1 minute read

K-pop

Next Article
Um mig

Um mig

K-popp er tónlistartegund sem á bakgrunn sinn í Suður Kóreu. Seinustu ár hefur k-popp orðið mjög vinsælt alþjóðlega. BTS, Blackpink, BIGBANG, Wonder Girls og margir fleiri eru ástæðan fyrir vinsældum k-popp.

Seo Taiji and Boys er oft talin vera fyrsta k-popp hjómsveitin. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 1992 og hættu saman árið 1996. Meðlimirnir voru Seo Taiji, Yang Hyun-suk og Lee Juno.

Stærstu grúbburnar i hverri kynslóð

Oft er talað um að k-popp eigi sér kynslóðir. Í fyrstu kynslóðinni, 1992–2002, var k-popp að verða til, með innblæstri frá bandarískri og japanskri tónlist. Vinsælustu tólistarmenn kynslóðarinnar voru Seo Taiji and Boys, H.O.T, god, Sechskies, Shinhwa, og BoA

Önnur kynslóðin kom í lok kreppu í Kóreu, 2003–2010, k-popp var séð sem fullkomin leið til að auglýsa Kóreu. BIGBANG, TVXQ, Super Junior, Girls‘ Generation, Wonder Girls, KARA, 2ne1, SHINee, INFANITE og fleiri voru andlit annarar kynslóðar k-popp.

Þriðja kynslóðin er þegar k-popp varð vinsælla í Ameríku og Evrópu, 2011–2017, með samfélagsmiðlum var mikið auðveldara fyrir k-popp grúppur í þessari kynslóð að fá fylgjendur. Annað sem þriðju kynslóð k-popp gerðði vinsæl var að hafa sinn eigin heim í kringum hópinn. Mörg tónlistarmyndbönd fylgja sögulínu og jafnvel eru hljómsveitirnar með krafta, til dæmis EXO. Vinsælustu artistar frá þessari kynslóð eru BTS, BLACKPINK, EXO, Twice, Red Velvet, Got7, iKON og fleiri.

Nýjasta kynslóðin í k-popp er sú fjórða, 2018-núverandi. Í dag er k-popp meira en bara tónlistartegund þar sem flestar hljómsveitir eru með sína eigin fagurfræði og heim í kringum tónlistina. Stærstu hljómsveitarinnar eru ITZY, Stray Kids, Æspa, Tomorrow X Together, LOONA og Fleiri.

BoA

BoA var aðeins 11 ára þegar hún vann áheyrnarprufu hjá SM Entertainment sem er fyrirtækið hún vinnur enn fyrir í dag. Aðeins 13 ára gaf hún út sína fyrstu plötu, ID; Pease B. Í dag hefur hún gefið út tuttugu plötur, tíu á kóresku, níu á japönsku og eitt á ensku. Hún hefur einnig tekið þátt í allskonar verkefnum með öðrum k-popp listamönnum. Hún hefur sungið á lögum með TVXQ, Shindong, U-Kwon og fleirum. Nýlega var henni bætt við í „supergroup“ með öðrum konum frá SM. Super-hópurinn heitir Got the Beat og er með meðlimir frá Girls Generation, Red Velvet, Aespa og svo auðvitað BoA. BoA er mjög vinsæl í Kóreu og alþjóðlega og hefur oft verið kölluð „The Queen of K-pop“.

BoA singur í San Francisco pride, 2009 Ljósm.: Charlie Nguyen

Embla 11

This article is from: