8 minute read

Vallarstjóri

Next Article
Kvennanefnd

Kvennanefnd

Skýrsla Vallarstjóra 2020

Vellirnir okkar komu vel undan vetri hvað varðar grasgæði og opnuðum við vellina 12.maí. Eftir miklar vangaveltur um hvernig væri best að gera það í ljósi aðstæðna í heiminum í Covid-19 faraldri voru fundnar lausnir sem kylfingar þekkja vel eftir sumarið. Okkur var svo gert að loka vellinum þann 9 október að beðni sóttvarnayfirvalda sem og við gerðum en opnuðum aftur þann 19 október, aftur var okkur gert að loka sem var þá okkar loka lokun og var það þann 31 október. Þetta gerir golf tímabil upp á 165 daga hjá okkur í GKG sem er 10 dögum styttra en frá árinu áður. Miklar frostlyftingar voru í vellinum snemma vors en við náðum að valta það vel niður áður en opnað var. Þetta var það mesta sem undirritaður hefur séð í vellinum en vel gekk að ná því til baka þegar frostið fór úr að lokum. Covid-19 reglur voru við lýði í sumar og má þar nefna helst að hólkar voru settir í holurnar, megnið af sumrinu voru engar hrífur í glompum og takmarkað var af rusladöllum og boltaþvottastöndum. Allt var þetta gert til að lágmarka sameiginlega snertifleti fyrir kylfinga. Það er mat okkar að þrátt fyrir þessar nýju reglur hafi allt gegnið eins og best verður á kosið þó sumir hefðu hugsanlega mátt ganga aðeins betur frá sandinum í glompum. Enn erum við að vinna eftir planinu okkar um að koma flötunum í fremstu röð og er það mat Vallarstjóra að við erum að vinna okkur í rétta átt og áttu flatirnar okkar bara nokkuð gott ár í ár. Við höfum undanfarin ár verið að yfirsá með túnvingli einungis en nú erum við búnir að bæta við blönduna língresi sem hefur reynst vel. Við erum aðeins farnir að sjá það koma inn í flatirnar en þetta er langhlaup.

Advertisement

Framkvæmdir

Líkt og undanfarin ár höfum við verið iðinn við framkvæmdir á vallarsvæðinu okkar og erum enn að. Hér að neðan má sjá lista yfir þau verk sem við flokkum sem stærri verkefni vallarstarfsmanna: • Aðkomu skilti, rammi smíðaður á verkstæði GKG og vallarstarfsmenn sáu um frágang umhverfis skiltið. • Bætt aðkoma að fyrsta teig Leirdalsvallar, malbikað plan og kanntsteinn ásamt grjóthleðslu. • Gróðursett í nýtt beð við teigana á 1. braut á Leirdalsvelli. • Vegstubbur fyrir framan teiga á 1. braut Leirdalsvallar malbikaður. Tröppur niður á 47 teiginn á 3. braut á Leirdalsvelli. Kanntsteinn lagður meðfram 4. flöt á Leirdalsvelli. Rúmlega 600 metrar af dreni lagðir í 5. brautina á Leirdalsvelli. Tyrft yfir uppgröft úr drenskurðum við brautarglompu á 5. braut Leirdalsvelli. Tröppur lagðar upp á teig 54 á 6. braut á Leirdalsvelli. Dren lagt fyrir aftan flöt á 6. braut á Leirdalsvelli. Glompan vinstra megin við 6. flöt á Leirdalsvelli endurgerð. Glompan hægra megin við 6. flöt á Leirdalsvelli endurgerð. Dren lagt í 7. braut flatarmegin við göngustíg á Leirdalsvelli. Uppgröftur tyrfður og gengið frá honum á 7. braut. Kanntsteinn lengdur við 8. teigana á Leirdalsvelli. Kanntsteinn og aðkoma að teigum á 10. braut á Leirdalsvelli. Gert við leka á tjörn milli 5. og 12. brauta. Tvær tröppur settar við teiga 54 og 59 á 13. braut á Leirdalsvelli. Kanntsteinn settur meðfram stíg við 13. teigana á Leirdalsvelli. Bætt aðgengi að teig 47 og 52 á 13. braut á Leirdalsvelli. Gilið vinstra megin við 14. brautina slegið niður til að flýta leik. Vinna við nýja púttflöt við skála en henni er ekki lokið. Frágangur umhverfis nýju púttflatarinnar en henni er ekki lokið. Frágangur við þvottagryfju fyrir Mýrina og einnig gróðursettar plöntur þar. Nýr stígur lagður frá 9. flötinni á Mýrinni þar sem sá gamli fór undir viðbygginguna. Gróðursettar plöntur í samvinnu við Garðyrkjustjóra Kópavogs norðan megin við Kópavogshluta Leirdalsvallar, 200 stykki af öspum og greni voru sett niður.

Margt hefur verið gert á þessu ári og er Vallarstjóri afar stoltur af hvernig hefur tekist með þær framkvæmdir sem farið hefur verið í og vonandi bæta upplifun þeirra sem njóta.

Við byrjuðum upp úr miðjum ágúst á nýrri 2000 m² púttflöt við Íþróttamiðstöðina. Samkvæmt upprunalegu plani áttum við að fá svæðið frá verktakanum um miðjan maí og hefðum við þá náð að sá í það snemma sumars og náð þá að láta það grænka í sumar og hugsanlega hefði verið hægt

HEKKKLIPPUR

Beinn og skilvirkur sláttur. Flugbeitt skæri. Auðvelt í notkun og meðfærilegt.

SLÁTTUORF

Betri afköst og ending. Þetta sláttuorf er framleitt til þess að takast á við krefjandi verkefni.

SNJÓBLÁSARI

Öflugur snjóblásari með stillanlegum kastara. Fer leikandi í gegn um mikinn og þungan snjó og kastar allt að 12 metra. Samanbrjótanlegur og fyrirferðalítill í geymslunni eða bílskúrnum.

LAUFBLÁSARI

Kraftinum er auðveldlega stjórnað með einum fingri. Hraðabreytingar, Turbo kraftur og sjálfvirk hraðastýring

RAFHLAÐAN Hleðslurafhlaða fyrir öll verk. Þrjár mismunandi stærðir í boði 2.5Ah – 6.0Ah - 7.5Ah Öll 60 volt

GARÐSLÁTTUVÉL

Fer alltaf í gang! Ekkert vesen. Þægileg í notkun og umgengni. Samanbrjótanleg og fyrirferðalítil í geymslunni eða bílskúrnum.

Count on it.

að opna það síðsumar 2021, við fengum svæðið í hendur um miðjan ágúst eins og áður sagði og gekk verkið vel framan af en svo kom stopp hjá sand salanum sem við notum í rótarlag og því náðum við ekki alveg að klára að móta það nú í haust. Stefnan er sett á að klára að keyra í það sandinum í vetur og ná sáningu snemma í vor og við munum gera allt í okkar valdi til að koma því sem fyrst í leik. Mikið er rætt um 18. flötina á meðal okkar félagsmanna og sitt sýnist hverjum. Tekin hefur verið sú ákvörðun að flötin verður tekin upp í heild sinni og endurmótuð og sáð í hana aftur. Stefnan er að loka mánudaginn eftir meistaramót 2021 og opna aftur á meistaramóti ári seinna. Undirbúningur að þessari framkvæmd er byrjuð og verður veturinn notaður í að fínpússa áætlun þessa verkefnis.

Vélakostur

Á árinu keyptum við tvær nýjar brautarslátturvélar, nýja forflataslátturvél og tvo nýja golfbíla í leiguna hjá okkur. Á móti voru gömlu vélarnar seldar þar sem um endurnýjun var að ræða en ekki fjölgun á tækjum. Í skoðun fyrir komandi ár eru fimm nýir litlir vinnubílar með palli og nýr gæslubíll fyrir vallargæsluna, þá er einnig verið að skoða nýja dráttarvél fyrir völlinn. Nýir vinnubílar myndu leysa af hólmi einn bíl sem er 1995 árgerð og tvo sem eru 1997 árgerð og hinir tveir komu rétt upp úr aldarmótum. Ný dráttarvél myndi leysa af hólmi tvær dráttarvélar en önnur þeirra er frá 1984 og hin er frá 1998. Þetta eru sumhver orðin verulega gömul og lúin tæki. Við höfum verið að standa okkur nokkuð vel undanfarin ár í að endurnýja flotann okkar en við verðum samt að halda áfram á hverju ári því annars lendum við í því að þurfa að taka stærri og dýrari vélapakka sem erfiðara verður að koma saman fjárhagslega. Molar eru líka brauð.

Starfsmannahald

Fjórir heilsársstarfsmenn eru við störf á Vallarsviði GKG. Guðmundur Á. Gunnarsson Vallarstjóri, Guðni Þorsteinn Guðjónsson aðstoðar Vallarstjóri, Hafsteinn Eyvindsson Verkstæðisformaður og Andrés I. Guðmundsson yfirsnyrtipinni og þúsundþjalasmiður. Þegar mest var í sumar þá voru 20 manns að störfum og ber að þakka þeim fyrir frábær störf fyrir GKG í sumar. Vanalega höfum verið þrír við að koma vellinum af stað á vorin og einnig í að ganga frá á haustin. Í ár vorum við með í áætlun að taka inn fjóra sem myndu byrja 1 apríl og vera til enda október. Það sást mjög vel strax í vor hvað þetta skiptir miklu máli að hafa nægilega margar hendur til að vinna öll þau verk sem þarf að vinna og urðu kylfingar varir við það þegar við opnuðum í vor hvað mikið var búið að gera og laga og komu margir að máli við okkur um hvað mikið væri búið að gera. Þess má líka geta að þegar þetta er skrifað aðeins komið inn í nóvember og 6 stiga hiti er úti eru 7 manns úti á velli að vinna verkefni sem skila sér vonandi með ánægðari kylfinga strax næsta vor. Vallarstjóri er með leyfi að halda þessum strákum eitthvað áfram á meðan veður leyfir og við getum verið að vinna í vellinum okkar.

Lokaorð

Þrátt fyrir þennan heimsfaraldur þá er það mitt mat að sumarið var bara skrambi gott, völlurinn fínn og margt búið að gera til að bæta upplifun golfarans sem skilar sér í ánægðari golfara. Á mínum 19 árum sem Vallarstjóri GKG hef ég sjaldan upplifað sjálfur eins mikla ánægju með það sem við erum að gera á vellinum sem er frábært að upplifa og ýtir manni upp á næsta pall í að halda áfram að gera völlinn betri og flottari svo allir GKG meðlimir séu stoltir af sínum heimavelli. Nú eru vallarstarfsmenn farnir að sjá ljósið í enda gangana þegar kemur að bættri vinnu aðstöðu fyrir okkur þar sem það eru farnar að birtast teikningar af nýju áhaldahúsi til að rýna til gagns en það væri þvílík lyftistöng bæði fyrir menn og tæki. Í dag búum við í mjög litlu húsi sem er skrifstofa, verkstæði og lítill vélasalur, þá erum við líka með aðstöðu í 11 gámum sem er ekkert sérstakt að búa við þar sem gámar eru ekki neitt sérstakir til geymslu á rándýrum tækjum. Við höfum ekki einu sinni pláss til að geyma golf leigubílana okkar en þá þarf að senda út í bæ í geymslu ár hvert. Að lokum langar mig að þakka því frábæra starfsfólki sem var með okkur á Vallarsviði þetta ár sem er að líða og þar má ekki gleyma Heldri borgurunum sem sáu um æfingasvæðið hjá okkur og gerðu að vanda með miklum sóma. Þá vil ég þakka Guðna, Hafsteini og Andrési fyrir samstarfið, einnig framkvæmdastjóra, formanni, vallarnefnd og stjórn GKG fyrir samstarfið.

Guðmundur Árni Gunnarsson Vallarstjóri.

KRINGLUNNI, 2 HÆÐ.

This article is from: