
1 minute read
Lífið er núna helgar. Bls
Lífið er núna helgar
Tvisvar á ári þ.e. á haustin og vorin býður Kraftur félagsmönnum að taka þátt í Lífið er núna helgum. Helgarnar eru endurnærandi og uppbyggjandi þar sem félagsmenn fá tækifæri til að fræðast um það hvernig þeir geta tekist á við breyttar aðstæður í lífi sínu og kynnast öðrum í svipuðum sporum. Við njótum þess að vera saman í fallegu umhverfi og byggja okkur upp líkamlega og andlega. Ætíð er miðað við að helgarnar séu haldnar úti á landi þar sem hægt er að stunda útivist og skemmtilega hreyfingu, fá fræðslu, stunda jóga eða annars konar núvitund, fara jafnvel í dekur, borða saman og njóta samvista meðal jafningja. Helgarnar eru félagsmönnum okkar að kostnaðarlausu, fyrir utan lítilsháttar staðfestingargjald, og eru helgarnar bæði fyrir krabbameinsgreinda sem og aðstandendur. Fólk getur komið einsamalt eða í pörum allt eins og því hentar.
Advertisement
„Þessi helgi var ómetan leg fyrir okkur sem par,“ sagði t.d. aðstandandi krabbameinsgreindrar konu eftir að þau komu á Lífið er núna helgi.
Helgarnar eru ætíð auglýstar inni á vefsíðu Krafts sem og á Facebook-síðu félagsins og í tölvupósti til félagsmanna.
Hér má sjá nokkrar myndir frá síðustu Lífið er núna helgum.



