
2 minute read
Leiðir
sverði, í þessu tilfelli við sjávarsíðuna. Meðfram mestallri strönd Seltjarnarness hefur verið lagður vegur og/eða malbikaður vegarslóði og rétt að ítreka að fara þarf varlega í frekari framkvæmdir við sjávarsíðuna.
Leiðir
Advertisement
Alls voru skráðar 27 leiðir á Seltjarnarnesi. Af þessum leiðum voru 16 heimreiðar/traðir, þ.e. slóðar sem lágu frá túnjaðri að bæjarstæðum. Flestar heimreiðanna voru skráðar upp af túnakortum frá 1916 en eru alveg horfnar (221:020, 022, 031, 222:012, 223:022, 224:056, 096, 105, 112, 115, 117,125 og 227:015) en leifar þriggja heimreiða sjást enn. Í Nesi eru greinilegar leifar af upphlaðinni heimreið (224:139) sem liggur frá suðurjaðri túna og til norðurs að Nesstofu. Líklega hefur þessi vegur verið í notkun langt fram eftir 20. öld þó að stofni til megi gera ráð fyrir að vegur hafi legið á þessum slóðum um aldir. Í Gróttu er enn slóði á svipuðum stað og gamla heimreiðin lá og upp frá Pálsbæ má einnig greina upphlaðinn veg til suðurs að lóðamörkum (sjá 227:012). Gera má ráð fyrir því að frá flestum bæjum og býlum á Seltjarnarnesi hafi legið gata að sjó. Heimildir eru hins vegar aðeins þekktar um fimm slíkar leiðir. Tjarnargata (224:051) lá frá suðurenda heimreiðar í Nesi og áfram suður til sjávar. Reyndar gekk götuslóði frá veginum og út á Suðurnes undir sama nafni. Enn má sjá móta fyrir hluta vegarins að Bakkatjörn en síðasti spölurinn niður að sjó er horfinn í framkvæmdir. Sjávargata (224:108) hét slóði sem lá frá Nesi og til norðurs að Sjávargörðum og Norðurvör/Nesvör sem bærinn átti á norðanverðu nesinu. Engin merki sjást nú um götuna. Gata (228:018) lá frá Eiði að sjó og önnur frá Nesvegi (226:017) norður að sjó á merkjum Bygggarðs og Mýrarhúsa. Slóði lá einnig frá Vesturvör í Bakkalandi að útihúsi (sjá 223:024) en ummerki um allar þessar götur eru nú horfin. Sömu sögu er að segja um ruddan vagnveg sem lagður var frá Bakka að Nesi þegar Nesstofa var byggð (sjá 224:054) og um Bollagarðsklif við Valhúsahæð (224:052) sem hefur líklega verið hluti af leið frá Bollagarði og yfir Valhúsahæð. Alls voru skráðar fjórar götur á Seltjarnarnesi sem voru e.k. þjóðleiðir. Í fyrsta lagi er að nefna alfaraleið um sunnanvert nesið (221:008) sem lá um Lambagranda. Væntanlega hefur gatan legið áfram til vesturs meðfram suðurströnd nessins en engin ummerki sjást um hana nú. Önnur alfaraleið lá um norðanvert nesið, um Bráræði og eftir Eiðsgranda (228:023). Vestan við Eiði greindist gatan hins vegar í tvennt og hélt annar slóðinn áfram til vesturs aðeins sunnar, yfir norðanverða Valhúsahæð en hinn lá sunnan í Valhúsahæð (sjá 224:053) og var sá angi oft nefndur Læknisgata/Hreppstjóragata (reyndar er deilt um hvort það heiti sé