
1 minute read
lið? Bls
Hvernig geta hópar og fyrirtæki lagt Krafti lið?
Kynntu þér málið nánar með því að taka mynd af QR kóðanum með snjallsíma.
Advertisement
Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna.“ Armböndin eru eingöngu gerð af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína.
Perlað með Krafti er skemmtilegt verkefni fyrir vinnustaði, félagasamtök, skóla eða stærri hópa þar sem hópurinn getur komið saman og lagt góðu málefni lið í leiðinni með því að perla armbönd til styrktar félaginu.
Fulltrúar frá Krafti geta mætt á staðinn með efni í armböndin og leiðbeint þátttakendum. Einnig er hægt að fá fræðsluerindi um starfsemi félagsins svo að þátttakendur í perluviðburðinum viti mikilvægi þess af hverju þau eru komin saman til að hjálpa.
Hvernig getur þitt fyrirtæki eða hópur tekið þátt?
Við hjá Krafti erum afar þakklát fyrir þessa sjálfboðavinnu og tökum fagnandi á móti beiðnum um perlun armbanda frá hinum ýmsu hópum. Perlunin sjálf er auðveld og á færi flestra. Vegna umfangs óskum við eftir að lágmarksfjöldi þátttakenda sé 25 manns. Fyrir vinnustaði og hópa sem eru staðsettir út á landsbyggðinni þarf lágmarksfjöldi að vera 50 manns. Allt sem til þarf eru borð og stólar, góð lýsing, gleði og góð stemning.
Hægt er að panta sérstaka skreytingarpakka fyrir viðburðinn sem gera hann enn hátíðlegri og skemmtilegri.
Fyrirtæki geta fengið skattaafslátt fyrir að styrkja Kraft
Fyrirtæki geta fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag eða gjöf er veitt. Sem dæmi, ef fyrirtæki styrkir Kraft um eina milljón þá lækkar það tekjuskatt sinn um 200.000 krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 800.000 krónur fyrir eins milljón króna styrk til félagsins. Fyrirtæki þurfa að hafa kvittun sem sýnir fram á styrkinn til að fá skattafsláttinn en Kraftur sendir inn tillkynningu til ríkisskattstjóra hvaða fyrirtæki hafa styrkt.