Saga Laugavegarins

Page 1

Leifur Þorsteinsson

Saga Laugavegarins

– gönguleiðarinnar milli Landmannalauga og Þórsmerkur

1


2


Þ

að mun hafa verið á árunum upp úr 1960 að Ferðafélagsmenn fóru að fá áhuga fyrir svæðinu sunnan og norðan Kaldaklofs- og Torfjökuls. Er hér átt við svæðið sunnan Landmannalauga og gömlu leiðina milli byggða í Skaftafells- og Rangárvallasýslum, leið sem nú er nefnd Fjallabaksleið syðri. Á þessum árum efndi Ferðafélagið til ferða austur í Hvanngil sem er nálægt miðri leið milli byggða og upp í Hrafntinnusker. Aðalfararstjórar á þessum árum voru oftar en ekki Jóhannes Kolbeinsson og Einar Þ Guðjohnsen. Öruggar heimildir hef ég fyrir því að ekið hafi verið suður Emstrur og alla leið suður í Botna þar sem félagið byggði fyrst skála 1976. Til að komast þangað þurfti að fara yfir Nyrðri-Emstruá, vatnsfall sem var ekkert lamb að leika sér við. Þótti fólki bílstjórarnir í djarfara lagi en ekki minnist ég þess að hafa heyrt um nein skakkaföll enda kölluðu þeir sem sátu undir stýri í þessum ferðum ekki allt ömmu sína. Um og upp úr 1970 komu síðan fram hugmyndir um að gaman væri að ganga milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Stærsti þröskuldurinn var stórárnar á leiðinni, sérstaklega Emstruárnar tvær sem menn töldu óvæðar með öllu. Það var því líklegt að þeir sem legðu í slíka ferð þyrftu að krækja fyrir upptök ánna á jökli. Einnig það gat verið vafasamt, vegna þess að oft geta slíkir jöklar verið þversprungnir og því ófærir með öllu. Hitt sem líka gat verið vafasamt er að norðan Hvanngils eru há fjöll sem eru sundurskorin af ótal giljum og því ekki alltaf ljóst hvar best sé að fara. Sé veður bjart og gott er þetta ekki stórmál. En því miður er það ekki alltaf þannig. Þarna getur veður breyst eins og hendi sé veifað og þá verður allt hvítt, skyggni verður núll og þá eru menn í vondum málum. Heimildir hef ég fyrir því að smalamenn sem töldu sig gjörþekkja svæðið hafi villst þar all óþyrmilega við slíkar aðstæður. Sá er þessar línur ritar var einn af þessum draumóramönnum. Ég hafði kynnt mér svæðið kringum Hrafntinnusker og í Hvanngil kom ég fyrst 1969. Það var síðan 1970 að við ákváðum nokkrir félagar að ganga úr Hvanngili suður til Þórsmerkur á einum degi. Okkur til halds og trausts var frændi minn Sigurður Sveinsson, Eyfellingur sem ólst upp á bökkum Markarfljóts og þekkti því straumlagið á jökulvötnum vel. Þetta róaði okkur unggæðingana sem vissu náttúrulega lítið um hvað þeir voru að fara út í. Þó minnist ég þess að hafa gert mér grein fyrir að við þyrftum hugsanlega að krækja fyrir árnar á jökli en að þeir gætu verið ófærir vegna sprungna var á þessum tíma ekki til í mínum huga. Það var síðan sunnudaginn 17. ágúst að við lögðum í‘ann með búnað sem engum dytti í hug í dag að leggja í slíkt ferðalag með. Nyrðri-Emstruáinn 3


var sigruð tiltölulega auðveldlega. Þá var sú syðri eftir. Þar vorum við lengi að finna heppileg vöð en lánið var yfir okkur, áin rann í mörgum kvíslum en vel í klof voru sumar kvíslarnar og kalt var það. Ég gleymi ekki hversu fegin ég var þegar við komum fram Langháls. Þó enn væri löng ganga eftir til að komast suður á Þórsmörk var meginhindrunin að baki. Suður í Húsadal náðum við eftir nærri 11 klst stranga göngu, lúnir en ánægðir eftir velheppnaða gönguferð. Tveimur árum seinna, 1972 gengu tveir Íslendingar og einn Dani úr Þórsmörk í Landmannalugar á tveimur dögum. Þeirra ferðalýsing staðfestir það sem áður er komið fram að veður og vötn höfðu þar veruleg áhrif. Ekki get ég gert mér nákvæma grein fyrir hvernig þeim tókst að vaða SyðriEmstruána en ég held samt að forsjónin hafi verið mér og mínum félögum hliðhollari. Mér finnst því líklegt að það hafi verið mun minna vatn í ánni þegar ég og mínir menn óðum ána tveimur árum áður og staðfestir hvað jökulvötn á Íslandi eru óút- Ofurhugarnir sem gengu úr Landmannalaugum suður til Þórsmerkur í júlí reiknaleg. Á leiðinni úr 1976. Hvanngili yfir Kaldaklofsfjöllin lentu þremenningarnir í þoku svo vart sá út úr augum en forsjónin var á þeirra bandi því þegar þokunni létti kom í ljós að þeir voru á hárréttri leið. Í Landmannalaugar náðu þeir félagar eftir ævintýralega ferð. Næsti hópur sem sögur fer af á þessari leið gekk úr Landmananlaugum suður til Þórsmerkur í júlí 1976. Það fór eins með hann að veður og vötn urðu þeim skeinuhætt. Þarna var um að ræða fimm unga og hrausta menn. Hrepptu þeir svo vont veður í byrjun að þeir biðu í sólarhring í gangnamannakofanum í Hvanngili. Fjórða dag ferðarinnar gengu þeir síðan úr Hvanngili suður allar Emstrur. Samkvæmt lýsingu var Kaldaklofskvíslin Ofurhugarnir vaða yfir Kaldaklofskvísl í júlí 1976. 4


ekki sérlega árennileg, kolmórauð og í foráttuvexti vegna rigninga og hlýinda dagana á undan en yfir hana komust þeir klakklaust (Mynd 2). Nyrðri Emstruáin hafði verið brúuð árið áður þannig að hún var ekki vandamál. En sú syðri reyndist ekkert lamb að leika sér við en yfir hana komust þeir einnig, að mestu leiti á jökli. Þegar komið var í tjaldstað rétt við þann stað sem áin sameinast Markarfljóti voru menn orðnir ansi slæptir, enda liðnar 15 klst. frá því lagt var upp úr Hvanngili. Síðasti hlutinn gekk án áfalla en líklegt verður að telja að þeir félagar hafi verið fegnir að þessu ævintýri var lokið. Allir þessir menn urðu síðar virkir meðlimir Ferðafélagsins.

Nokkrir heiðursmenn úr framvarðarsveit FÍ á upphafsárum Laugavegarins.

Um svipað leiti fór stjórn Ferðafélagsins að vinna í því að gera þessa leið að formlegri gönguleið á vegum félagsins. Ákveðið var að skipta leiðinni í fjóra áfanga. Leiðin var stikuð og byggðir fjórir skálar. Öll voru þau teiknuð af þáverandi formanni bygginganefndar félagsins Jóni E. Ísdal, en Ástþór Runólfsson sá um smíðina. Fyrsta húsið var reist í Botnum á Emstrum

Fyrsta hús FÍ í Botnum á Emstrum.

5


Grunnur lagður að fyrsta húsinu í Hrafntinnuskeri haustið 1977.

Fyrsta húsinu í Hrafntinnuskeri komið á grunninn haustið 1977.

Lagður grunnur að húsunum við Álftavatn sumarið 1979.

6


Stærra húsið við Álftavatn reist 1979.

1976, en vegna þess hversu mikill snjór var á fjöllum þetta sumar var húsið í Hrafntinnuskeri ekki reist fyrr en árið eftir, 1977. Tveimur árum síðar, 1979 voru tvö hús reist við Álftavatn. Annað var eins og húsin í Harfntinnuskeri og á Emstrum en hitt mun stærra. Það tók 38 manns í gistingu og var þar að auki með eldunaraðstöðu sem minni húsin þrjú höfðu ekki. Í minni húsunum gátu gist 20 manns í hverju húsi. Í öllum húsunum voru tvíbreiðar kojur, þröngt mega sáttir sofa. Stjórn Feraðfélags Íslands 1975: Sigurður Jóhannson forseti Sigurður Þórarinsson varaforseti Meðstjórnendur: 1 Einar Þ Guðjohnsen framkvæmdastjóri 2 Eyþór Einarsson 3 Gísli Gestsson 4 Grétar Eiríksson 5 Haraldur Sigurðsson 6 Haukur Bjarnason 7 Jóhannes Kolbeinsson 8 Jón E Ísdal 9 Lárus Ottesen 10 Páll Jónsson Þannig var stjórn FÍ skipuð um það leiti sem ákveðið var að gera leiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur að sérstakri gönguleið . 7


Sumarið 1979 skipulagði Ferðafélagið fyrst ferðir á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Það sumar voru farnar þrjár ferðir. Fararstjórar í þessum ferðum voru Krsitinn Zophaniasson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Kristjánsson, einn fimmmenninganna sem gengu leiðina Komin á ró við Álftavatn. 1976. Þar sem aðstaða til gistingar við Álftavatn kom ekki fyrr en um haustið 1979 gistu fyrstu hóparnir í gangnamannhúsinu í Hvanngili. Allar götur síðan hefur verið stöðugur uppgangur í þeim fjölda sem gengur leiðina og síðustu fimm árin hefur orðið þar algjör sprenging.

Tjaldbúðir í Hrafntinnuskeri.

8


Seinni tíma uppbygging á gönguleiðinni

S

Landmannalaugar

umarið 1996 voru gerðar grundvallarbreytingar á skálanum að innan. Veggir voru einangraðir sem var aðkallandi vegna vetrarnotkunar. Gömlu kojurnar svefnsalnum voru teknar niður og smíðaðir svefnbálkar í staðinn.

Myndin sýnir þær breytingar sem gerðar voru á svefnsalnum 1996.

Myndin sýnir þær breytingar sem gerðar voru á eldhúsinu 1996.

Nýi vatnstankurinn grafinn í hraunið ofan skálans. Lagður grunnur á nýja hreinlætishúsinu.

9


Litla svefnsalnum var breytt í eldhús. Þannig stækkaði eldhúsið um helming. Svefnplássum fækkaði aðeins lítillega. Þeir sem fóru fyrir þessum framkvæmdum voru þeir Þorsteinn Eiríksson sem siðar varð formaður bygginganefndar félagsins og Þór Ingólfsson. Árni Erlingsson á Selfossi smíðaði síðan þrjú sex manna matarborð fyrir elsdhúsið og salinn. Á haustdögum voru gerðar miklar endurbætur á umbúnaði vatnsbóls að kröfu heilbrigðisyfirvalda. Sumarið 1998 voru farnar fimm vinnuferðir á svæðið, sú fjölmennasta um miðjan júní þar sem meðal annars var tíndir saman steinar af tjaldstæðinu og þeir settir settir í þar til gerðar trégrindur. Vinna við nýtt hreinlætishús hófst þetta sumar. Varð það fokhelt fyrir veturinn. Það var teiknað af Pálmari Kristmundssyni. Sá sem stóð í stafni við framkvæmdirnar var Þorsteinn Eiríksson þáverandi formaður bygginagnefndar Ferðafélagsins. Þorsteini til halds og trausts voru m.a. Jón Ketilsson, Þór Ingólfsson húsasmíðameistari, Jón G. Hilmarsson Neðanjarðarvinnsla vegna nýju hreinlætisaðstöðunnar. Þorst. E. á miðri mynd. pípulagningameistari, sem sá um allar röralagnir og Einar Brynjólfsson sem sá um allan skurðgröft. Ljúft og skilt er að nefna skurð sem Eilífur Björnsson grgróf gróf (um það bil 100M) fyrir nýja vatnslögn sem Eilífur Björnsson gróf gróf með handafli. Leiðslan liggur frá skála upp í nýjan vatnstank undir hraunbrúninni fyrir ofan húsið. Þótti það vel af sér vikið. Sumarið 1999 stóðu vonir til þess að tækist að ljúka framkvæmdum við hreinlætisaðstöðuna en af ýmsum ástæðum tókst það ekki. Skálaverðir fengu hinsvegar nýtt íveruhús. Við það breyttist þeirra að staða verulega til hins betra. Síðustu helgi júní mánaðar árið 2000 fór 40 manna hópur sjálfboðaliða í Landmannalaugar. Stærsta verkefnið var að ljúka við hreinlætisaðstöðuna. Það tókst. Var hún tekinn í notkun 1. júlí. Verkið tók rétt þrjú ár. Er þetta einhver fínasta og dýrasta hreinlætisaðstaða sem fyrir finnst á fjöllum á Íslandi. Í september sama ár reyndi fyrst verulega á aðstöðuna því þá kom 400 manna hópur frá Landsptíalnum á svæðið. Allir sem hópnum voru lýstu yfir ánægju sinni með aðkomuna. Sá sem hér heldur á penna sat í stjórn félagsins á þessum tíma ásamt Þorsteini. Ég held ég geti sagt að kúfurinn af framkvæmdafé félagsins á þessum árum hafi farið í þessar framkvæmdir sem að stærstum hluta liggja neðanjarðar. Sumarið 2001 var smíðaður pallur fyrir á milli herinlætishúss og skála. Einnig var settur pallur utan við eldhúsið. Þetta veldur því að mun minna af sandi berst inn í húsin. Á haustdöguum 10


var settur niður 2000 lítra olíutankur. Á haustmánuðum 2002 var byggt nýtt anddyri við skálann. Við það bættust 10 ný svefnrými á efri hæð hússins. Helstu framkvæmdir á árinu 2003 voru frágangur á nýju anddyri sem byggt var við skálan sumarið áður. Einnig var bætt við talsvert áf nýjum pöllum á Neðanjararvinnsla vegna nýju hreinlætisaðstöðunnar. Þorst. E. á miðri mynd. svæðinu. Á haustdögum 2006 var heitavatnslögn í skálanum endurnýjuð. Skipt var um forhitara og allar leiðslur að húsinu. Nú er hægt að bjóða upp á heitt og kalt vatn allt árið um kring sem er til mikilla bóta. Seinni part vetrar 2007 var samið við Viðarhús ehf um byggingu á nýju skálavarðahúsi. Það var flutt inn frá Svíþjóð. Húsið kom til landsins í byrjun júní og var reist á nokkrum dögum. Húsið var síðan afhent og tekið í notkun um miðjan júlí. Með tilkomu þess varð bilting í aðstöðu fyrir skála- og landverði á svæðinu. Það er um 100 fm á stærð. Á árunum 2007-2008 var mikið starf unnið við merkingar á Laugaveginum. Stikur endurnýjaðar og lagfærðar. Byggðar voru brýr yfir ár og læki á gönguleiðum í nágrenni skálans í Landmannalaugum. Við alla skálana voru sett upp skilti með þrívíddarmynd af landsalginu auk leiðalýsinga á þremur tungumálum. Menningarsjóður Visa Ísland styrkti verkefnið. Á haustdögum voru nýir forhitarar settir í heitavatnsbrunn og vatnsleiðslur endurnýjaðar og lagðar í nýja skálavarðahúsið. Sumarið 2010 var eldhús skálans stækkað sem nemur gömlu skrifstofunni. Parket var lagt á eldhús og gang. Í rannsókn ferðamálastofu sumarið 2012 um heildarupplifun ferðamanna komu Landmannalaugar best út. Umræðan um svæðið hefur hins vegar ekki verið upp á það besta enda aðstaðan sprungin miðað við aðsókn.

11


V

Hrafntinnusker

insældir gönguleiðarinnar urðu fljótt miklar. Þetta kallaði á aukið gistrými í skálunum. Snemma árinu 1994 samþykkti stjórn félagsins tillögu þáverandi forseta Höskuldar Jónssonar að ráðast í byggingu á nýjum skála í Hrafntinnuskeri.

Frá byggingu skálans í Reykjavík.

Hann var byggður í einingum í Reykjavík og fluttur þannig á staðinn um miðjan september um haustið. Samtímis var gamla húsið tekið upp það flutt til Reykjavíkur og gert upp. Sumarið á eftir var það flutt inn í Botna á Emstrum. Þar með voru húsin þar orðin tvö. Hrafntinnuskersskáli var síðan vigður formlega laugardaginn 24. september að viðstöddum um 100 manns. 12


Nýi skálinn í Hrafntinnuskeri reistur í september 1994.

Þremur árum síðar ákvað stjórn félagsins að nefna skálann Höskuldsskála eftir Höskuldi Jónssyni, vegna þess mikla og fórnfúsa starfs sem hann hafði unnið fyrir félagið. Af þessu tilefni var honum og hans konu Guðlaugu Sveinbjarnardóttur boðið í ferð upp í Hrafntinnusker þar sem Haukur Jóhannesson þáverandi forseti félagsins ávarpaði Höskuld og bað hann síðan að afhjúpa skiltið með nafni skálans. Fljótlega eftir að nýi skálinn í Hrafntinnuskeri var reistur var farið að vera með vörslu í öllum húsunum á Laugaveginum í júlí og ágúst. Sumarið 2001 voru farnar fimm vinuferðir í Hrafntinnusker. Auk venjulegs viðhalds voru stærstu framkvæmdirnar að lagður var grunnur að stækkun skálans. Einnig voru settir niður þrír stáltankar. Tveir ætlaðir sem rotþrær fyrir skálann og einn fyrir tjaldgesti neðan skálans. Daði Garðarsson og hans félagar fóru fyrir þessum framkvæmdum. Sumarið 2002 var haldið áfram með undirbúning að stækkun skálans. Leyfi fékkst til framkvæmdanna á árinu. Grunnurinn lagður að stækkun skálans í Hrafntinnuskeri 2001. Þó svo öll leyfi fyrir viðbyggingu við skálann hafi legið fyrir sumarið 2003 urðu enn tafir á framkvæmdum. Í lok ágúst 2006 var skálinn stækkaður umtalsvert Einingar voru fluttar á vörubílum úr Reykjavík og síðan settar saman og reystar á staðnum. Verkið var unnið af bæði smiðum og sjálfboðaliðum. Með þessari stækkun bættist aðstaða skálavarðar umtalsvert sem og hreinlætisaðstaða. Gistiplássum fjölgaði líka. Fjölmargir veittu Ferðafélaginu aðastoð í þessu ferli. Þar á meðal voru Vegagerð ríkisins, Rafmagnveitur ríkisins sem og fóstrar skálans, Ívar J Arndal, Daði Garðarsson og Höskuldur Jónsson. Sumarið 2007 var unnið áfram að breytingum og stækkun á skálanum sem byrjað var á árið á undan. Allt hefur þetta mælst mjög vel fyrir bæði af starfsfólki og hjá þeim sem þjónustunnar njóta. 13


Þannig lítur Höskuldsskáli út í dag.

Frá lagningu vatnsleiðslu niður á tjaldstæðið.

Sumarið 2008 var unnið að lokafrágangi stækkunnar. Þar er aðstaða orðin mjög góð í einhverjum afskekktasta fjallaskála landsins. Sumarið 2010 var skálinn málaður og nýtt vatnsból fundið. Byggt var nýtt hús með vöskum fyrir tjaldgesti og lögð í það vatnsleiðsla út frá aðalskálanum.

14


E

Álftavatn

ins og áður er komið fram fékk litli gönguskálinn við Álftavatn andlitslyftingu 1997 eins og bæði húsin í Botnum á Emstrum. Þá var bætt við anddyrið og búin til eldunaraðstaða út úr svefnsalnum. Við það gjörbreyttist öll aðstaða til hins betra. Þetta var unnið undir stjórn þáverandi formanni bygginganefndar félagsins Þorsteini Eiríkssyni. Sér til ahlds og trausts hafði hann Þór Ingólfsson og Jón Sigurðsson. Eldunaraðstaða var stækkuð í stærra húsinu snemmsumars 1999. Þetta var unnið undir stjórn Davíðs Samúelssonar fyrrv. skálavarðar. Suamrið 2000 var byggt yfir skálavörð. Þar með hafði hann fengið aðstöðu fyrir sig sem var orðið afar aðkallnadi. Sumarið 2002 var byggt nýtt hreinlætishús með tilheyrandi rotþró (Mynd 22). Sett var upp flaggstöng sem Sigþór Haraldsson og hans kona Oddný -----dottir gáfu félaginu. Er það mikil prýði fyrir staðinn.

Frá uppsetningu á nýju hreinlætishúsi við Álftavatn 2002.

15


Nýja húsið við Álftavatn reist 2009.

Sumarið 2003 var unnið að meiri háttar viðhaldi. Gamli skálinn var endurgerður búið var til nýtt eldhús. Einnig var lögð þriggja km löng vatnsleiðsla og vatnsbóli lokað. Þar með er sjálfrennsli í vatnstankinn og dæling þar með úr sögunni. Öll framkvæmdin ber merki vandvirkni, lagni og dugnaðar stjórnandans Valdimars Valdimarssonar. Særsta einstaka framkvæmd félagsins árið 2009 var án efa bygging á nýjum skála. Þar er gistiaðsaða fyrir 48 gesti. Viðarhús ehf reisti skálann sem er alls 202 m2. Í júlí 2010 var nýja húsið tekið í notkun. Skipt hafði verið um innréttingar og borðbúnað mánuðinn á undan. Sumarið 2013 var tekin í notkun ný herinlætisaðsaðstaða.

16


S

Hvanngil

nemma á árinu 2002 festi félagið kaup á skálunum í Hvanngili. Áður voru þeir í eigu Rangárvallahrepps. Þar er um að ræða tvö hús, annarsvegar tvílyft hús sem ætlað var smalamönnum, hesthús neðri hæð og svefnloft uppi. Hinsvegar er tveggja hæða vandaðan skála með hreinlætisaðstöðu og skálavarðarhúsi reist í kringum 1990. Þetta jók gistrýmið á svæðinu verulega því þarna get gist allt að 70 gestir í einu.

Aðstaðan í Hvannagili sem FÍ keypti vorið 2002.

17


Sumarið 2003 var komið fyrir stórri rotþró (13m3) með 300 m frárennsli. Valdimar Valdimarsson fór fyrir þessum framkvæmdum. Þetta sumar vann skálavörðurinn að miklum jarðabótum, bar á áburð, grasfræ og lagaði tjaldstæði.

18


E

Emstrur

ftir endurbætur á gamla Hrafntinnuskershúsinu í Reykjavík var það flutt inn í Botna á Emstrum. Þar með voru húsin þar orðin tvö. Sumarið 1997 voru gerðar verulegar endurbætur á húsunum. Anddyrið stækkað og búin til eldunaraðstaða. Húsin við Álftavatn og við Þverbrekknamúla á Kili fengu sömu andlitslyftingu. Í raun var var þarna um algerlega ný hús að ræða. Einnig voru sett skil á milli kojanna. Þar með var ekki hætta á að menn rækju fætur í höfuð næsta manns. Þannig gjörbreyttist öll aðstaða til hins betra fyrir ferðafólk.

Skálarnir tveir eftir stækkun 1997.

19


Sumarið 2000 var byggt yfir skálavörð. Þar með hafði hann fengið aðstöðu fyrir sig sem var orðið afar aðkallandi. Meðal verkefna sumarsins 2001 var að tengja nýja hreinlætisaðstöðu við rotþró, sem sett hafði verið niður haustið áður. Einnig var sett upp flaggstöng sem þau hjón Sigþór Harladsson og Oddný –dóttir gáfu félaginu. Er hún sömu gerðar og sett var upp við Álftavatn. Sá sem fór fyrir öllum framkvæmdum þessi árin var þáverandi formaður bygginganefndar Þorsteinn Eiríksson. Árið 2002 voru gerðar umfangsmiklar lagfæringar á tjaldstæðinu. Einnig var sett göngubrú á lækinn neðan við skálann. Sumarið 2003 var tjaldstæði lagfært og stækkað til mikilla muna sem mæltist mjög vel fyrir (Mynd 27). Einnig var settur niður nýr vatnstankur ofan við þann eldri þannig að vatnsþrýstingur jókst til muna. Sem fyrr var það Þorsteinn Eríksson og hans harðsnúna lið sem fór fyrir þessum framkvæmdum. Árið 2004, skv. fundargerð aðalfundar. framkv. Með minnsta móti

Tjaldstæði lagfærð neðan skálans í Botnum.

20

Stundum er logn á fjöllum.


Sumarið 2006 var lokið við pallagerð í kringum skálana sem olli því að sandburður inn í húsin var því sem næst úr sögunni. Litli skálinn við Álftavatn var tekinn upp og fluttur suður í Botna á Emstrum. Þar með eru húsin þar orðin þrjú og gistpláss 60. Þar var einnig tekið í notkun nýtt hreinlætishús.

Hérna eru húsin á Emstrum orðin þrjú. Gistirými fyrir 60 manns.

21


F

Útgáfa fræðsluefnis um gönguleiðina

ljótlega eftir að gönguleiðin var orðin að veruleika tóku menn eftir því að aðgengilega fræðslu vantaði um svæðið. Það leiddi til þess að 1985 gaf Ferðafélagið út bækling, Göguleiðir að Fjallabaki eftir Guðjón Magnússon. Þetta var fyrsta ritið í flokknum Fræðslurit FÍ. Árið 1999 var bæklingurinn endurútgefinn og nú í talsvert breyttri mynd. Aðalhöfundur var Leifur Þorsteinsson. Hann ber heitið Laugavegurinn, Gönguleiðin milli Landmannalaug of Þórsmerkur. Síðan hefur hann verið endurútgefinn í tvígang, 2002 og 2008. Bæklingurinn hefur einnig verið þýddur á ensku, fyrst 2001 og endurútgefinn 2008. Alltaf hefur verið reynt að uppfæra texta, bæta kort og skipta út myndum (Mynd 29).

Forsíður fyrstu útgáfu fræðsluritsins um gönguleiðina á íslensku og ensku.

22


S

Laugavegshlaupið

umarið 1997 urðu hugmyndir um að efna til kapphlaups úr Landmannalaugum suður til Þórsmerkur að veruleika. Á hverju ári síðan hafa bæði karlar og konur hlaupið þessa leið við vaxandi vinsældir. Núna, árið 2016, verður hlaupið í 20. sinn.

Myndin sýnir heildarfjölda ferða og þátttakenda/ár í ferðum á vegum FÍ um Laugaveginn fyrstu 20 árin.

23


V

Upplifun fólks af gönguleiðinni

orið 2015 gaf FÍ út ljósmyndabók, Laugavegurinn, höfundur Björk Guðmundsdóttir. Á bakhlið bókarkápu stendur þetta: Gönguleiðin frá Landmannlaugum í Þórsmörk er útnefnd ein af 20 bestu gönguleiðum í heimi af National Geographic. Hér er um að ræða heimsfrægt tímarit þar sem fjallað er um náttúrfræði í víðum skilningi. Inn á milli myndanna í bókinni eru smá kaflar þar sem fram kemur hevrnig fólk upplifir svæðið. Laugavegurin, hverir, fannir, hrein, auðn, fjöll, vatn, ár, gras, móar, skógur, rigning, sól, snjór, rok, logn, fegurð íslenskrar náttúru, er hægt að biðja um meira? Guðbjörg Linda Udengard. Fjölbreytt landslag, undursamlegir litir í náttúrunni, andstæður. Magnað hvað landslag og litir breytast og eru ólíkir milli dagleiða. Gengið er í snjó, sandi, gróðri, yfir læki og ár, upp og niður fjöll, síbreytilegt landslag að takast á á við. Allt þetta gerir göngu á Laugaveginum spennandi. Steingerður Sigtryggsdóttir. Gönguleiðin um Laugaveginn er í miklu uppáhaldi. Hún er einstaklega falleg og einkennist af fjölbreytni í landslagi, jarðfræði og gróðurfari. Í hvert sinn sem ég geng Laugaveginn skynja ég umhverfið á nýjan hátt. Gisting í Þórsmörk og á Goðalandi að göngu lokinni er fullkomin endapunktur á góðri ferð. Vala Friðriksdóttir.

24


25


26


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.