
1 minute read
Perlað af Krafti. Bls
Bls.10 Perlað af Krafti
Í árvekni og fjáröflunarátakinu Hver perla hefur sína sögu hvatti Kraftur fólk m.a. að koma saman og perla ný Lífið er núna armbönd til stuðnings félaginu. Kraftur perlaði víðsvegar um landið svo sem í Hörpu í Reykjavík, Brekkuskóla á Akureyri og í Borgarnesi sem og hjá fyrirtækjum og í skólum.
Advertisement
Stærsti viðburðurinn var í Hörpu þar sem yfir þúsund sjálfboðaliðar komu saman og lögðu hönd á perlu. Fjölmörg skemmtiatriði voru á dagskrá og mikil stemning á svæðinu. DJ Sóley sá um að halda uppi fjöri og skemmtilegri stemningu á meðan fólk perlaði. Herra Hnetusmjör mætti á svæðið og tók nokkra slagara. Gedda gulrót og Rauða eplið úr Ávaxtakörfunni skelltu sér líka upp á svið við mikinn fögnuð viðstaddra. Una Torfa flutti ljúfa tóna og Vigdís Hafliðadóttir og Ragnhildur Veigarsdóttir úr Flott stigu einnig á stokk.
Í heildina perluðu sjálfboðaliðarnir 3.055 armbönd á fjórum tímum í Hörpu.















