
6 minute read
Bæjarhólar, bæjarstæði og býli
6. Fornleifar og byggð
Seltjarnarneskaupstaður nær nú yfir svæði sem var vestasti og ysti hluti hins gamla Seltjarnarneshrepps. Flatarmál kaupstaðarlandsins er um 2,9 km2. Umfang fjara á Seltjarnarnesi er, eins og gefur að skilja, mikið og er áætlað flatarmál þeirra um 0,93 km2. Seltjarnarnes er láglent og er stærstur hluti þess undir 15 m hæðarlínu. Á nesinu ber Valhúsahæð hæst og er hún 31 m.y.s. Á nesinu eru þrjár tjarnir (Bakkatjörn, Búðatjörn og Tjörn í Dal) en enginn lækur rennur á svæðinu. Inn í strönd Seltjarnarness skerast víkur og varir. Fjörurnar eru að jafnaði sendnar að sunnan- og vestanverðu en stórgrýttara er við norðurströndina. Landbrot við Seltjarnarnes er talsvert og hefur nesið oft orðið illa úti í óveðrum vegna sjávargangs og flóða. Ásýnd nessins breyttist talsvert í einu því minnisstæðasta, Básendaflóðinu 1799, þegar sjór gekk yfir nesið á rúmlega 500 m breiðu belti. Afleiðingar þessa flóðs urðu að Grótta rofnaði frá landi og fleiri jarðir á nesinu urðu aldrei aftur jafn byggilegar og áður. Landslag og umhverfi á Seltjarnarnesi hafa tekið miklum breytingum á síðustu 100 árum eftir að þéttbýli fór að myndast. Nú er svo komið að allt austanvert svæðið, allt að Nesi, er þéttbýlt. Óbyggð svæði á Seltjarnarnesi eru nú um 1 km2 að flatarmáli og einkennast þau mest af túnum og graslendi þótt þar megi einnig finna móa, mela, votlendi og strandagróður. Á Seltjarnarnesi eru tvö svæði sem eru friðlýst náttúrusvæði, annars vegar Grótta og hins vegar kollur Valhúsahæðar. Auk þessa eru Suðurnes og Seltjarnarnesfjörur í kringum nesið frá Bakka að Bygggarði, Suðurnes allt, Kotagrandi, Bakkagrandi og Bakkatjörn á Náttúruminjaskrá.28
Advertisement
Bæjarhólar, bæjarstæði og býli
Bæjarhólar myndast þar sem bæir hafa staðið á sama stað um aldir. Hólarnir verða til úr gólflögum sem hafa hlaðist upp í tímans rás, byggingarefni, torfi og grjóti og öskuhaugum. Í bæjarhólum er helst að leita upplýsinga um húsakost, fæðu og almenn lífsskilyrði til forna og þar eru mestar líkur á að finnist merkir gripir. Bæjarhólar eru því mikilvægir minjastaðir en jafnframt eru þeir sá minjaflokkur sem einna verst hefur farið í uppbyggingu í landbúnaði á þessari öld. Alls sjást enn leifar 6 bæjarhóla á Seltjarnarnesi, á helmingi af lögbýlunum átta (á Lambastöðum, í Nesi, í Gróttu og Bygggarði) og á tveimur hjáleigum sem tilheyrðu Nesi,
28 Samantektin hér að ofan byggir á upplýsingum úr útgefinni skýrslu um Náttúrufar á Setljarnarnesi.
þ.e. í Móakoti (224:004) og í Knútsborgum (224:023). Víða á svæðinu hafa uppsafnaðar mannvistarleifar undir bæjum og býlum horfið vegna yngri bygginga, enda er stærstur hluti þess svæðiss sem skráður var á Seltjarnarnesi horfinn í þéttbýli. Bæjarhólar hafa þó horfið af öðrum orsökum, t.d. er bæjarhóll Eiðis löngu horfinn í sjó. Ástand þeirra bæjarhóla sem enn sjást er að jafnaði nokkuð gott, sér í lagi ef haft er í huga að svæðið er allt innan bæjarmarka þéttbýlis þar sem landrými er mjög takmarkað. Undir gamla bænum á Lambastöðum (221:001) er talsverð hæð. Líklegt er þó að bærinn hafi verið byggður á náttúrulegri hæð en sökum bygginga, gatna og annara mannvirkja á svæðinu er nær ógjörningur að leggja mat á það á yfirborði hvort uppsafnaðar mannvistarleifar kunni að reynast undir sverði á Lambastöðum eða í næsta nágrenni. Líklegt verður þó að teljast að svo kunni að vera og því ber að fylgjast vel með öllu jarðraski á þessum slóðum. Í Gróttu (225:001) er greinilegur bæjarhóll á um 30 X 30 m svæði. Hóllinn er lágur (0,5 m á hæð) en ætla má að undir sverði sé að finna talsverðar mannvistarleifar. Í Bygggarði (226:001) voru síðustu leifar bæjarins brenndar árið 1984 og rústunum svo ýtt út. Ætla má að í þessum framkvæmdum hafi mannvistarleifum undir sverði verið raskað mikið. Á þessum stað er þó enn svolítil hæð (25 X 20 m stór en mest um 0,4 m á hæð). Ljóst er að þar eru mannvistarleifar undir sverði þótt þær séu sjálfsagt mikið raskaðar. Því ber að forðast frekara umrótrask á þessum stað. Sá bæjarhóll sem ber höfuð og herðar yfir aðra hóla á svæðinu, og þó að víðar væri leitað, er bæjarhóllinn í Nesi (224:001) sem er 100 X 105-125 m stór. Árið 1989 voru gerðar takmarkaðar fornleifarannsóknir á bæjarhólnum eins og áður var getið í kafla 3. Grafnar voru tvær holur austan við Nesstofu og skurður vestan við hana. Komu þar í ljós mörg byggingarstig og mannvistarlög allt niður á 2,55 m frá yfirborði. Líkur benda til að í hólnum séu minjar um mannvist allt frá fyrstu byggð í Nesi eða um 900. Við uppgröftinn kom í ljós að allur hóllinn ofan við 11,50 m.y.s. væri manngerður og að fyrstu byggingarnar á þessum slóðum hefði verið reistar á lágum hrygg eða hæð. Vestan við stofuna komu í ljós þykk ösku- og úrgangslög og má ætla að þau nái allt að 40 m til vesturs frá stofunni. Skurður sem grafinn var 1995 sýndi að ösku- og úrgangslög ná a.m.k. 35 m í austur frá stofunni. Á seinni öldum stóð bærinn austantil á hólnum og var Nesstofa vestan við bæinn. Síðasti torfbærinn mun hafa staðið fram á 19. öld.
Auk þeirra 8 bæja sem voru lögbýli árið 1847 og fjallað var um hér að ofan voru skráðir 40 bústaðir/býli. Í flestum tilfellum voru öll ummerki um býlin horfin en frá því voru þó nokkrar undantekningar. Myndarlegir bæjarhólar sáust á tveimur stöðum, í Móakoti (224:004) og í Knútsborg (224:023) í Neslandi. Elstu heimildir um Móakot eru úr Jarðabók
Árna og Páls frá 1703 en líklegt er að saga býlisins nái eitthvað lengra aftur. Móakot var fór í eyði um 1770. Greinilegur hóll (um 25 X 29 m stór og mest um 1 m á hæð) er í túninu þar sem Móakot stóð. Gera má ráð fyrir að hóllinn sé að mestu uppsafnaðar mannvistarleifar. Samkvæmt Seltirningabók byggði Thomas Knopf hús timburhús í Knútsborg 1730-1734. Af frásögninni að dæma mætti ætla að hús Thomasara væri fyrsta
Númer Nafn Fyrst byggt /getið í ritheimild Í eyði Staðsetning Ástand
GK-221:006 Tjarnarhús GK-221:007 Melhús GK-221:012 Melstaður GK-221:013 Vegamót GK-221:014 Melskot GK-222:002 Hrólfskáli II GK-222:005 Vesturhús GK-223:002 Bakki eldri
fyrir 1703 1898 þekkt horfin fyrir 1703 á 20. öld þekkt horfin á 19. öld á 20. öld þekkt horfin 1903 hús stendur þekkt stendur rétt fyrir 1785 1786 týnd horfin á 19. öld hús stendur þekkt stendur 1880 á 20. öld þekkt horfin óvíst óvíst óviss horfin GK-223:006 Bakkakot 1870-1880 hús stendur þekkt stendur GK-223:007 Steinsholt/Bakkakot rétt fyrir 1900 á 20. öld þekkt horfin GK-223:008 Pálshús um 1900 á 20. öld þekkt horfin GK-223:013 Litla-Bakkakot fyrir 1870 um 1900 týnd horfin GK-224:004 Móakot fyrir 1703 1779 þekkt bæjarhóll GK-224:018 Litlibær fyrir 1900* 1930 þekkt þúst síðari hluta 19. GK-224:022 Knútsborg nyrðri aldar 1925 þekkt horfin GK-224:023 Knútsborg syðri 1730* 1925 þekkt bæjarhóll GK-224:028 Gestshús fyrir 1703 1902 þekkt horfin GK-224:033 Ráðagerði fyrir 1703 hús stendur þekkt stendur GK-224:035 Nýibær 1630-1559** um 1980 þekkt horfin GK-224:038 Nýlenda 1766* 1902 þekkt horfin
GK-224:042 Bollagarðar 19. öld* hús stendur þekkt
torfbær horfinn GK-224:043 Þorsteinskot 1845 fyrir 1900 þekkt horfin GK-224:060 ónafngreindur bær fyrir 1703 fyrir 1703 týnd horfin GK-224:061 ónafngreindur bær fyrir 1730 fyrir 1703 týnd horfin GK-224:063 Jónshús fyrir 1703 1786 týnd horfin GK-224:064 Þýskhús fyrir 1703 1771 týnd horfin GK-224:066 Kot fyrir 1703 óvíst týnd horfin GK-224:067 Bakrangur fyrir 1703 óvíst óviss horfin GK-224:068 Norðurbær fyrir 1703 eftir 1755 óviss horfin GK-224:069 Jacobshús fyrir 1703 óvíst óviss horfin GK-224:070 Dugguhús fyrir 1703 óvíst týnd horfin GK-224:092 Eiríkskot 1845 fyrir 1900 þekkt horfin GK-224:143 Smiðshús fyrir 1703 óvíst týnd horfin GK-225:002 ónafngreindur bær 1904 1970 þekkt stendur GK-226:009 ónafngreindur bær fyrir 1703 óvíst þekkt horfin GK-226:010 ónafngreindur bær fyrir 1703 óvíst týnd horfin GK-226:011 ónafngreindur bær fyrir 1703 óvíst týnd horfin GK-226:012 ónafngreindur bær fyrir 1703 óvíst týnd horfin GK-227:004 Pálsbær 1852-1858 hús stendur þekkt stendur GK-227:007 Mýrarhús yngri 1905 1970 þekkt horfin