VALLARSTJÓRI
Skýrsla Vallarstjóra 2020
malbikaður. • Tröppur niður á 47 teiginn á 3. braut á Leirdalsvelli. • Kanntsteinn lagður meðfram 4. flöt á Leirdalsvelli. • Rúmlega 600 metrar af dreni lagðir í 5. brautina á Leirdalsvelli. • Tyrft yfir uppgröft úr drenskurðum við brautarglompu á 5. braut Leirdalsvelli. • Tröppur lagðar upp á teig 54 á 6. braut á Leirdalsvelli. • Dren lagt fyrir aftan flöt á 6. braut á Leirdalsvelli. • Glompan vinstra megin við 6. flöt á Leirdalsvelli endurgerð. • Glompan hægra megin við 6. flöt á Leirdalsvelli endurgerð. • Dren lagt í 7. braut flatarmegin við göngustíg á Leirdalsvelli. • Uppgröftur tyrfður og gengið frá honum á 7. braut. • Kanntsteinn lengdur við 8. teigana á Leirdalsvelli. • Kanntsteinn og aðkoma að teigum á 10. braut á Leirdalsvelli. • Gert við leka á tjörn milli 5. og 12. brauta. • Tvær tröppur settar við teiga 54 og 59 á 13. braut á Leirdalsvelli. • Kanntsteinn settur meðfram stíg við 13. teigana á Leirdalsvelli. • Bætt aðgengi að teig 47 og 52 á 13. braut á Leirdalsvelli. • Gilið vinstra megin við 14. brautina slegið niður til að flýta leik. • Vinna við nýja púttflöt við skála en henni er ekki lokið. • Frágangur umhverfis nýju púttflatarinnar en henni er ekki lokið. • Frágangur við þvottagryfju fyrir Mýrina og einnig gróðursettar plöntur þar. • Nýr stígur lagður frá 9. flötinni á Mýrinni þar sem sá gamli fór undir viðbygginguna. • Gróðursettar plöntur í samvinnu við Garðyrkjustjóra Kópavogs norðan megin við Kópavogshluta Leirdalsvallar, 200 stykki af öspum og greni voru sett niður.
Vellirnir okkar komu vel undan vetri hvað varðar grasgæði og opnuðum við vellina 12.maí. Eftir miklar vangaveltur um hvernig væri best að gera það í ljósi aðstæðna í heiminum í Covid-19 faraldri voru fundnar lausnir sem kylfingar þekkja vel eftir sumarið. Okkur var svo gert að loka vellinum þann 9 október að beðni sóttvarnayfirvalda sem og við gerðum en opnuðum aftur þann 19 október, aftur var okkur gert að loka sem var þá okkar loka lokun og var það þann 31 október. Þetta gerir golf tímabil upp á 165 daga hjá okkur í GKG sem er 10 dögum styttra en frá árinu áður. Miklar frostlyftingar voru í vellinum snemma vors en við náðum að valta það vel niður áður en opnað var. Þetta var það mesta sem undirritaður hefur séð í vellinum en vel gekk að ná því til baka þegar frostið fór úr að lokum. Covid-19 reglur voru við lýði í sumar og má þar nefna helst að hólkar voru settir í holurnar, megnið af sumrinu voru engar hrífur í glompum og takmarkað var af rusladöllum og boltaþvottastöndum. Allt var þetta gert til að lágmarka sameiginlega snertifleti fyrir kylfinga. Það er mat okkar að þrátt fyrir þessar nýju reglur hafi allt gegnið eins og best verður á kosið þó sumir hefðu hugsanlega mátt ganga aðeins betur frá sandinum í glompum. Enn erum við að vinna eftir planinu okkar um að koma flötunum í fremstu röð og er það mat Vallarstjóra að við erum að vinna okkur í rétta átt og áttu flatirnar okkar bara nokkuð gott ár í ár. Við höfum undanfarin ár verið að yfirsá með túnvingli einungis en nú erum við búnir að bæta við blönduna língresi sem hefur reynst vel. Við erum aðeins farnir að sjá það koma inn í flatirnar en þetta er langhlaup.
Framkvæmdir
Líkt og undanfarin ár höfum við verið iðinn við framkvæmdir á vallarsvæðinu okkar og erum enn að. Hér að neðan má sjá lista yfir þau verk sem við flokkum sem stærri verkefni vallarstarfsmanna: • Aðkomu skilti, rammi smíðaður á verkstæði GKG og vallarstarfsmenn sáu um frágang umhverfis skiltið. • Bætt aðkoma að fyrsta teig Leirdalsvallar, malbikað plan og kanntsteinn ásamt grjóthleðslu. • Gróðursett í nýtt beð við teigana á 1. braut á Leirdalsvelli. • Vegstubbur fyrir framan teiga á 1. braut Leirdalsvallar
Margt hefur verið gert á þessu ári og er Vallarstjóri afar stoltur af hvernig hefur tekist með þær framkvæmdir sem farið hefur verið í og vonandi bæta upplifun þeirra sem njóta. Við byrjuðum upp úr miðjum ágúst á nýrri 2000 m² púttflöt við Íþróttamiðstöðina. Samkvæmt upprunalegu plani áttum við að fá svæðið frá verktakanum um miðjan maí og hefðum við þá náð að sá í það snemma sumars og náð þá að láta það grænka í sumar og hugsanlega hefði verið hægt
35