
2 minute read
Sm Entertainment
The big three
Eitt af því sem gerir k-popp einstakt er að lang flestir k-popp hópar eru myndaðir af fyrirtækjum. Listamennirnir sækja um með því að mæta í áheyrnarprufu og eyða svo næstu árum í að æfa sig til að komast í k-popp grúbbu. Oft er talað um the big three, sem eru þrjú stærstu k-popp fyrirtækin sem ruddu brautina fyrir k-popp í dag. Þessi fyrirtæki eru SM Entertainment, YG Entertainment og JYP Entertainment.
SM Entertainment
SM var stofnað árið 1989 af Lee Soo-man. Margir af stærstu k-popp listamönnum hafa komið frá SM, TVXQ, Super Juinior, SHINee, Girls Generation, EXO, Red Velvet, NCT, Æspa og fleiri. SM var fyrsta stóra k-popp fyrirtækið og gerði æfingar ferlið áður en listarmennirnir taka sínu fyrstu skref sem hljómsveit eða söngvari vinsælt.
Seinustu ár hefur SM breytt frá hefðbundnu k-popp, boy- eða girlband lookinu. Listamenn eins og NCT og Æspa eru með sérstök „consept“. NCT er með fjórar undir grúbbur sem þeir vinna aðallega með, NCT Dream eru yngstu meðlimir NCT og gera meira krúttleg lög, NCT 127 gerir aðarlega EDM tónlist, NCT U gerir allskonar og WayV er kínverska útgáfan af NCT. NCT Dream, NCT 127 og WayV eru alltaf með sömu meðlimina en NCT U skiptir um meðlimi með hverju lagi. Einnig hafa þeir gert undir grúbbur sem endast bara á einni plötu, NCT 2018 og NCT 2020. Nýlegat var SM að leita af nýjum meðlimum fyrir NCT Hollywood. Alls eru eru 23 meðlimir í NCT. Æspa er að mestu leiti frekar hefðbundin stelpuhljómsveit en hver meðlimur er einnig með teiknaða stelpu sem sitt tákn. Þær teiknuðu eru líka meðlimir sjálfar en þó taka þær ekki ekki þátt í hverju lagi.
Red Velvet eru einnig frekar hefðbundin stelpuhljómsveit, allir meðlimirnir eru mennskir og það eru alltaf sömu fimm konurnar og þær gera krúttleg, háklassa, skrítin og girl crush consept. Það sem gerir stelpusveitina einstaka er að allar plötur þeirra falla undir annað hvort „Red“ eða „Velvet“, hver er munurinn? Red lög eru krúttleg, tónlistar myndbandið er oftast í pastel litum og stelpurnar eru klæddar litum. Lögin Happiness, Ice Cream og Dumb Dumb falla undir red. Velvet lögin eru með meiri fullorðins þemu, myndböndin falla í dökka lita palletu og stelpurnar eru klæddar í dökkum litum oftast. Psycho, Be Natrual og Bad Boy falla undir Velvet. Einnig hafa þær framleitt nokkur lög sem falla undir bæði Red og Velvet. Rookie og Russian Rulette eru bæði mjög krúttleg lög og lita palletur tónlistar myndbandanna eru pastel en texti laganna tækla alvarlega málefni.