirra væri þetta ekki hægt

Körfuboltakveðja, Elentínus G. Margeirsson

14 LITLA HRAÐLESTIN
H Á G Æ Ð A H L Í F A R S E M A Ð L A G A S T L Í K A M A N U M C h a d G i b b o n s s p o r t h l i f a r . i s Dreifingaraðili GamePatch á Íslandi

FERÐASAGA SCANIA CUP 2022

Dagana 14. – 20. apríl 2022 hélt 10. flokkur kvenna í langþráða keppnisferð til Svíþjóðar. Heimsfaraldur kom í veg fyrir að stelpurnar kæmust árið áður svo gleðin var því mikil að komast saman erlendis á mót. Scania Cup er sterkt mót þar sem öllum fremstu unglingaliðum Norðurlanda, U13-U19, er boðið að taka þátt. Á mótinu voru nokkur íslensk lið en aðeins eitt stúlknalið auk okkar. Mótið var haldið í Södertalje sem er smábær rétt utan við Stokkhólm. Snemma morguns á Skírdag lögðu 11 hressar stelpur, þálfarar og fararstjóri af stað og vorum við komin til Södertalje um miðjan dag í sól og blíðu en frekar köldu veðri. Gist var í Taljegymnasiet sem var staðsett við hliðina á aðal íþróttahúsinu og mötuneytinu. Þegar við komum í stofuna sem okkur hafði verið úthlutað kom í ljós að stofan var enn full af borðum og stólum og gert var ráð fyrir að við gestir tæmdu hana sjálfir. Hópurinn gekk vasklega til verksins og ekki tók langa stund að tæma stofuna og gera huggulega fyrir gistingu. Nágrannar okkar í næstu stofu voru 9. flokkur drengja frá Breiðablik og stóðu strákarnir sig vel í að styðja stelpurnar þegar færi gafst. Það sem eftir lifði dagsins notuðum við

til að skoða íþróttasvæðið og næsta nágrenni, finna mötuneytið og fá okkur að borða. Fyrsti leikur var svo snemma morguns á föstudaginn langa. Stelpurnar lentu í riðli með dönsku liði og tveimur sterkum sænskum liðum. Þær enduðu í 3ja sæti riðilsins en annað sænska liðið, Alvik Basket, endaði sem sigurvegari mótsins í þessum aldurflokki. Spilaðir voru tveir leikir á dag og tíminn á milli leikja var nýttur til að fá sér að borða, hvílast, fylgjast með öðrum liðum spila og kynnast nýju fólki. Stelpurnar enduðu mótið á góðum sigri á mánudagsmorgni og lentu í 11. sæti á mótinu eftir góða frammistöðu þar sem allir lögðu sitt af mörkum. Okkar kona Erna Ósk Snorradóttir var stigahæsti leikmaðurinn í þessum aldursflokki. Seinni part mánudagsins héldum við svo inn í miðborg Stokkhólms þar sem gist var á góðu hóteli og stelpurnar fengu loksins eitthvað „almennilegt“ að borða. Við áttum svo heilan dag í Stokkhólmi sem skartaði sínu besta, bauð upp á fallegt veður og hita og nóg af verslunum til að kíkja í. Stelpurnar voru liði sínu og þjálfurum til mikils sóma alla ferðin bæði innan vallar sem utan og gaman var að fá að fylgja þeim á þessu ferðalagi.

16 LITLA HRAÐLESTIN
17 LITLA HRAÐLESTIN

ÁFRAM KEFLAVÍK

STYRKTARÞJÁLFUN OG KÖRFUBOLTI

Í vetur hef ég haft tækifæri til að vinna með fjölmörgum iðkendum frá 7. flokki og upp í 12. flokk í styrktarþjálfun. Flokkarnir hafa haft tækifæri til að mæta í styrktarþjálfun 2x-3x í viku undir handleiðslu samkvæmt prógrammi sem er ætlað til að hjálpa iðkendum að ná árangri í körfubolta. Í nútíma körfubolta fer þáttur styrktarþjálfunar sífellt stækkandi og er nú almennt talið norm að stunda slíka þjálfun samhliða íþróttinni sjálfri. Á æfingum höfum við mikið lagt upp úr því að kenna tækni, líkamsbeitingu, öndun og að hitta á rétta vöðvahópa í hverri æfingu. Grunnurinn þarf að vera traustur og vel lagður til að við getum haldið áfram að byggja ofan á hann. Það er ekki nóg að mæta. Maður þarf að gera hlutina vel og vera opinn fyrir uppbyggilegri gagnrýni og vera viljugur til þess að láta þjálfa sig. En afhverju er styrktarþjálfun mikilvæg og hvað græðir leikmaður á því að stunda hana? Svarið er margþætt, í fyrsta lagi er styrktarþjálfun afar mikilvæg til að fyrirbyggja meiðsli og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að iðkendur sem stunda styrktarþjálfun eru almennt líklegri til að standa af sér hnjask og ólíklegri til að slasast illa í þó slíkt gerist að sjálfsögðu. Við gefum okkur því betra færi til þessa að taka þátt í íþróttinni með því að stunda markvissa styrktarþjálfun. Í öðru lagi flýtir styrktarþjálfun fyrir endurheimt sem þýðir að þegar við erum þreytt er sá sem stundar styrktarþjálfun almennt fljótari að ná fullum styrk og orku en sá sem stundar hana ekki. Í þriðja lagi er markviss styrktarþjálfun mikill lykill að því að verða betri spilari. Aukinn styrkur, sprengikraftur og „core-strength“ (kviður, rass, bak, mjaðmir) er ávísun á að sjá miklar framfarir í spilamennsku og sjálfstrausti. Hoppa hærra, hlaupa hraðar, spila öflugri vörn o.s.f.v. Til þess að hámarka það sem við leggjum á okkur er ekki síst mikilvægt að vera með góðan liðleika og því legg ég mikla áherslu á að iðkendur teygi vel eftir hverja einustu æfingu og gefi sér þannig sem mesta möguleika á að fá sem mest úr úr styrktarþjálfuninni. Án liðleika náum við aldrei að hámarka það sem í okkur býr. Styrktarþjálfun er ekki árstíðarbundin iðkun hjá þeim sem ætla sér að ná langt. Stöðugleiki og rétt æfingaálag miðað við það sem framundan er skiptir öllu máli og það sem er mikilvægast í þessu er að mæta, mæta, mæta og ekki detta úr takti. Stöðugleiki! Til að sjá og finna árangur til lengri tíma þarf að leggja á sig vinnu og búa til metnað og ánægju fyrir því að hafa styrktarþjálfun sem hluta af körfuboltanum. Þetta tvennt á að haldast í hendur. Nú þegar tímabilið er liðið er ekki úr vegi að líta fram í sumarið en eins og segir í laginu góða: sumarið er tíminn. Tími til bætinga. Í sumar bjóðum við upp á styrktarþjálfun 3x í viku fyrir 6. bekk og eldri samhliða opnum tímum til að mæta og halda sínum körfuboltaleik í toppstandi. Við ætlum að búa til styrkt og sprengikraft sem við tökum með okkur inn í næsta tímabil. Stöðugleiki og vinnusemi er lykillinn.

Takk fyrir tímabilið, dugnaðinn ykkar og allar góðu stundirnar í styrktarsalnum í vetur! Kveðja, Siddi.

18 LITLA HRAÐLESTIN

FRÁBÆR ÁRANGUR HJÁ KEFLVÍKINGUM

7.flokkur kvenna – A riðill Stúlkurnar okkar í 7. flokki kvenna kepptu á sinni úrslitatúrneringu í Bluehöll helgina 22.-23. apríl en 7.-8. flokkur spilar á túrneringum yfir veturinn þar sem liðin vinna sig upp og niður eftir árangri á hverri túrneringu.

7. flokkur kvenna hefur vermt 1. – 2. sætið í allan vetur til skiptis við lið Stjörnunnar. Það var því ljóst að úrslitaleikur lokatörneringarinnar yrði æsispennandi þar sem bæði lið Keflavíkur og Stjörnunnar höfðu unnið alla sína leiki yfir helgina.

Stúlkurnar okkar voru óheppnar og hittu illa í byrjun leiks, mótherjinn náði 10 stiga forystu í fyrri hálfleik. Keflavíkurstúlkur unnu upp þann mun í seinni hálfleik með frábærri vörn og þegar þrjár mínútur voru til leiksloka munaði aðeins 4 stigum á liðunum. Þrátt fyrir mikla baráttu endaði leikurinn 31-27 mótherjanum í vil og okkar stúlkur nældu í silfrið þennan veturinn. Frábær árangur engu að síður hjá okkar stúlkum og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

9. flokkur drengja – 1.deild Drengirnir okkar í 9. flokki spiluðu um Íslandsmeistaratitil á úrslitahelgi yngri flokka sem haldin var í Blue-höll. Mótherjinn var gríðalega sterkt lið Stjörnunnar sem hafði unnið alla sína leiki örugglega yfir veturinn og ljóst að strákarnir okkar þyrftu að gefa allt sitt í leikinn.

Þeir mættu heldur betur til leiks og byrjuðu leikinn betur, Stjarnan náði þó forystu í lok fyrsta leikhluta. Með mikilli baráttu og trú á verkefninu náðu okkar strákar að minnka muninn og þegar einungis 30 sekúndur voru eftir af leiknum höfðu þeir minnkað muninn í 2 stig.

Eftir æsispennandi lokasekúndur þar sem bæði lið áttu möguleika á að landa sigri hafði Stjarnan betur og strákarnir okkar fengu silfrið um hálsinn. Það er þó öllum ljóst að strákarnir okkar spiluðu frábærlega og geta verið stoltir af árangri vetrarins. Innilegar hamingjuóskir.

10. flokkur stúlkna – 1.deild

Keflavíkurstúlkurnar í 10. flokki kvenna áttu fyrsta leikinn á úrslitahelgi yngri flokka sem haldin var í Blue- höllinni á móti Stjörnunni. Barátta þessara tveggja liða hefur verið erfið fyrir okkar stúlkur í gegnum tíðina og hefur okkar lið verið silfurhafar síðustu ár. Þrátt fyrir það mættu stelpurnar klárar í leikinn og ákveðnar í að gefa allt í þennan leik.

Sigur mótherjans var því miður aldrei í hættu og fengu okkar stúlkur silfrið þennan veturinn þegar leikurinn endaði 97-58 mótherjanum í vil. Það er þó alveg ljóst að stelpurnar okkar eru með frábært lið og margar mjög efnilegar, sem dæmi eru 7 landsliðstúlkur í hópnum og verður spennandi að fylgjast með þessu liði áfram næsta vetur. Innilega til hamingju með árangurinn, stelpur.

Ungmennaflokkur kvenna

Keflavík sigraði sameiginlegt lið Vals/KR í úrslitaleiknum um Íslandsmeistartitilinn 69 – 66 á heimavelli og enduðu með gullið um hálsinn og bikar í hönd.

Valur/KR byrjuðu leikinn betur með góðri vörn og öguðum sóknarleik. Staðan í hálfleik var 39 – 31 fyrir Val/KR. Keflavíkurstelpurnar létu það ekki á sig fá og mættu ákveðnar til leiks í þriðja leikhluta. Þær spiluðu frábæra vörn. Sóknin var ekki síðri en vörnin á þessum tímapunkti í leiknum og þarna lögðu Keflvíkurstúlkur grunninnn að sigrinum en þær skoruðu 22 stig gegn 11 stigum Vals/KR. Erna Ósk endaði leikinn með 21 stig og var valin kona leiksins og óskum við henni innilega til hamingju ásamt öllum stúlkunum með Íslandsmeistaratitilinn.

UNGMENNAFLOKKUR KVENNA

19 LITLA HRAÐLESTIN
9. FLOKKUR KARLA 1-DEILD 7. FLOKKUR KVENNA A-RIÐILL 10. FLOKKUR KVENNA 1-DEILD

AFTUR Á PARKETIÐ MEÐ STÆL

KÖRFUBOLTAUNNENDUM TIL MIKILLAR GLEÐI MÆTTI EMELÍA ÓSK GUNNARSDÓTTIR AFTUR HEIM TIL KEFLAVÍKUR EFTIR TÆPLEGA TVEGGJA ÁRA HLÉ VEGNA NÁMS ERLENDIS. EMELÍA VAR EKKI LENGI AÐ KOMA SÉR Í SITT BESTA KÖRFUBOLTAFORM OG VINNA SÆTI Í STERKU BYRJUNARLIÐI KEFLAVÍKURKVENNA. VIÐ FENGUM AÐ SPYRJA HANA NOKKRAR SPURNINGAR.

mikið og fékk tækifæri á því að vinna meistararitgerðina mína á Íslandi. Svo ég gat ekki annað en tekið því og er mjög þakklát að mér var tekið opnum örmum inn í liðið

Mér fannst erfiðast að koma inn á miðju tímabili þar sem allir voru komnir í spilaform nema ég. En það var svosem ekkert stórmál og kom bara með

Klukkutíminn fyrir mætingu er eiginlega heilagur fyrir mér. Þá vill ég bara vera ein og óáreitt að undirbúa mig fyrir leikinn. Ég græja mig alltaf eins og fer yfir þá hluti sem við ætlum að leggja áherslu á í leiknum. Á leiðinni í leikinn þá verð ég að hlusta á

Hvaða ráðleggingar gefur þú þeim sem eru að íhuga

Það er eðlilegt að upplifa það einhvern tímann á ferlinum að vilja hætta. Oft er það útaf álagi eða áhugaleysi. Svo ég myndi ráðleggja þeim sem eru að íhuga að hætta, að minnka álagið og pressuna sem það setur sjálft á sig og reyna að finna gleðina í íþróttinni aftur og taka sér bara smá pásu ef það

Að vera partur af liði og keppa fyrir framan áhorfendur í bullandi stemningu eins og myndast oft í úr-

LITLA HRAÐLESTIN
21 LITLA HRAÐLESTIN 454-2000 Velkomin til Toyota Reykjanesbæ

ÆFINGAFERÐ TIL VALENCIA HJÁ ÁRGANGI 2007

Vaskur hópur stúlkna mætti á Keflavíkurflugvöll um hádegisbil þriðjudaginn 31. maí 2022. Stefnan var sett á körfuboltaupplifun í Valencia í 10 daga ferð sem stúlkurnar voru búnar að safna fyrir, já og fá vænan styrk frá foreldrum. Lítil rúta kom og sótti okkur á flugvöllinn í Alicante. Við náðum að sannfæra bílstjórann um að það væri góð hugmynd að stoppa á leiðinni til að borða og þá helst á eðal matsölustaðnum McDonald´s. Þegar allir voru orðnir saddir héldum við áleiðis til Valencia. Við komum á gististaðinn okkar eftir tveggja tíma akstur þar sem við hittum Lidiu þjálfara sem hafði skipulagt ferðina fyrir okkur. Eftir smá skordýrafælni og þess háttar fóru allar inn á herbergi til að ná einhverjum svefni eftir skemmtilegt ferðalag.

Fyrsti morgunmaturinn var áskorun fyrir sumar stúlkurnar þó ýmislegt góðgæti væri á boðstólnum en eftir tveggja daga þjálfun í mötuneytinu urðu fleiri og fleiri sáttari við matinn sem boðið var upp á. Fyrsta daginn fengu stúlkurnar tækifæri til að liggja í sólinni við sundlaugarbakkann og skoða strákana á svæðinu. Kannski var það ekki besta hugmyndin þar sem margar urðu vel rauðar og áttu aldeilis eftir að finna fyrir því á æfingum og í leikjum næstu daga.

Dagarnir liðu hver af öðrum með æfingum og leikjum. Eftir æfingu í

Valencia fengum við landsliðsmanninn Martin Hermannsson í heimsókn, sem kom stúlkunum á óvart því hann var nýbúinn að slíta krossband og var á leið í aðgerð í vikunni á eftir. Hann upplýsti þær um ýmislegt sem er öðruvísi þegar fólk spilar í öðru landi. Okkar stúlkur spiluðu við lið í Valencia og Paterna á þeirra aldri og unnu þá leiki. Þær spiluðu líka við U17 lið í Paterna þar sem Rannveig úr Njarðvík er að spila en töpuðu þeim leik eftir að hafa lagt allt í leikinn. Einnig prófuðu þær að spila þrír á þrjá þar sem þjálfararnir blönduðu okkar stelpum og þeim spænsku saman í lið og héldu keppni. Þetta var mjög skemmtilegt og ný upplifun fyrir okkar dömur.

Á milli æfinga og leikja höfðum við tíma fyrir ýmislegt, dag á ströndinni, heimsókn í dýragarð (gerum það kannski ekki aftur), verslunarmiðstöðvar og góður tími til að hanga við sundlaugina. Fimmtudaginn 9. júní var kominn tími til að halda heim á leið. Fararstjórum gekk frekar illa að koma stúlkunum upp í rútuna þar sem þær vildu vera lengur, bæði við íþróttaiðkun og ekki síður að spjalla meira við strákana. Heimferðin gekk mjög vel og komu allir glaðir og reynslunni ríkari heim.

22 LITLA HRAÐLESTIN

ÁFRAM KEFLAVÍK

Brekkustíg 40, 260 Njarðvík //Sími: 783-9821

Fyrirspurnir: fbr@fbr.is

Pantanir: pantanir@fbr.is

Bolafæti 3 // Reykjanesbæ // 421-4117

23 LITLA HRAÐLESTIN
VIÐ STYÐJUM KEFLAVÍK

SPURT & SVARAÐ YNGRI KYNSLÓÐIN

SKEMMTILEGAST AÐ KEPPA

Á MÓTI GRINDAVÍK

- MATEUSZ BYRJAÐI AÐ ÆFA KÖRFUBOLTA SÍÐASTA HAUST

Nafn: Mateusz Pawelsson

Aldur: 10 ára

Skóli: Holtaskóli

Bekkur: 4.

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta?

Ég byrjaði í september 2022.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum?

Mér finnst skemmtilegast að keppa á æfingum.

Hver í liðinu er fyndn astur?

Brynjar er fyndnastur.

Uppáhalds körfuboltamaður?

Uppáhalds körfuboltamaðurinn minn er LeBron James.

Uppáhalds körfuboltakona?

Ég á ekki uppáhalds körfuboltakonu.

Hvaða lið er skemmtilegast að keppa á móti?

Það er skemmtilegast að keppa á móti Grindavík.

Hvor er betri í körfu mamma þín eða pabbi?

Örugglega pabbi.

„Á TOPPNUM ERU

DANIELA WALLEN OG ANNA INGUNN“

- ÍRENA MARGRÉT ER KÖRFUBOLTASTÚLKA ÚR SUÐURNESJABÆ

Nafn: Írena Margrét Óladóttir

Aldur: 9 ára

Skóli: Gerðaskóli

Bekkur: 3. bekk

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta? Þegar ég var 5 ára árið 2019.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Að læra eitthvað nýtt, spila og fara í planka.

Hver í liðinu er fyndnastur? Emelía.

Hvernig ferðu á æfingar?

Mamma og pabbi skutla mér og sækja alltaf nema á fimmtudögum, þá skutlar amma mér af því að þau eru ennþá að vinna þegar æfingin byrjar.

Uppáhalds körfuboltakona? Ég á margar uppáhalds, en á toppnum eru Daniela Wallen og Anna Ingunn.

Uppáhalds körfuboltamaður? David Okeke og Igor Maric.

Hvaða lið er skemmtilegast að keppa á móti? KR

Hvor er betri í körfu mamma þín eða pabbi? Pabbi! Hann er geggjaður í körfu en mamma getur varla dripplað með einni hendi.

FJÖLMENNUM Á LANDSMÓT!

Unglingalandsmót UMFÍ verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina 3. - 6. ágúst 2023.

Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin frá árinu 1993. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og ungmenna ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

• Þátttakendur geta keppt í mörgum fjölbreyttum greinum

• Þarft ekki heilt lið í hópíþróttir, það er fyllt upp í lið með þátttakendum af öllu landinu

• Keflavík greiðir þátttökugjald sinna iðkenda

• Veglegar kvöldvökur þar sem okkar besta tónlistarfólk kemur fram

Nánari upplýsingar hér:

https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/almennar-upplysingar

24 LITLA HRAÐLESTIN
KÖRFUBOLTI OG MARGT MARGT FLEIRA

LANDSLIÐSKRAKKAR KEFLAVÍKUR

Fullt nafn: Alma Rós Magnúsdóttir

Aldur: 15

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds mat

sölustaður: Greifinn

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:

Manifest

Uppáhalds tónlistarmaður: Katy Perry

Hvað viltu í bragðarefinn

þinn: Hindber, Nutella, kökudeig

Besti leikmaður sem þú hefur

mætt: Ísold í stjörnunni

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum stjörnuna

Mestu vonbrigðin: Tapa á móti

Fullt nafn: Stella María Reynisdóttir

Aldur: 15

Uppáhalds drykkur: 7up

Uppáhalds matsölustaður: Joe & Juice

Uppáhalds

sjónvarpsþáttur: Love Island

Uppáhalds

tónlistarmaður:

Rihanna, Drake, Kanye West

Hvað viltu í bragðarefinn þinn:

Brjóstsykur, Smarties og Oreo

Besti leikmaður sem þú hefur

mætt: Kolla

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitillinn

Mestu vonbrigðin: Undanúr-

Haukum

Uppáhalds lið í NBA: Golden State

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Huldu Maríu úr Njarðvík

Hver er skemmtilegastur í klefanum: Guðrún

Í hvernig körfuboltaskóm spilar þú: Nike

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Guðrúnu, Kristbjörgu, Kamillu

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum: Spila

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Spretti.

slitaleikurinní bikarnum tímabilið 22-23 á móti Stjörnunni

Uppáhalds lið í NBA: Golden State

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kolbrún

María/Kolla

Hver er skemmtilegastur

í klefanum: Hildur

Í hvernig körfuboltaskóm spilar þú: Lebron 18

Hvaða þrjá leikmenn tækir

þú með þér á eyðieyju: Hönnu, Kamillu, Hildi

Hvað er skemmtilegast að gera

á æfingum: Spila

Hvað er leiðinlegast að gera á

æfingum: Línuhlaup

Fullt nafn: Jökull Ólafsson

Aldur: 14

Uppáhalds drykkur: Blár Powerade

Uppáhalds

matsölustaður: Sushi Social

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Last Dance

Uppáhalds tónlist

armaður: Kanye West

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, kökudeig og heit karmella

Besti leikmaður sem þú hefur

mætt: Björn Skúli

Sætasti sigurinn: 4 liða úrslit á móti KR

Mestu vonbrigðin: Að tapa í

Fullt nafn: Eva Kristín Karlsdóttir

Aldur: 15/16

Uppáhalds drykkur: Kristall plús

Uppáhalds matsölustaður: Sushi Social Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Modern family

Uppáhalds

tónlistarmaður: Frank Ocean

Hvað viltu í bragðarefinn

þinn: Jarðarber, mars, kökudeig og

skógarberjamix

Besti leikmaður sem þú hefur

mætt: Kolbrún María/ Kolla í Stjörnunni.

Sætasti sigurinn: Að vinna Finnland í landsliðinu á síðasta ári.

Mestu vonbrigðin: Bara allt

úrslitum

Uppáhalds lið í NBA: Houston Rockets

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt

lið: Patrik Joe

Hver er skemmtilegastur í klefanum: Marinó

Í hvernig körfuboltaskóm spilar þú: Kobe 5 og 6

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Bóas, Patrik og Jón

Hvað er skemmtilegast að gera

á æfingum: Spila 5 á 5

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Varnaræfingar

tímabilið í ár vegna meiðsla.

Uppáhalds lið í NBA: Horfi ekki á NBA

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kolbrún María/ Kolla í stjörnunni Hver er skemmtilegastur í klefanum: Hildur Í hvernig körfuboltaskóm spilar þú: Kyrie

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ásdísi Elvu, Hrönn og Hildi

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum: Spila

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Taka spretti

Fullt nafn:

Hanna Gróa Halldórsdóttir

Aldur: 16

Uppáhalds drykkur:

Kókómjólk

Uppáhalds

matsölustaður: Subway og

Friday’s

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Outer Banks

Uppáhalds tónlistarmaður:

Rihanna og Bruno Mars

Hvað viltu í bragðarefinn

þinn: Oreo, hnetusmjör og

kökudeig

Besti leikmaður sem þú hefur

mætt: Daniela Wallen á æfingu

Sætasti sigurinn: þegar við vorum Íslandsmeistarar í ung-

mennaflokki 2023

Mestu vonbrigðin: þegar við töpuðum stórt í undanúrslitum

í bikar á móti Stjörnunni á þessu

Fullt nafn: Agnes María Svansdóttir

Aldur: 19 ára

Uppáhalds drykkur: Appelsín og

Capri Sun

Uppáhalds matsölustaður: Hjá

Höllu í Grindavík

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love island

Uppáhalds tónlist

armaður: Aron Can og Bríet

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Brjóstsykur, Daim og þristur

Besti leikmaður sem þú hefur

mætt: Spilaði við mjög góða

leikmenn með rosaleg gæði þegar ég fékk tækifæri með A landsliðinu

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Njarðvík í tvöfaldri framlengingu í bikarkeppninni í vetur

Mestu vonbrigðin: Vals serían og bikarúrslitaleikurinn á síðasta tímabili en held ég muni aldrei

gleyma úrslitaleiknum á Íslandsmótinu i 6. bekk þegar við fórum

tímabili

Uppáhalds lið í NBA: Golden State Worriors

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr

öðru íslensku

liði í þitt lið: Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni

Hver er skemmtilegastur í klefanum: Hildur Ósk

Í hvernig körfuboltaskóm

spilar þú: Lebron 20, time machine

Hvaða þrjá leikmenn

tækir þú með þér á eyðieyju:

Kamillu Anísu, Stellu Maríu og Ásdísi Elvu

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum: 11 manna hraðaupphlaup og tækniæfingar

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Taka spretti, línuhlaup

í tvíframlengdan leik og það var ennþá jafnt þannig fyrstur til að skora myndi vinna, töpuðum á gullkörfu

Uppáhalds lið í NBA: Fylgist meira meðWNBA en er ekki með neitt lið

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ástu Júlíu úr Val

Hver er skemmtilegastur í klefanum: Ólöf og Birna eru góðar

Í hvernig körfuboltaskóm

spilar þú: Air Zoom G.T cut 2

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Önnu Láru

útaf við erum alveg jafn vitlausar

og það væri alltaf fjör og svo myndi ég taka Önnu Ingunni og Ólöfu til að sjá um okkur

Hvað er skemmtilegast að gera

á æfingum: Drilla hjá Herði

Hvað er leiðinlegast að gera á

æfingum: Hlaupa án bolta

Fullt nafn:

Bóas Orri Unnarsson

Aldur: 14

Uppáhalds drykkur: Powerup

Uppáhalds matsölustaður: dominos

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Suits

Uppáhalds tónlistarmaður: 21 savage

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hindberjabrjóstsykur, filtar reimar og eitthvað gummí

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jakob i Stjörnunni

Sætasti sigurinn: Undanúrslit á móti KR

Fullt nafn: Frosti Sigurðarson

Aldur: 18 ára

Uppáhalds drykkur: Gatorade

Uppáhalds mat sölustaður: MacDonalds

Uppáhalds sjónvarps-

þáttur: Modern family

Uppáhalds tón

listarmaður: Páll Óskar

Hvað viltu í bragðarefinn

þinn: Þrist, Oreo og Hockey

Pulver

Besti leikmaður sem þú

hefur mætt: Jón Arnór

Stefánsson

Sætasti sigurinn: Þegar við fórum á Krókinn í úrslitakeppninni í drengjaflokki í

fyrra og unnum þá frekar

óvænt þökk sé coach Val Orra (aldrei lítill alltaf stór)

Mestu vonbrigðin: Úrslit á

móti Stjörnunni

Uppáhalds lið í NBA: 76ers

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr

öðru íslensku

liði í þitt

lið: Pétur i Stjörnunni

Hver er skemmtilegastur í klefanum?

Jökull

Í hvernig körfuboltaskóm spilar þú: Lebron 20

Hvaða þrjá leikmenn tækir

þú með þér á eyðieyju:

Viktor í Stjörnunni, Lárus í KR og Pétur í Stjörnunni

Hvað er skemmtilegast að

gera á æfingum: 11 manna hraðaupphlaup með Sidda

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Skotin sem Elli lætur okkur gera

Mestu vonbrigðin: Þegar

Halldór Garðar setti 2 þrista í andlitið á mér í Pickup

Uppáhalds lið í NBA: Boston Celtics

Ef þú fengir að velja einn

leikmann úr öðru íslensku

liði í þitt lið: Kári Jónsson

Hver er skemmtilegastur í klefanum:

Magnús Pétursson

Í hvernig körfuboltaskóm

spilar þú: Kyrie 5 low

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju:

Magga P, Matthew og Gubba, læt þá gera alla vinnuna

Hvað er skemmtilegast að

gera á æfingum: 3 á 2, 2 á 1

Hvað er leiðinlegast að

gera á æfingum: Walkthrough

Fullt nafn: Ásdís Lilja

Færseth Guðjónsdóttir

Aldur: 15 ára

Uppáhalds drykkur:

Epla Svali

Uppáhalds

matsölu-

staður: Subway

Uppáhalds

sjónvarps-

þáttur: Gossip Girls

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake

Hvað viltu í bragðarefinn

þinn: Frosin hindber, jarðarber, piparfylltan lakkrís og

sterkan brjóstsykur

Besti leikmaður sem

þú hefur mætt: Kolla í

stjörnunni

Sætasti sigurinn: Vinna Njarðvík

Fullt nafn:

Ásdís Elva Jónsdóttir

Aldur: 16 ára

Uppáhalds drykkur:

Appelsín eða mjólk

Uppáhalds matsölustaður: Castello Uppáhalds sjónvarpsþáttur: FBI

Uppáhalds tónlistarmaður:

Drake

Hvað viltu í bragðarefinn

þinn: Tvöfalt kökudeig og

daim-kurl

Besti leikmaður sem þú

hefur mætt: Daniela Wallen á

æfingu

Sætasti sigurinn: Þegar ég varð Íslandsmeistari með

Ungmennaflokki 2023

Mestu vonbrigðin: Tapa

með 1 stigi

Uppáhalds lið í NBA: Golden State

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru

íslensku liði í

þitt lið: Emma í Þór Akureyri

Hver er skemmtilegastur í

klefanum: Hildur

Í hvernig körfuboltaskóm

spilar þú: Lebron

Hvaða þrjá leikmenn tækir

þú með þér á eyðieyju: Sigurbjörg, Alma og Sigurlaug Evu

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum: Tækniæfingar

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Línuhlaup

Mestu vonbrigðin: Finlandsferðin mín með u15 útaf meiðslum

Uppáhalds lið í NBA: Ég hef haldið með Lakers frá því ég var lítil

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kolbrún

María í Stjörnunni

Hver er skemmtilegastur í klefanum: Hildur Ósk

Í hvernig körfuboltaskóm

spilar þú: Kyrie 4

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hildi, Kamillu og Hönnu

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum: Spila

Hvað er leiðinlegast að gera

á æfingum: Taka spretti

Fullt nafn: Anna Lára Vignisdóttir

Aldur: 18 ára

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður: Búllan

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Modern Family

Uppáhalds tónlistarmaður: Bríet og Bubbi

Hvað viltu í bragðarefinn

þinn: Salmíak, Oreo og Hockey pulver

Besti leikmaður sem þú

hefur mætt: Sara Rún

Sætasti sigurinn: Þegar við urðum deildarmeistarar í

meistarflokki kvenna

Mestu vonbrigðin: Ná ekki íslandsmeistaratitlinum í ár

Fullt nafn: Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir

Aldur: 15 ára

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður: Subway

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The summer I turned pretty

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake

Hvað viltu í bragðarefinn

þinn: Jarðarber, Oreo og Nutella

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Rebekka í KR

Sætasti sigurinn: Allir sigrar jafn sætir

Uppáhalds lið í NBA: San Antonio Spurs

Ef þú fengir að velja einn

leikmann úr öðru íslensku

liði í þitt lið: Söru Líf Hver er skemmtilegastur í

klefanum: Agnes Maria Í hvernig körfuboltaskóm spilar

þú: Lebron 20

Hvaða þrjá leikmenn

tækir þú með þér á eyðieyju: Agnesi Maríu til að hlæja, Önnu Ingunni til að halda uppi stemmningu og Ólöfu til að redda okkur frá þessari eyju

Hvað er skemmtilegast að

gera á æfingum: Einstaklingsæfingar og spila

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Myndi segja varnar drill bara af því að það er svo erfitt

Mestu vonbrigðin: Að lenda of oft í 2. sæti

Uppáhalds lið í NBA: Lakers

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hulda María í Njarðvík

Hver er skemmtilegastur í klefanum: Stella

Í hvernig körfuboltaskóm

spilar þú: Kyrie Irvings

Hvaða þrjá leikmenn tækir

þú með þér á eyðieyju: Ölmu, Kristbjörgu og Ásdísi Lilju

Hvað er skemmtilegast að

gera á æfingum: Skotæfingar

Hvað er leiðinlegast að gera

á æfingum: Línuhlaup

28 LITLA HRAÐLESTIN
1. - 2. FLOKKUR DRENGJA 3.4. FLOKKUR DRENGJA 1. - 2. FLOKKUR STÚLKNA
29 LITLA HRAÐLESTIN
3. - 4. FLOKKUR STÚLKNA 5.6. FLOKKUR DRENGJA 5.6. FLOKKUR STÚLKNA 8. FLOKKUR STÚLKNA
30 LITLA HRAÐLESTIN
7.
FLOKKUR STÚLKNA
7.
8. FLOKKUR DRENGJA
9.
10. FLOKKUR DRENGJA
31 LITLA HRAÐLESTIN
STÚLKNA
9.10. FLOKKUR
UNGMENNAFLOKKUR STÚLKNA
UNGMENNAFLOKKUR DRENGJA
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.