Embla - Ragna Fríða Sævarsdóttir

Page 11

K-pop K-popp er tónlistartegund sem á bakgrunn sinn í Suður Kóreu. Seinustu ár hefur k-popp orðið mjög vinsælt alþjóðlega. BTS, Blackpink, BIGBANG, Wonder Girls og margir fleiri eru ástæðan fyrir vinsældum k-popp. Seo Taiji and Boys er oft talin vera fyrsta k-popp hjómsveitin. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 1992 og hættu saman árið 1996. Meðlimirnir voru Seo Taiji, Yang Hyun-suk og Lee Juno. Stærstu grúbburnar i hverri kynslóð Oft er talað um að k-popp eigi sér kynslóðir. Í fyrstu kynslóðinni, 1992–2002, var k-popp að verða til, með innblæstri frá bandarískri og japanskri tónlist. Vinsælustu tólistarmenn kynslóðarinnar voru Seo Taiji and Boys, H.O.T, god, Sechskies, Shinhwa, og BoA Önnur kynslóðin kom í lok kreppu í Kóreu, 2003– 2010, k-popp var séð sem fullkomin leið til að auglýsa Kóreu. BIGBANG, TVXQ, Super Junior,

Girls‘ Generation, Wonder Girls, KARA, 2ne1, SHINee, INFANITE og fleiri voru andlit annarar kynslóðar k-popp. Þriðja kynslóðin er þegar k-popp varð vinsælla í Ameríku og Evrópu, 2011–2017, með samfélagsmiðlum var mikið auðveldara fyrir k-popp grúppur í þessari kynslóð að fá fylgjendur. Annað sem þriðju kynslóð k-popp gerðði vinsæl var að hafa sinn eigin heim í kringum hópinn. Mörg tónlistar­ myndbönd fylgja sögulínu og jafnvel eru hljómsveitirnar með krafta, til dæmis EXO. Vinsælustu artistar frá þessari kynslóð eru BTS, BLACKPINK, EXO, Twice, Red Velvet, Got7, iKON og fleiri. Nýjasta kynslóðin í k-popp er sú fjórða, 2018-núverandi. Í dag er k-popp meira en bara tónlistartegund þar sem flestar hljómsveitir eru með sína eigin fagurfræði og heim í kringum tónlistina. Stærstu hljómsveitarinnar eru ITZY, Stray Kids, Æspa, Tomorrow X Together, LOONA og Fleiri.

BoA BoA var aðeins 11 ára þegar hún vann áheyrnarprufu hjá SM Entertainment sem er fyrirtækið hún vinnur enn fyrir í dag. Aðeins 13 ára gaf hún út sína fyrstu plötu, ID; Pease B. Í dag hefur hún gefið út tuttugu plötur, tíu á kóresku, níu á japönsku og eitt á ensku. Hún hefur einnig tekið þátt í allskonar verkefnum með öðrum k-popp listamönnum. Hún hefur sungið á lögum með TVXQ, Shindong, U-Kwon og fleirum. Nýlega var henni bætt við í „supergroup“ með öðrum konum frá SM. Super-hópurinn heitir Got the Beat og er með meðlimir frá Girls Generation, Red Velvet, Aespa og svo auðvitað BoA. BoA er mjög vinsæl í Kóreu og alþjóðlega og hefur oft verið kölluð „The Queen of K-pop“.

BoA singur í San Francisco pride, 2009

Ljósm.: Charlie Nguyen

Embla

11


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Embla - Ragna Fríða Sævarsdóttir by Tækniskólinn - Issuu