
4 minute read
Sjóminjar
fjarri heimahögunum. Staðreyndin er sérstakalega áhugaverð í ljósi þeirra vangavelta sem hafa verið settar fram um mögulegan aldur Lambastaða (sjá kafla um byggðasögu).
Sjóminjar
Advertisement
Minjar tengdar sjósókn voru einna algengastar minja á Seltjarnarnesi og þarf það e.t.v. ekki að koma á óvart þegar blómleg sjósókn Seltirninga í gegnum aldirnar er höfð í huga. Samtals voru skráðar 46 fornleifar tengdar sjósókn á Seltjarnarnesi. Af þessum fornleifum hefur þegar verið fjallað um sjö sjóvarnargarða en að neðan fylgir umfjöllun um aðrar minjar í þessum flokki.
Algengastar sjóminja á Seltjarnarnesi eru varir. Samtals voru skráðar 16 varir/lendingar, á öllum lögbýlunum átta og á mörgum af smærri býlunum. Um helmingur varanna er nú alveg horfinn í landfyllingu og umrót síðari tíma en hinar (221:003, 223:004, 224:037, 039 og 044, 225: 004, 226:008 og 228:009) má enn greina á fjöru. Varirnar á nesinu voru misgóðar en flestar þeirra þurfti að hreinsa reglulega þar sem stórgrýti vildi safnast í þær. Þegar dreifing varanna er skoðuð má sjá að skörp skil eru í dreifingu milli norður- og suðurstrandar nessins og eru meira en tvöfalt fleiri varir norðanmegin á nesinu. Ástæður þessa munar kunna að vera margvíslegar en bent hefur verið á að líklega hafi þyngst vegið að styttra var á fiskimiðin frá norðanverðu nesinu. Hefur það að líkindum vegið þyngra heldur en hvort ryðja þurfti varirnar til að halda þeim hreinum.37 Heimildir eru þekktar um uppsátur á fjórum stöðum á Seltjarnarnesi (224:058, 224:071, 225:005 og 226:016) og sjást merki þeirra á einum stað (225:005). Staðsetning fjögurra hjalla er þekkt á nesinu. Tveggja þeirra var getið í Jarðabók Árna og Páls frá 1703, annars vegar beint suður af Nesi (224:059) og hins vegar fram af verbúðum á Suðurnesi (224:142). Heimildir um hina hjallana tvo eru töluvert yngri. Annars vegar var hjallur þar sem enn stendur skúr við Bollagarðsvör (224:092) og hins vegar var hjallur í Gróttu (225:007) sem var skráður í fornleifaskráningu árið 1980 en er nú horfinn. Þrjár sjóbúðir voru skráðar á Seltjarnarnesi. Um tvær þeirra, sjóbúð í Gróttu (225:015) og óstaðsetta sjóbúð í Neslandi (sjá 224:062), er getið í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 en ummerki um hvoruga sjást nú á yfirborði. Sjóbúð var hins vegar byggð að nýju í Gróttu um 1930 (225:006) og stendur hún enn. Húsið er nú í eigu Rótarýklúbbs Seltjarnarness sem hefur látið gera húsið upp. Sjóbúðin er timburhús undir bárujárnsklæddu þaki og virðist vera í góðu ástandi.
37 Sbr. t.d. Guðrún Einarsdóttir. 1979, 14-15.
Á Seltjarnarnesi voru þekktar heimildir um þrjár verbúðir. Reyndar eru heimildir um eina þeirra, verbúð í Hrólfsskála (222:009), óljósar. Í örnefnaskrá Ara Gíslasonar er getið um klett með grasi nálægt merkjum Bakka og Hrólfsskála og segir Ari „Þetta hefur trúlega fyrst verið verbúð“. Í örnefnaskrá Guðrúnar S. Magnúsdóttur segir hins vegar: „Kjartan (Einarsson) segir, að þarna hafi aldrei verið verbúð, eins og Ari Gíslason telur,“. Engar sannanir fyrir tilvíst verbúðarinnar hafa komið í ljós við umrót á þessum slóðum en þó er ekki hægt að fullyrða að þar hafi aldrei versjóbúð verið. Örnefnið Búðir var notað sem samheiti yfir þrjár verbúðir á Suðurnesi í landi Ness (sjá 224:025). Búðanna er getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 og þar eru þær nefndar Stórabúð, Morastaðabúð og Hannesarbúð. Öll ummerki um verbúðirnar eru löngu horfin en staðsetning þeirra er þekkt, norðvestan við Búðatjörn/Fúlutjörn, á syðsta odda Suðurness. Óljósar þústir verbúða eru í Bygggarði (sjá 226:007) og tók Margrét Hermanns Auðardóttir prufuskurði í þústina og nánasta umhverfi hennar árið 2004. Í henni fann hún þykkt gólflag sem hún taldi benda til mannvistar og taldi því líklegast að tóftin kynni að vera af verbúð þótt ekki væri hægt að útiloka að hún væri sjóhús þar sem gert var að fiski og veiðarfæri voru geymd. Samkvæmt Margrét er verbúðin frá því á 16. öld. Ýmsar fleiri minjar um sjósókn en þær sem hér hafa verið upptaldar er að finna á Seltjarnarnesi. Í Suðurnesi var reist varða eða sundmerki um 1780. Varðan var reist til að auðvelda
siglingu um Valhjúkasund og var endurreist mörgum sinnum áður en yfir lauk, síðast árið 1930 í atvinnubótavinnu. Sú varða var mikil og áberandi en skekktist slagviðri árið 1996 og var rifin eftir það. Árið 1885 var reist ljósker fyrir sjófarendur á hæsta punkti Valhúsahæðar (sjá 227:020). Þar lýsti ljósið sjófarendum leið til 1895 en þá var farið að huga að Gróttuvita (225:009). Kveikt var á vitanum í Gróttu árið 1897 en öll ummerki um gamla vitann sem og ljóskerið á Valhúsahæð eru nú horfinn af yfirborði. Mikil útgerð var stunduð frá Melhúsum á árunum 1914-1939. Þá stjórnaði Thor Jensen útgerðarfélaginu Kveldúlfi sem rak fiskverkun á hluta jarðarinnar. Í tengslum við hana voru lagðar sporbrautir, reist fiskþvottahús, blautfiskjarhús, miklir fiskreitir og verkafólkshús (sjá 224:024-025 og 028). Samkvæmt Seltirningabók voru öll þessi hús komin árið 1917. Í tengslum við útgerðina voru byggðar tvær bryggjur og sjást leifar þeirra beggja enn (sjá 221:023 og 026) en flest ummerki um önnur mannvirki eru horfin. Þá eru upptaldar þær minjar um sjósókn sem skráðar voru á Seltjarnarnesi. Eins og með marga aðra minjaflokka má minna á að ekki er ólíklegt að fleiri minjar leynist undir