NoseBuddy Neti Pot. Að skola nefið með saltvatni fjarlægir ekki bara óhreinindi og kemur í veg fyrir kvef. Nefskolun (einnig kallað neti) hefur jákvæð áhrif á kinn- og ennisholur og nærliggjandi svæði; augu, eyru, háls og heila og þar með hugarástand þitt.
Notuð er blanda af kranavatni og salti. Engin ástæða til að kaupa úða eða tilbúnar lausnir. Ágætt er að sjóða vatnið áður og kæla síðan undir 30 gráður, en gæði neysluvatnsins hér á landi gerir það þó ekki nauðsynlegt. Ekki er æskilegt að geyma vatnið í könnunni mikið lengur en í sólarhring.
Skolunin örvar slímhimnurnar og bifhárin sem sópa óhreinindum burt úr öndunarfærum og lungum. Það er hægt að nota öndunaræfinguna físibelginn til að heinsa og þurrka nefið eftir skolunina. Físibelgurinn hreinsar þar að auki blóðið og eykur súrefnismagn þess. Regluleg nefskolun með físibelgnum á eftir getur komið í veg fyrir og fjarlægt stíflur í kinn- og ennisholum.
Sérfræðingar í öndunarfærasjúkdómum mæla með reglulegri notkun NoseBuddy.