1 minute read

Hvernig getur þú hjálpað okkur að hjálpa öðrum? Bls

Hvernig getur þú hjálpað okkur að hjálpa öðrum?

Kraftur er alfarið rekið fyrir velvilja fólks og fyrirtækja í landinu. Það væri ógjörningur að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum ef ekki væri fyrir ykkar hjálp.

Advertisement

Þú getur lagt okkur lið með ýmsum hætti t.d. með því að versla í vefverslun okkar, veita okkur stakan styrk eða lagt okkur lið sem sjálfboðaliði.

Viltu vera Kraftsvinur?

Helsta bakland okkar eru mánaðarlegu styrktaraðilar okkar sem styðja félagið með mánaðarlegum greiðslum. Þeir eru einstaklega mikilvægur hlekkur í keðjunni okkar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.

Við stöndum í þakkarskuld við þá 2.600 styrktaraðila sem nú leggja Krafti lið í hverjum mánuði. Það að vera að berjast við lífshættulegan sjúkdóm er einstaklega krefjandi og því ómetanlegt að félagsmenn geti fengið andlegan, líkamlegan, félagslegan og fjárhagslegan stuðning á þeim tímum.

Þinn stuðningur skiptir máli

Með því að leggja Krafti lið með mánaðarlegum greiðslum hjálpar þú ungum krabbameinsgreindum einstaklingum og aðstandendum að fá:

Ráðgjöf og stuðning Markþjálfun Stuðning meðal jafningja Fræðslu og upplýsingar um viðburði

Fjárhagslegan stuðning Hagsmunagæslu

Þú getur lagt okkur lið með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. Taktu mynd af QR kóðanum með snjallsíma til að kynna þér málið nánar.

This article is from: