GK-228
Eiði
1703: Dýrleiki óviss, konungseign. 1397 á Neskirkja: "Þridiunginn i Heimalanndi ... Eidzlandi. Backa oc Byggardi." (DI IV 108-109). Þann 10. mars 1553 er minnst á Eiði í staðfestingarbréfi Kristjáns konungs þriðja á veitingu þeirra jarða er Páll Hvítfeldr hafði lagt skólameistaranum í Skálholti. Þar segir: "Wii , Christiann etc. giiöre alle witherligt. att eptherthij oss elskelige Pouell Huitfeld. wor mannd oc thiennere. haffuer epther wor beffalling vdlaugd thette eptherschreffne goedtzs. paa vort lannd Islannd liggenndis. til scholemesters wnderhollning til Schalotzs(!) domkyrcke….. Eyde ij köer." DI XII 524. 3. júlí 1556 er Eiði meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungsí skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. "sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt." DI XIII 139. Árið 1575 kemur fram í Gíslamáldaga að kirkjan í Nesi eigi þriðjung af heimalandi Eiðis með rekum, skógum og afréttum (sbr. DI XV, 637).
1703: "Túnin brýtur sjór til stórmeina. Engjar eru öngvar. Hagar og útigangur í lakasta máta." JÁM III, 251. 1916: Tún 3 teigar, allt sléttað, garðar 274 m2. GK-228.001 Eiði bæjarhóll bústaður 64°09.066N 21°59.018V "Bendir margt til þess, að bæjarhúsin á Eiði hafi einu sinni eða oftar verið flutt vegna þessa landbrots ...[1799] Þá eyddist bæjarstæði á Eiði í flóði og íbúarnir reistu sér nýjan bæ í útjaðri landareignarinnar og nefndu hann Skaptholt [011] eftir bóndanum. Nýr bær með nafninu Eiði kemur fram í heimildum árið 1829 og hefur hann að líkindum staðið þar sem bærinn stóð síðan til loka búskapar þar. Gamla bæjarstæðið hefur væntanlega verið nokkrum tugum metra norðar og er því nú langt úti í sjó [sjá 002]," segir í Seltirningabók. Síðasta bæjarstæði Eiðis, frá 1829, var þar sem nú stendur stórt fjölbýlishús, Eiðistorg 1-9. Þar sem síðasta bæjarstæði Eiðis var áður er nú stór blokk með niðurgröfnum kjallara. Öll ummerki um bæjarstæðið eru með öllu horfin. Hættumat: hætta, vegna ábúðar Heimildir: Túnakort 1916; Seltirningabók, 167-8 64°09.075N 21°58.918V GK-228.002 Eiði bæjarstæði bústaður "Bendir margt til þess, að bæjarhúsin á Eiði hafi einu sinni eða oftar verið flutt vegna þessa landbrots ...[1799] Þá eyddist bæjarstæði á Eiði í flóði og íbúarnir reistu sér nýjan bæ í útjaðri landareignarinnar og nefndu hann Skaptholt [GK-228:011] eftir bóndanum. Nýr bær með nafninu Eiði kemur fram í heimildum árið 1829 og hefur hann að líkindum staðið þar sem bærinn stóð síðan til loka búskapar þar. Gamla bæjarstæðið hefur væntanlega verið nokkrum tugum metra norðar og er því nú langt úti í sjó," segir í Seltirningabók. Hinu gamla bæjarstæði
129