Halloween I

Page 1

Hrekkjavökuhrekkurinn

Halloween I

Draugar, ófreskjur og aðrar verur eru á ferli í myrkrinu og svífast einskis!

HALLOWEEN i

Fjallgangan

Bjölluhljómurinn „Bjargaðu mér“ Endastöðin Gamla tréð

Skólakjallarinn

Kærastan

Einn heima

Draugatak

Húsið á hæðinni

Kirkjugarðurinn

Græni stóllinn

Allt eru þetta magnaðar sögur sem fá hjartað til að slá aðeins örar um hríð

Lestu ef þú

þorir!

Guðjón Ingi Eiríksson & Gunnar Kr Sigurjónsson

Hringurinn

Hryllings- og draugasögur fyrir harðgerða krakka og unglinga

Hólar

Gudjon Ingi Eiriksson Gunnar Kr SigurjonssonHALLOWEEN i Hryllings- og draugasรถgur fyrir harรฐgerรฐa krakka og unglinga

Gudjon Ingi Eiriksson Gunnar Kr Sigurjonsson


Halloween I Hryllings- og draugasögur fyrir harðgerða krakka og unglinga ©2015 — ©2015 —

Guðjón Ingi Eiríksson Gunnar Kr. Sigurjónsson

Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík. Netfang: holar@holabok.is Veffang: www.holabok.is Káputeikning: Umbrot og hönnun: Prófarkalestur: Prentun og bókband:

Gunnar Kr. Sigurjónsson. G10 ehf. umbrot og hönnun | gunnar@g10.is Helgi Magnússon. Ísafoldarprentsmiðja ehf.

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun,

ISBN: 978-9935-435-70-5


Efnisyfirlit Hrekkjavökuhrekkurinn. Bjölluhljómurinn . . . . Endastöðin . . . . . . . Gamla tréð . . . . . . . Kærastan . . . . . . . . Draugatak . . . . . . . Kirkjugarðurinn . . . . . Fjallgangan . . . . . . . Hringurinn . . . . . . . „Bjargaðu mér“ . . . . . Skólakjallarinn . . . . . Einn heima . . . . . . . Húsið á hæðinni . . . . Græni stóllinn . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . .

. .5 . . 11 . 27 . 33 . 39 . 45 . 69 . 79 . 85 . 91 . 99 . 107 . 111 . 121Hrekkjav枚kuhrekkurinn

Gunnar Kr. Sigurj贸nssonValgerður var orðin ansi þreytt. Hún hafði ekki getað sofnað fyrr en eftir miðnætti undanfarnar tvær nætur, því það var svo margt sem hún hafði þurft að hugsa um eftir að hún var lögst upp í rúm. Hún hafði nefnilega verið að hugsa um hrekkjavökuna sem yrði á morgun, 31. október. Þá ætlaði hún að hitta nokkra krakka í bekknum, því þau höfðu ráðgert að ganga á milli húsa í nágrenninu og sníkja nammi, eins og algengt er í Bandaríkjunum. Þar segja krakkarnir: „Trick „Grikk eða gott“. En þrátt fyrir að vera orðin dauðþreytt, og búin að slökkva ljósið á náttborðinu sínu, gat hún ekki sofnað. Undir venjulegum kringumstæðum væri ekkert mál fyrir þrettán ára gamla stelpu að fara að sofa, en þessa stundina gat hún ekki hætt að hugsa um hrekkjavökuna og nornabúninginn sem hún ætlaði að klæðast. Það var gömul, svört kápa sem langamma hennar hafði átt, svartur uppmjór nornahattur sem mamma hafði hjálpað henni að útbúa, grá hárkolla sem pabbi hafði búið til úr ónýtum ullarpúða og langt, kræklótt nef sem hún hafði sjálf búið til úr pappírsmassa og málað grænt. Þannig yrði hún líka í framan — græn — og með gular og vökubúningur og hún hlakkaði svo mikið til.

7


Það marraði í trénu fyrir utan gluggann og vindurinn gnauðaði í greinum þess. Hún galopnaði augun og sá að tunglið, sem skein hátt á himni, kastaði skugga af trjágreinunum á vegginn fyrir ofan rúmið hennar. Einn skugginn minnti helst á leðurblöku og þegar vindurinn blés var eins og leðurblakan hreyfði vængina. Annars staðar sá hún skugga sem líktist kastturna á kastalanum og hugsaði með sér að í einum þeirra, þeim sem hæstur var, gæti prinsessa verið lokuð inni. Hana hryllti við hugsunum sínum og hún laumaðist undan sænginni til að draga fyrir gluggann. Þetta var aðeins skárra, en tunglið kastaði samt þó nokkurri birtu inn í herbergið. Hún ákvað að þetta gengi ekki lengur, hún þyrfti nauðsynlega að fara að sofa, svo hún lagði sig í þægilega stellingu og lokaði augunum. Allt í einu heyrði Valgerður þrusk í herberginu. Hún stirðnaði upp og hélt niðri í sér andanum. Hvað gat þetta verið? Þegar hún gat ekki haldið lengur niðri í sér andanum og ekkert hljóð hafði heyrst aftur, hugsaði Valgerður með sér að líklega hefði þetta verið ímyndun. Það hefði örugglega ekki heyrst neitt hljóð. Hún ákvað að snúa sér á hina hliðina og lokaði augunum. Þá heyrðist þruskið aftur — og nú mun greinilegar en áður.

8


Valgerður var grafkyrr og passaði sig á að gefa hún var svo hrædd. Nú heyrði hún greinilega að þruskið kom undan rúminu hennar. Það fór ekki milli mála. Hún leit í áttina að dyrunum og sá að eins og venjulega voru þær ekki alveg lokaðar, svo hún kallaði eins hátt og hún gat. En hljóðin, sem komu úr barka hennar, heyrðust varla. Ástæðan var sú að hún var svo lafhrædd að hún kom varla upp nokkru hljóði. Það var augljóst að mamma og pabbi gætu ekki heyrt neitt í henni, auk þess sem herbergi Sigga bróður hennar, sem var tveimur árum eldri en hún, var á milli. Skyndilega heyrðist hávært skrölt undir rúminu allt hljótt aftur. Hún ætlaði aldrei að þora, en og kíkti gætilega undir rúmið. Skíman frá litla næturljósinu, sem logaði alltaf í innstungu niðri við gólf, var varla næg til að lýsa neitt upp undir rúminu, en henni fannst hún greina eitthvað í horninu, alveg innst við vegginn. Þetta leit út eins og afskorin mannshönd … og allt í einu sá Valgerður með sínum eigin augum að höndin hreyfðist mjög snöggt og sló bylmingshögg í vegginn. Hún öskraði og nú heyrðist sannarlega hátt í henni. Síðan stökk hún í stórum boga fram úr rúminu, svipti upp hurðinni og hljóp fram.

9Bjölluhljómurinn

Guðjón Ingi EiríkssonÞað var í skosku sveitaþorpi fyrir margt löngu. Slátrarinn Charlie hafði nokkur mannslíf á samviskunni, enda hafði hann breytt þessu friðsæla samfélagi í blóðugan vígvöll á örskammri stundu. Hann missti stjórn á skapi sínu þegar unnusta hans til tveggja ára sagði skilið við hann og tók saman við annan mann. Þetta var einum of mikið fyrir Charlie. Hann elskaði Jane meira en nokkuð annað í veröldinni og gat ekki á heilum sér tekið eftir að hún sagði honum upp. Hún sagði honum einfaldlega að sambandi þeirra væri lokið og annar kominn í spilið, nýútskrifaður lögfræðingur, sem enginn gæti keppt við í glæsileika. Þetta var þungt högg fyrir Charlie. Hann sat þó á strák sínum í fyrstu, en þegar þau ákváðu að gifta sig tók hann til óspilltra málanna og kom þeim báðum fyrir kattarnef, auk foreldra þeirra beggja. Allt þetta fólk, sem var ekki lengur í tölu lifenda, var samankomið í lystigarðinum, stolti þorpsbúa, þegar hann lét til skarar skríða og fyrr en varði lágu sex manns í valnum. Fólkið var að gera sér glaðan dag í tilefni af því að nú væri ekkert að vanbúnaði vegna brúðkaupsins, sem var á dagskrá þremur dögum síðar. létu þau lögreglumann staðarins strax vita hver sökudólgurinn væri. Var hans nú leitað dyrum og dyngjum, jafnt af lögreglumanninum sem öðrum fílhraustum karlmönnum. Allir báru þeir

13


vopn; sumir byssur, aðrir ýmist sveðjur eða hnífa. Enginn vildi vopnlaus vera ef Charlie yrði vafalaust ekki fórna frelsi sínu átakalaust. Eftir að leitarmenn höfðu þrætt hvern krók og kima í byggðarlaginu, án þess að verða Charlies varir, stefndi lögreglumaðurinn liði sínu til fjalla. og ekki höfðu þeir gengið lengi þegar vissa um það var fengin. Fótspor, greinilega nýleg, voru mörkuð í mjóan, rigningarblautan moldarslóða sem lá að hellismunna einum og gáfu það til kynna að einhver hefði heimsótt hellinn fyrir mjög stuttu og ekki farið þaðan aftur. Lögreglumaðurinn skipulagði nú inngöngu í hellinn. Þrír byssumenn, ásamt honum, skyldu fara þangað og freista þess að koma böndum á Charlie, ef hann leyndist þar. Aðrir stóðu vaktina fyrir utan, en allir fengu þau skilaboð að hann væri réttdræpur ef hann svo mikið sem gerði tilraun til að vinna einhverjum leitarmannanna Lögðu fjórmenningarnir svo af stað inn í hellinn, fet fyrir fet, og voru við öllu búnir. Enginn sagði orð. Ef Charlie hefðist þarna við væri auðvitað hentugast að koma honum að óvörum og forðast öll átök. Og þarna var einhver. Sporin, sem lágu bara í aðra áttina, lugu ekki. greina handaskil eftir því sem innar dró í hellinn.

14


Myrkrið hafði algjörlega tekið völdin. Dagsbirtunnar naut ekki við nema rétt í hellismunnanum. Allt í einu heyrðu þeir þrusk. Það var eins og það kæmi ofan frá — af einhverri syllunni. Þær voru nokkrar. Þeir höfðu allir komið í hellinn og sumir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þjóðsagan sagði að fjórir bankaræningjar hefðu

vitjað þess síðar. Sama saga greindi svo frá að þeir hefðu allir verið handteknir ofar í fjallinu og aldrei átt afturkvæmt í hellinn, enda var hver og einn þeirra gerður höfðinu styttri áður en langt um leið. Í gegnum árin höfðu margir freistað þess að ingur vissi til, og kannski var þessi saga bara uppspuni frá rótum. Lögreglumaðurinn átti nokkrar hellnaferðir að baki og draumur hans hafði til þessa verið hinn sami og annarra í sömu af fór hann tómhentur þaðan. Núna myndi það ekki gerast, þótt fengurinn yrði af öðrum toga en hann hafði forðum vonast til — nefnilega morðingi. Fjöldamorðingi! Lögreglumaðurinn og félagar hans gengu nú í áttina að hljóðinu. Þeir höfðu gott bil sín á milli og munduðu byssurnar, reiðubúnir að skjóta Charlie ef hann réðist að þeim. Tveir þeirra höfðu verið góðir vinir hans, en voru samt staðráðnir í

15Fjallgangan

Gunnar Kr. Sigurj贸nssonMig langar þér örlitla sögu að segja, sestu nú niður og reyndu að þegja. Sagan er hræðileg, hefurðu þor? Hún heldur þér andvaka langt fram á vor. Það gerðist á Íslandi alls fyrir löngu, að Ólafur Sveinsson, hann lagði í göngu og hélt út úr bænum á fjall sem er fjarri, … og einstaka brúnleitu barri.

Hann tók með sér nesti og taldi sig góðan, en trúið mér, ég myndi dæma hann óðan, því veðrið var töluvert verra en spáin, en vesalings Óla greip fjallgönguþráin. Hann byrjaði gönguna beint upp á fjallið, en bágt átti að meta þar lágskýjafallið. Er hann var svo kominn um hálfa leið, hrasaði Óli og í fótinn þá sveið … og hafði ekki hugmynd hvað beið.

81


Hann gat ekki staðið, því stöðugt um hæl hans, streymdu nú kvalir og öskrið og væl hans, fylltu nú húmið í hamslausum vindi, því hávaðarok var nú komið í skyndi. Hann tapaði alveg hvað tímanum leið og töluvert greyið nú örlögum kveið, hann fann hvernig blóðið úr fætinum rann og fullur af angist og verkjum var hann … og sorgin í sálinni brann.

En ekki var garpurinn einn þar á slóðum, svo óvænt fór dáldið að bera á hljóðum, sem gerðu hann hræddan og hann fór að skoða, hlíðina þar sem hann fór sér að voða. Hann sá ekki nokkurn en viss um að væri vargur, sem efalaust lítið á bæri það lá við að færi hann þarna að gráta

82Hrekkjavökuhrekkurinn

Halloween I

Draugar, ófreskjur og aðrar verur eru á ferli í myrkrinu og svífast einskis!

HALLOWEEN i

Fjallgangan

Bjölluhljómurinn „Bjargaðu mér“ Endastöðin Gamla tréð

Skólakjallarinn

Kærastan

Einn heima

Draugatak

Húsið á hæðinni

Kirkjugarðurinn

Græni stóllinn

Allt eru þetta magnaðar sögur sem fá hjartað til að slá aðeins örar um hríð

Lestu ef þú

þorir!

Guðjón Ingi Eiríksson & Gunnar Kr Sigurjónsson

Hringurinn

Hryllings- og draugasögur fyrir harðgerða krakka og unglinga

Hólar

Gudjon Ingi Eiriksson Gunnar Kr Sigurjonsson


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.