Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi

Page 10

Árið 1980 var Seltjarnarnes í hópi fyrstu sveitarfélaga landsins sem lét gera fornleifaskráningu í landi sínu. Skráninguna gerði Ágúst Ó. Georgsson og leiddi hún í ljós 61 minjastað. Skráning var varðveitt í handriti en árið 1995 kostaði bærinn úrvinnslu verksins. Um hana sá Birna Gunnarsdóttir, fornleifafræðingur og kom hún út á skýrsluformi sama ár. Á aldarafmæli hreppsnefndar Seltjarnarness, árið 1975, var ákveðið að láta skrifa og gefa út sögu hreppsins. Árið 1978 var Heimir Þorleifsson, sagnfræðingur, ráðinn til verksins og vann hann það í hjáverkum á næstu árum. Seltirningabók, ítarleg úttekt á sögu byggðar á nesinu kom svo út árið 1991. Rétt fyrir aldamótin 2000 lauk danski sagnfræðingurinn Christina Folke Ax cand. mag.

ritgerð

sinni

í

sagnfræði

við

Kaupmannahafnarháskóla.

Viðfangsefnið

var

menningarmunur á Íslandi í lok 18. aldar og var rannsóknarsvæðið Seltjarnarnes. Christina fór í gegnum margvíslegar heimildir um íbúa á Seltjarnarnesi á þessu skeiði, s.s. skiptagjörðir, dómabækur og manntöl og notaði þær upplýsingar sem hún fékk þaðan til að varpa ljósi á daglegt líf og menningarmun sem hún taldi hafa verið á nesinu á þessu skeiði. Árið 2002 birtist útdráttur úr ritgerð hennar sem grein í Sögu, tímariti Sögufélagsins.3 Þær rannsóknir sem hér hafa verið upptaldar eiga það sameiginlegt að beinast að öllu Seltjarnarnesi eða jafnvel stærra svæði. Á undanförnum áratugum hafa þó flestar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á sögu og fornleifafræði Seltjarnarness einskorðast við afmörkuð svæði innan hins svonefnda Framness. Flestar eru þessar rannsóknir fornleifafræðilegar og oftast hafa þær beinst að stórbýlinu Nesi. Hér verður gerð grein fyrir helstu rannsóknum á síðustu árum.

Svæðisbundnar rannsóknir í og við Nes Miklar rannsóknir hafa verið gerðar í Nesi við Seltjörn á undanförnum árum þó að flestar þeirra hafi verið í smáum stíl, oftast fjarkannanir ýmiskonar og prufuskurðir. Hér verður getið þeirra helstu. Árið 1979 var unnið að hitaveitulögn við Nesstofu. Þá komu menn niður á mannabein og kölluðu til fornleifafræðing. Guðmundur Ólafsson kom á staðinn, teiknaði upp afstöðu beinafundarins og gerði stutta lýsingu á honum. Hitaveitulögnin lá fast sunnan við Neströð frá Nesstofu og fram hjá norðurjaðri lóðar við Neströð 7. Auk beinagrindanna þriggja sem fundust skammt norðan við lóðamörk Nestraðar sáust í skurðinum grjóthleðslur á tveimur stöðum. Í sama skurði kom í ljós öskuhaugur um 20 m austan við Nesstofu. Skurðinn vegna

3

Við þessa grein var stuðst hér. Sjá Ax, Christina Folke. 2002.

10


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi by Eyjólfur Garðarsson - Issuu