1 minute read

NETTÓMÓTIÐ 2023

Öllum til mikillar gleði gátu Keflavík og Njarðvík haldið Nettómótið í byrjun mars í sinni eðlilegu mynd í fyrsta sinn í þrjú ár. Mótið er stærsta körfuboltamót landsins, yfir 1000 keppendur mættu og átti Keflavík flesta þátttakendur, hvorki meira né minna en 130 krakkar sem skipuðu 25 lið. Á Nettómótinu spilar hvert lið 4-5 leiki og svo er allskonar afþreying í boði s.s. hoppukastalar í Nettóhöll, bíóferð, kvöldvaka, sund, pizzaveisla og lokahóf. Leikmennirnir okkar voru félaginu til sóma innan vallar sem utan og ekki annað hægt að segja en að framtíðin sé björt í Keflavíkur körfuboltanum. Unglingaráð vill nota tækifærið og færa félagsmönnum bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag á Nettómótinu nú sem fyrr. Án ykkar gæti félagið ekki staðið í slíkri stórframkvæmd.

Advertisement