Pétrísk-íslensk orðabók 34. útg. — sýnishorn

Page 1

Pétur Þorsteinsson

Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi

C

P -MA

-N

-A

M 34. útgáfa

-A



Pétur Þorsteinsson

Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi

2016


Allur ágóði útgáfu þessarar bókar rennur gersamlega til afdjöflunarstarfs Kristilegs félags heilbrigðisstétta Fyrir þá sem ekki vita, þá lítur séra Pétur svona út í raun og veru, gersamlega afgreiddur. Á forsíðunni er myndagáta. Enginn munur er gerður þar á grönnum og breiðum sérhljóða og með því að raða orðunum saman fæst setning sem á vel við um höfund bókarinnar.

Pétrísk–íslensk orðabók með alfræðiívafi ©2016 Pétur Þorsteinsson Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík holar@holabok.is www.holabok.is Hönnun og umbrot: G10 ehf. – gunnar@g10.is Bókarkápa: Gunnar Kr. Sigurjónsson, síbrotamaður Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, Reykjavík Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. ISBN: 978-9935-435-83-5


P

étur Þorsteinsson (b)orðari


1. útgáfa 2. útgáfa 3. útgáfa 4. útgáfa 5. útgáfa 6. útgáfa 7. útgáfa 8. útgáfa 9. útgáfa 10. útgáfa 11. útgáfa 12. útgáfa 13. útgáfa 14. útgáfa 15. útgáfa 16. útgáfa 17. útgáfa 18. útgáfa 19. útgáfa 20. útgáfa 21. útgáfa 22. útgáfa 23. útgáfa 24. útgáfa 25. útgáfa 26. útgáfa 27. útgáfa 28. útgáfa 29. útgáfa 30. útgáfa 31. útgáfa 32. útgáfa 33. útgáfa 34. útgáfa

janúar 1988 40 eintök febrúar 1988 60 eintök maí 1993 150 eintök maí 1993 150 eintök júlí 1993 100 eintök desember 1993 150 eintök október 1994 100 eintök apríl 1995 100 eintök febrúar 1996 100 eintök september 1996 100 eintök febrúar 1997 100 eintök júní 1997 100 eintök janúar 1998 100 eintök nóvember 1998 100 eintök mars 1999 100 eintök júní 1999 100 eintök desember 1999 100 eintök ágúst 2000 250 eintök júní 2001 200 eintök apríl 2002 100 eintök október 2003 100 eintök desember 2003 100 eintök nóvember 2004 100 eintök júní 2005 100 eintök desember 2005 100 eintök ágúst 2006 200 eintök desember 2006 200 eintök júní 2007 200 eintök desember 2007 200 eintök nóvember 2008 500 eintök desember 2009 200 eintök maí 2010 1000 eintök júní 2012 1500 eintök mars 2016 1200 eintök

Hátíðarútgáfa Afmælisútgáfa


Pétrísk–íslensk orðabók

Formálinn Alveg þykir sýnt, að brýna nauðsyn beri til, að gripið verði til róttækra ráðstafana í umferðarmálum hvarvetna, þar sem geysihraður akstur keyrir nú fram úr hófi, að flestum finnst, sem minnast fyrri tíma með kyrrð þeirra og öryggi. Bílaeign hérlendis eykst nú með hverju ári, og hvers kyns tækninýjungar streyma sífellt inn í landið. Má jafnvel svo að orði kveða, að allsherjarbylting skylli skyndilega yfir í lok síðari heimsstyrjaldar, er hin stórvirkustu tæki steyptust unnvörpum yfir alþýðu manna. Hefur þetta stigið ýmsum hraðadýrkendum svo til höfuðs, að þeir virðast hafa breyst í algera skynskiptinga, sem streitast við að eignast æ hraðskreiðari bíla án nokkurrar umhugsunar um sparneytni eða eyðslu vélanna. Skirrast ökuþórar þessir eigi við að smeygja sér á fleygiferð inn í þrengstu geilar, sem iðulega myndast í umferðinni, eða þeytast fram úr öllum öðrum, ýmist á hægri eða vinstri akrein, nær ævinlega reykjandi eða þá kveikjandi sér með annarri hendi í nýjum eiturskammti af tóbaki, en með hina kreppta í krampateygjum um stýri, einkum í beygjum, svo að ískrar og hvín í öllu og lífi bæði ökumanns og farþega er teflt í tvísýnu. Dylst nú fæstum, að ískyggilega margir hafa sljóvgast vegna langærrar ölvunar, að athyglin er í algeru lágmarki og samrýmist engan veginn umhverfinu. Nýleg rannsókn þótti sýna skýrt þá dýrkeyptu reynslu, að svívirðilegt tillitsleysi og óhugnanleg áfengisdrykkja fjölda margra ylli sífjölgandi slysum, jafnvel í afskekktustu afkimum í strjálbýlustu byggðum og á vegleysum hrjóstrugra öræfa. Þó var aldrei að neinu leyti ætlunin, að birting slíkrar skýrslu yrpi nokkurri rýrð á opinbera starfsmenn né leiddi til gagnrýnilausra getsaka um óheyrilegan þekkingarskort um allt, er að umferðarmálum lýtur. Ekki taka þig allt of alvarlega – þú kemst hvort sem er ekki lifandi frá lífinu. Góðar stundir!

5


Pétrísk–íslensk orðabók

Skammstafanir og skýringar a atviksorð d dæmi e enska fs forsetning fsk forskeyti l lýsingarorð n nafnorð orðas orðasamband orðt orðtak s sagnorð sbr samanber sh sérheiti sn sérnafn sla slanguryrði fornt orð eða úrelt sjá annars staðar í bókinni

6


Pétrísk–íslensk orðabók

0–9 1. Mósebókarflokkurinn orðas, hljómsveitin Genesis 666 miðlar í Skrattahlíð sh, 365 miðlar í Skaftahlíð

Aa að þykkna upp orðas, verða ólétt aðalsyndin er að vera fyndinn orðas, afstaða vera

grínathugull í kirkju – frekar að vera

Svartstakkastóðsins til þess að

botnfrosinn og fannbarinn,

stærsta

syndin er að vera fyndinn aðkast n, íþróttin boccia aðviðunarvæna n, klíníkdama, aðstoðarmaður tannlæknis afbökun n, veisla þar sem allar veitingar eru aðkeyptar, ekkert heimabakað á boðstólum afdjöfla s, snúa til kristinnar trúar, kristna afdjöflun@tv.is n,

rafröfl, rafraus

Háóða safnaðarins, sem situr Föðurnum á

vinstri hönd, þar sem Jesús situr við hægri hönd hans og þar er því allt upptekið afgreiddur l, hárlaus maður hausnum á afkastamikill a, maður sem mígur mikið, kastar af sér miklu vatni afleggjari n, maður í megrun aflima s, gera muslim kristin, hann er ekki lengur muslimur afrakstur n, það að raka sig afruglari n, geðlæknir

klikklæknir

afstyrmi n, barn eða afkomandi manns sem heitir Stymir aftak n, fjölföldun, eftirtaka aftansöngur n, bakraddir, þar sem þær syngja fyrir aftan afturelding n, þegar matur er hitaður upp aftur og eldaður þannig afturhald n, halda aftur af sér við át afturvirkur n, samkynhneigður aftökuherbergi n, herbergi, þar sem þú tekur af þér yfirhöfnina, oftast forstofan eða þar sem bæli er notað til slíks í fjölmennari heimsóknum

7



Pétrísk–íslensk orðabók

Bb Babúbar n, kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudögum í Hallgrímskirkju með hádegisverði hjá séra Jóni Dalbú fv. presti baðkeri n, manni sem finnst gott að fara í bað í baðkeri, sbr. fagurkeri bagga s, sbr. e, bögga bakflæði baktería Breidd er aftast í versluninni) bakteríubað n, heitur pottur bakvakt n, gleðikona í vinnunni bakverk n, afrakstur alls konar baksturs, sbr. málverk, listaverk bandamenn n, leikbrúður, strengjabúður bandóður n, vísa eða ljóð sem farið er með, þegar verið er að spinna ullarband á rokk barbara n, bar þar sem eingöngu eru seldir drykkir en hvorki matur né maul barbora n, voðalega lítill bar bardagar n, 1) dagarnir sem barinn er opinn, 2) dagarnir sem eytt er á barnum, d.: „Ég átti fjóra bardaga í síðustu viku!“ bardúsa n, kvenkyns barþjónn bardælingur n, þjónn á bar, þar sem bjór fæst úr dælu barefli n, það, að hittast á bar, pub til samfélagseflingar svo sem spurningakeppni, barsvar (e. pub quiz) sem er hópefli, eða drekka saman barnabrennivín n, áfengir gosdrykkir barnabull n, þegar börn barna börn Barnabær n,

Karnabær

barnaefni n, sæðisfruma og egg barnalán n, fá lán í banka vegna mikils barnafjölda barnapía n, unglingur sem hagar sér eins og fullorðin til þess að hinir fullorðnu, þegar þeir fara út, geti hagað sér eins og unglingar barsmíð n, vinna við að reisa/innrétta krá, ölstofu

11



Pétrísk–íslensk orðabók

grásleppuhrognaframleiðandi n, grásleppa grásleppukarl n, rauðmagi greiðslustöðvun n, 1) þegar Pétur hætti að greiða sér 21 árs gamall, en hann hefur ekki átt greiðu síðan, 2) finnur eina greiðslu ung að árum og heldur henni æ síðan grenningardeild bankanna orðas, greiningardeildir bankanna, þar sem þær hafa gert margan manninn grennri eftir fall bankanna á haustmisseri 2008 grínathugull l, með kímnigáfuna í lagi grínathygli n, kímnigáfa grínsvín n, sá sem er með grín og glens grjónagengið n, fólk ættað frá Asíu Gróa á Neti sh, kjaftasögur og

skítskeyti á Netinu

gróðursetja s, setja öskuker niður í jörðina Grundvöllur n, bletturinn fyrir framan elliheimilið Grund græjugredda n, fíkn í alls kyns tól og tæki grængandur n, gúrka guatemalískt þrælablóð orðas,

kók

Guðbyrja n, María mey, þar sem hún bar Jesús Krist – Guð kristinna manna – í heiminn Guðdómlegt gums orðas, allar tertur sem eru blautar og með miklum rjóma Guðfinnur n, maður sem er nýbúinn að frelsast, taka afturhvarfi,

afdjöflast, verða

trúaður Guðgæti n, góðgæti Guðlaug n, skírnarskál, skírnarfontur Guðsgallerí n, heimagert kökuhlaðborð, þar sem mikið er af með

himneskri hamingju,

Guðsgeldingagengið (Ggg)

guðdómlegu gumsi

rauðu mjólkinni félagsskapur óframfærinna manna, fimm talsins, sem

hafði það eina markmið að finna unnustur hver handa öðrum því að sá gengismaður sem hafði verið með stúlku í þrjá mánuði, þurfti að halda hinum átveislu mikla, sem nefndist kétkveðjuhátíð. Félagsmönnum var skylt að hafa með sér stúlku í téða kétkveðjuhátíð í tvennum tilgangi: Annars vegar að velta henni sjálfur fyrir sér eða að sýna hinum hana. Þess má geta að hátíðirnar voru ekki haldnar mjög oft

31


Pétrísk–íslensk orðabók

mammonsfræði n, viðskiptafræði mammonsmusteri n, banki, fjármálastofnun, en Mammon er peningaguðinn manngeng l, kona sem alið hefur barn mannveira n, veira sem er í mannveru mannvirki n, læknir, sbr. rafvirki, símvirki, víravirki mannvirkjagerð n, lýtalækningar mannæta n, sælkeri af gamla skólanum margmiginn ostur orðas, ostur sem lyktar á þann veg, að halda mætti, að á hann hafi verið migið margoft Margsaga n, Útvarp Saga, þar sem svo mikið er um endurflutning dagskrárliða markvarða n, kvenkyns markvörður, sbr.

kirkjuvarða

Marteinsmaður n, Lúterstrúarmaður martröð n, gata sem liggur niður að sjó, sbr. mar sem merkir sjór massagutti n, maður sem er í því að verða massaður í skrautskrýmsli,

skrautskrýmslastöðinni,

messugutti

Mata krókinn orðas, grænmetis- og ávaxtafyrirtækið Mata sem Samkeppnisstofnun taldi að hefði matað krókinn á óeðlilegan hátt með verðsamræmingu við Ágæti og Sölufélag garðyrkjumanna matarhlé n, þegar menn taka sér hlé frá að borða og halda svo áfram að snæða matarmúsík n, dinnertónlist matast og makast orðas, helsta tilhlökkunin hjá mörgum matgæðingur n, hrossakét af gæðingi,

kaplakét

matsvinnungur n, matsmaður, hann vinnur fyrir sér með því að meta maul n, smáhressing á föstu formi, gjarnan notað eftir messur í

Háóða söfnuð-

inum málalok n, síðasta umferð, þegar verið er að mála málstaður/málstöð n, sá/sú sem verður kjaftstopp, verður orða vant málþófi n, sá sem rífst, þrefar og þruglar mánamaður n, maður sem vinnur svart til þess að þurfa ekki að borga skatta og skyldur af atvinnu sinni, engar nótur eða kvittanir meðgöngumóðir n, móðir sem gengur með barn fyrir aðra konu

54


Pétrísk–íslensk orðabók

Merkir einstaklingar í heimi okkar mannanna 500 kallinn Jón Sigurðsson, þroskaþjálfi og réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi. Er með millinafnið Þorsteinn Aftur og Nýbúinn Forsetahjónin á Bessastöðum, þar sem

Bessastaðabeikonið

neitaði aftur að undirrita lög. Fyrst fjölmiðlalögin og síðan aftur um Icesavereikninginn á vormisseri 2010. Svo er

Forrit nýbúi hér á landi

Aldni Fritz sr. Friðrik Friðriksson Alli Albert Ebenezer Bergsteinsson, guðfræðingur og trésmiður – eins og Jesú – og að auki járnsmiður, og er því meiri Meistaranum Ári Ársæll Aðalbergsson, fv. kjallarakaupmaður og framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM Árni Álft Árni Svanur Daníelsson fv. vefprestur hjá

Bissu

Baddi Badd Bjarni Þór Bjarnason fv. prestur hjá Englum í sjávarbænum Hull og núverandi sóknarprestur í Seltjarnarnesssókn Balli í beygjunni Baldur Sigurðsson sóknarprestur í Njarðvík Barnabiskup Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur, var æskulýðsfulltrúi kirkjunnar

Héraðsstubbur

Bessastaðabeikonið Ólafur Ragnar Grímsson biskupspeðin biskupabörn Bjarkitekt Halldórsson, Bjarki Halldórsson arkitekt Björn Borg Björn Bjarnason eftir að hann var tilnefndur til þess að verða næsta borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna í Reykjavík Boll Boll. Bolli Bollason sóknarprestur í Laufásssókn Bollastellið Börn sr. Bolla Gústavssonar fv. vígslubiskups, en þrjú þeirra eru vígðir prestar Bræðrabörn Péturs Bíbí, Dandri, Leyni, Lexi, Mási, Nóri, Pusi, Samsi, Snemmi, Strembill og Tína Búbissi Ólafur Skúlason fyrrum biskup, var prestur í Bústaðasókn

89


Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og fjórða skipti og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hefur hún selst upp, hvert sinn sem nýtt eintak kemur út. sinni áður, hún er sífellt í endurnýjun, og eru fast að fjegurhundruð ný orð í þessari útgáfu … kjellfyrir! Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur um áratuga skeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Um áratugabil hefur hagnaður bókarinnar farið til Kristilegs félags heilbrigðisstétta og verður svo um ókomna framtíð. Hvað ætli þessi orð merki? - Barbara - Kvenpeningur - Sykursíki - Spenaspræna - Bænabuxur - Millistéttamaður - Kjaftaskur - Búrkubílstjóri - Kúkalabbi - Lykilmaður - Sígretta - Minnipokamaður - Þjósöngur


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.