GK-223
Bakki
1703: "Backe, bygð í óskiftu heimalandi ness á Seltjarnarnesi og nú lögbýli kallað. Jarðardýrleiki er óviss." JÁM III, 238. Neskirkjueign. 1397: Neskirkja á: "Þridiunginn i Heimalandi ... Eidzlandi. Backa oc Byggardi." (DI IV 108-109) Sjálfstæð jörð a.m.k. frá 14. öld en átti óskipt land með Nesi og taldist hjáleiga þaðan í jarðab. 1760. Á Bakka er aftur minnst í Gíslamáldaga um Nes 1575. Þar er aftur sagt að kirkjan í Nesi eigi þriðjung af heimalandi Bakka með rekum, skógum og afréttum (sbr. DI XV, 637).
1703: "Túnin brýtur sjáfargángur til stórskaða. Engjar eru öngvar. Útihagar öngvir nema í óskiptu heimajarðarinnar ness landi, og þó þröngvir." JÁM III, 238. 1916: Tún 2,2 teigar, garðar 1570m2. GK-223:001 Bakki bæjarhóll býli 64°09.066N 22°00.069V "Talið er, að bærinn Bakki hafi áður staðið við tjörn þá, sem við hann er kennd og kölluð Bakkatjörn," segir í Seltirningabók. "Steinhúsið á Bakka sem nú er hluti af húsinu Bakkavör 2" segir ennfremur í sömu bók. Ekki er ósennilegt, sérstaklega ef túnakort er borið saman við loftmynd, að bærinn hafi áður staðið um 60 m suðvestar en Bakkavör 2, líklega fast sunnan við Suðurströnd, þar sem nú er innkeyrsla og bílaplan við hús Slysavarnarfélagsins. Samkvæmt Seltirningabók var steinhúsið að Bakkavör 2 reist 1926, en eldra bæjarhús stóð að hluta fram til 1967 og var nýtt sem áhaldahús Seltjarnarneshrepps. Síðasta íbúðarhúsið á Bakka stendur enn og kallast í dag Bakkavör 2 og er í þéttbyggðri og gróinni götu. Nokkuð er búið að byggja við Bakkavör 2, en upphaflega húsið hefur verið tvílyft steinhús. Þar sem líkur eru á að eldri íbúðarhús á Bakka hafi áður staðið samkvæmt túnakorti hafa talsverðar framkvæmdir og jarðrask átt sér stað svo ekkert sést til fornleifa þar. Á þeim slóðum er nú slétt malarplan við hús Slysavarnarfélagsins og malbikuð innkeyrsla að því húsi. Jafnframt hefur farið fram nokkur landfylling vegna hafnarframkvæmda fast sunnan og vestan gamla bæjarstæðisins. Steinhúsið að Bakkavör 2 er reisulegt steinhús sem talsvert er búið að byggja við í seinni tíð, en ekkert sést til eldri bygginga vegna mikils rasks innan fyrrum marka jarðarinnar. Hættumat: hætta, vegna ábúðar Heimildir: Seltirningabók, 112 og 117; túnakort 1916 64°09.322N 22°00.942V GK-223:002 Bakki heimild um býli "Talið er, að bærinn Bakki hafi áður staðið við tjörn þá, sem við hann er kennd og kölluð Bakkatjörn," segir í Seltirningabók. Alls er óvíst hvar við Bakkatjörn bæjarstæði Bakka hefur áður verið, en líklegast er að bærinn hafi verið sunnan við Bakkatjörn því norðan hennar er land sem tilheyrir Nesi. Grasivaxið og þýft svæði milli Bakkatjarnar að norðan og fjöru að sunnan, þvert yfir svæðið frá austri til vesturs liggur malbikaður vegur og gangstígur. Enginn veit hvar við Bakkatjörn bærinn hefur verið. Hvergi á svæðinu vottar fyrir sérstökum ójöfnum
43