2 minute read

Hvernig hefur Kraftur hjálpað þér? Bls

Hvernig hefur Kraftur hjálpað þér?

Guðrún

Advertisement

B l ö n d a l

2 2 á r a

Ég greindist með Hodkinslymphoma eitlakrabbamein í janúar 2022. Ég hef mætt á nær alla StelpuKrafts hittingana síðan ég greindist. Svo mætti ég í Perlað með Krafti í Hörpu og náði að smala allri fjölskyldunni og vinum með. Jafningjastuðningurinn í StelpuKrafti gat svarað spurningum sem læknar svara ekki beint. Þær gátu t.d. sagt mér hvernig er best að vera klædd í lyfjagjöfum og að Gatorate er „life saver“. Það sýndi mér að krabbameinsgreining er ekki dauðadómur og hægt er að gera fullt ef maður bara skammtar sér verkefni.

Ívar Örn

H a u k s s o n

4 1 á r s

Ég greindist í júlí 2019 með æxli í framheila. Ég hef nýtt mér Stuðningsnetið, Neyðarsjóðinn og lyfjakortið og farið í sálfræðiviðtöl hjá Þorra. Kraftur hefur nýst mér vel. Ég fæ alltaf mjög jákvætt viðmót hjá öllum sem starfa hjá Krafti og fyrir Kraft. Ég vildi óska að ég væri sjálfur svona jákvæður að eðlisfari eins og fólkið þar.

Meginmarkmið Krafts eru að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra.

Við spurðum nokkra Kraftsfélaga hvernig Kraftur hefur hjálpað þeim.

Gunnar Örn

R u n ó l f s s o n

3 4 á r a

Ég greindist í janúar 2021 með nonhodgkins eitilfrumukrabbamein. Ég hef t.d. nýtt mér Lyfjakort Krafts sem er í samstarfi við Apótekarann. Kraftur hefur hjálpað mér líka með alls konar stuðning og það hefur verið frábært að mæta á viðburði eins og uppistand, karlakvöld á Kex hostel og að taka þátt í bingó og fleiri leikjum sem fjölskyldan getur líka verið með í.

Carmen Kull

3 9 á r a

Ég greindist í desember 2018 með krabbamein af óþekktum uppruna (meinvörp í eitlum í holhönd). Ég hef nýtt mér sálfræðiþjónustu hjá Krafti, fengið jafningastuðning með stuðningsfulltrúa, farið á Lífið er núna helgar, nýtt mér lyfjastyrkinn með lyfjakorti, farið í göngur á vegum Krafts. Ég fer líka reglulega á StelpuKrafts hittinga og ég hef sótt ýmis námskeið og fyrirlestra á vegum Krafts.

Starfið sem Kraftur vinnur er alveg ómetanlegt. Það sem hefur hjálpað mér mest er að komast í samband við fólk í sömu sporum og ég. Það er ekkert sem jafnast á við það að getað talað við manneskju sem hefur gengið í gegnum svipaða lífsreynslu. Framboðið af námskeiðum og fræðslukvöldum er einnig frábært og hefur hjálpað mikið við að komast í gegnum erfið tímabil. Svo er líka skemmtilegt að gera eitthvað fræðandi og uppbyggilegt í hópi fólks sem er í sömu sporum og maður sjálfur, eins og til dæmis að fara á Lífið er núna helgi, sem er einhvers konar „retreat helgi“.

This article is from: