Fib bladid 3 tbl 2013

Page 12

VIÐTALIÐ

GÓÐ REYNSLA AF RAFBÍL

-Helgi Sigurjónsson rafmagnstæknifræðingur fer allra sinna ferða á Nissan Leaf:

H

elgi Sigurjónsson rafmagnstæknifræðingur er eigandi Nissan Leaf rafbíls sem hann keypti frá Bandaríkjunum. Bíllinn var ársgamall en nánast ónotaður þegar Helgi tók hann í notkun fyrir um fjórum mánuðum. Bíllinn hefur reynst vel og uppfyllt vel þær væntingar sem til hans voru gerðar. Fjölskyldan hefur nokkrum sinnum skroppið austur í Tungur á bílnum og suður í Leifsstöð í Keflavík og aldrei lent í vanda vegna rafmagnsskorts. Bensínknúnu bílarnir á heimilinu hafa varla verið gangsettir síðan rafbíllinn kom á heimilið.

12

Bandaríkjamaðurinn sem áður átti bílinn hafði fengið sérstaka meðgjöf frá ríkinu með bílnum nýjum. Henni fylgdi það skilyrði að ekki mátti selja bílinn innan tilsetts tíma, sem rétt var útrunninn þegar Helgi keypti hann. Það má því segja að hið hagstæða verð sem Helgi fékk bílinn á hafi að hluta verið vegna þess að bandaríska ríkið hafði niðurgreitt hann. Hér á Íslandi bættust svo engin vörugjöld né virðisaukaskattur ofan á bílinn þannig að kominn á götuna var verðið ósköp áþekkt verði nýlegs lítið ekins bíls af svipaðri stærð, en með brunahreyfli.

Hversvegna rafbíl? „Ég hef fylgst lengi með þessum rafbílamálum. Í kring um árið 1980 sýndist mér sem rafbílarni væru alveg að koma. En þá lækkaði olían skyndilega í verði þannig að bílaiðnaðurinn eiginlega hætti við rafbílana um sinn. En tæknin sem gerði rafbílana mögulega var vissulega komin og hún fór reyndar hvergi því að hún var innleidd í rafknúna lyftara og fleiri slík tæki og hefur reynst mjög vel hér á landi sem annarsstaðar. Það er því komin góð reynsla á rafknúin farartæki og þróun tækninnar hefur


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.