Það er gott að búa í Kópavogi!

Page 1

gera það ekki endasleppt, Basli á ekki í neinu basli, Guðmundur Oddsson fær orðsendingar frá Sigurði Geirdal í bundnu Dalvegi 4 og Hamraborg 14

setið er um mannlausa íbúð, líkbíl er ekið á ofsahraða og það alvarlegasta af öllu

einfaldlega verður að lesa!

Gunnar Kr. Sigurjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson

Gunnar I. Birgisson mátar buxur, Finnbogi Rútur lofar vatni, Kristján H. Guðmundsson kaupir koníak, Einar Þorvarðar hætt kominn, Hildur Hálfdanardóttir mætir hölt í vinnuna, Þórður St. Guðmundsson skipuleggur risastóra örskák, Pétur Þ. Sveinsson blæs í þokulúður, allt er steindautt í vinnunni hjá Arnóri L. Pálssyni, api situr á öxl Sigríðar Soffíu Sandholt, Þórður á Sæbóli auglýsir blóm, Kristján Hreinsson hyggur á plötuútgáfu, séra Gunnar Sigurjónsson talar um kellingar, Sigga Beinteins mætir

Gamansögur af Kópavogsbúum

ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI! Hér stíga fjölmargir Kópavogsbúar fram í sviðsljósið og segja sögur af sér og öðrum. Að sjálfsögðu fylgir smellinn kveðskapur með!

Laugavegi 52, Rvk. www.gullogsilfur.is

Það er gott að búa í Kópavogi!

Bæjarblað Kópavogsbúa frá 1994

HÓLAR

Gunnar Kr. Sigurjónsson Guðjón Ingi EiríkssonÞað er gott að búa í Kópavogi! Gamansögur af Kópavogsbúum

Gunnar Kr. Sigurjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson tóku saman


Það er gott að búa í Kópavogi! Gamansögur af Kópavogsbúum

©2015 – Gunnar Kr. Sigurjónsson ©2015 – Guðjón Ingi Eiríksson

Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík. Netfang: holar@holabok.is Veffang: www.holabok.is Káputeikning: Gunnar Kr. Sigurjónsson. Umbrot og hönnun: G10 ehf. umbrot og hönnun | gunnar@g10.is Prentun og bókband: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, án skriflegs leyfis skrásetjara og útgefanda. ISBN: 978-9935-435-68-2


Efnisyfirlit: Formáli Af nokkrum Kópavogsbúum „Það er gott að búa í Kópavogi!“ Líkbíll og ljóstýrur Verslun og viðskipti Maður er nefndur Skólalífið Þórður hreppstjóri Músíkantar af ýmsum gerðum Á skrifstofum bæjarfógeta Úr öskunni í eldinn Bráðhressir Blikar Kim Il-sung heiðursborgari Kópavogs? Dálítið grín í Digraneskirkju ALP-arnir í Kópavogi Laganna verðir í leik og starfi Umsátrið ógurlega Af starfsmönnum Bókasafns Kópavogs Leikskólabörnin í Dal Hugur í mönnum Svefntruflanir í Kópavogi Sótt í Gamla testamentið Götunöfnin í Kópavogi Biskupinn í bænum Rímnaskáld í Rótarý Breskir dónar Vel kvæntur bæjarstjóri Óðamála íþróttalýsendur Herra Níels á fjölunum Viðburðarík vinabæjamót Af fleiri bæjarbúum hér og þar Þessi pólitík! Kópavogur með augum utanbæjarmanns Af hitaveituframkvæmdum Sendiherra Kópavogs Alltaf í einhverju Basli Hagalín, Unnur og hundurinn Heppinn prestur Bæjarstarfsmenn Úr Fífuhvammi á síðustu öld „Stórveldið í Kópavogi“ Sigurður Geirdal Afmælisóskalisti

7 9 15 19 21 22 23 27 31 35 36 37 43 44 48 49 51 52 54 57 59 61 61 62 63 64 65 67 71 72 74 79 85 86 88 90 92 93 94 96 97 105 113

5


Kópavogsbragur Lít ég hér löngum lögregluna fína. Með öllum öngum umferðinni stýra. Hún er helst á róli við Hafnarfjarðarveginn vitlausu megin! Út í flest er hún ótrauð mjög að ganga. Fílefldust fer hún á föstudaginn langa. Ég er satt að segja svei mér ekki frá því að hún sé á því. Ég blessa eins og sjúkur bæjarstjórn og Drottin. Mikið er mjúkur malbikaði spottinn. Enda gerist ekki annars staðar betri kvartkílómetri. Forystuflokkar flest er hafa í gjörðu. Sundhöllin okkar svo komst upp úr jörðu. Ósköp var þá ýmsum orðið mál að baða búkinn blessaða. Böðvar Guðlaugsson

6


Formáli Inn úr Faxaflóa sunnanverðum, sunnan við Seltjarnarnes, skerst Skerjafjörður og ber vissulega nafn með rentu Inn eða austur úr Skerjafirði ganga tveir vogar, Fossvogur, og sunnan við hann Kópavogur Norðan og austan við Kópavog er risin allmikil samnefnd byggð Eins og gerist víðast þar sem menn nema land er byggðin framan af óskipuleg Þar kemur, jafnt í Kópavogi sem annars staðar þar sem margmennt er á takmörkuðu svæði, að farið er að koma skipan á megi íbúana svo efnislegar forsendur séu fyrir frekari skipulagningu Frá fyrsta fundi Alþingis, fyrir nærri 1100 árum, hafa flestar veigamiklar ákvarðanir hérlendis notið nokkurs fylgis þótt ekki hafi meirihluti stutt þær allar Helsta undantekningin varð einmitt í Kópavogi árið 1662, á samkomu sem jafnan kallast Kópavogsfundurinn, þar öllum völdum þings og þjóðar til Danakonungs En snúum okkur þá að Kópavogi síðari tíma Á mörgum stöðum hérlendis, þar sem landnæði eða nálægð við fiskimið leyfði, óx óskipulögð byggð Þar sem byggðin þéttist, svo úr varð bær eða kaupstaður, átti byggð og mannlíf að fara að sérstökum skipulagslögum og var ærið starf og oft vandasamt að koma slíkum lögum yfir bæi og íbúa Sá vandi hvíldi á traustum herðum skipulagsstjóra ríkisins sem um miðja síðustu öld, þá er komið var að því að breyta Kópavogi úr þorpi í borg (eða íbúum úr þorpurum í borgara), var Hörður Bjarnason Þegar útsendarar hans báru blýantsstrik á skipulagstillögu á korti saman við veruleikann á staðnum varð þetta tvennt sjaldan samhæft nema áður væri annaðhvort umhverfinu breytt með skóflu, vinnuvélum og/eða dínamíti – ellegar kortinu með strokleðri En allt gekk þetta upp að lokum og Kópavogur er eins og hann er Frá upphafi hafa margir komið að stjórnun Kópavogs, bæði karlar og konur, en í Kópavogi sat fyrsta kona Íslands sem bar titilinn „bæjarstjóri“ Það var Hulda Jakobsdóttir Af þeim kjörnu fulltrúum, sem hafa svo komið að ákvarðanatöku á vegum bæjarins, er greinilegt að margir hafa verið gáfaðir, margir duglegir og margir áhugasamir um bæjarfélagið sitt, aðrir minna 7


Auk þess hefur fjölmargt skemmtilegt fólk búið í Kópavogi, ýmist um lengri eða skemmri tíma Það eru einmitt sögur af öllu þessu skemmtilega fólki sem við höfum safnað saman í bók þessa og þú heldur nú á Við höfum flett í gegnum mörg rit og fundargerðir, leitað á netinu, en fyrst og fremst haft samband við fólk sem hefur sagt okkur sögur úr bæjarfélaginu, eins og það man þær Kunnum við þeim fjölmörgu, bæði núverandi og fyrrverandi Kópavogsbúum sem tóku erindi okkar vel, bestu þakkir fyrir Góða skemmtun og til hamingju með 60 ára afmæli Kópavogsbæjar! Gunnar Kr. og Guðjón

Úr DV, 29. apríl 1983. 8


Af nokkrum Kópavogsbúum Finnbogi Rútur Valdimarsson var fyrsti bæjarstjórinn í Kópavogi og gegndi því starfi frá 1955 til 1957 Þá skorti þar ýmsa þjónustu sem nú er hvarvetna að finna, svo sem vatnsveitu Um þetta leyti höfðu ung hjón byggt sér hús í Kópavogi og fluttu inn í það hálfklárað Þau áttu von á sínu fyrsta barni og höfðu fengið um það skýr fyrirmæli, að þegar hríðirnar byrjuðu, ætti að hringja strax í lækni Svo gerist það að konan fær hríðarverki og maður hennar hleypur yfir í næsta hús, þar sem var sími, og fékk að hringja Honum var mikið niðri fyrir, eins og nærri má geta, og þegar hann hafði stunið upp erindi sínu, fékk hann þá spurningu frá lækninum, hvort að „vatnið“ væri komið „Nei, því miður,“ svaraði maðurinn, „en hann Finnbogi Rútur hefur lofað því fyrir haustið “ * Snorri Ragnar Jónsson var lengi verkstjóri hjá Kópavogsbæ og var þekktur fyrir að geta svarað fyrir sig án umhugsunar og láta engan eiga eitthvað inni hjá sér Síður en svo Eitt sinn stíflaðist holræsi á Nýbýlavegi og þar sem frekar langt var á milli brunna, var ákveðið að taka sénsinn og grafa niður á lögnina eftir því hvar líklegast væri að finna stífluna Það var gert og mokað allt í kringum rörið og það svo brotið Þar var þó allt þurrt og hreint, svo greinilegt var að stíflan væri aðeins ofar En stuttu eftir að loft komst inn í lögnina heyrðust miklir skruðningar, stíflan losnaði, það gaus upp ógurlegur fnykur og allt gúmmelaðið gusaðist út um annan rörbútinn, þannig að skurðurinn fylltist nánast af skolpi Menn áttu fótum sínum fjör að launa, en komust þó allir klakklaust upp úr skurðinum Í hugsunarleysi hafði Snorri hent jakkanum sínum ofan á skolprörið þegar hann kíkti inn í það og nú sáu menn hvar jakkinn flaut ofan á ósómanum Snorri náði í skóflu og ætlaði að reyna að kraka jakkann sinn upp, þegar einhver sagði: „Þú ferð ekkert að nota jakkann aftur, eftir að hann hefur legið í þessum viðbjóði, er það nokkuð?“ 9


Snorri hallaði sér þá fram á skófluna og svaraði: „Nei, líklega ekki En ég ætlaði nú bara að ná í nestið mitt Það er þarna í hægri vasanum “ * Hinn hávaxni Lionsmaður, Pétur Þ Sveinsson, sem var lengi í Leikfélagi Kópavogs og var starfandi lögregluþjónn um árabil, fór eitt sinn með félögum úr leikfélaginu í útvarpssal á Skúlagötu 4, til að vera viðstaddur upptöku á skemmtiþætti Svavars Gests Einn dagskrárliðurinn var spurningakeppni og hafði Pétur verið valinn til að taka þátt í henni Þegar Svavar, sem var frekar lágvaxinn, kallaði keppendurna fram og heilsaði þeim, horfði hann upp á Pétur og sagði við hann: „Mikið svakalega ertu stór, maður Þú ert bara eins og viti!“ Þá missti Pétur út úr sér, án þess að hugsa sig um: „Og þú ert bara eins og hálfviti!“ * Margir Kópavogsbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu flennistóra fyrirsögn í Morgunblaðinu, 8 desember 1981: „Kópavogur flytur“ Þegar nánar var gáð, kom í ljós að Verslunin Kópavogur, sem var í eigu Guðmundar Þ Jónassonar, hafði flutt sig um set í Hamraborginni og gat fólk því klárað morgunkaffið sitt í friði án áhyggja * Þór Jónsson var upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar um tíma og þar áður fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni Það var einmitt á fréttamannsárum hans sem það barst í tal að hann hefði verið stunginn af finnskum geitungi Róbert Marshall, kollegi hans á fréttastofunni, spurði þá um leið hvernig hann hefði vitað að geitungurinn væri finnskur, og fékk svarið um hæl: „Þór var staddur í Finnlandi “ * 10


Fyrrnefndur Róbert Marshall ætlaði einhverju sinni á fréttamannstíma sínum að ná símaviðtali við rjúpnaskyttu sem hafði þá nýlega slasast á skytteríi Það var hins vegar alltaf á tali hjá skyttunni og þegar Róbert hafði reynt að ná sambandi við hana í talsverðan tíma, án árangurs, stundi hann upp: „Það er sennilega búið að taka tólið af hjá þessari rjúpnaskyttu “ Þór Jónsson var þarna nærstaddur og meðaumkunarsvipurinn á andliti hans leyndi sér ekki þegar hann spurði: „Æ, æ, fór hann svona illa?“ * Gefum Þór Jónssyni nú orðið: „Einu sinni um miðjan áratug nýliðinnar aldar, þegar ég var tiltölulega nýbyrjaður í blaðamennsku og starfaði á Helgarblaði Tímans, tók ég viðtal við ungan bónda sem sagði mér frá tilhleypingum Ég hafði aldrei dvalið í sveit á Íslandi, aðeins í Svíþjóð af því að ég er sænskur í móðurætt, og vissi ekki hvað tilhleypingar voru Ég spurði hann því hvað hann ætti við „Það þýðir að hleypa hrútunum til ánna,“ sagði hann „Og hvernig veistu hvenær á að gera það?“ spurði ég og uppskar breitt bros á andliti bóndans unga „Ég veit það ekki,“ sagði hann „Hrútarnir vita það!““ *

11


gera það ekki endasleppt, Basli á ekki í neinu basli, Guðmundur Oddsson fær orðsendingar frá Sigurði Geirdal í bundnu Dalvegi 4 og Hamraborg 14

setið er um mannlausa íbúð, líkbíl er ekið á ofsahraða og það alvarlegasta af öllu

einfaldlega verður að lesa!

Gunnar Kr. Sigurjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson

Gunnar I. Birgisson mátar buxur, Finnbogi Rútur lofar vatni, Kristján H. Guðmundsson kaupir koníak, Einar Þorvarðar hætt kominn, Hildur Hálfdanardóttir mætir hölt í vinnuna, Þórður St. Guðmundsson skipuleggur risastóra örskák, Pétur Þ. Sveinsson blæs í þokulúður, allt er steindautt í vinnunni hjá Arnóri L. Pálssyni, api situr á öxl Sigríðar Soffíu Sandholt, Þórður á Sæbóli auglýsir blóm, Kristján Hreinsson hyggur á plötuútgáfu, séra Gunnar Sigurjónsson talar um kellingar, Sigga Beinteins mætir

Gamansögur af Kópavogsbúum

ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI! Hér stíga fjölmargir Kópavogsbúar fram í sviðsljósið og segja sögur af sér og öðrum. Að sjálfsögðu fylgir smellinn kveðskapur með!

Laugavegi 52, Rvk. www.gullogsilfur.is

Það er gott að búa í Kópavogi!

Bæjarblað Kópavogsbúa frá 1994

HÓLAR

Gunnar Kr. Sigurjónsson Guðjón Ingi Eiríksson