
1 minute read
Um mig
Ég heiti Ragna Fríða en er kölluð Fríða og er fædd 28. janúar árið 2000. Fyrstu átta ár ævi minnar bjó ég á litlum sveitabæ í Mýrdalshrepp. Árið 2008 flutti ég á Eyrabakka sem ég bjó þar til að ég byrjaði í Tækniskólanum. Ég hóf nám við Tækniskólann árið 2020 eftir árs námspásu. Ég útskrifaðist sem stúdent á listalínu úr Fjölbrautaskóla Suðurlands vorið 2019. Þar kynntist ég grafískri miðlun fyrst, ég vann hönnunarkeppni í þeim áfanga þar sem lagt var fyrir okkur að hanna merkingar á ruslatunnur skólans.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á list. Mér finnst gaman að teikna, mála og flest föndur sem er lagt fyrir mig. Auk þess finnst mér mjög gaman að horfa á þætti og hlusta á tónlist á tungumálum sem ég kann ekki. Ég hef líka gaman af stjörnuspeki og galdrafræði, ég hef safnað allskonar kristölum og er oftast með nokkra í vasanum.
Þó ég viit ekki mikið um tísku hef ég mjög gaman af henni! Ég reyni að vera töff klædd flesta daga. Mér finnst gaman að versla notuð föt á nytjamörkuðum og að reyna púsla þeim saman. Eins og áður er minnst á finnst mér gaman að föndra, ég hef „föndrað“ mín eigin föt, prjónað, heklað eða saumað.