
3 minute read
Ekki sjálfgefið að skimað verði fyrir mergæxli. Bls
lyfjameðferðina. Fyrstu niðurstöður eru mjög lofandi en það þarf að klára að meðhöndla alla,“ segir Sigurður Yngvi en búist er við að í heildina muni um 80 til 100 manns af öllum þeim sem taka þátt í rannsókninni fá meðferð.
Breyttu aldursbili rannsóknarinnar
Advertisement
Upphaflega átti að bjóða landsmönnum 50 ára og eldri að taka þátt í rannsókninni en aldursbilinu var breytt.
„Mergæxli er mjög sjaldgæft hjá einstaklingum sem eru yngri en 40 ára. Þegar við byrjuðum rannsóknina, sóttum um styrki og fundum samstarfsaðila þá ákváðum við að skima 50 ára og eldri. Þegar leið á þá áttuðum við okkur á því að það væri mjög lítið vitað um mergæxli og forstig mergæxlis hjá aldurshópnum 40 til 50 ára þannig að við óskuðum eftir því að bæta þeim við. Þetta snýr að því hversu algengt þetta er. En það er klárlega ekki heilsufarslegur eða samfélagslegur ávinningur af því að skima niður í tíu ára aldur því þetta er svo sjaldgæft.“
Sigurður Yngvi segir að það sé ekki sjálfgefið að það verði byrjað að skima fyrir mergæxli hjá almenningi og leggur áherslu á að Blóðskimun til bjargar sé vísindarannsókn; það sé ekki byrjað að skima fyrir sjúkdómnum. Það þurfi að rannsaka það almennilega hvort það sé heilsufarslegur og samfélagslegur ávinningur af því að skima fyrir mergæxli.
Eina leiðin til að ná að meðhöndla fyrr er að skima
„Það eru ákveðnar kríteríur eða skilyrði fyrir því hvenær á að skima og hvenær ekki. Ef maður fer í gegnum þann lista þá uppfyllir mergæxli margt af því. Eitt af því er að þetta þarf að vera samfélagslegt og heilsufarslegt vandamál sem mergæxli auðvitað er. Síðan þarf auðvitað að taka með í reikninginn að því sjaldgæfari sem sjúkdómurinn er þeim mun ólíklegra er að það sé ávinningur af því að skima. Það segir sig í rauninni sjálft; ef það myndu greinast bara tveir á ári þá myndum við auðvitað aldrei skima.
En það þarf líka að taka þessi nýju lyf með í reikninginn og miklu framþróun sem hefur orðið undanfarin ár í meðferð við mergæxlum. Þá er búið að sýna fram á það í tveimur stórum rannsóknum að það er ávinningur af því að greina og meðhöndla mallandi mergæxli áður en það verður mergæxli. Þannig að það er búið að sanna að það er betra að meðhöndla fyrr heldur en ekki en eina leiðin til að ná að meðhöndla fyrr er að skima,“ segir Sigurður Yngvi og heldur áfram: „Eins og staðan er núna, sem sagt án skimunar, vonar maður og treystir á að fólk sé að greinast fyrir tilviljun út af öðrum heilsufarstengdum vandamálum því mallandi mergæxli er einkennalaust. Þá greinast kannski 2-5% á því stigi sem er klárlega ávinningur. Það er mjög mikilvægt að halda því til haga að þetta er vísindarannsókn. Við erum ekki að hefja skimun en rannsóknin er auðvitað skimun. Síðan kemur eitthvað svar, til dæmis: „Já, það var ávinningur af því.“ Þá leggjum við til hvernig eigi að útfæra það að skima almenning. Eða: „Já, það er ákveðinn ávinningur og við svörum alls konar læknisfræðilegum og vísindalegum spurningum en það er ekki ástæða til að hefja kerfisbundna skimun hjá allri þjóðinni.“ Þá er það mjög mikilvæg niðurstaða.“
Einkenni mergæxlis
- Upplýsingar af vef Krabbameinsfélagsins
Vægt blóðleysi og hækkað sökk.
Stundum greinist mergæxli áður en sjúkdómurinn hefur náð að gefa nokkur einkenni. Það sem leiðir þá oftast til greiningar er hátt blóðsökk og hugsanlega vægt blóðleysi. Sýkingar. Vegna skorts á heilbrigðum mótefnum eru sýkingar algengar og þá sérstaklega í öndunarfærum og þvagi.
Blóðleysi. Vanstarfsemi í beinmerg vegna mikillar fjölgunar plasmafruma getur dregið úr framleiðslu á eðlilegum blóðfrumum og afleiðing þess er blóðleysi. Blóðleysi er mjög algengt einkenni og því fylgir gjarnan þreyta og magnleysi. Verkir frá beinum eru oft í hrygg, brjóstkassa eða mjöðm en geta einnig verið í upphandlegg og læri. Verkirnir versna oft við hreyfingu og álag. Illkynja plasmafrumur geta stuðlað að auknu niðurbroti á beinum sem veldur beinþynningu og í verstu tilfellum beinbrotum.