
Share Public Profile
Eirberg
Eirberg ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur stuðlað að bættri heilsu viðskiptavina sinna í 25 ár. Við byggjum þjónustu okkar á faglegum grunni og vönduðum vörum og leggjum okkur fram við að hjálpa fólki að auka lífsgæði sín. Þjónusta okkar og vörur styðja heilsueflingu og meðvitaðan lífsstíl. Við leggjum áherslu á vörur sem auðvelda hreyfingu og útivist og auðga jafnframt daglegt líf. Verslun Eirbergs að Stórhöfða 25 býður fjölbreytt vöruval og persónulega þjónustu. Á skrifstofum Eirbergs og Stuðlabergs heilbrigðistækni, fyrir ofan verslunina, veita hjúkrunarfræðingar og aðrir sérfræðingar þjónustu eftir skurð- og brjóstaaðgerðir, vegna þrýstingssokka og þrýstingserma og vegna stóma og þvagleggja. Vefverslunin eirberg.is býður fría heimsendingu þegar verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira, allt að 20kg. Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. (stb.is) er systurfyrirtæki Eirbergs og býður fagaðilum og almenningi vandaðar heilbrigðisvörur og faglega ráðgjöf. Meðal starfsfólks eru hjúkrunarfræðingar með stóma- og þvagleggjaþjónustu, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, þroskaþjálfi og aðrir sérfræðingar í velferðartækni. Í sýningarsal Stuðlabergs á efstu hæð Stórhöfða 25 er fjölbreytt úrval hjálpartækja til sýnis og prófunar. Stuðlaberg býður margskonar hjálpartæki sem eru í samningi við Sjúkratryggingar. Fyrirspurnir má senda á stb@stb.is. Afgreiðslutímar í verslun Eirbergs Stórhöfða 25 - virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 11-16.