Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi

Page 14

Auk þeirra fjölmörgu fornleifarannsókna sem hér hefur verið minnst á í og við Nes er rétt að geta þess að allt frá árinu 1979 hafa hin fornlegu gerði í Nestúni verið viðfangsefni ljósmyndara og hafa myndir af gerðunum verið teknar úr lofti nokkrum sinnum. Björn Rúriksson tók fyrstur myndir af gerðunum árið 1980 og aftur 1985. Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur tók í millitíðinni einnig loftmyndir af svæðinu. Árið 1985 tóku Landmælingar Íslands myndir af gerðunum úr lofti á innrauða filmu. Síðan þá hafa fleiri spreytt sig á myndatökum af svæðinu. Garðar Guðmundsson tók myndir af gerðunum þegar snjóföl lá yfir þeim árið 1993 og síðast tóku þeir Þorgeir S. Helgason og Tryggvi Þorgeirsson myndir af gerðunum 1995. Myndirnar og stutt umfjöllun um fyrri myndatöku og sögu gerðanna birtust í Árbók hins íslenzka fornleifafélags sama ár.17

Aðrar svæðisbundnar rannsóknir á Framnesinu Þó að Nes og heimatún þess hafi oftast verið miðpunktur athygli fræðimanna á undanförnum áratugum, hafa minni rannsóknir verið gerðar á fleiri stöðum á Framnesinu. Oftast var þó raunin sú að fornleifafræðingar voru kallaðir til eftir að komið var niður á mannvistarleifar við framkvæmdir. Þetta var t.d. raunin árið 1981 þegar öskuhaugur kom í ljós undir sverði þar sem unnið var að hitaveituframkvæmdum vestan götunnar Sefgarða, á milli býlisins Nýjabæjar og Nýjabæjarvarar. Haugurinn reyndist 80 sm þykkur þar sem mest var og var að mestu myndaður úr móösku. Í honum fundust margskonar leifar dýrabeina, en auk þess þykkt lag af skeljum. Niðurstaða könnunarinnar var að haugurinn væri líklega yngri en frá 1500; e.t.v. frá 17. eða 18. öld.18 Árið 1992 könnuðu þeir Guðmundur Ólafsson og Kristinn Magnússon snið Þvergarðs en framkvæmdir við húsgrunn við Valhúsabraut höfðu skemmt garðinn og skilið eftir opið snið þvert á hann þar sem greina mátti gjóskulög. Á þessu vakti Jóhann Helgason athygli og í kjölfarið kostaði bærinn rannsókn fornleifafræðinga á sniðinu. Niðurstöður þeirra voru að garðurinn hefði líklega verið byggður á 11.-12. öld þó að miðaldalagið sem notað var til að aldursgreina garðinn hafi einnig legið undir hleðsluna á einum stað. Það þýðir að mögulegt er að garðurinn hafi ekki verið hlaðinn fyrr en um miðja 13. öld.19

17

Sigurjón Páll Ísaksson og Þorgeir S. Helgason. 1995a. Guðmundur Ólafsson. 1981. 19 Guðmundur Ólafsson og Kristinn Magnússon. 1992. 18

14


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi by Eyjólfur Garðarsson - Issuu