
4 minute read
Þekktu brjóst þín, kona! Bls
Þekktu brjóst þín, kona!
Nokkur ruglingur hefur verið á skipulagi brjóstaskimana eftir að þjónustan færðist frá Krabbameinsfélaginu yfir til Landspítalans. Kraftur vill gera grein fyrir því breytta fyrirkomulagi sem hefur átt sér stað með tilkomu Brjóstamiðstöðvar við Eiríksgötu, sem og að hvetja konur sem búnar eru að fá boð til að mæta í skimun. Jafnframt viljum við hvetja allar konur að þekkja brjóst sín vel og þreifa þau reglulega.
Advertisement
Af hverju brjóstamiðstöð?
Árið 2020 var tekin ákvörðun um að stofna miðstöð sem sérstaklega var hugsuð til að þjónusta brjóstaheilsu. Þetta var gert að erlendri fyrirmynd en það hefur víða reynst vel að vera með eina miðlæga brjóstamiðstöð þar sem hægt er að sækja hina ýmsu þjónustu tengda brjóstum, sem og að sérlæknar og annað starfsfólk sé allt á sama stað til að auðvelda samskipti og þjónustu. Niðurstaðan var Brjóstamiðstöðin að Eiríksstöðum, Eiríksgötu 5, sem opnuð var í apríl 2021.
Hvað er brjóstaskimun?
Brjóstaskimun er skipulögð hópleit fyrir brjóstakrabbameini og fer leitin þannig fram að tekin er röntgenmynd af brjóstum hjá einkennalausum konum. Markmið skimunar er að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi til að bjóða betri meðferðarkosti. Lífshorfur eru almennt góðar en þar má þakka framþróun í greiningu og meðferð.
• Brjóstaskimun er árangursrík leið til að lækka dánartíðni brjóstakrabbameina en árlega deyja að meðaltali 50 konur. • Árlega greinast um 235 konur hér á landi með brjóstakrabbamein. • Meðalaldur við greiningu er 62 ár. • 88% lifun er af brjóstakrabbameinum
á Íslandi. (tölur frá Landlæknisembættinu.)
Mætir þú, kona?
Þátttaka kvenna hér á landi er alla jafna í kringum 60%. Árið 2021 fór þátttaka alveg niður í 54% en þetta er mun lægra en hjá nágrannalöndum okkar. Þetta er mikið áhyggjuefni og ýmislegt sem veldur.
Að staðaldri er einungis boðið upp á brjóstaskimun að Eiríksstöðum og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þetta hentar illa þeim konum sem búsettar eru úti á landi og þurfa að taka sér frí úr vinnu til að fara í brjóstaskimun. Reynt hefur verið að koma til móts við landsbyggðina og bjóða upp á brjóstaskimanir í bæjarfélögum á landsbyggðinni einu sinni á ári. Þeir tímar sem brjóstaskimanir eru í boði eru auglýstir á www.heilsugaeslan.is/ krabbameinsskimun.
Bent hefur verið á að opnunartíminn í brjóstaskimun á Eiríksstöðum er oft óhentugur fyrir vinnandi konur en það er opið milli klukkan 8:00 og 16:00 þannig að flestar þurfa að taka sér frí úr vinnu til að mæta í skimun. En skimunin á ekki að taka meira en 1015 mínútur. Einnig er símatími tímapantana óhentugur en eftir að bréfið berst er einungis hægt að panta tíma í gegnum síma milli 8:30 og 12:00 alla virka daga.Vert er að taka fram að einnig er hægt að panta tíma með því að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@ heilsugaeslan.is.
Athugið að fólk á öllum aldri getur greinst með brjóstakrabbamein og þó að konur séu í yfirgnæfandi meirihluta þá eru um 12% þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein á ári hverju hér á landi karlar.
Hnútur í brjósti hvað geri ég?
Konur - þekkið brjóstin ykkar vel. Þreifið, þuklið, strjúkið og þekkið þau vel. Við konur erum sjálfar fyrsta forvörnin í brjóstaheilsu og það að þekkja sín brjóst vel getur skipt sköpum þegar kemur að því að greina sjúkdóminn snemma. Oft er mælt með því að þreifa á brjóstunum í sturtu en það fer algjörlega eftir hentisemi hverrar fyrir sig.
Fyrsta skref ef hnútur finnst er að leita til heimilislæknis eða kvensjúkdómalæknis sem svo sendir beiðni áfram á viðeigandi stofnun í myndatöku ef ástæða er til.
Brjóstaheilsa á tímamótum?
Í vor komu þær Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir krabbameinslæknir í hlaðvarpið okkar Fokk ég er með krabbamein og útskýrðu aðeins betur fyrir okkur nýtt fyrirkomulag brjóstaskimana og deildu sinni sérþekkingu um brjóstaheilsu. Brjóstaheilsa er lífsnauðsynleg og þær Svanheiður og Ólöf hvetja allar konur til að setja heilsu sína í forgang, mæta í skimun og þreifa brjóst sín mánaðarlega. Við mælum með því að hlusta á þáttinn ef þú vilt vita meira um brjóstaheilsu.
Kynntu þér málið nánar með því að taka mynd af QR kóðanum með snjallsíma.
Mikilvægt!!! Hafðu samband við heimilislækni eða kvensjúkdómalækni EF þú ert með einkenni í brjóstum, óháð aldri, kyni og/eða hvenær þú fórst síðast í brjóstaskimun.
Hvernig gengur skimun fyrir sig?
1.
Öllum konum á aldrinum 4069 ára stendur til boða að fara í brjóstaskimun á tveggja ára fresti. Konum 7074 ára er boðið á þriggja ára fresti.
4.
Brjóstaskimun tekur u.þ.b. 1015 mínútur.
5.
Brjóstaskimun kostar um 5000 krónur.
3.
Þær stofnanir sem framkvæma brjóstaskimanir eru:
6.
Niðurstöður skimunar berast rafrænt innan þriggja vikna frá skimun.
7.
EF eitthvað finnst færðu boð um endurkomu í sérskoðun og máli þínu er komið í viðeigandi ferli.
2.
Þegar bréfið berst skaltu hringja í síma 5136700 og panta tíma. Einnig er hægt að senda tölvupóst á
krabbameinsskimun @heilsugaeslan.is.
• Brjóstamiðstöð Landspítala, Eiríksstaðir
að Eiríksgötu 5, 3. hæð, 101 Reykjavík.
• Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi,
Inngangur C (afgreiðsla bráðamóttöku), 600 Akureyri.
• Skimun fyrir brjóstakrabbameini býðst