Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi

Page 27

GK-221

Lambastaðir

Á jörðina er fyrst minnst um 1500 í skrá um landamerki milli Víkr á Seltjarnarnesi (Reykjavíkr), Örfæriseyjar, Eiðs og Lambastaða. Skrifað um 1570 (Bessastaðabók). Þar segir: "þadann og vestur j griot gard firir svnnann eidz tiornn og ofan þar sem gardvrinn geingvr sydvr j sio firir avstan lambastadi" DI VII 458. Þann 10. mars 1553 er minnst á Lambastaði í staðfestingarbréfi Kristjáns konungs þriðja á veitingu þeirra jarða er Páll Hvítfeldr hafði lagt skólameistaranum í Skálholti. Þar segir: "Wii , Christiann etc. giiöre alle witherligt. att eptherthij oss elskelige Pouell Huitfeld. wor mannd oc thiennere. haffuer epther wor beffalling vdlaugd thette eptherschreffne goedtzs. paa vort lannd Islannd liggenndis. til scholemesters wnderhollning til Schalotzs(!) domkyrcke.... Lampestadom iiij köer." DI XII 524. 3. júlí 1556 eru Lambastaðir meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungs í skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. "sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt." DI XIII 139. 1703: Dýrleiki óviss, konungseign. "Munnmæli eru að af þessari jörð sje til forna, so em hjáleiga, bygð jörðin Hrólfsskáli, en sann á því vita menn ekki," JÁM III, 235. Hjáleigur 1703: Tjarnarhús, Melshús og voru þá báðar í byggð. Afbýli 1916: Melshús, Melstaður, Sanitas og Vegamót. Í Seltirningabók segir (bls. 103): "Um 1865 var jörðin seld undan Lambastöðum og hún þá talin vera 5 hundruð eða fjórðungur af verði heimajarðarinnar."

1703: "Túnið brýtur sjór mjög til skaða. Engjar eru öngvar. Útgángur hættur og voveiglegur fyrir mógröfum til stórmeina." JÁM III, 234. 1916: Tún 3,1 teigar (9,9 dagsl.). Túnið sléttað og greiðfært, garðar 2090 m2. GK-221:001 Lambastaðir bæjarhóll bústaður 64°08.806N 21°59.063V Íbúðarhús Lambastaða, sem merkt er inn á túnakort frá 1916, var byggt 1901 og stendur enn. Það er timburhús á steinsteyptum grunni með kjallara. Húsið er nú Lambastaðabraut 10 og er við götuna þar sem hún beygir til vesturs.

27


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi by Eyjólfur Garðarsson - Issuu