Embla - Ragna Fríða Sævarsdóttir

Page 6

Indie tölvuleikir Indie tölvuleikir eru tölvuleikir sem eru framleiddir af einstaklingum eða litlum hóp einstaklinga en ekki af stórum fyrirtækjum. Margir svona leikir hafa orðið mjög vinsælir til dæmis Minecraft, Five Nights at Freddy‘s, Undertale, Among Us og margir fleiri.

Minecraft Minecraft er mest seldi töluvleikur allra tíma. Flestir þekkja þennan leik eða hafa spilað hann. Minecraft var búinn til af einum manni, Markus Persson, einnig þekktur sem Notch, fyrsta útgáfan af leiknum kom út árið 2009. YouTube stuðlaði að vinsæld Minecraft þar sem margir spiluðu leikinn og hlóðu upp myndböndum sínum á vídeó-veituna. Leikurinn kom út á tímabili þar sem myndbönd á YouTube um tölvuleiki voru mjög vinsæl. Það sem heillar marga við Minecraft er að ekki er ein leið til að spila leikinn. Hver leikmaður getur spilað hann á sína eigin vegu. Vinsælustu leiðir til að spila leikinn eru survival, multi player, creative og hard core. Í survival spilarðu einn og átt að reyna að lifa af. Þú getur

6

Embla

byggt hús, barist við skrímsli, siglt um höfin og margt fleira. Ef þú villt ekki spila einn getur þú spilað multiplayer. Margar leiðir eru til að spila multiplayer, þú getur spilað survival, creative eða hardcore en einnig hafa spilendur sett upp ýmis „mini games“. Mini games eru allskonar en fara á móti hefðbundna survival, þú getur spilað allskonar leiki eins og til dæmis lazertag. Í creative færðu aðgengi að öllum hlutum í leiknum og skrímslin ráðast ekki á þig. Flestir nota creative til að byggja. Að lokum er hardcore. Hardcore er í raun alveg eins og survival en ef þú deyrð þá geturu ekki spilað í þeim heimi lengur. Einnig eru skrímslin sterkari og er talsvert erfiðara að spila.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Embla - Ragna Fríða Sævarsdóttir by Tækniskólinn - Issuu