Hundrað leiðir fyrir hund til að þjálfa manneskjuna sína

Page 1

-

HUNDRAÐ LEIÐIR FYRIR

HUND TIL AÐ ÞJÁLFA MANNESKJUNA SÍNA

Simon Whaley

Þetta er bók sem allir hundar (og allar manneskjur) þurfa að lesa!

Hundrað leiðir fyrir hund til að þjálfa manneskjuna sína

Fólk heldur að við séum hjarðdýr í leit að leiðtoga. En láttu ekki blekkjast! Í þessari bók færðu grunnupplýsingar um það hvernig auðveldast er að fá manneskjuna þína til að snúast í kringum þig eins og þú vilt!

HÓLAR

Höfundur: SIMON WHALEY Þýðandi: GUNNAR KR. SIGURJÓNSSON



HUNDRAÐ LEIÐIR FYRIR

hund til að þjálfa manneskjuna sína



HUNDRAÐ LEIÐIR FYRIR

hund til að þjálfa manneskjuna sína HÖFUNDUR:

Simon Whaley ÍSLENSK ÞÝÐING:

Gunnar Kr. Sigurjónsson TEIKNINGAR:

Jilly Wilkinson

2015

3


Hundrað leiðir fyrir hund til að þjálfa manneskjuna sína ©2015 Ísl.þýðing: Gunnar Kr. Sigurjónsson. ©2015 Teikningar: Jilly Wilkinson. Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík. Netfang: holar@holabok.is Veffang: www.holabok.is Kápuljósmynd: Gunnar Kr. Sigurjónsson. Forsíðufyrirsæta: Tígull, eins árs Jack Russell Terrier. Umbrot: G10 ehf. umbrot og hönnun | gunnar@g10.is Prófarkalestur: Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf, Garðabæ. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan ISBN: 978-9935-435-70-5


Þessi bók er tileinkuð öllum hundaeigendum og dýravinum. Hundarnir okkar gera sitt besta til að þjálfa okkur í að verða betri manneskjur. Í sumum tilfellum tekst þeim það fullkomlega — en í öðrum er það erfiðara. En ekki gleyma að tala við hundinn þinn, klóra honum og klappa daglega … já, helst oft á dag! Takk Tígull, fyrir að gera allt sem þú getur til að þjálfa mig! Ég held að það takist bara nokkuð vel — því þú ert svo einstaklega þolinmóður, en fyrst og fremst algjör ljúflingur. Gunnar Kr. Sigurjónsson

5



Efnisyfirlit Húsbóndi eða þjónn? . . . . . . . . . . . . 9 Hlýðni hunda . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Geltreglur . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Matarsiðir málleysingjanna . . . . . . . . . 41 Að hundelta manneskjuna . . . . . . . . . . 51 Dálítið dekur við dýrið . . . . . . . . . . . . 62 Hárlos hunda . . . . . . . . . . . . . . . . 72 Hvolpavandræði . . . . . . . . . . . . . . . 82 Og að lokum … . . . . . . . . . . . . . . . 96

7



Húsbóndi eða þjónn?

F

ólk heldur að við séum hjarðdýr í leit að leiðtoga. En það er ekki alls kostar rétt. Það áttar sig ekki á því að fjölskyldan er hjörðin og það eru meðlimir hennar sem koma til með að snúast í kringum okkur hundana.

9


Þ

að eru viss tilefni sem gera okkur kleift að tjá okkur við hina mannlegu félaga okkar. Augun eru mjög mikilvæg í því sambandi. Ímyndaðu þér að það sé fallegur sumardagur, sólin skín og ekkert væri betra en að eyða deginum úti í garði. Þú ákveður að fara taka með þér hrein rúmföt út í garð. Þegar beð og út á grasið, gæti manneskjan komið hlaupandi, öskrað á þig og starað með ógn-

10


andi augnaráði. Horfðu í augun. Þau gætu sagt þér eitthvað á þessa leið: „Ekki láta þér detta í hug að koma með neitt af þessu aftur inn í húsið í kvöld!“ Hafðu engar áhyggjur af þessu. Horfðu bara í augun á manneskjunni með svip sem gefur til kynna: „Ekki láta þig dreyma!“ Stundum virkar það ekki og þá er best að setja upp svipinn: „Fyrirgefðu, en þekki ég þig?“

Í

myndaðu þér að það sé kaldur vetrardagur og bakgarðurinn snævi þakinn með nýföllnum tandurhreinum, mjallahvítum og sléttum púðursnjó. Þú munt hafa þörf á að breyta því. En það sama gildir fyrir manneskjuna þína. Vertu bara viss um að þú sért á undan. Að pissa hefur þann ótvíræða kost að breyta hvítum snjó í fallegan, gullinn snjó og vilji leika sér í honum.

11


Þ

örf manneskjunnar að skemma svæði þar sem er sléttur sandur, nýfallið ryk eða leir, er ekki eins rík og gagnvart hvítum snjó. Vertu bara viss um að vera alltaf á undan, svona til öryggis. Ekki heldur vanmeta kúaskít.

12


M

anneskjunni þinni er stundum sagt að henni svipi til þín. Það er býsna algengt að halda að eigandinn líti út eins og dýrin þeirra. En fólk sleppir oft að nefna hvaða líkamshluta þeir líkjast. Vertu bara viss um að það sé hluti af líkama þínum sem þú getur sleikt.

13


Þ

að eru vissir hlutir sem við getum gert snilldarvel og við gætum undir engum kringumstæðum þjálfað manneskjuna okkar að gera. Tunga okkar nær til svæða sem manneskjuna gæti aðeins dreymt um að ná

leyst vind og litið sakleysislega út á meðan. Ekki reyna að þjálfa manneskjuna þína í þessu, þér þætti það líklega bara niðurlægjandi.

14



-

HUNDRAÐ LEIÐIR FYRIR

HUND TIL AÐ ÞJÁLFA MANNESKJUNA SÍNA

Simon Whaley

Þetta er bók sem allir hundar (og allar manneskjur) þurfa að lesa!

Hundrað leiðir fyrir hund til að þjálfa manneskjuna sína

Fólk heldur að við séum hjarðdýr í leit að leiðtoga. En láttu ekki blekkjast! Í þessari bók færðu grunnupplýsingar um það hvernig auðveldast er að fá manneskjuna þína til að snúast í kringum þig eins og þú vilt!

HÓLAR

Höfundur: SIMON WHALEY Þýðandi: GUNNAR KR. SIGURJÓNSSON


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.