íbúðarhúsið á þessum slóðum. Það má þó draga í efa og vel mögulegt að kot og eða þurrabúðir hafi getað verið byggðar á sama/svipuðum stað áður og bendir reisulegur bæjarhóllinn fremur til þess að þar kunni byggð að hafa varað um lengra skeið. Knútsborga er ekki getið í Jarðabók Árna og Páls, en mögulegt er að það sé einungis vegna þess að nafnabreyting hafi orðið á býlinu enda er, í Jarðabókinni, getið fjölmargra býla sem nú eru týnd. Af útliti að dæma má ætla að talsverðar mannvistarleifar reynist þar undir sverði. Sjálfur bærinn hefur staðið á háhólnum en á honum hefur einnig verið fjöldi kálgarða og útihúsa. Hóllinn hefur verið sléttaður en þar er nú talsverð órækt. Hann er um 50 X 35-40 m og er mest 1,5 m á hæð. Ekki voru greinanlegir bæjarhólar á hinum býlunum/bústöðunum 38 sem skráð voru á Seltjarnarnesi en íbúðarhúsin á Vegamótum (221:013), í Hrólfsskála II (222:002), Bakkakoti (223:006), Pálshús (227:004) og vitahúsið í Gróttu (225:002) standa enn uppi.29 Öll eru húsin byggð á árunum 1852-1904 og eru því elstu steinhús Seltjarnarness ef frá er talin sjálf Nesstofa. Þeirra elst er Pálshús byggt á 6. áratug 19. aldar. Auk þessara húsa stendur gamla timburhúsið í Ráðagerði enn. Það var byggt um á 9. áratug 19. aldar, er nýuppgert og mikil bæjarprýði á nesinu. Ekki eru eftir neinar tóftir gamalla bæja á Seltjarnarnesi. Þó má enn greina undirstöður Litlabæjar (224:018) þó að leifum bæjarins, sem var steinsteyptur, hafi verið rutt út. Auk þeirra býla sem hér er getið byggðist talsverður fjöldi býla/íbúðarhúsa upp á Seltjarnarnesi á áratugunum fyrir miðja 20. öld. Upplýsingar um staðsetningu og sögu þessara yngri býla er að finna í Seltirningabók.
Útihús og túngarðar Eins og algengt var á Íslandi voru skepnuhús dreifð um tún á bæjum á skráningarsvæðinu til að dreifa áburði. Hlutfall útihúsa á Seltjarnarnesi var þó, eins og gefur að skilja, nokkuð lægra en á landbúnaðarsvæðum. Þess í stað voru fleiri byggingar tengdar sjósókn. Aðeins voru skráð 46 útihús á Seltjarnarnesi og eru þá meðtalin með öll þau útihús sem þekkt eru innantúns á hjáleigum og smábýlum. Verður þetta hlutfall að teljast fremur lágt. Á nesinu eru þekktar heimildir um tvö fjós, annars vegar í landi Melhúsa (sem
29
Auk þessara húsa má nefna Bollagarða (224:042) þar sem stendur steinhús. Húsið er hins vegar ekki byggt fyrr en á 3. áratug 20. aldar og því telst það ekki til fornleifa. Það var hins vegar byggt á sama stað og áður stóð torfbær.
138