Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi

Page 102

GK-225

Grótta

Hjáleiga frá Nesi. Fyrst getið 1547-1548 í Leigna, landskylda og skreiðargjaldsreikningr Kristjáns skrifara af konungsjörðum. Þar segir: "Item met Lambage v legekiör. landskyldt xv öre. ij lege vj förenger smör dt. her er ij foder en ij ar gamell nödt oc iiij lamb oc aff foder en 3 ar gamell nöd oc iiij lam oc ij landskyldt j ar gamlle quege for xl alner oc j thönde öll for xx allner oc fich Thume v öre ij formandskop for en sexereng ij Gröthen" DI XII 111-112. Einnig er minnst á Gróttu í fógetareikningum árin 1548: DI XII 130, 1548-1549: DI XII 138, 1549-1550: DI XII 153, 1550: DI XII 184, 1552: DI XII 413, 421, 424 og var þá útræði þaðan. Þótti með betri jörðum á Nesinu á 18. öld en spilltist af flóðum, sennilega Básendaflóðinu 1799 og var í eyði um skeið á fyrri hluta 19. aldar. Fyrir flóðið mun bærinn hafa staðið á breiðu nesi. 1703: "Tún hjáleigunnar brýtur til stórskaða sjávarágángur. Engjar eru öngvar." JÁM III, 244.

1916: Tún 1,5 teigar, allt slétt. Garðar 740m2. "Túnið alt er umgirt sjógarði er sjór fellur að í miklum flóðum, helst að n.a. a. og s. Klappir og grjót hlífir vestur hliðinni og s.v. Gengin er grandi til lands um fjöru ..." Túnakort 1916. GK-225:001

Grótta

bæjarhóll

býli

64°09.900N 22°01.285V "Rétt austur af vitanum eru rústir af bæ," segir í örnefnaskrá. "49 Bæjarstæði Gróttu er um 10 m austan við Gróttuvita og um 30 m norðvestan við íbúðarhúsið og má greina það allvel þótt túnið hafi verið sléttað. Tóftasvæðið er u.þ.b. 30 x 30 m á breidd," segir í Fornleifaskráningu á Seltjarnarnesi. Réttara væri að segja að gamla bæjarstæðið væri norðan við íbúðarhúsið en ekki norðvestan við líkt og segir í fornleifaskráningu ÁÓG. Inn á túnakort frá 1916 er merktur kálgarður, um 30 m norður af íbúðarhúsinu frá 1904 (002). Kálgarðurinn var ofan á hinu eldra GK-225:001: Útflattur og ógreinilegur bæjarhóll Gróttu er bæjarstæði sem hér er skráð. fyrir miðri mynd. Bæjarhólinn er sléttaður og allt umhverfi hans er gróið háu grasi. Engin bygging er á hinum sléttaða bæjarhól en þó er þar að finna stórt loftnet. Loftnetið er áfast járnsúlu, um 8 sm í þvermál, sem er grafin ofan í bæjarhólinn, eflaust nokkuð djúpt. Jafnframt tengjast

102


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.