
4 minute read
Mannvirki tengd sauðfjárrækt (utan heimatúna
Ráðagerði (224:034) og Gerði (223:025) bent til að einhver ræktun hafi átt sér stað á umræddum slóðum. Sterkari vísbendingu gefa þó örnefnin Bygggarður og Vælugerði sem benda sterklega til kornræktar enda Væla talið dregið af fornnorræna orðinu Váll (Válir í ft.) sem merkir brenndar trjáleifar á sviðinni jörð og samkvæmt Sigurði Þórarinssyni er oftast notað í tengslum við e.k. akurrækt.33 Engar leifar sjást nú um Vælugerði en samkvæmt örnefnalýsingu var þar áður hringlaga gerði í hlíð Valhúsahæðar.34 Skammt frá bæjarstæði Bygggarðs, við sjó, má greina sigið garðlag í jörðu (sjá 226:006-007) og sumarið 2004 tók fornleifafræðingurinn Margrét Hermanns Auðardóttir skurð í garðinn til að reyna að grennslast fyrir um hlutverk hans og aldur. Garðurinn reyndist byggður fast ofan á landnámslagið og telur Margrét hann vera frá fyrri hluta 10. aldar. Hún telur líklegt að garðurinn hafi verið „reistur utan um landskika þar sem bygg var ræktað” og þaðan sé nafnið Bygggarður komið þótt hún viðurkenni að erfitt sé að útiloka að garðurinn hafi getað gegnt öðru hlutverki.35 Síðla á 8. áratugnum veittu menn fyrst athygli hringlaga gerðum í heimatúni Ness. Síðan þá hafa gerðin verið mynduð úr lofti nokkrum sinnum, mæld upp og skurðir teknir í fjölmörg þeirra án þess að óyggjandi niðurstöður hafi fengist um hlutverk gerðanna. Samtals voru skráð 19 gerði eða þústir í heimatúni Ness. Af þeim teljast 14 til hinna dularfullu, hringlaga gerða. Af hinum fimm reyndust tvær þústir öskuhaugar eða rústahólar (224:015 og 017) og þrjár þústir til viðbótar voru túlkaðar sem útihús (sjá 224:011-013). Prufuskurðirnir leiddu í ljós að a.m.k. sex gerðanna virtust af sömu gerð og frá svipuðum tíma. Ljóst þótti að mannvirkin væru hvorki hýbýli manna né skepnuhús en ekki var hægt að gera upp á milli hvort líklegast væri að þau hefðu verið notuð til geymslu fyrir hey eða annan forða, verið notuð til kornræktunar eða e.t.v. þjónað hlutverki í ræktun og uppbyggingu túnsins.
Mannvirki tengd sauðfjárrækt (utan heimatúna)
Advertisement
Lágt hlutfall skráðra fornleifa á Seltjarnarnesi tengdust sauðfjárbúskap. Þetta endurspeglast m.a. í því að aðeins ekkert fjárhús var þekkt á svæðinu þó ekki sé dregið í efa að þau hafa leynst víða. Í samræmi við það voru fáar minjar um fjárbúskap í úthögum og aðeins skráðar fimm slíkar minjar. Mjög misjafnt er hvað menn hafa kallað kvíar og hvað rétt eða stekk á svæðinu og virðast mismunandi mannvirki stundum ganga undir sömu nöfnum. Á svæðinu voru skráðar tvær kvíar, ein rétt, tveir stekkir og tvö sel sem þó reyndar falla utan
33 Sjá Sigurður Þórarinsson. 1944 og Guðrún Einarsdóttir. 1979, 19-20. 34 Ö-Seltjarnarnes AG, 3 35 Sjá Margrét Hermanns Auðardóttir. 2005, 25 og víðar.
skráningarsvæðis og voru því ekki skoðuð á vettvangi. Um 200 m suðaustur af Nesi var áður tvískipt tóft í túnjaðri (224:029) sem nú er horfin í íbúðarhúsabyggð. Í sjálfu sér er ekkert vitað um hlutverk tóftarinnar en fjarlægð frá bæ og staðsetning bendir til að hún gæti vel verið kvíar eða rétt, eins og hún var skráð í fornleifaskráningu frá 1980. Leifar af rétt eru miðju Suðurnesi (224: 075) við golfvöllinn sem þar er en framkvæmdir við malbikað bílastæði við golfskála hafa skemmt norðurhlið réttarinnar frá því fornleifaskráningin um 1980 var gerð. Stærstur hluti réttarinnar er þó enn sýnilegur og má sjá að henni hefur verið skipt í tvö hólf. Í örnefnaskrá kemur fram að réttin var notuð fram til 1930 en áður, eða fram til 1880 var þar „haft í kvíum” frá Hrólfsskála. Fjarlægð tóftarinnar frá Hrólfsskála er hins vegar svo mikil að samkvæmt hefðbundnum skilningi væri nær að ætla að þar hefði verið stekkur en kvíar sem oftast eru taldar í túnjaðri bæja. Í þessu samhengi má benda á að nokkur landshlutamunur er á hvernig heitin stekkur, rétt og kvíar eru notuð. Kvíar frá Hrólfsskála (222:016) sáust lengi í hlíð Valhúsahæðar sunnanverðri, um 160 m norðan við bæinn. Tóftinni var lýst við fornleifaskráningu 1980 en síðan þá hefur hún orðið framkvæmdum við Valhúsaskóla að bráð og er nú alveg horfin. Á Seltjarnarnesi voru skráðir 2 stekkir. Sá elsti sem vitað er um er Eiðisstekkur sem var um 550 m NNV við Eiði. Á honum byggðist bærinn Mýrarhús (227:001) upp um 1600 og því eru öll ummerki um stekkinn löngu horfin. Stekkur eða kvíar „lambastekkur” skv. heimild) frá Gróttu (225:008) var um 240 m frá bæ, þar sem nú er mitt sund milli Gróttu og lands.
Ekkert sel var skráð innan núverandi marka Seltjarnarnes en samkvæmt Jarðabók Árna og Páls áttu tveir bæir á nesinu selstöðu allfjarri heimahögunum. Þetta voru bæirnir Lambastaðir og Nes. Selstöðurnar voru utan þess svæðis sem rannsakað var veturinn 20052006 en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Ferlis hafa Ferlismenn heimsótt bæði selin og er þar að finna nokkrar upplýsingar um þau, þó sérstaklega Nessel (224:056). Nessel hefur verið um 33 km ASA við Nes. Það er ofarlega í þverdal Seljadals norðanverðum. Samkvæmt uppdrætti frá Ómari Smára Ármannssyni, er þar ein þrískipt tóft og önnur óljósari en á milli þeirra rennur lækur. Tóftir Lambastaðasels (221:004) sjást einnig ennþá. Þær eru norðvestan undir Selfjalli, ofan Lækjarbotna, nærri læk sem þar rennur.36 Staðsetning Nesssels endurspeglar þau ítök sem Nes hafi á fyrri öldum en það er athyglisvert að Lambastaðir eru eini bærinn utan sjálfs höfuðbýlisins sem virðist hafa átt selstöðu svo
36 Sjá wwwferlir.is