1 minute read

Nýr starfsmaður

Next Article
Mótanefnd

Mótanefnd

Aukin þjónusta með tilkomu golfhermana

Birgir Leifur Hafþórsson, nýr stafsmaður hjá GKG

Advertisement

Birgir Leifur Hafþórsson hóf störf hjá GKG núna á haustmánuðunum sem markaðs- og viðburðarstjóri GKG. Okkur lék forvitni á að heyra í Birgi Leif, hvernig þessi margfaldi Íslandsmeistari og okkar besti atvinnumaður fyrr og síðar sér starfið fyrir sér en hvað réði því að Birgir Leifur kom til starfa hjá GKG?

Ég hef verið svo heppinn að fá að vera hluti af GKG í þeirri framþróun sem hefur átt sér stað síðan 2003 og hefur það verið mjög skemmtilegt ferðalag. Ég ákvað í ágúst 2019 að leggja kylfurnar á hilluna og hefja MBA nám í HR og hefur það verið gríðarlega skemmtilegt og þroskandi nám.

Það var svo frábært að fá það tækifæri að koma inn í fullt starf hjá GKG núna samhliða lokaárinu mínu í náminu, það eru mjög spennandi tækifæri sem við hjá GKG erum að fara að upplifa á næsta ári. Með tilkomu stækkunar á inniaðstöðunni í Íþróttamiðstöð GKG ásamt því að hafa Kórinn þá munum við geta boðið upp á golfiðkun allt árið. Ef að allir hermarnir 22 eru fullskipaðir þá geta alls 88 kylfingar spilað inni. Mitt hlutverk ásamt öllu starfsfólki GKG er búa til fyrsta flokks þjónustu fyrir meðlimina. Við erum með úrvalslið á okkar snærum og verður mjög gaman að fá tækifæri til að vinna með þeim í að skapa upplifun fyrir okkar félagsmenn. Markmið okkar er að vera með fjölbreytta þjónustu fyrir félagsmenn, fyrirtæki og alla kylfinga sem vilja stunda golf allt árið.

Tækifærin eru mikil og verður áherslan lögð á námskeiðahald, fyrirtækjamót, hópefli, mótahald og almenna golfkennslu sem er einstaklingsmiðuð. Það er alltaf gott veður hjá okkur inni og samhliða því verður veitingastaðurinn okkar Mulligan með Vigni matreiðslumeistara og hans úrvalslið í fararbroddi með veislu alla daga.

Þetta verður krefjandi en skemmtilegt starf og ég sé fyrir mér að við hjá GKG munum bjóða golf allt árið um kring en um leið skapa flott og notalegt félagsheimili með skemmtilegu andrúmslofti fyrir okkar félagsmenn.

This article is from: