1 minute read

Undertale

Next Article
YG Entertainment

YG Entertainment

Undertale er 2D leikur sem kom út fyrir Windows og OS X árið 2015. Leikurinn tekur innblástur af ýmsum leikjum svo sem Brandsih, Super Mario og Mother.

Einnig bjó höfundur leiksins, Toby Fox, til „maps“ fyrir Mother áður en hann fór að framleiða sína eigin leiki.

Leikurinn fylgir barni sem dettur í heim undir jörðinni þar sem ýmis skrímsli búa. Barnið þarf að reyna að komast aftur heim og leikmaðurinn stýrir því. Það eru margar leiðir til að vinna leiki til dæmis með því að drepa öll skrímslin, oft talað um sem „genoside route“, en einnig getur maður unnið leikinn með því að sleppa þeim, oft talað um sem „passive“ eða „neutral route“.

Tónlist og fontar í Undertale

Áður en Toby Fox bjó til Undertale samdi hann tónlist fyrir ýmis verk svo sem, vef-teiknimyndasögunni Homestuck og tölvuleiknum Earthbound. Tónlist á mikinn hlut í leiknum. Allir aðal karakterarnir eru með sitt eigið lag og hver „bardagi“ er einnig með sitt eigið lag.

Nöfn margra karaktera í Undertale eru gerð sem grín, til dæmis er einn af fyrstu karakerunum sem þú hittir í leiknum Toriel sem kennir þér hvernig á að spila leikinn eða gefur þér „tutoriel“. Þrír karkaterar í leiknum eru nefndir eftir fontum, Sans, Papyrus og W.D. Gaster. Sans og Papyrus eru nefndir eftir comic sans og papyrus og er allt sem þeir segja í leiknum skrifað í þeim fontum. W.D. Gaster er nefndur eftir   (wing dings), þó kemur hann ekki fram í leiknum nema ef þú gramsar í skjölum leiksins. Einnig er karakterinn Alphys talinn af sumum spilurum leiksins vera byggður á fontinum Alpha en þó er það sem hann segir ekki í þeim fonti.

Karakterar úr Undertale, teiknað af Línu Rós Hjaltested Ljósm.: R. Fríða Sævars.

This article is from: