8 minute read

Svæðisbundnar rannsóknir í og við Nes

Árið 1980 var Seltjarnarnes í hópi fyrstu sveitarfélaga landsins sem lét gera fornleifaskráningu í landi sínu. Skráninguna gerði Ágúst Ó. Georgsson og leiddi hún í ljós 61 minjastað. Skráning var varðveitt í handriti en árið 1995 kostaði bærinn úrvinnslu verksins. Um hana sá Birna Gunnarsdóttir, fornleifafræðingur og kom hún út á skýrsluformi sama ár. Á aldarafmæli hreppsnefndar Seltjarnarness, árið 1975, var ákveðið að láta skrifa og gefa út sögu hreppsins. Árið 1978 var Heimir Þorleifsson, sagnfræðingur, ráðinn til verksins og vann hann það í hjáverkum á næstu árum. Seltirningabók, ítarleg úttekt á sögu byggðar á nesinu kom svo út árið 1991.

Rétt fyrir aldamótin 2000 lauk danski sagnfræðingurinn Christina Folke Ax cand. mag. ritgerð sinni í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Viðfangsefnið var menningarmunur á Íslandi í lok 18. aldar og var rannsóknarsvæðið Seltjarnarnes. Christina fór í gegnum margvíslegar heimildir um íbúa á Seltjarnarnesi á þessu skeiði, s.s. skiptagjörðir, dómabækur og manntöl og notaði þær upplýsingar sem hún fékk þaðan til að varpa ljósi á daglegt líf og menningarmun sem hún taldi hafa verið á nesinu á þessu skeiði. Árið 2002 birtist útdráttur úr ritgerð hennar sem grein í Sögu, tímariti Sögufélagsins.3 Þær rannsóknir sem hér hafa verið upptaldar eiga það sameiginlegt að beinast að öllu Seltjarnarnesi eða jafnvel stærra svæði. Á undanförnum áratugum hafa þó flestar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á sögu og fornleifafræði Seltjarnarness einskorðast við afmörkuð svæði innan hins svonefnda Framness. Flestar eru þessar rannsóknir fornleifafræðilegar og oftast hafa þær beinst að stórbýlinu Nesi. Hér verður gerð grein fyrir helstu rannsóknum á síðustu árum.

Advertisement

Svæðisbundnar rannsóknir í og við Nes

Miklar rannsóknir hafa verið gerðar í Nesi við Seltjörn á undanförnum árum þó að flestar þeirra hafi verið í smáum stíl, oftast fjarkannanir ýmiskonar og prufuskurðir. Hér verður getið þeirra helstu. Árið 1979 var unnið að hitaveitulögn við Nesstofu. Þá komu menn niður á mannabein og kölluðu til fornleifafræðing. Guðmundur Ólafsson kom á staðinn, teiknaði upp afstöðu beinafundarins og gerði stutta lýsingu á honum. Hitaveitulögnin lá fast sunnan við Neströð frá Nesstofu og fram hjá norðurjaðri lóðar við Neströð 7. Auk beinagrindanna þriggja sem fundust skammt norðan við lóðamörk Nestraðar sáust í skurðinum grjóthleðslur á tveimur stöðum. Í sama skurði kom í ljós öskuhaugur um 20 m austan við Nesstofu. Skurðinn vegna

3 Við þessa grein var stuðst hér. Sjá Ax, Christina Folke. 2002.

hitaveitunnar var þegar búið að grafa þegar Guðmundur kom á svæðið þannig að hlutverk hans var aðeins að skrá það sem fyrir augu bar og lýsa. Í ágúst 1980 var aftur komið niður á mannabein um 6 m vestan við suðvesturhúshorn íbúðarhúss við Neströð 7 og þremur árum síðar var komið niður á allmikið af beinum á 1-1,5 m dýpi í norðvesturhorni lóðarinnar nr. 68 við Nesbala. Ekki var þó ljóst hvort um manna- eða dýrabein var að ræða í síðara tilvikinu en hvorugur þessara funda var rannsakaður.4 Árið 1982 var grafinn lítill könnunarskurður í gólf Nesstofu. Umfangsmeiri rannsókn var gerð árið 1989 þegar Seltjarnarnesbær fjármagnaði könnun á mannvistarlögum við Nesstofu. Hún fólst í þremur prufuskurðum sem teknir voru í bæjarhól Ness. Umsjón með verkinu hafði Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson en dýrabeinafræðingarnir Thomas McGovern og Thomas Amarosi unnu einnig að uppgreftrinum. Grafnir voru tveir prufuskurðir austan við Nesstofu og einn vestan hússins. Austan stofunnar var annars vegar komið niður á leifar veggja og gólflaga á tæplega 1 m dýpi. Þessar leifar voru taldar leifar þess torfbæjar sem stóð í Nesi áður en Nesstofa var byggð. Hins vegar var komið niður á umfangsmikinn öskuhaug. Mannvistarlög á þessum slóðum reyndust a.m.k. 2,5 m á dýpt og þau elstu frá 10. öld. Safn dýrabeina úr öskuhaugnum benti til að sjávarfang hafi verið ríkjandi fæða í Nesi allt frá fyrstu tíð en fiskbein voru yfir 90% af beinasafninu frá síðmiðöldum.5 Í Nestúni eru nokkur óvenjuleg gerði sem hafa vakið athygli fornleifafræðinga. Árið 1993 gróf Kristinn Magnússon fornleifafræðingur í eitt af hringmynduðu gerðunum sem er að finna í Nestúni. Hann komst að því að gerðið væri sannarlega manngert en að öðru leyti var lítið hægt að segja um hlutverk þess. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að gerðið var byggt með einfaldri torfhleðslu skömmu eftir að landnámsgjóskan féll. 6 Á árunum 1994-1997 fóru fram talsvert umfangsmiklar rannsóknir í Nesi á vegum bæjarins. Árið 1994 gerðu þeir Sigurjón Páll Ísaksson og Þorgeir S. Helgason jarðsjármælingar austan við Nes sem kostaðar voru af Rótarýklúbbi Seltjarnarness. Mælingarnar voru gerðar þar sem talið var að vænta mætti kirkju og kirkjugarðsleifa og sömuleiðis á hringlaga gerðum sem eru víða í túni Ness vestan við Nesstofu. Helstu niðurstöður mælinganna voru þær að sterkar vísbendingar fengust um staðsetning kirkju og tveggja annarra rústa 40-50 m austan við Nesstofu og að grafir væru þar líklega að finna á nokkuð stóru svæði umhverfis.7

4 Upplýsingar um þessa fundi báða eru úr Orri Vésteinsson. 1995a: 4-5 en einnig var rætt við Birgi Þórarinsson í sambandi við beinafund við Nesbala 58. 5 Sjá bæði Amarosi et. al. 1994 og Amarosi, Thomas, Thomas H. McGovern. 1990. 6 Kristinn Magnússon. 1995. 7 Sjá Sigurjón Páll Ísaksson og Þorgeir S. Helgason. 1994. Ári síðar gáfu þeir félagarnir út aðra skýrslu þar sem

Fornleifastofnun Íslands vann rannsóknir fyrir Seltjarnarnesbæ sumrin 1995-1996. Fyrra árið fór fram nákvæm uppmæling á fornlegum gerðum í túni Ness. Túnin, gerði og aðrar þústir voru þá einnig hæðarmæld nákvæmlega. Niðurstöður uppmælinganna komu út í skýrsluformi sama ár þar sem gerð var grein fyrir helstu niðurstöðum og stutt lýsing á helstu fornleifum í túni fylgdi með.8 Sama sumar var grafinn könnunarskurður austan við Nesstofu og könnunarhola í túninu rétt innan við túngarð. Sýni voru tekin úr þessum skurðum og voru þau notuð til að meta ástand jarðvegs og varðveisluskilyrði jurta og dýraleifa í Nesi. Niðurstöðurnar voru þær að varðveisluskilyrði í jarðvegi í kringum Nesstofu væru góð fyrir fjölda þeirra fundaflokka sem geta veitt mikilsverðar upplýsingar við fornleifauppgröft.9 Niðurstöður prufuskurðanna staðfestu vísbendingar um staðsetningu kirkjunnar og kirkjugarðs í Nesi en leyfi lóðareiganda Nestraðar 7 fékkst ekki fyrir því að grafa skurðinn inn fyrir lóðarmörk þar sem talið er að kirkjan hafi staðið og óljóst má sjá móta fyrir rúst. Í skurðinum fundust leifar sjö grafa og þótti ljóst að mjög þétt hefði verið grafið í suðvesturhluta garðsins þar sem skurðurinn var tekinn.10 Niðurstöður uppgraftarins og sögulega úttekt á staðsetningu kirkju og kirkjugarðs birti Orri Vésteinsson, stjórnandi rannsóknarinnar, sama ár í Árbók hins íslenzka fornleifafélags. 11 Eftir að rannsóknum í Nesi lauk sumarið 1995 tók Orri Vésteinsson saman tillögur um rannsóknir og kynningu á menningarminjum í Nesi fyrir Seltjarnarnesbæ þar sem stungið var upp á leiðum sem mætti fara til að rannsaka minjar á Seltjarnarnesi frekar og gera þær aðgengilegar fyrir gesti og gangandi.12 Árið 1996 kostaði Seltjarnarnesbær áframhaldandi rannsóknir í Nesi. Ákveðið var að taka prufuskurði á þremur stöðum í túninu: Í túngarð, í aflanga tóft rétt austan bæjarhóls og í eitt af hringlaga gerðunum norðvestan við bæjarhól. Auk þessa voru teknar níu prufuholur í gerðin. Uppgrefti stjórnaði Orri Vésteinsson. Auk uppgraftar var ákveðið að láta reyna á fosfatgreiningu, frjókornagreiningu og viðnámsmælingu til að leita svara við spurningum um aldur og hlutverk mannvirkjanna og voru jarðborssýni tekin á 10 m millibili yfir stóran hluta túns til fosfatgreiningar. Ásamt stafsmönnum Fornleifastofnunar Íslands unnu þau Matthildur B. Stefánsdóttir (fosfatrannsóknir), Kolbeinn Árnason (sem tók hitanæmar myndir af túninu)

niðurstöður jarðsjármælinga voru bornar saman við uppgröft frá 1995. Sjá Sigurjón Páll Ísaksson og Þorgeir S. Helgason. 1995b. 8 Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson. 1995. 9 Garðar Guðmundsson. 1995. 10 Orri Véseteinsson. 1995a. 11 Sjá Orri Vésteinsson. 1995c. 12 Sjá Orri Vésteinsson. 1995b.

og Finnur Pálsson (sem gerði radarmælingu á sniðum) að rannsóknum í Nesi þetta ár.13 Um viðnámsmælingar sáu þau Garðar Guðmundsson og Birna Gunnarsdóttir.14 Niðurstöður skurðanna leiddu í ljós að aflanga mannvirkið var ekki skáli eða hús eins og áður hafði verið giskað á, heldur tveir samsíða garðar. Ekki reyndist unnt að tímasetja þá. Túngarðinn reyndist heldur ekki unnt að tímasetja en talið var að bæði hann og gerðið sem grafið var í væru forn og líklega ekki byggð löngu eftir að landnámslagið féll. Rannsóknir sumarið 1996 gáfu ekki óyggjandi niðurstöður um hlutverk hringlaga mannvirkjanna en styrktu þó frekar kenningar um að þau hafi verið byggð í tengslum við jarðrækt af einhverju tagi. Prufuskurðirnir leiddu í ljós að a.m.k. sex gerðanna í túninu virtust af sömu gerð og frá svipuðum tíma. Ljóst þótti að mannvirkin væru hvorki hýbýli manna né skepnuhús en ekki var hægt að gera upp á milli hvort líklegast væri að þau hefðu verið notuð til geymslu fyrir hey eða annan forða, verið notuð til kornræktunar eða e.t.v. þjónað hlutverki í ræktun og uppbyggingu túnsins. Niðurstöður fosfatrannsókna voru að fosfatmagn í túninu við Nesstofu væri, á heildina litið, hátt og óreglulegt og yfirleitt meira eftir því sem mælingarnar fóru neðar í jarðveginn. Fosfatgildi var einnig að jafnaði hátt við gerðin í túninu og endurspeglar því hvar líklegast má telja að mannvistarleifar sé að finna í túninu. Þær vísbendingar sem viðnámsmælingar gáfu voru að hæstu gildin komu fram í jöðrum mælingasvæðisins þar sem túngarður sást á yfirborði en leiddu ekki í ljós skýrar vísbendingar um áður óþekkt mannvirki undir sverði. Frá því 1996 hefur lítið verið um fornleifarannsóknir í Nesi. Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur gerði þó litla rannsókn þar árið 1997 vegna skipulags og aftur árið 2000 vegna minnismerkis um kirkju við Nesstofu sem þá var unnið við að setja upp. Fljótlega eftir aldamótin 2000 gerði enskur doktorsnemi, Timothy John Horsley, viðnámsmælingar í túni Ness. Niðurstöður þeirra mælinga hafa ekki birst á prenti.15 Auk þess sem hér hefur verið nefnt má nefna að Margrét Hermanns Auðardóttir gerði athugun við suðurenda Nesstofu vegna jarðvegskönnunar Seltjarnarnesbæjar árið 2004.16 Fornleifafræðingar voru einnig kvaddir að Nesstofu sumarið 2005 þegar skipt var um jarðveg við Nesstofu og í ljós kom steinlögð stétt umhverfis húsið.

13 Niðurstöður Finns og Kolbeins er að finna í viðauka í þessari skýrslu:Hildur Gestsdóttir og Orri Vésteinsson. 1996. Niðurstöður Matthildar komu út í sérstakri skýrslu sjá Matthildur Bára Stefánsdóttir. 1996. 14 Sjá Birna Gunnarsdóttir. 1996. 15 En Horsley minnist þó á þær í doktorsritgerð sinni. Sjá Horsley, T. J. 2004. (bls. 229). 16 Sjá Guðmundur Ólafsson. 1997 og 2000 og Margrét Hermanns Auðardóttir. 2004b.

This article is from: