GK-227
Mýrarhús Dýrleiki óviss 1703, konungseign. "Mýrarhúsa er fyrst getið í jarðabók frá árunum 1633-34," segir í Seltirningabók (bls. 157). Mýrarhús eru 1703 talin hálflenda; þau eru byggð úr stekk frá Eiði um 1600. Ö-Seltjarnarnes AG, 4. Á 18. öld bjó Þórður Einarsson í Mýrarhúsum og var Þórður afkastamikill skipasmiður svo að höfundur Seltirningabókar ályktar að á seinni hluta 18. aldar hafi verið eins konar skipasmíðastöð í Mýrarhúsum (bls. 159.) 1703: "Túnin brýtur sjávargángur. Engjar eru öngvar. Útihagar næsta því öngvir." JÁM III, 250. 1916: Tún 1,67 teigar, allt sléttað nema grjót og malarblettir, engin garður.
GK-227:001 Mýrarhús (Gamlibærinn) bæjarhóll bústaður 64°09.341N 21°59.285V Steinsteypt íbúðarhús er nú þar sem gamli bærinn í Mýrarhúsum stóð áður. Í Seltirningabók segir: "Einar [Jónsson sem bjó í Mýrarhúsum 1805-1815] tók við jörðinni í niðurníðslu eins og áður sagði, en hann húsaði hana upp og ræktaði bæði tún og matjurtagarða. Þegar hann yfirgaf Mýrarhús 1815 .. hafði hann reist við bæjarhús göng og fjós...." Mýrarhúsum var skipt upp í tvo hluta 1903. Á þeim tíma var gamli bærinn orðinn mjög lélegur og var nýr bær byggður 1905 (sjá 007). Ekki er ljóst hvort gamli bærinn var rifinn um leið og sá nýi var byggður en ekki er það ólíklegt. Gamli bærinn í Mýrarhúsum var nálega þar sem íbúðarhúsið Látraströnd 3 er nú. Látraströnd 3 er steinsteypt einbýlishús með kjallara í íbúðarhúsahverfi. Engin merki gamla bæjarins sjást, ekki er greinilegur bæjarhóll og verður að teljast líklegt að þegar sé búið að umturna stórum hluta þeirra fornleifa sem kunna að hafa leynst undir sverði á þessum slóðum. Í Jarðabók Árna og Páls eru Mýrarhús sögð byggð upp á stekkjarstæði frá Eiði um 1600. Hættumat: hætta, vegna ábúðar Heimildir: Túnakort 1916, Jarðabók Árna og Páls, 249 og Seltirningabók 160 GK-227:002 heimild um útihús 64°09.294N 21°59.341V Samkvæmt túnakorti frá 1916 var útihús um 5 neðan (NNA) við yngri Mýrarhúsabæinn 007. Húsið hefur verið í norðausturjaðri húss númer 8 við Fornuströnd (eða milli húss nr. 8 og 10). Af loftmynd frá 1959 að dæma var enn hús (líklega endurbyggt) á svipuðum stað (sjá bls. 158 í Seltirningabók). Milli einbýlishúsa í íbúðarhverfi, nálægt lóðamörkum. Ekkert sést til fornleifa. Hættumat: hætta, vegna ábúðar Heimildir: Túnakort 1916 og Seltirningabók, 158 GK-227:003 heimild um útihús 64°09.306N 21°59.253V Um 80 m neðan (NNA) við yngri bæinn á Mýrarhúsum 007 var útihús samkvæmt túnakorti frá 1916. Húsið var nálega miðja vegu milli Mýrarhúsa 007 og sjávar. Húsið hefur verið í norðurjaðri húss nr. 4 við Fornuströnd. Milli einbýlishúsa í íbúðarhverfi, nálægt lóðamörkum. Ekkert sést til fornleifa. Hættumat: hætta, vegna ábúðar Heimildir: Túnakort 1916 GK-227:004
Pálsbær
hús
býli
64°09.272N
114
21°59.229V