1 minute read

FJÖLMENNUM Á LANDSMÓT!

Unglingalandsmót UMFÍ verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina 3. - 6. ágúst 2023.

Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin frá árinu 1993. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og ungmenna ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Advertisement

Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

• Þátttakendur geta keppt í mörgum fjölbreyttum greinum

• Þarft ekki heilt lið í hópíþróttir, það er fyllt upp í lið með þátttakendum af öllu landinu

• Keflavík greiðir þátttökugjald sinna iðkenda

• Veglegar kvöldvökur þar sem okkar besta tónlistarfólk kemur fram

Nánari upplýsingar hér: https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/almennar-upplysingar