
1 minute read
Félags- og lyfjakort í símann. Bls
Félags- og lyfjakort í símann
Félagsmenn í Krafti hafa nú aðgang að stafrænum félagskortum í símanum sínum. Þeir geta þannig auðkennt sig hjá ýmsum samstarfsaðilum félagsins og fengið sérkjör. Á félagskortunum kemur einnig fram hvort félagsmaður sé með virkan lyfjastyrk hjá Apótekaranum.
Advertisement
Stafrænu félagskortin eru gefin út í samstarfi við sprotafyrirtækið Smart Solutions sem þróa umhverfisvænar lausnir. „Með þessari nýjung viljum við geta létt undir með félagsmönnum og á sama tíma hvatt þau til hreyfingar, sjálfsræktar og útivistar sem og að skapa góðar stundir og minningar með sínum nánustu. Við erum í samstarfi við nokkra dygga samstarfsaðila sem vilja leggja málstaðnum lið og veita félagsmönnum okkar sérkjör gegn því að framvísa stafræna félagskortinu eða með afsláttarkóða sem sést aftan á kortinu,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.
Sérkjör til félagsmanna geta verið til lengri eða skemmri tíma en nýjum sérkjörum er reglulega bætt við í hóp samstarfsaðila.