
6 minute read
Tún og túngarðar
þegar verið alveg eyðilagðar við byggingu íbúðarhúsa og annarra þéttbýlismannvirkja en rétt er að ítreka að varlega skal fara í allt umrót á nesinu, sérstaklega innan heimatúna eldri bæja.
Tún og túngarðar
Advertisement
Eins og gefur að skilja, þegar haft er í huga að á Seltjarnarnesi er nú risið þéttbýli, er lítið sem ekkert af ósnortnum túnum á nesinu. Þó má minna á að í túninu innan túngarðs í Nesi hefur ótrúlega lítið verið raskað. Búið var að slétta allt túnið í Nesi árið 1916 þegar túnakort var gert og hefur það verið gert með hand- eða hestaverkfærum. Af þessu gamla túni er nú aðeins um þriðjungur óspilltur og er brýnt að ekki verði hróflað við því frekar. Þetta er svæðið vestan við Nesstofu og í því má enn sjá móta fyrir talsverðum rústum þótt yfir þær hafi verið sléttað. Ljóst er að öðrum túnum á skráningarsvæðinu hafi verið raskað, ýmist vegna sléttunar með stórtækum vinnuvélum eða vegna bygginga. Ekki er ólíklegt að túngarður hafi á einhverjum tíma verið umhverfis heimatún flestra bæja og býla á Seltjarnarnesi, í það minnsta þeirra sem áttu einhverja túnskika umhverfis bæina. Leifar túngarða hafa varðveist á nokkrum stöðum á vestanverðu Seltjarnarnesi þar sem byggðinni sleppir en engar leifar túngarða hafa varðveist austan Þvergarðs. Myndarlegasti túngarðurinn á svæðinu er túngarðurinn í Nesi (224:006). Hann hefur án efa áður legið umhverfis allt heimatúnið en hefur nú horfið í íbúðahúsabyggð að austan og verið sléttaður að norðan. Hann er greinilegastur sunnan túna en hann má þó einnig greina sem hrygg meðfram öllu túninu vestanverðu. Garðurinn er samtals um 480 m langur. Í hann var grafinn skurður árið 1996 til að reyna að aldursgreina hann. Merki um hleðslu reyndust hins vegar ógreinileg og engin gjóskulög voru yfir eða undir garðinum gáfu hugmynd um aldur hans. Þó var talið að hann væri mjög forn sökum þess hve mikil jarðvegsþykknun hafði orðið frá því hann var byggður. Í Riti hins konunglega íslenska lærdómsfélags kemur fram að árið 1781 veitti danska landbústjórnarfélagið Birni Jónssyni apótekara í Nesi „Felagsins minna verdlaunapening (Medaille) af silfri fyri 60 fadma af prydiligum og stekum griotgardi, og 200 fadma torfgards“30 Líklegt er að þetta hafi verið túngarðurinn sem enn sést í Nesi hvort sem Björn vann að endurbótum eða stækkun garðsins. Frá túngarðinum um heimatúnin á Nesi lágu tveir minni túngarðar, annars vegar garður umhverfis túnið á Litlabæ (sjá 224:118) og hins vegar garður umhverfis Knútsborgir (sjá 224:106). Hvorugar þessara garðleifa eru stæðilegar en þær má þó greina að mestum hluta umhverfis tún býlanna. Tún Ráðagerðis hafa einnig verið mörkuð túngarði (224:034).
30 sbr. Rit þess konunglega íslenzka lærdómslistafélags. II, 278
Túngarðurinn er nú að stærstum hluta horfinn í tún en hann má þó greina að hluta sunnan og vestan túnsins.
Auk þeirra túngarða sem hér er getið er rétt að minnast á garð sem var hlaðinn utan um túnin í Gróttu og sést enn vel. Meginhlutverk garðsins var hins vegar að hefta sjóbrot og því verður fjallað um hann í kafla um önnur garðlög.
Önnur garðlög og gerði Auk túngarða voru skráð 11 garðlög á Seltjarnarnesi. Flest þessara garðlaga (eða sjö) voru sjóvarnargarðar en slíkir garðar hafa verið hlaðnir við sjó á stóru svæði á Seltjarnarnesi. Flestir voru þeir meðfram ströndinni að norðan en að Gróttu meðtalinni voru sex af görðunum sjö sem skráðir voru við norðurströndina. Greinilegar leifar flestra sjóvarnargarðanna sáust og er líklegt að margir þeirra hafi verið endurhlaðnir og þeim viðhaldið allt fram á allra síðustu áratugi. Leifar sjóvarnargarða sjást á þremur stöðum í námunda við Bollagarða (224:041,050 og 083), norðvestan við Ráðagerði (224:047) og umhverfis Gróttu (225:012). Heimildir eru auk þess þekktar um sjóvarnargarð fram af Bakka (223:011) og Eiði (228:008) en báðir þeirra eru nú horfnir í framkvæmdir og/eða landbrot. Ekki er ólíklegt að Seltirningar hafi víða hlaðið garða á merkjum, a.m.k milli stærri/eldri býla. Ef sú var raunin hafa fáir þeirra þó varðveist því nú er aðeins vitað um tvo garða sem gegndu slíku hlutverki. Annar er stutt garðlag, sem ekki virðist mjög fornt, á merkjum Bollagarða og Ness (224:098). Garðurinn er grjóthlaðinn en siginn og má greina hann á stuttum kafla milli sjávar og götunnar Norðurstrandar. Samkvæmt túnakorti frá 1916 áttu Bollagarðar þá einnig land vestan þessa garðs þar sem Bollagarðskot stóð áður. Því er hugsanlegt að garðurinn sé eldri en Bollagarðskot sem hafi þá, um miðja 19. öld, byggst út úr landi Ness, en runnið til Bollagarða eftir að kotið fer í eyði rétt fyrir 1900. Hinn landamerkjagarðurinn sem varðveist hefur á Seltjarnanesi er s.k. Þvergarður (224:045) sem skipti nesinu í tvennt, stranda á milli, um Valhúsahæð. Áætlað hefur verið að hann hafi upphaflega verið meira en 1 km á lengd en nú má greina hann á um 250 m kafla, þótt talsverðar eyður séu í hann hér og þar. Þegar grafið var fyrir grunni húss við Valhúsabraut 18 árið 1992 var garðurinn rofinn og sást hann þá allvel í sniði. Við það gafst tækifæri til að kanna hann og afstöðu gjóskulaga og voru fyrstu niðurstöður þær að hann hafi verið hlaðinn á bilinu frá 11. öld til miðrar 13. aldar.31 Þvergarður því meðal elstu þekktu fornleifa á Seltjarnarnesi og ljóst að brýnt er að koma í veg fyrir frekari skemmdir á garðinum.
31 Sjá nánar um garðinn í kafla um fyrri rannsóknir.
Auk þeirra garðlaga sem hér hafa verið talin upp voru tvö garðlög skráð með óþekkt hlutverk. Annað þessara garðlaga (224:046) gengur frá Þvergarði en fjarar fljótt út og því er lítið vitað um upprunalega legu þess eða líklegan tilgang. Hitt garðlagið (225:014) er í Gróttu og gægist undan sjóvarnargarði sem þar er greinilegur. Það er því eldra en varnargarðurinn en of lítið er þó greinilegt af þessum eldra garði til að hægt sé að setja fram tilgátur um líklegt hlutverk hans.
Talsvert ítarlegar heimildir eru um kálgarða á Seltjarnarnesi og kemur þar helst til að þeir eru gjarnan merktir inn á túnakort sem teiknuð voru af öllum túnum á nesinu árið 1916. Margir þessara kálgarða eru sjálfsagt ekki mjög fornir en þó má gera ráð fyrir að elstu garðarnir á nesinu geti jafnvel verið frá fyrstu árum kálræktar á Íslandi. Árið 1781 veitti danska landbústjórnarfélagið Birni Jónssyni apótekara í Nesi „Felagsins minna verdlaunapening (Medaille) af silfri fyri [garðhleðslur og] at hann auk þess hefir lagt mikla alúd á Alldinræktina" og bendir það til að töluverð kálrækt hafi verið í Nesi á þessum tíma. Í Ferðabók sinni getur Sveinn Pálsson þess einnig að stórir kálgarðar hafi verið komnir í Nes 1791.32 Ekki er ólíklegt að á þessu skeiði hafi kálgarðar verið á fleiri stöðum á nesinu. Samtals voru skráðir 35 kálgarðar á nesinu, flestir upp af áðurnefndum túnakortum og eru leifar þeirra allra, nema fjögurra, alveg horfnar. Leifar tveggja kálgarða, sem notaðir voru undir rófur og virðast fremur nýlegir, sjást í Neslandi. Annars vegar eru leifar garðs austan við Bollagarða (224:082) við malbikaðan göngustíg sem nú liggur um nesið. Aðeins er lítill hluti kálgarðsins (sem var hlaðinn utan um rófurækt) eftir. Hins vegar sjást leifar fremur stórs kálgarðs vestan við tún Knútsborga, alveg við sjó (sjá 224:085). Garðurinn er siginn og útflattur en merki hans eru þó greinileg. Leifar þriðja kálgarðsins, Sjávargarða (224:040), eru vel merkjanleg norðan götunnar Norðurstrandar. Gerðið er grjóthlaðið og samkvæmt örnefnaskrá voru þar ræktaðar kartöflur frá Nesbænum. Kristinn Einarsson, heimildamaður, man þó best eftir því þegar gerðið var notað sem naust og gert var að bátum í því. Hlutverk gerðisins hefur því breyst með tímanum en ólíkt mörgum öðrum fornleifum við norðurströnd Seltjarnarnes hefur því lítið verið raskað. Samkvæmt heimildum frá 18. öld voru þá miklir kálgarðar í Nesi. Ekki lifir mikið af þeim nú en skammt austan við Nes, milli Nesstofu og lóðamarka við Neströð 7 má eru þó leifar af kálgarði, sem kann að stofni til að vera gamall (sjá 224:055). Ýmsar fornleifar og örnefni á Seltjarnarnesi benda til að þar hafi einhvers konar rækt hafist snemma. Örnefnið Gerði er stundum talið benda til ræktunar og gætu því heitin
32Rit þess konunglega íslenzka lærdómslistafélags. II II, 278 og Ferðabók Sveins Pálssonar