Rodalon leiðbeiningar

Page 1

BAÐ OG ELDHÚS

Athugið: Rodalon má ekki blandast sápu því það eyðileggur áhrifin af efninu. Ísskápar, frystiskápar og þess háttar Blandið 1 dl. af Rodaloni saman við 1 L. af vatni og þvoið vel. Skolið á eftir með hreinu vatni. Skurðarbretti, borðplötur o.fl. Skurðarbretti geta verið gróðrarstía fyrir bakteríur, sem þrátt fyrir þvott þrífast í rifum og glufum. Mikilvægt er að sótthreinsa slíka hluti með Rodalon upplausn 1:10. Skolið vel með hreinu vatni á eftir. Borðtuskur, svampar og uppþvottaburstar Borðtuskur og uppþvottaburstar geta verið full af bakteríum. Leggið tuskur og uppþvottabursta í bleyti í Rodalon upplausn 1:10 í 10 -20 mínútur. Þvoið á eftir á venjulegan hátt. Baðherbergi Rodalon fjarlægir óæskilega lykt og eyðir bakteríum á baðherbergjum. Blandið Rodalon 1:10 og þrífið baðherbergið vandlega. Með því hverfa bakteríur sem eru valdur að vondri lykt. Sturtur og baðkör Oft sjást svartir blettir í sturtum og baðkörum, einkum í fúgu milli flísa, sem eru sveppamyndun. Blandið Rodalon 1:10 og þvoið svæðið vandlega. Meðhöndlun með Rodaloni kemur í veg fyrir að bakteríur og sveppir þrífist. Ef svartir blettir hafa myndast er æskilegT, eftir rækilega hreinsun með Rodaloni, að þrífa svæðið með hreinsiefni sem inniheldur klór. Sturtuhengi Með tímanum geta myndast svartir blettir í sturtuhengjum sem eru sveppamyndun. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að leggja sturtuhengið í bleyti í Rodolon upplausn 1:10 í eina til tvær klukkustundir. Ef þegar hafa myndast svartir blettir má fyrst leggja sturtuhengið í Rodalon blöndu og síðan skrúbba svörtu blettina með hreinsiefni sem inniheldur klór.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.