Sjálfsbjargarfréttir 2. tbl. 2013

Page 14

Sjálfsbjargarfréttir

Að hafa

Jón Eiríksson, ritari Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu

14

frelsi til að njóta útiveru

Þetta hefur verið leiðindasumar. Það sést best á því að ég hef nánast ekkert getað stundað mína uppáhaldsiðju þ.e. að fara í leiðangra á rafskutlunni minni. Veðrið hefur hreinlega ekki gefið færi á því. Þegar ég tala um rafskutlu þá er ég ekki að tala um þessar tvíhjóla heldur þrí- eða fjórhjóla tæki sem margt hreyfihamlað fólk hefur getað nýtt sér nú seinustu árin. Þetta eru dýr tæki og ekki er hreyfihömluðum gert auðvelt að fá afnot af rafskutlu, þar sem þær eru oftast flokkaðar sem tæki sem er eingöngu til nota í frístundum eða til afþreyingar, eða eins og segir í reglugerð um hjálpartæki: Styrkur er ekki greiddur ef hjálpartæki er ein­ göngu til nota í frístundum eða til af­ þreyingar (þ.á m. útivist og íþróttir). Hræddur er ég um að þetta ákvæði hafi hindrað marga í því að eignast skutlu til að ferðast á, sér til ánægju. Þetta lýsir því miður því ástandi sem er með ýmis hjálpartæki hér á landi og viðhorfinu til

Esjan, Leirvogurinn og Leirvogshólmi nær. Myndina tók Jón frá göngustíg rétt ofan við golfvöllin sem þarna er.

notkunar þeirra hjá þeim sem ráða þessum málum hérlendis. Rafskutlan hefur gefið mér ótrúlegt frelsi til að njóta útivistar sem ég hafði ekki tækifæri til áður. Auðvitað gat ég notið útivistar en ekki þess frelsis sem skutlan gaf mér. Ég veit að svo er um fleiri í álíka stöðu. Fyrir marga eru þessi tæki forsenda þess að geta notið útivistar. Fyrir mér hefur skutlan opnað alveg nýjan heim, eins og t.d. strandlengjuna hér við Leiruvoginn, sem ég hef skoðað nokkrum sinnum ýmist einn eða með öðrum. Að geta notið þess að skoða fuglalífið eða gróðurinn, nú eða þá fjallasýnina, er dásamleg upplifun sem er ekki hægt að njóta á sama hátt, t.d. út um bílrúðu. Á skutlunni nýtur þú náttúrunnar nánast eins og þú værir á hjóli eða gangandi. Með hjálp hennar hef ég kannað ýmsa stíga, þvers og kruss í bæjarfélaginu, reynt á þol hennar og stundum komið mér í ógöngur, en þó alltaf komist út úr þeim aftur. Aðalkosturinn við þessar ferðir eru þær að ég kem ekki örþreyttur heim eins og væri ef ég hefði farið þetta gangandi fyrir utan það hvað maður kemst hraðar yfir. Hraðinn spillir

þó ekki ánægjunni af ferðalaginu þar sem hann er að hámarki 15 km/klst. Helsti galli skutlnanna er hvað úthald rafhlöðunnar er lítið. Það er talað um að hægt sé að fara allt að 50 km á hleðslunni en það er eingöngu við bestu aðstæður. Það hefur sýnt sig hér að eftir um 10–15 km fer hleðslan að minnka verulega. Kunnugir hafa sagt mér að þetta sé hugsanlega vegna þess að ég hafi ekki notað skutluna nægjanlega mikið, sem má til sanns vegar færa. Ég hefði mátt vera duglegri við að nota þennan þarfagrip sem hefur gefið mér svo margar ánægjustundir í gegnum tíðina, en þá þarf líka að viðra til útivistar.

Leiga á salnum

Salur félagsins að Hátúni 12, er til leigu fyrir veislur og fundarhöld. Hann er tilvalinn fyrir fermingarveislur, afmæli, útskriftarveislur, brúðkaup, erfidrykkjur og ýmsa mannfagnaði. Upplýsingar í síma 551-7868. Netfang: rfelag@sjalfsbjorg.is og annakristin@sjalfsbjorg.is Leiguverð: 20.000,- kr. fyrir félagsmenn 40.000,- kr. fyrir aðra.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.