1 minute read

„Á TOPPNUM ERU

DANIELA WALLEN OG ANNA INGUNN“

- ÍRENA MARGRÉT ER KÖRFUBOLTASTÚLKA ÚR SUÐURNESJABÆ

Advertisement

Nafn: Írena Margrét Óladóttir

Aldur: 9 ára

Skóli: Gerðaskóli

Bekkur: 3. bekk

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta? Þegar ég var 5 ára árið 2019.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Að læra eitthvað nýtt, spila og fara í planka.

Hver í liðinu er fyndnastur? Emelía.

Hvernig ferðu á æfingar?

Mamma og pabbi skutla mér og sækja alltaf nema á fimmtudögum, þá skutlar amma mér af því að þau eru ennþá að vinna þegar æfingin byrjar.

Uppáhalds körfuboltakona? Ég á margar uppáhalds, en á toppnum eru Daniela Wallen og Anna Ingunn.

Uppáhalds körfuboltamaður? David Okeke og Igor Maric.

Hvaða lið er skemmtilegast að keppa á móti? KR

Hvor er betri í körfu mamma þín eða pabbi? Pabbi! Hann er geggjaður í körfu en mamma getur varla dripplað með einni hendi.