4 minute read

Tékklisti fyrir spítalavist Bls

Next Article
lið? Bls

lið? Bls

Tékklisti fyrir spítalavist

Ert þú á leiðinni í skurðaðgerð eða lyfjameðferð sem krefst sjúkrahúsinnlagnar til lengri tíma og veist ekki hvað best er að hafa meðferðis á sjúkrahúsið?

Advertisement

Við í Krafti tókum saman nokkur atriði sem reynst hafa félagsmönnum okkar vel. Þetta eru bara hugmyndir, þú getur sniðið þinn lista að þínum þörfum. Einnig fer það eftir lengd dvalar hversu mikið þarf að hafa með sér.

Eins vekjum við athygli á því að spítalinn ábyrgist ekki ef stuldur er á verðmætum.

Þægileg föt/náttföt

Gott er að huga að því að hafa flíkur sem hneppast að framan eftir brjóstaaðgerðir

Spangalausan topp

Nærföt

Inniskó

Síma

Spjaldtölvu

Hleðslutæki Bók og/eða tímarit

Snyrtivörur t.d. svitalyktareyði, dagkrem, hárbusta

Hljóðeinangrandi heyrnartól

Uppáhaldsnasl

Náttslopp

Tannbursti og tannkrem

Lyf og annað sem þú tekur að staðaldri

Önnur atriði ef sjúkrahúsvistin er löng:

Koddann þinn ef þú notar að jafnaði ákveðinn kodda

Lítinn spegill

Spil og/eða krossgátublöð

Gott er einnig að taka með sér matvæli og drykkjarföng sem þú vilt og getur borðað/drukkið milli mála

Ekki sjálfgefið að skimað verði fyrir mergæxli

-Tugþúsundir Íslendinga taka þátt í rannsókninni Blóðskimun til bjargar

Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum er íslensk vísindarannsókn sem hófst árið 2016 og felur í sér að skimað er fyrir mergæxli og forstigum þess í blóði landsmanna. Öllum Íslendingum sem fæddir voru fyrir 1975, þ.e. voru 40 ára og eldri þegar rannsóknin hófst, var boðið að vera með. Ríflega 80.000 manns taka þátt í rannsókninni.

Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort það sé heilsufarslegur og samfélagslegur ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigum sjúkdómsins. Eins og er til staðar með skimun fyrir brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og krabbameinum í ristli og endaþarmi.

Mergæxli er krabbamein í beinmerg. Beinmergurinn hefur meðal annars það hlutverk í líkamanum að framleiða blóð og í honum verða því til alls konar frumur, eins og til dæmis hvít og rauð blóðkorn og blóðflögur. Í beinmergnum má einnig finna svokallaðar plasmafrumur sem hafa það hlutverk að búa til mótefni sem viðbrögð við alls kyns sýkingum sem geta herjað á okkur.

„Plasmafrumurnar sitja venjulega í heilbrigðum merg en þær geta umbreyst í mergæxlisfrumur. Mergæxlisfrumurnar sitja áfram í mergnum en það verður óhófleg fjölgun á þeim sem verður til þess að starfsemi mergsins fer úrskeiðis. Það verður lækkun á framleiðslu heilbrigðra rauðra blóðkorna, hvítra blóðkorna og stundum blóðflagna. Þessi sjúkdómur getur líka farið í beinin og valdið beinabreytingum sem oft leiða til verkja og stundum beinbrota og svo getur mergæxli haft slæm áhrif á nýrnastarfsemi og kalkbúskap,“ segir Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar en hann er jafnframt sérfræðilæknir á blóðlækningadeild Landspítalans.

Mikil framþróun í meðferð mergæxlis síðasta áratuginn

Allir sem greinast með mergæxli hafa áður verið með forstig mergæxlis. „En það er alls ekki þannig að allir sem hafa forstigið fái mergæxli.

Án þess að skima þá greinast kannski um 5% allra þeirra sem greinast með mergæxli á meðan þeir eru með forstigið. Þannig að langflestir eða 95% greinast þegar þeir eru komnir með mergæxli. Við erum í rauninni að rannsaka áhrifin af því að greina þetta fyrr,“ segir Sigurður Yngvi. Forstig mergæxlis eru í raun tvenns konar, annars vegar vægari tegund forstigs sem kallast á fræðimáli góðkynja einstofna mótefnahækk un en er í daglegu tali einfaldlega kallað forstig mergæxlis, og hins vegar aðeins lengra gengið forstig sem kallast á íslensku mallandi mergæxli. Hvorugt forstigið er þó krabbamein og því er heitið „mallandi mergæxli“ nokkuð villandi þar sem það forstig er mjög hægt vaxandi og í raun ekki mergæxli.

Mergæxli er ekki algengt krabbamein en á undanförnum tíu til fimmtán árum hefur orðið mikil framþróun í meðferð sjúkdómsins. Þar af leiðandi eru lífslíkur þeirra sem greinast með mergæxli nú miklu betri en þær voru fyrir örfáum árum.

„Þetta er aðallega vegna þess að það eru komin ný svokölluð líftæknilyf sem eru eins og klæðskerasniðin að krabbameininu, það er að segja þau þekkja mergæxlisfrumurnar og drepa þær, en ekki frískar frumur í líkamanum. Þess vegna þolist meðferðin yfirleitt betur og aukaverkanirnar eru yfirleitt miklu vægari og öðruvísi en með hefðbundin krabbameinslyf eins og fólk almennt þekkir. Þannig að fólk missir til dæmis ekki hárið, það er lítið um ógleði og slíkt,“ segir Sigurður Yngvi. Undanfarin þrjátíu ár hefur einnig verið gefin háskammtalyfjameðferð þar sem stofnfrumum er fyrst safnað úr sjúklingnum sjálfum. Hann fær síðan háan skammt af krabbameinslyfjum og svo stofnfrumurnar til baka.

„Þetta er hægt að gefa fólki kannski allt upp í sjötíu ára og rúmlega það. Þetta er ansi þung meðferð en mjög öflug,“ bætir Sigurður Yngvi við.

Fyrstu niðurstöður mjög lofandi

Eins og áður segir er markmiðið með rannsókn inni að athuga hvort það sé ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigum þess.

„Þannig að við erum að svara því fyrir heiminn hvort að mergæxli og forstig þess séu einn af þessum sjúkdómum sem ætti að skima fyrir. Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að svo sé gert. Aðalskilyrðið er að þetta þarf að vera einföld rannsókn, sem þetta er, ekki mikið inngrip, má ekki kosta of mikið, má ekki skerða lífsgæði fólks og svo verður þetta að bæta horfur og auka lífslíkur,“ segir Sigurður Yngvi. Búið er að skima rétt rúmlega 75.000 manns og leiða niðurstöðurnar í ljós að um 5% þjóðarinnar, 40 ára og eldri, eru með svokallað paraprótein í blóðinu sem skilgreinir forstig mergæxlis.

„Þessum hópi er svo skipt í þrjá mismunandi hópa sem eru með mismunandi eftirfylgd. Þeir sem greinast með mallandi mergæxli er boðið að vera með í annarri rannsókn sem er lyfjarannsókn, það er að segja lyfjameðferð til að meðhöndla sjúkdóminn á meðan hann er ennþá á forstigi, og við erum þá að reyna að koma í veg fyrir að það þróist yfir í mergæxli. Nú þegar erum við með rúmlega 60 manns sem hafa hafið, og margir hverjir klárað, tveggja ára

This article is from: