1 minute read

Among us

Among us spilað á farsíma

Ljósm.: R. Fríða Sævars.

Among us er tölvuleikur sem líkist spilinu varúlfur eða mafía. 4–14 leikmenn spila við hvorn annann, 1–3 leikmenn eru valdir sem „Imposter“ allir aðrir eru „Crewmates“. Crewmates leysa verkefni í geimskipi meðan þeir reyna að forðast imposter-ana. Imposter á að drepa crewmates án þess að neinn sjái. Ef imposter nær öllum crewmates án þess að neinn sjái vinnur hann en ef crewmates ná honum vinna crewmates.

Leikurinn kom út árið 2018 en varð ekki mjög vinsæll fyrr en um mitt árið 2020. Leikurinn varð mjög vinsæll bæði vegna þess að lang flestir voru fastir heima vegna covid-19 heimsfaraldursins og margir twitch streimarar spiluðu leikinn.

Í nóvember 2020 voru um 500 milljón spilendur samkvæmt SuperData Research. Lang flestir, um 97% spilara, spila fríu útgáfuna af leiknum sem færst í google play og Appstore en einnig er til útgáfa sem er seld fyrir PC tölvur. Leikurinn er einn af mest seldu leikjum á Steam árið 2020, og komst inn á „The Year‘s Top 100“ lista. Í maí 2021 gáfu Innersloth, framleiðendur leiksins, leikinn í eina viku í Epic Games vefversluninni, þá viku voru yfir 15 millíjón eintök sótt.

Í vinsældar bylgju leiksins var leikurinn spilaður af fólki á öllum aldri, en ef þú spilar leikinn núna eru spilendur börn. Þó leikurinn hafi verið mjög vinsæll árið 2020 entust vinsældir hans ekki mjög lengi, allavegana að meðan fullorðinnna spilenda. Í dag þykir mörgum leikurinn grín. En þó lifir hann áfram í net heimi.

Vegna vinsæld leiksins hefur verið minnst á hann í ýmum leikjum, bíómyndum og fleiru. Innersloth með k-popp hljómsveitinni BTS og gáfu út styttur af karakterum leiksins í stíl við hvern meðlim sveitarinnar. Einnig í sýnishorni af bíómyndinni Snoopy in Space er karakternum Woodstock hent úr geimskipi í sama stíl og er gert í leiknum.

This article is from: